Morgunblaðið - 28.04.2020, Blaðsíða 29
Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00
Mikið úrval af
KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM
fyrir allar gerðir bíla
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020
Birta Björnsdóttir, fréttamaður hjá
RÚV, mælir með listaverkum og
dægradvöl sem njóta má í sam-
komubanninu.
„Lesa, hlusta, horfa, prjóna,
púsla. Flest höfum við örugglega
gert aðeins
meira af ein-
hverju af þessu
síðan umtalsverð
heimavist varð
veruleiki okkar
flestra.
Þau sem ekki
höfðu áður lesið
Eyland eftir Sig-
ríði Hagalín
Björnsdóttur
ættu endilega að
nýta þessa undarlegu tíma til þess.
Þá er óhætt að mæla með þýddum
endurminningum sem forlagið
Angústúra gefur út reglulega.
Glæpur við fæðingu eftir Trevor
Noah er ein þessara bóka og nú er
ég að lesa Litla land eftir Gaël
Faye. Hann ólst upp í Búrúndí þeg-
ar borgarastríð brýst út í landinu
og þjóðarmorð er framið í ná-
grannaríkinu Rúanda. Bækurnar
segja áhugaverðar sögur en gefa
um leið innsýn inn í lönd, þjóðir,
samfélög og sögu sem gott og gagn-
legt er að fræð-
ast meira um.
Heimavistina
má líka nýta til
að rifja upp
kynni við eldri
eftirlætisbækur.
Það er því ekki
ósennilegt að ég
lesi Hús andanna
eftir Isabel Al-
lende mjög fljót-
lega enn einu sinni.
Ef svo ólíklega vill til að einhver
eigi eftir að hlusta á einhvern þátt
af Í ljósi sögunnar er auðvelt að
halda ró sinni heima við með Veru
Illugadóttur í eyrunum. Þá er
óhætt að mæla með nýjum útvarps-
og hlaðvarpsþáttum Höllu Ólafs-
dóttur, Ljósufjöll. Þar segja eftirlif-
endur, aðstandendur og fleiri frá
flugslysinu í Ljósufjöllum árið
1986. Mjög áhugaverðir þættir, sér-
staklega fyrir okkur sem eigum
taugar til Vestfjarða.
Það eru kannski lítil tíðindi ef ég
fer að mæla með hlustun á tónlist
Bubba Morthens, sem fær að
hljóma hjá mér nær daglega. En
eins og með bækurnar er gaman að
rifja upp gömul tónlistarkynni. Þau
sem verja tíma
heima með börn-
um nú í stórum
stíl gætu pínt
börnin til að
hlusta á það sem
þau hlustuðu á í
gamla daga.
Hrekkjusvínaplatan er ein af þeim
sem eldast mjög vel og hægt er að
hlusta á aftur, aftur og svo aftur.
Og svo getur barnafólk einnig
glaðst yfir því að Skilaboðaskjóðan
er nú orðin aðgengileg á Spotify.
Svo er að lokum algjörlega óhætt
að mæla með nýjum þáttum sem
smám saman seytla inn á Netflix og
heita The Last Dance. Þættirnir
verða 10 talsins og fjalla um Chi-
cago Bulls og sérstaklega gengi
þeirra í NBA á árunum 1997-98.
Brjálæðislega vel unnir og áhuga-
verðir þættir með vænum skammti
af drama og yfirnáttúrlegum
íþróttamönnum.“
Mælt með í samkomubanni
Morgunblaðið/Hari
Lesa, hlusta, horfa,
prjóna, púsla
AFP
Áhugaverð Gaël Faye er höfundur
sögunnar Litla land.
Birta
Björnsdóttir
Í heimavist „Þau sem ekki höfðu áður lesið Eyland eftir Sigríði Hagalín
Björnsdóttur ættu endilega að nýta þessa undarlegu tíma til þess. “
Halla
Ólafsdóttir
Margir hafa hrasað í lengrieða skemmri tíma á lífs-ins leið en mun færrihafa misst fótanna í
orðsins fyllstu merkingu, stuðst við
gervifætur í yfir hálfa öld og hjólastól
í um 12 ár, og samt spjarað sig í lífs-
ins ólgusjó. Þistilfirðingurinn Sigmar
Ó. Maríusson gullsmiður er einn
þessara einstaklinga og hann hefur
frá mörgu að segja, áföllum og gleði-
stundum, þegar hann lítur yfir farinn
veg.
Sigmar er glettinn, sögumaður
góður, ágæt eftirherma (þótt það
skili sér ekki í bókinni) og kann vel að
koma fyrir sig orði eins og glöggt
kemur fram í æviminningum hans og
85 ára afmælisriti, Siddi gull, eftir
Guðjón Inga Eiríksson.
Höfundur tekur fram í formála að
ekki sé um ævisögu að ræða og það
er rétt. Þistilfirðingurinn rifjar meðal
annars upp æskuárin, draugagang,
fjölskyldulífið, samskipti við dýr og
menn, slysið, ævistarfið, áhugamálin,
misindisfólk og kynlega kvisti. Þar
fær Stefán Jónsson frá Möðrudal,
Stórval, mest rými og í lokin eru
nokkrar sögur af listmálaranum.
Bókin gefur góða mynd af lífi Sig-
mars. Eðlilega er mest fjallað um bíl-
slysið, þegar hann missti báða fæt-
urna, og afleiðingar þess. Það er
átakanleg frásögn, en þar, eins og í
öðru, er Sigmar æðrulaus og ásakar
engan nema þá helst sjálfan sig. Upp-
rifjun á innbrotum í Modelskartgripi,
verslun hans og verkstæði, auk ann-
arra er einnig viðamikil og jafnvel um
of, en þar er þó gaman að sjá þess
getið hvaða þátt Björn Ágústsson,
úrsmiður í Meba, átti í að upplýsa
málið. Gullsmiðurinn segir líka
skemmtilegar sögur af Hemma tú-
kalli og Pétri Hoffmann, „félags-
heimilinu“ og ógeðsklúbbnum. Eins
vekur hann athygli á gildi íþróttaiðk-
unar sinnar eftir slysið, en um tíma
átti hann Íslandsmet í sínum þyngd-
arflokki í bekkpressu og keppti á
fyrsta ólympíumóti fatlaðra, sem var
haldið 1980.
Sigmar hefur orðið fyrir mörgum
áföllum en aldrei bugast heldur eflst
við hverja raun. Þetta kemur skýrt
fram í bókinni. Hann er einnig þakk-
látur öllum fyrir veittan stuðning.
Þar er eiginkonan heitin Þórdís Jó-
hannsdóttir, „hornsteinninn í fjöl-
skyldunni“, á efsta stalli, en hún var í
jeppanum þegar ekið var á hann,
komin þrjá mánuði á leið.
Jákvæðnin í garð samferðafólks
skín í gegn og almennt ber Sigmar
öllum vel söguna. Hann sér skoplegu
hliðarnar á málum, gantast með
„samskiptatækni“ bænda í Þistilfirði,
svonefndar sprengingar, og furðar
sig á skriffinnskunni vegna gjafar til
Þjóðminjasafnsins, sem minnir á
fyrstu viðbrögð Vísinda-
siðanefndar/Persónuverndar við boði
Kára Stefánssonar til að skima fyrir
kórónuveirunni hérlendis.
Bókina prýða margar myndir, ekki
síst af velgjörðarfólki Sigmars.
Nafnaskrá fylgir, bæði manna og
staða, auk efnisyfirlits. Frásögnin
veitir góða innsýn í líf Sigmars, sigra
hans og sorgir, og er í raun mann-
bætandi lestur.
Harmsaga, glettni
og hetjudáð
Morgunblaðið/sisi
Gullsmiðurinn Sigmar með bókina. Hann „hefur orðið fyrir mörgum áföll-
um en aldrei bugast heldur eflst við hverja raun,“ skrifar rýnir.
Ævisaga
Siddi gull bbbmn
Eftir Guðjón Inga Eiríksson.
Bókaútgáfan Hólar 2020. Innb., 215 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höfundurinn Guðjón Ingi Eiríksson
skráði sögu Sigmars, „Sidda gull“.
Gamanmyndahátíð Flateyrar stóð á
dögunum, í samstarfi við Reykjavík
Foto, fyrir 48 stunda gaman-
myndakeppni. Þátttakendur í
keppninni fengu aðeins 48 klukku-
stundir til að fullvinna stutta gam-
anmynd með þemanu Heppni/
Óheppni. Alls voru á þriðja tug
stuttmynda sendar inn í keppnina,
þar sem landsmenn gátu horft á
þær á netinu og kosið hverja þeir
voru ánægðastir með.
Stuttmyndin Heppinn í ástum eft-
ir Árna Þór Guðjónsson, Jón Ólaf
Hannesson og Killian G.E. Brians-
son Fitzgibbon bar sigur úr býtum
og hlutu kvikmyndagerðarmenn-
irnir að launum Canon-myndavél
frá Reykjavík Foto. Þá fengu allir
þátttakendur í keppninni hátíðar-
armbönd á Gamanmyndahátíð Flat-
eyrar en í ár fer hátíðin fram dag-
ana 13.-16. ágúst. Sýndar verða
nýjar og gamlar, innlendar og er-
lendar gamanmyndir í bland við
uppistand, leiksýningar, tónleika
og aðra skemmtun.
Kosningin stóð yfir á heimasíðu
Gamanmyndahátíðarinnar, www.-
IcelandComedyFilmFestival.com,
og er enn hægt að horfa á allar inn-
sendar myndir.
Unnu Sigurvegararnir með verðlaunin í
48 stunda gamanmyndakeppninni.
Heppinn í ástum sú besta í keppninni