Morgunblaðið - 28.04.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.04.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 SAMNINGAR VIÐ ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG • Fagleg þjónusta • Vönduð vinnubrögð • Frítt tjónamat Hvaleyrabraut 2, 220 Hafnarfirði | Sími: 547 0330 | hsretting@hsretting.is | hsretting.is HSRETTING.IS 547 0330 LÁTTU OKKUR UM MÁLIÐ • BÍLARÉTTINGAR • PLASTVIÐGERÐIR • SPRAUTUN Hægt er að bóka tjónaskoðun hjá okkur á netinu 40 ára Ísgerður er Reykvíkingur, ólst upp í Vesturbænum en líka í Los Angeles. Hún býr í 101. Ísgerður er leikari að mennt frá Arts Educational í London, hún sér um Krakka- fréttir á Rúv og er sjálfstætt starfandi leikkona. Systir: Gunnhildur Helga, f. 1978. Foreldrar: Gunnar Hrafn Birgisson, f. 1957, sálfræðingur og forstöðumaður Sálfræðiráðgjafar háskólanema við HÍ, og Hildur Halldóra Karlsdóttir, f. 1959, bókasafnsfræðingur. Þau eru búsett í Reykjavík. Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú veist eiginlega ekki í hvorn fót- inn þú átt að stíga þegar vinir þínir lýsa skoðunum sínum á ákveðnu máli. Fáðu ein- hvern sem þú treystir til að koma þér í sam- band við raunveruleikann. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er ekkert athugavert við leitina að kyrrð og ró – þú þarft ekki að vera með samviskubit. Taktu þér fimmtán mínútur til að reyna að fá yfirsýn yfir líf þitt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það eru einhver atriði sem þú þarft að fara betur í gegnum áður en þú tekst á við ný verkefni. Láttu það ekki valda þér vonbrigðum heldur vera þér lærdómur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef aðstæður valda þér óþægindum skaltu endilega endurskoða þær og nú með hjartanu en ekki skynseminni. Annars fer allt úr böndunum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú er ekki rétti tíminn til þess að hrinda úr vör verkefni sem þú hefur lengi borið fyrir brjósti. Skeyttu ekki skapi þínu á saklausum samstarfsmönnum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þegar þú gerir þitt besta þá er það ekki bara nóg heldur miklu betra en það sem allir aðrir gera. Nýttu þér þetta eins og þú getur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér gefst tækifæri til þess að lagfæra náið samband eða breyta samskiptum til hins betra. Ekki forðast erfið mál sem valda þér áhyggjum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Leiktu þér og losaðu þig við sjálfsgagnrýni, nú er rétti tíminn til þess að skuldbinda sig til þess að gera fáein mistök. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er ekki þess virði að vera að pirra sig út í vini sína í dag. Ef þú ert með á hreinu hvað þú vilt laga aðrir sig laglega að þínum ráðagerðum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gefðu þér tíma til að hreinsa í geymslunni og losa þig við hluti sem nýtast þér ekki lengur. Njóttu ávaxta erfiðis þíns. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það eru margir lausir endar sem þú þarft að hnýta áður en þú getur haldið áfram. Settu skoðanir þínar fram með glöggum hætti. 19. feb. - 20. mars Fiskar Taktu enga áhættu. Ef þú ert óánægður með eitthvað skaltu leita þér hjálpar, hvar sem hana er að finna. G ylfi Jónsson fæddist 28. apríl 1945 í Helga- magrastræti 13 á Akur- eyri. Hann ólst upp á Ytri-Brekkunni og bjó þar á meðan hann dvaldi á Akureyri. „Ytri-Brekkan á Akureyri var ein- staklega þægilegur staður til upp- vaxtar,“ segir Gylfi. „Skíðabrekk- urnar voru góðar við klappirnar utan við býlið Staðarhól. Hamarstígurinn var tilvalinn fyrir sleðaferðir, sem stundum enduðu í garðinum hjá Ottested við Oddeyrargötuna. Einn af stóru þáttunum í uppvexti mínum var sunnudagaskólinn í Akureyrar- kirkju. Sr. Pétur Sigurgeirsson var frumkvöðull í að hafa sunnudaga- skóla. Hugmyndafræði hans var al- veg mögnuð.“ Eftir fermingu tók Gylfi virkan þátt í starfi Æskulýðs- félags Akureyrarkirkju. „Þar liðu góð fjögur ár við leiðsögn sr. Péturs og sr. Birgis Snæbjörnssonar. Af þessum árum mun ég hafa verið for- maður tvö síðustu árin.“ Skólaganga Gylfa hófst í Barna- skóla Akureyrar. „Minn fyrsti kenn- ari þar var öðlingurinn Helgi Ólafs- son. Hvern morgun kom hann í sínum teinóttu jakkafötum, í ljósri skyrtu með bindi. Aldrei man ég eftir því að hann brygði út af sínu hæga fasi eða byrsti sig. Helgi var ein- staklega góður skriftarkennari og á ég honum að þakka að geta skrifað nokkuð læsilega skrift. Helgi var far- inn að reskjast og fyrir kom að hann var veikur. Þá birtist á ganginum konan með brosið sem ekkert virtist geta þurrkað út. Það var Jenna Jens- dóttir. Hún var líka, eins og Helgi, einstaklega ljúfur kennari. Árin þrjú í Gagnfræðaskólanum liðu átakalítil. Þar var Jóhann Frí- mann skólastjóri og stjórnaði morg- unstundum og í lok þeirra var al- mennur söngur undir stjórn Áskels Jónssonar. Mikið eigum við nem- endur þessara ára Áskeli mikið að þakka þessa tónlistarmótun.“ Menntaskólaárin voru einnig ljúf- ur tími hjá Gylfa. „Árin þar mótuðust fyrst og fremst af einstakri skóla- stjórn Þórarins Björnssonar. Fyrsta árið vorum við sem komum úr Gagg- anum við nám í kjallarastofu undir kennarastofunni. Á þessum árum háttaði svo til að áður en við færum í 6. bekk skyldi farið í ferðalag vorið áður. Vegna heimsóknar frá mennta- skóla vinabæjar Akureyrar árið áður og sem auðvitað nefndu heimboð er þau kvöddu, þá fannst okkur bekkj- arfélögunum tilvalið að þiggja boð menntaskólans í Vesterås. Eftir stúdentspróf vorið 1965 skráði ég mig í guðfræðideild HÍ. En að tillögu væntanlegs tengdaföður, sr. Sigurðar Guðmundssonar, ákvað ég að fara í stúdentadeild Kenn- araskóla Íslands sem þá var eins vetrar nám. Reyndist sú ráðgjöf vel því bæði kenndi ég með námi nær öll mín ár í guðfræðinni og eftir að út í prestsskap var komið. Í guð- fræðideildinni tóku félagsmál drjúg- an tíma þar sem ég var formaður fé- lags guðfræðinema einn vetur og síðan formaður Stúdentaráðs.“ Gylfi vígðist á þjóðhátíðardaginn árið 1973 og fór þá fyrst norður í Þingeyjarsýslu, því næst út til Sví- þjóðar þar sem hann starfaði sem prestur innflytjenda og svo austur á Höfn í Hornafirði þar sem hann var í átta ár. „Þar kom ég að stofnun Lionsklúbbs og var fyrsti formaður hans og árið 1979-80 var ég umdæm- isstjóri Lionshreyfingarinnar í um- dæmi B.“ Árið 1982 tók Gylfi við rektorsstöðu í Skálholti og var þar í þrjú ár. „Þar stofnaði ég líka Lions- klúbb og var fyrsti formaður hans. Þá lá leiðin til höfuðborgarinnar þar sem ég var m.a. prestur í Seljakirkju, á Elliheimilinu Grund og í Grensás- kirkju. Við fluttum síðan norður í land aldamótaárið þar sem Solveig Lára varð sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal og ég héraðsprestur og heimilisprestur á Hlíð. Þar áttum við dásamleg 12 ár, en árið 2012 flutt- umst við til Hóla í Hjaltadal þar sem Solveig Lára varð vígslubiskup á Hólum. Hér höfum við síðan búið í bráðum átta ár og hef ég verið við af- leysingar á Hofsósi og Sauðárkróki af og til.“ Gylfi hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tónlist og á yngri árum ann- aðist hann tónlist í öllu barnastarfi sem hann tók þátt í og sumarbúðum, en Gylfi spilar á píanó, orgel og gítar. „Ég fór síðan að lesa mér til um áhrif tónlistar og tónlistarmeðferð og hef undanfarin ár verið mikið að syngja með öldruðum. Þegar við vorum á Möðruvöllum sá ég um tónlist á öldr- unarheimili Akureyrarbæjar en núna tvö síðustu árin hef ég verið Sr. Gylfi Jónsson – 75 ára Hjónin Prestarnir Gylfi og Solveig Lára fyrir utan Hallgrímskirkju við biskupsvígslu Agnesar M. Sigurðardóttur árið 2012. Tónlistin hluti af ævistarfinu Feðgarnir Á ferðalagi um Bandaríkin, en Jón Gunnar býr í New Orleans. 30 ára Hólmar ólst upp á Djúpavogi og Höfn í Hornafirði og býr á Höfn. Hann er stúdent frá Fram- haldsskólanum í Aust- ur-Skaftafellssýslu og er trillusjómaður á Huldu SF-197. Maki: Hafrún Eiríksdóttir, f. 1988, rafvirki hjá Rafhorni. Börn: Bryndís Björk, f. 2011, Sigurbjörn Ívar, f. 2014, og Nökkvi Þór, f. 2019. Foreldrar: Unnsteinn Þráinsson, f. 1969, og Bryndís Björk Hólmarsdóttir, f. 1968, útgerðarmenn. Þau eru búsett á Höfn. Hólmar Hallur Unnsteinsson Til hamingju með daginn Höfn í Hornafirði Nökkvi Þór Hólmarsson fæddist 3. maí 2019 kl. 00.52 á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Hann vó 3.540 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Hólmar Hallur Unnsteinsson og Hafrún Eiríksdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.