Morgunblaðið - 11.04.2020, Side 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2020
Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur stórmarkaða Nánar á artasan.is
Nærir hárið og
styður við hárvöxt
Hair Gro inniheldur:
• Sink sem stuðlar að eðlilegum
hárvexti
• Eplakjarna, elftingu og hirsi
• Tocotrienol, amínósýrur og bíótín
• Procyanidin B2 úr eplum
Leikarinn og handritshöfundurinn
Larry David kemur leikstjóranum
Woody Allen til varnar og segir erf-
itt að trúa því að hann hafi gert
eitthvað af sér. Vísar hann þar til
ásakana ættleiddrar stjúpdóttur
Allens, Dylan Farrow, þess efnis að
Allen hafi misnotað hana kynferðis-
lega árið 1992. David lét þessi um-
mæli falla í viðtali við New York
Times eftir að hafa lesið nýút-
komna ævisögu Allens, Apropos of
Nothing.
David öðlaðist frægð sem einn af
handritshöfundum gamanþáttanna
Seinfeld og síðar eigin þátta, Curb
Your Enthusiasm, sem hann fór
með aðalhlutverkið í. „Já, hún er
býsna góð, þetta er frábær bók,
mjög fyndin,“ segir David í viðtal-
inu og að erfitt sé eftir lesturinn að
trúa því að höfundurinn, Allen, hafi
gert eitthvað af sér.
Bók Allens kom út 23. mars sl. og
var það forlagið Arcade sem gaf
hana út eftir að annað forlag,
Grand Central, hætti við útgáfuna
vegna mótmæla starfsmanna og
þrýstings frá Ronan Farrow, syni
Allens, sem talað hefur máli systur
sinnar. Móðir þeirra er Mia Far-
row. Allen leikstýrði Larry David í
kvikmyndinni Whatever Works sem
kom út árið 2009.
Efins Larry David segist eiga erfitt með að
trúa því að Allen hafi brotið af sér.
Larry David kemur
Allen til varnar
Gunnar Hansson, dagskrár-
gerðarmaður og leikari, var beð-
inn að mæla með verkum sem
njóta má innan veggja heimilisins
í samkomubanninu.
„Já, það er nú ýmislegt sem ég
leita í á svona stundum, til dæmis
er ein klassísk bíómynd sem er í
sérstöku uppáhaldi hjá mér; This
is Spinal Tap.
Þetta er líklega
skemmtilegasta
mynd sem ég
hef séð og ég
get ekki orðið
leiður á henni!
Leikin heimild-
armynd um
breska þunga-
rokkshljómsveit
sem getur ekki
gert neitt rétt
en gerir samt einhvern veginn
allt svo yndislega rétt. Ég sé allt-
af eitthvað nýtt í henni í hvert
skipti sem ég horfi. Þetta er
yndislegur spuni sem fær 11 af
10 mögulegum!
Svo hlusta ég mjög mikið á
hlaðvörp ýmiskonar. Þessa dag-
ana hef ég verið að hlusta mikið
á Conan O’Brian needs a friend,
þar sem þessi frábæri sjónvarps-
maður og grínari tekur viðtöl við
mjög skemmtilega einstaklinga,
flestir líka grínarar. Með þessum
gestum og aðstoðarfólki Conans,
Sonu og Matt og svo auðvitað
Conan sjálfum, fara samræðurnar
yfirleitt á mjög skemmtilegt flug
sem ég baða mig í. Svo verð ég
reyndar að minnast á íslensku
hlaðvarpsþættina Fílalag, með
Bergi Ebba og Snorra Helga, sem
ég hef hlustað á í hverri viku frá
því þeir byrjuðu. Þeir eru alltaf
stórskemmti-
legir í sínum fíl-
ingi.
Að lokum
horfi ég talsvert
á sjónvarps-
þætti. Þar er
auðvitað af
nógu að taka,
en kannski
kemur fyrst
upp í hugann sú frábæra netflix-
þáttaröð Ozark, en það var ein-
mitt að koma ný þáttaröð sem ég
get ekki beðið eftir að háma í
mig. Jason Bateman er einn af
mínum uppáhaldsleikurum og
hann ekki bara leikur aðal-
hlutverkið í þáttunum, heldur
leikstýrir nokkrum af þeim og er
einn framleiðenda. Þetta eru
svakalegir spennuþættir sem
maður klárar neglurnar yfir.
Stemningin og allir hinir leik-
ararnir eru algjörlega fyrsta
flokks.“
Mælt með í samkomubanni
Yndisáhorf This is Spinal Tap er sprenghlægileg kvikmynd.
Fær 11 stig af 10
mögulegum
Spennandi Jason Bateman og
Laura Linney leika hjón í Ozark.
Gunnar
Hansson
Conan O’Brien
Böðvar Páll Ásgeirsson
bodvarpall@mbl.is
Loksins, loksins! segja einhverjir
nú þegar fyrsta plata Ljótu hálfvit-
anna síðan 2015, Hótel Edda, er
komin út. Hljómsveitin er enn skip-
uð sömu meðlimum og verið hafa í
hljómsveitinni frá byrjun. „Við er-
um þessir sömu níu og voru á
fyrstu plötunni,“ segir Ármann
Guðmundsson, einn hljómsveitar-
meðlimanna. Sveitin hefur haldið
hópinn að mestu í gegnum árin síð-
an hún var sett saman árið 2006.
„Það hefur komið fyrir að menn
hafa dottið tímabundið út en það er
alltaf bara í stuttan tíma.“
Ármann segir hann og aðra með-
limi hafa byrjað að vinna að plöt-
unni að alvöru í fyrra. „Þá fórum
við að hittast. Við búum svolítið
dreift um landið þannig við æfum
ekki reglulega. Við höfum þann
háttinn á að við mælum okkur mót
og tökum langa helgi,“ seg-
ir Ármann. „Ef menn eru
búnir að vera að semja þá
mæta menn með það en
svo er líka reiknað með að
við semjum saman á staðn-
um.“
Margir Ljótu hálfvitanna
hafa verið í öðrum verkefnum
tengdum tónlistinni á meðan hljóm-
sveitin hefur verið í dvala. Þar má
til dæmis nefna bræðurna Baldur
og Snæbjörn Ragnarssyni sem leik-
ið hafa með þungarokkshljómsveit-
inni Skálmöld um árabil en sú sveit
er nú í fríi. „Það er oft erfitt að
koma saman prógrammi hjá okkur.
Við þurfum að skipuleggja okkur
langt fram í tímann til að ákveða
tónleika,“ segir Ármann.
Mikil keyrsla
Hann segir plötuna vera í ætt við
það sem komið hefur frá Ljótu hálf-
vitunum áður. „Það varð einhvern
veginn sú þróun þegar við völdum
lögin á plötuna að það er meiri
keyrsla á henni, svona samfelld
keyrsla. Það er ekkert lag sem er
beinlínis rólegt á henni.“
Þá segir Ármann lögin vera stutt
og fólk því fljótt að renna í gegnum
plötuna. „Hún er ekki nema rétt
tæpur hálftími,“ segir hann en tólf
lög eru á plötunni. „Það eru mjög
pönkuð lög og svo mjög þjóðlaga-
skotin lög. Það eru svona
tvö meginþemu en líka
popplög inn á milli.“
Ákveðið þema er í text-
unum líka. „Flestir text-
arnir okkar fjalla um fólk
sem virkar ekki alveg eins
og það ætti að gera af
ýmsum ástæðum. Við fjöllum um
frestunaráráttu. Drykkjuskapur
kemur einnig við sögu en við erum
ekki að reyna að draga hann fram í
neinum fallegum litum. Ég myndi
segja að forvarnargildið væri þó-
nokkurt.“
Hótel sem þú vilt ekki gista á
Um titil plötunnar segir Ármann
það vera einskonar innahússbrand-
ara hjá hljómsveitinni. Framan á
plötunni er einn meðlima hennar,
Eggert Hilmarsson, kallaður Eddi,
sem Ármann segir þöglu og sterku
týpuna.
„Á sviði segir hann yfirleitt ekki
mikið en þess á milli er hann okkar
fyndnasti maður, það er enginn sem
lætur okkur fara jafn mikið að
hlæja og hann. Þetta er hótelstjór-
inn á Hótel Eddu,“ segir Ármann
og tekur fram að ekki sé verið að
tala um Edduhótelin. „Þetta er hót-
el sem þú vilt sennilega ekki gista
á.“
Útgáfutónleikar þurfa að bíða
Ljótu hálfvitunum finnst alltaf
jafn gaman að koma saman, að
sögn Ármanns. „Þetta verður ekki
þreytt hjá okkur. Okkur finnst það
ekki að minnsta kosti.“
Þeir félagar ætluðu að halda út-
gáfutónleika á Græna hattinum um
páskana en þeir hafa verið blásnir
af eðli málsins samkvæmt. „Við er-
um bara að sjá hvernig þetta þróast
og bíðum rólegir. Við eigum bókaða
tónleika í júlíbyrjun en við sjáum
hvort það stendur,“ segir Ármann.
„Það veit enginn neitt hvernig þetta
fer. Við vonum bara það besta.“
Hann segir viðtökurnar hafa ver-
ið góðar. Fólk sé að hlusta og segist
ánægt. „Ég hef ekki heyrt neinn
halda því fram að þetta sé versta
platan okkar allavega. Við höfum
bullandi trú á þessu og almenna
skoðunin innan bandsins er að
þetta sé okkar besta plata.“
Hótel Eddu má nálgast á spotify
en einnig er hægt að panta eintak
af geisladiski á veraldarvefnum
góða.
Ljótu hálfvitarnir Hér má sjá alla meðlimi hljómsveitarinnar saman komna.
„Okkar besta plata“
Ljótu hálfvit-
arnir mættir aftur
Fyrsta plata
hópsins í fimm ár
Ljósmynd/Dagur Gunnarsson