Morgunblaðið - 28.04.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.04.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali áberandi í hópi stærstu hluthafa og fjórir stærstu sjóðir landsins skipa sér á lista yfir sex stærstu hluthafa fyrirtækisins. Stærsti hluthafinn er þó raunar Par Capital, bandarískur fjárfestingasjóður, og sjóðir á vegum Stefnis, stærsta sjóðastýringarfyrir- tækis landsins. Lífeyrissjóðir lands- ins eru þekktir fyrir að fara sér hægt þegar kemur að erfiðum fjárfesting- arákvörðunum. Þrátt fyrir þá stað- reynd hafa forsvarsmenn sjóða sem eiga aðkomu að Icelandair Group sagt í samtölum við Morgunblaðið að þeir séu í startholunum þegar gögn og tillögur berist frá félaginu. Þá sé gengið út frá því að boðaðir verði aukafundir á vettvangi stjórna sjóð- anna, þar sem endanlegar ákvarðanir um mögulega þátttöku yrðu teknar. Flestir viðmælendur blaðsins segj- ast búast við að hugmyndir þær sem verða kynntar muni fela í sér hluta- fjáraukningu sem nemi tugum millj- arða króna. Þannig hefur einn heim- ildarmaður innan úr sjóðunum sagt að vænlegra sé í þeirra huga að leggja félaginu til myndarlegt fjár- magn í einni lotu sem geti tryggt við- gang þess til lengri tíma, fremur en að hætta á að innan fárra mánaða þurfi að kalla eftir auknu fé úr sama ranni. Titringur vegna dreifibréfs Nokkurs titrings gætti í liðinni viku þegar fjármálaeftirlit Seðla- banka Íslands sendi lífeyrissjóðunum dreifibréf með ábendingum vegna út- breiðslu kórónuveirunnar. Var það einkum setning sem laut að fjárfest- ingastarfsemi sjóðanna sem menn hnutu um og töldu að fæli sér áskor- un til sjóðanna um að hreyfa í engu eignasöfn sín í óvissuástandinu sem nú er uppi. Þar sagði m.a.: „Fjármálaeftirlitið hvetur lífeyris- sjóði og vörsluaðila séreignarsparn- aðar til að íhuga vandlega, seinka eða hætta við ákvarðanir eða viðskipti sem geta stefnt í tvísýnu langtíma- hagsmunum sjóðfélaga og lífeyris- þega.“ Munu fulltrúar einhverra sjóða hafa kallað eftir nánari útskýringum á því hvað þessar ábendingar eða til- mæli fælu í sér þar sem skilja mætti þau á þann veg að þeir ættu að forð- ast í lengstu lög að taka ákvarðanir á borð þær sem leitt gætu til þátttöku í hlutafjáraukningu félags eins og Ice- landair Group. Heimildir Morgun- blaðsins herma að öll tvímæli hafi verið tekin af um það af hálfu Seðla- bankans að það hafi ekki verið inntak tilmælanna þótt skýra hefði mátt bet- ur það sem þarna var átt við. Margir lausir endar Fram hefur komið að fjárhagsleg endurskipulagning Icelandair sé háð endurskoðun á kjarasamningum, m.a. flugmanna og flugfreyja. Enn hefur ekki fengist niðurstaða í við- ræður um þau mál. Ljóst er að félag- ið mun ráðast í viðamiklar uppsagnir fyrir mánaðamót en það hefur dregið að útfæra þær aðgerðir í von um að ríkisstjórnin muni kynna þriðja að- gerðapakka sinn í dag eða á morgun. Opnir fyrir stórri innspýtingu Morgunblaðið/Eggert Keflavíkurflugvöllur Boeing 757-200-þota Icelandair, Katla, er ein margra sem nú standa óhreyfðar á vellinum og bíða þess að hefja sig til flugs á nýjan leik.  Hluthafar Icelandair bíða tillagna frá félaginu  Lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar í startholunum að fara yfir nýja rekstraráætlun frá félaginu  Búast við beiðni um tugmilljarða hlutafjárinnspýtingu Icelandair Group Hluthafar með meira en 1% hlut Par Investment Partners 13,50% Sjóðir í stýringu hjá Stefni 12,25% Lífeyrissj. verslunarmanna 11,81% Lífeyrissj. starfsm. ríkisins 7,25% Gildi lífeyrissjóður 7,24% Birta lífeyrissjóður 7,07% Frjálsi lífeyrissjóðurinn 2,84% Sjóður í stýringu Landsbréfa 2,14% Brú lífeyrissjóður 1,77% Sólvöllur ehf. 1,70% Almenni lífeyrissjóðurinn 1,53% Stapi lífeyrissjóður 1,36% Vænting ehf. 1,32% Einstaklingur 1,23% Heimild: Icelandair Group BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stórir hluthafar í Icelandair Group eru opnir fyrir þeirri hugmynd að leggja fyrirtækinu til aukið hlutafé á komandi vikum. Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins, hefur sagt að slík innspýting sé félaginu nauðsynleg á komandi vikum enda hefur lausafjár- staða félagsins versnað til muna frá því að millilandaflug í Evrópu og til Bandaríkjanna lagðist nær alfarið af í síðari hluta marsmánaðar. Ice- landair Group mun birta þriggja mánaða uppgjör sitt á mánudaginn næsta en áður en að því kemur standa vonir til þess að félagið færist nær því að tryggja innspýtingu nýs hlutafjár. Enn sem komið er hafa núverandi hluthafar félagsins ekki fengið kynn- ingu á þeim leiðum sem forsvars- menn þess telja færar til þess að koma því í var og í átt að uppbygg- ingu að nýju. Þrátt fyrir það herma heimildir Morgunblaðsins að samtöl milli þessara aðila hafi nú þegar átt sér stað eftir óformlegum leiðum og að þau hafi verið á almennum nótum til að kanna mögulegan jarðveg fyrir hlutafjáraukningu. Þá herma heim- ildir blaðsins að hluthafar vænti þess að fá einhverja mynd af endurreisn- artillögunum í lok vikunnar eða byrj- un þeirrar næstu. Lífeyrissjóðir eru þessara aðgerða. Í bréfinu kemur fram að aðgerðirnar hafi ekki áhrif á starfsfólk Valitors á Íslandi. Þá segir að komi til þessara breytinga muni félagið hjálpa viðskiptavinum sínum í löndunum að finna aðrar lausnir. Á meðal viðskiptavina eru skemmtigarðurinn Tívolí, tískukeðj- an Zara og kvikmyndahúsakeðjan Nordisk Film Biografer. 60 sagt upp í janúar Þegar Valitor tilkynnti um hag- ræðingaraðgerðir í janúar sl. var 51 starfsmanni Valitors í Bretlandi og í Danmörku sagt upp störfum, en til viðbótar misstu níu starfsmenn á Íslandi vinnuna. Mikill taprekstur hefur verið á erlendri starfsemi félagsins. Eins og heimildir Morgunblaðs- ins hermdu í frétt sem birt var í byrjun þessa árs var reynt án ár- angurs að selja erlendu starfsemina áður en gripið var til hagræðingar- aðgerða. Forstjórinn hætti Valitor hefur verið í söluferli síð- ustu misseri, að heild eða að hluta. Viðar Þorkelsson forstjóri lét ný- verið af störfum, en við starfi hans tók Herdís Fjeldsted, þáverandi stjórnarformaður félagsins. tobj@mbl.is Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor hefur tilkynnt að í undirbúningi sé að leggja niður alrásarþjónustu (e. Omni Channel) í Danmörku og Bretlandi og að allt að 52 starfs- menn eigi á hættu að missa vinnu sína. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var til starfsmanna fyrirtækis- ins í gær og Morgunblaðið hefur undir höndum. Alrásarjónusta hefur samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verið leiðandi vara sem Valitor hefur boðið á þessum mörkuðum. 40 eiga á hættu að missa vinnuna í Danmörku og 12 í Bretlandi vegna Hætta þjónustu í Danmörku og Bretlandi  Allt að 52 gætu misst vinnuna Greiðslur Valitor reyndi að selja erlenda starfsemi, án árangurs. 28. apríl 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 146.96 Sterlingspund 181.46 Kanadadalur 104.53 Dönsk króna 21.265 Norsk króna 13.818 Sænsk króna 14.412 Svissn. franki 150.77 Japanskt jen 1.3657 SDR 199.91 Evra 158.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.4186 Hrávöruverð Gull 1727.25 ($/únsa) Ál 1473.0 ($/tonn) LME Hráolía 21.93 ($/fatið) Brent Viðskipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.