Morgunblaðið - 28.04.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.04.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Your Shoes 11.995 Stærðir 36-42 Netverslun www.skornir.is Mjúkir sandalar úr leðri • Vídd stillanleg með riflásum Logi Einarsson, formaður Sam-fylkingarinnar, var gestur Víglínunnar á sunnudag og er óhætt að segja að hann hafi með málflutningi sínum fært víglínuna vel til vinstri. Logi lét þess getið í þættinum að í augnablikinu væri „ríkið langlang- langstærsti atvinnu- rekandi landsins,“ en hann dró ekki þá ályktun af þessum miklu umsvifum að fara bæri var- lega í frekari útþenslu ríkisins. Þvert á móti sá hann mikil „tæki- færi“ í því að fjölga starfsmönnum þess enn frekar.    Formaður Samfylkingarinnartelur að „við getum notað þetta tækifæri“, sem kórónuveiru- faraldurinn gefur, til að „vinda of- an af veikleikum í grunnþjónustu okkar“.    Þessir veikleikar koma að matiLoga fram í allt of fáum ríkis- starfsmönnum og þess vegna talaði hann ítrekað um það í þættinum að það ætti að „nýta tækifærið“ núna til þess að fjölga opinberum störf- um og nefndi sérstaklega saksókn- araembætti og eftirlitsstofnanir sem dæmi um ríkisstofnanir þar sem fjölga þyrfti starfsfólki!    Þá blés formaður Samfylking-arinnar á það sjónarmið að „það væri einkareksturinn sem stæði undir verðmætasköpun“. „Þetta er auðvitað svo mikil fá- sinna,“ sagði hann.    Ekki er vitað hvort Logi áttieftir þáttinn fund um samein- ingu með formanni Sósíalista- flokksins, en eftir þáttinn liggur þó fyrir að málefnaágreiningur stend- ur ekki í vegi fyrir slíkum við- ræðum. Logi Einarsson Samfylkingar- flokkur alþýðu STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Afbókunum skemmtiferðaskipa til landsins fjölg- ar hægt og bítandi enda ríkir mikil óvissa um það hvenær skipin hefja siglingar á nýjan leik. Þær upplýsingar fengust hjá Faxaflóahöfnum í gær að búið væri að afbóka 48 skipakomur til Reykjavíkur í sumar. Eftir stendur 141 bókun en a.m.k. einhverjar þeirra munu falla út ef að líkum lætur. Allar skipakomur í apríl og maí falla niður. Fyrsta bókunin sem enn stendur er skipið AIDAaluna, sem skráð er í Sundahöfn 6. júní. Stórar útgerðir skemmtiferðaskipa hafa verið að birta tilkynningar um að þau hafi seinkað áformum um að hefja áætlunarsiglingar að nýju. Þessar siglingar lögðust alveg af eftir að covid-19 fór að berast um heimsbyggðina. „Ég reikna ekki með að neinar ábyrgar áætlanir skili sér fyrr en lönd fara að opna landamæri og þegar sóttvarna- reglur á hverjum stað fara að birtast,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir ferða- þjónustufyrirtæki og hafnir landsins. Könnun sem gerð var 2018 leiddi í ljós að tekjur af skemmti- ferðaskipum voru 16,4 milljarðar. sisi@mbl.is Afbókunum skipa fer fjölgandi  Alger óvissa um sigl- ingar skemmtiferðaskipa Morgunblaðið/sisi Sundahöfn Óvissa er um hvenær skip koma á ný. „Við viljum opna sem fyrst enda er hægt og bítandi að færast aftur líf í miðbæinn. Við bíðum bara eftir því að fá leyfi til að opna á ný,“ segir Gunnar Hákonarson, framkvæmda- stjóri Kolaportsins. Lokað hefur verið í Kolaportinu frá því um miðjan mars. Nú þegar samkomubanni verður aflétt í næstu viku sjá Gunnar og hans fólk fram á að breyting geti orðið þar á. „Við þurfum að ráðfæra okkur við Almannavarnir um hvort við getum opnað strax eftir fjórða maí eða hvort við þurfum að bíða leng- ur. Við hljótum í það minnsta að geta opnað 1. júní þegar slakað verður á reglum um fjölda fólks sem má koma saman,“ segir Gunnar. Hann kveðst aðspurður ekki bú- ast við því að fækka þurfi básum í Kolaportinu. „Ætli við reynum ekki að hafa einhverja aðgangsstýringu. Við erum með fjóra innganga svo það ætti að vera hægt að skipta hús- næðinu upp. Fólk er orðið mjög meðvitað um tveggja metra regluna og ef það verða merkingar á gólfum ætti það ekki að verða vandamál. En þetta verða sérfræðingar í al- mannavörnum að meta.“ hdm@mbl.is Búast má við að skipta þurfi Kolaportinu upp Morgunblaðið/Eggert Kolaportið Vonast er til að opna megi aftur bráðlega með aðgangsstýringu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.