Morgunblaðið - 28.04.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.04.2020, Blaðsíða 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 Helgi Bjarnason Skúli Halldórsson Rýmkað verður um fjöldatakmark- anir á Ísafirði, í Hnífsdal og Bolung- arvík 4. maí en ekki þó til jafns við línuna sem gildir um landið allt. Skrefið verður stigið til fulls 11. maí og munu eftir það gilda sömu reglur á Vestfjörðum og á landinu öllu. Aðgerðastjórn almannavarna á Ísafirði tilkynnti um þessar tilslak- anir í gær en þær eru ákveðnar af heilbrigðisráðherra að fengnum til- lögum aðgerðastjórnar og sóttvarnalæknis. Auglýsing um breytinguna hafði þó ekki birst formlega, síðast þegar blaðamaður vissi. Alma D. Möller landlæknir greindi frá því á upplýsingafundi al- mannavarna eftir hádegið í gær að ekkert smit hefði greinst sólarhring- inn á undan. Aðeins voru tekin 25 sýni, öll hjá heilsugæslunni, enda var starfsfólk Íslenskrar erfðagreining- ar sem unnið hefur að sýnatökum og greiningum komið í langþráð frí. Ell- efu sjúklingar eru á spítala vegna veikinda af völdum kórónuveirunn- ar. Þar af er einn á gjörgæslu á Landspítalanum en enginn í öndun- arvél. Varfærinn léttir fyrir vestan Ekki hafa nein smit komið upp á Ísafirði frá 18. apríl og frá 22. apríl í Bolungarvík. Gylfi Ólafsson, for- stjóri Heilbrigðisstofnunar Vest- fjarða, segir að toppur faraldursins sé viku til tveimur á eftir landinu al- mennt. Ekki sé búið að tryggja að fleiri smit komi ekki upp og því sé talið nauðsynlegt að viðhalda sér- stökum ráðstöfunum á Ísafirði, í Hnífsdal og Bolungarvík. Aðrir stað- ir á norðanverðum Vestfjörðum fylgja reglum sem gilda á landinu öllu, frá og með deginum í gær. Ákveðið hefur verið að létta aðeins á hömlum á stöðunum þremur 4. maí og að frá og með 11. maí muni sömu reglur gilda þar og almennt á land- inu. Þær sérstöku reglur sem þar gilda nú gera ráð fyrir að ekki megi nema 5 koma saman og grunnskólar og leikskólar eru lokaðir nema fyrir börn forgangshópa. Fjöldinn verður 20 manns 4. til 11. maí og gildir sú fjöldatakmörkun einnig fyrir börn í leik- og grunnskólum. Þá verður þjónusta sem kallar á snertingu eða mikla nálægð milli fólks áfram óheimil. Þar er átt við sjúkraþjálfun, tannlækningar, hársnyrtingu og ýmsa aðra starfsemi. Aðgerðastjórn hefur fundað með bæjarstjórnum Ísafjarðar og Bol- ungarvíkur og mun efna til upplýs- ingafundar fyrir íbúa á Facebook á morgun klukkan 15. „Þetta er mikill léttir en þó frekar varfærinn léttir því hugsanlegt er að smit leynist enn í samfélaginu,“ sagði Gylfi. Bakverðir eru enn við störf hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, vegna ráðstafana sem grípa þurfti til vegna smits og sóttkvíar starfsfólks. Tókst að vera á undan Alma landlæknir sagði á upplýs- ingafundinum í gær að gera mætti ráð fyrir að einhver tilfelli greindust á næstunni og lagði áherslu á að fólk væri áfram á varðbergi og léti taka sýni. Smitrakningarappið er nú komið í 138 þúsund símtæki og sagði Alma að það yrði væntanlega sífellt mikilvægara eftir því sem á farald- urinn líður. Fyrsta tilfellið var greint 28. febr- úar eða fyrir nákvæmlega tveimur mánuðum. Alma sagði að smit hefðu aukist hratt í upphafi. Hins vegar hefði verið gert spálíkan snemma og því verið hægt að undirbúa heil- brigðiskerfið og því hefði tekist að vera á undan faraldrinum allan tím- ann. Kerfið hefði verið búið undir meira álag en varð. Alma sagði að göngudeild Landspítalans hefði haft mikla þýðingu í þjónustu við sjúkl- ingana og hefði gengið vel að takast á við faraldurinn. Allir róa í sömu átt Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, sagði að verkefnið á næst- unni væri að gíra spítalann niður í Covid-19-veikinni en á sama tíma þyrfti hann að gíra sig upp í öðrum verkefnum. Vísaði hann þar til þjón- ustu sem hefur verið frestað. Áfram yrði álag á heilbrigðisstarfsfólki. Sagði Páll að Landspítalinn væri reynslunni ríkari, meðal annars vegna aukinnar notkunar fjarheil- brigðisþjónustu, markvissrar notk- unar göngudeilda, aukins samstarfs mismunandi aðila í heilbrigðisþjón- ustu og einnig í birgðahaldi og inn- kaupum. Það hefði haft mikið að segja við viðbragðið vegna farald- ursins að allir reru í sömu átt og hefðu sömu sýn og að tekist hefði að vinna saman í einu heilbrigðisneti. Ekkert bakslag vegna páska Víðir Reynisson, yfirlögreglu- þjónn hjá almannavarnadeild Ríkis- lögreglustjóra, vakti athygli á því að nú væru tvær vikur liðnar frá pásk- um en ekkert bakslag hefði komið vegna ferðalaga um páskana. Sagði hann jafnframt að ekki væri komið í ljós hvort tilkynning um rýmkun samkomuhafta í síðustu viku hefði orðið til þess að auka smit á ný. Fjöldi eftir landshlutum Óstaðsett 2 52 Útlönd 1 0 Austurland 8 14 Höfuðborgarsvæði 1.308 502 Suðurnes 77 31 Norðurland vestra 35 14 Norðurland eystra 46 27 Suðurland 178 70 Vestfirðir 95 78 Vesturland 42 26 Smit Sóttkví Uppruni smits Innanlands Óþekktur Erlendis 46.377 sýni hafa verið tekin 10 einstaklingar eru látnir 13 eru á sjúkrahúsi 1 á gjör-gæslu 158 eru í einangrun 158 eru með virkt smit Fjöldi smita frá 28. febrúar til 26. apríl Heimild: covid.is 1.792 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 1.792 158 apríl 1.750 1.500 1.250 1.000 750 500 250 þeirra sem hafa greinst voru í sóttkví 81% 55% 9,3% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,6% sýna tekin hjá ÍE 18.822 hafa lokið sóttkví814 manns eru í sóttkví Staðfest smit Virk smit feb. mars 1.624 einstaklingar hafa náð bata Hálft skref áfram á Vestfjörðum  Tilkynnt hvernig staðið verður að afléttingu samkomutakmarkana á norðanverðum Vestfjörðum  Hálft skref stigið 4. maí en landsreglur gilda frá 11. maí  Enginn sjúklingur í öndunarvél á landinu Ljósmynd/Lögreglan Upplýsingafundur Víðir Reynisson, Páll Matthíasson og Alma D. Möller kynntu stöðu mála í gær. Kostnaður Landspít- alans vegna meðferðar þeirra sem smitast hafa af kórónu- veirunni hleypur á hundruðum milljóna, að minnsta kosti. Kom það fram hjá Páli Matthíassyni, forstjóra spít- alans, á upplýsingafundi al- mannavarna í gær. Tók hann fram að kostnaðurinn lægi ekki nákvæmlega fyrir og gerði það ekki fyrr en allt væri afstaðið. „Að auki er reikningur sem er mun hærri, sem lýtur að kaup- um á sóttvarnabúnaði, en hann er auðvitað fyrir allt landið og ekki eingöngu fyrir heilbrigðis- starfsfólk,“ sagði Páll. Hann gat þess að auk þess kæmi til óbirtur kostnaður, meðal annars vegna þess að ekki kæmu inn tekjur fyrir göngudeildarkomur og annað slíkt enda hefur fólk ekki mátt koma á göngudeildir. Spurður hvort kostnaðurinn við kórónuveirufaraldurinn hefði reynst meiri eða minni en reiknað var með sagði Páll: „Sú staðreynd að okkur tókst að stemma stigu við þessum far- aldri þýðir það náttúrlega að við höfum sparað, ekki bara pen- inginn heldur í mannslífum og þjáningum. Þannig að ég myndi nú segja að við höfum fram að þessu getað brosað alla leið í bankann út af því.“ Brosandi alla leið í bankann KOSTNAÐUR SPÍTALANS Spítali Landspítali við Hringbraut. Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa NJÓTUMMINNINGANNA Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Síldarvinnslan hefur ákveðið að fresta veiðum í Barentshafi sökum þess að erfiðlega gengur að selja afurðir sem hafa safnast upp hjá útgerðinni. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þetta eiga við um fleiri út- gerðaraðila. „Það er ekkert að seljast neitt. Bretland er lokað. […] Það er þannig að það er bara mjög þungt í sölu í augnablikinu og það hafa hlaðist upp frosnar af- urðir í geymslum, það eru örfáar tegundir sem seljast,“ segir Gunn- þór. „Það er búið að hægja á öllum veiðum og svo sjáum við að vinnsl- urnar eru að hægja á sér líka. Svo hefur verð á fiski farið langt niður á markaðnum hérna heima,“ segir hann og vísar til mikillar lækkunar á fiskmörkuðum um helgina. „En lykilatriðið er að það vantar alla neytendurna. Það var verið að nota mikið af þessum vörum á veitingastöðum. Þetta hefur verið þyngra en menn reiknuðu með, það eru auðvitað nokkrar glufur opnar en þær taka ekki við eins miklu og var,“ útskýrir Gunnþór. Skoða minni veiðar „Það er óvissa á mörkuðunum. Það hefur selst ágætlega í ferskum fiski en þar hafa orðið miklar lækkanir,“ segir Gunnar Tómas- son, framkvæmdastjóri Þorbjarn- ar. Hann kveðst finna fyrir aukinni eftirspurn í kjölfar þess að fram- boð frá Noregi tók að minnka. „Aftur á móti hefur hægt verulega á í frystum og söltuðum vörum, en þó erum við að afgreiða fyrirtæki sem selja inn á stórmarkaðina.“ Gunnar segir Þorbjörn ekki hafa dregið úr veiðum en tekur fram að fyrirtækið sé með áform um slíkt. „Við erum ekki komin með end- anlega niðurstöðu um það hvernig það verður, en við reiknum með því. Það hefur gengið ágætlega með vörur sem eru að fara til As- íu, Asía virðist vera að opnast aft- ur, og líka fyrir gulllax inn á Aust- ur-Evrópu.“ Áhrif á sölu sjávarafurða meiri en reiknað var með  Útgerðarfyrirtæki draga úr veiðum vegna stöðunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.