Morgunblaðið - 28.04.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.04.2020, Blaðsíða 17
Hinn 28. apríl 1930 stóðu 100 konur að því að stofna Slysavarna- deild kvenna í Reykja- vík. Deildin var fyrsta kvennadeildin undir þá tiltölulega nýstofnuðu Slysavarnafélagi Ís- lands. Reykjavík- urdeildin, sem í dag fagnar 90 ára afmæli, var stofnuð fyrir til- stuðlan frú Guðrúnar Jónasson en hún var jafnframt fyrsti formaður deildarinnar. Á stofnfund- inum sagði frú Guðrún: „Þar sem konur starfa í almennum félagsskap eru þær oft óþarflega hlédrægar, en þegar þær bera alla ábyrgð sjálfar verður árang- urinn tvímælalaust bestur. Þá leggja þær hiklaust fram krafta sína og stuðla að því allar í sameiningu að þoka áfram þeim málum sem þær hafa tekið upp á arma sína.“ Stofnendur slysavarnadeilda um landið, eiginkonur, mæður og dætur sjómanna, unnu þrotlaust að því að tryggja öryggi sinna manna. Ótrúlegur árangur hefur náðst á sl. 90 árum hvað varðar öryggi sjófarenda. Í dag þykir það sjálfsagt mál að þeir sem starfa á hafi úti sæki öryggisnámskeið hjá Björgunarskóla sjómanna. Frumkvöðlarnir í slysavarnastarfi á Íslandi mundu svo sannarlega gleðjast yfir þeirri staðreynd að enginn hefur farist á sjó undanfarin þrjú ár. Margt hefur breyst á 90 árum; fyrstu áratugir í starfi deildarinnar snerust fyrst og fremst um öryggi sjómanna eins og áður sagði. Með breyttum tím- um hafa slysavarnir beinst í aðrar áttir, svo sem að öryggi barna, eldri borgara, ferðamanna og í umferðinni. Þar að auki hafa flestar fjáraflanir deild- arinnar snúið að því að styðja við starf- semi og þá fyrst og fremst tækjakaup björgunarsveita. Níutíu ár eru langur tími í starfi frjálsra félagasamtaka. Nauðsynlegt er að félög endurnýi sig og aðlagist breyttum tímum. Þá hefur líka orðið sú breyting á konum að þær eru ekki eins hlédrægar og þær voru í félagsskap karla árið 1930. Því þótti ástæða til þess að opna starf slysa- varnadeilda fyrir öllum. Í dag störfum við undir nafni Slysavarnadeild- arinnar í Reykjavík (SVDR). Allir sem hafa áhuga á því að leggja sitt af mörkum til öruggara umhverfis eru velkomnir til starfa í slysavarna- deildinni í Reykjavík. Níutíu árunum er fagnað á skrítnum tím- um þar sem ósýnilegur óvinur herjar á samfélagið og því munum við eins og allir aðrir þurfa að slá veisluhöldum á frest. Engu að síður langar okkur að hvetja allan almenning til að horfa í kringum sig á gönguferðum sínum, í tveggja metra fjarlægð, og senda okk- ur ábendingar um slysagildrur í nær- umhverfinu. Því rétt eins og við erum öll sóttvarnir getum við öll verið slysa- varnir. Með hækkandi sól ætlar SVDR að standa fyrir skipulögðum göngu- ferðum um hverfi borgarinnar með til- liti til þess sem má laga, til að gera um- hverfi okkar öruggara. Ábendingar má senda deildinni á heimasíðu henn- ar, www.slysavarnadeild.is. Við þökkum öðrum slysavarnadeild- um og björgunarsveitum samstarfið undanfarin 90 ár og hlökkum til áfram- haldandi samstarfs því þótt árangri hafi verið náð á ýmsum sviðum mæt- um við sífellt nýjum áskorunum. Síðast en ekki síst viljum við þakka öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa stutt við deildina frá upphafi. Slysavarnir í 90 ár Eftir Eddu Gerði Guðmundsdóttur Edda Gerður Guðmundsdóttir » SVDR fagnar nú 90 ára starfi. Af því til- efni hvetjum við al- menning til að hafa aug- un opin fyrir hugsan- legum slysagildrum í umhverfinu. Höfundur er formaður SVDR. slysavarnadeild@slysavarnadeild.is UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili& hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 8. maí Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 4. maí Á meðan ég sat í 14 daga sóttkví í kjall- aranum heima hjá mér í Varkiza á Grikklandi datt mér í hug að skrifa smá pistil um reynslu mína af kórónuvírusnum hér í þessu fallega landi sem fær því miður allt of oft neikvæða um- fjöllun í fjölmiðlum á Íslandi. Ég kom heim til Grikklands hinn 21. mars eftir vikuheimsókn hjá foreldrum mínum á Íslandi. Ég ætl- aði að vera lengur, en þurfti að rjúka heim vegna þess að allar leið- ir voru að lokast. Flaug í gegnum London og var skikkuð í sóttkví þar sem ég varð að fara eftir ströngum reglum, m.a. gat ég ekki farið út í garð nema ég færi aðra útgönguleið en hinir á heimilinu, maturinn var settur fyrir utan dyrnar hjá mér og sá sem fór út með ruslið frá mér varð að vera með hanska og grímu. Ég mátti ekki fara út að ganga, en hafði sem betur fer garðinn þar sem ég gat aðeins teygt úr mér og farið í smá leikfimi. Yfirvöld tékka nefnilega á fólki sem er í sóttkví í Grikklandi og allir verða að hlíta settum reglum. Þeir sem ekki gera það verða að borga háar sektir. En af hverju er ég að segja ykk- ur frá þessu? Ef satt skal segja þá er það vegna þess að ég hélt ég þekkti grísku þjóðarsálina, enda búin að búa hér í 38 ár. Þessa þjóð sem er þekkt fyrir lífsgleði, gest- risni, félagslyndi, en líka óhlýðni, leti (sem er algjör mýta) og til- hneigingu til að beygja reglur og lög, eða bara að fara alls ekki eftir þeim. Þeir voru t.d. langsíðasta þjóðin í Evrópu, ef ekki öllum heiminum, til þess að gangast undir og fara eftir lögum um tóbaks- varnir. Mótorhjólafólk setur sjaldan á sig hjálm, sérstaklega á sumrin, og það má segja að bílbelti séu ekki þau vinsælustu, hvað þá að þeir sem að sitja í aftursætinu setji þau nokkurn tímann á sig. Þeir eru líka þekktir fyrir skattsvik, en eru svo sem ekki einir um þá iðju hérna suður við Miðjarðarhafið. En þessi ótrúlega þjóð kemur alltaf á óvart og í þessu tilfelli vegna þess hve alvar- lega þeir taka kór- ónuveiruna. Rík- isstjórnin tók mjög fljótt við sér. Innan tíu daga frá fyrsta tilfell- inu var búið að setja samkomubann og loka skólum og verslunum. Herferð fór af stað í sjónvarpi, útvarpi og öðrum fjölmiðlum. Forsætisráðherrann talaði annan hvern dag í sjónvarp- inu um veiruna og hvernig ætti að umgangast hana. Almannavarnir voru settar í gang og ég hélt ég myndi fá hjarta- áfall þegar síminn minn fór að öskra eitt kvöldið með almanna- varnatilkynningu um að halda sig heima. Hér var því öllu lokað mjög snemma og frá og með mánudeg- inum 23. mars var sett á út- göngubann og flugbann er í gildi. Afleiðingar þessara aðgerða virð- ast vera að borga sig. Í Grikklandi hinn 21. apríl, þegar þetta er skrif- að, er 2.401 sýktur og 121 látinn í 11 milljóna manna landi. Til saman- burðar má taka Svíþjóð, sem telur u.þ.b. sama íbúafjölda en hefur lítið gert til að verja almenning fyrir vírusnum. Þar eru 15.332 sýktir og 1.765 dauðsföll þegar þetta er skrif- að. Grikkland, eins og Ísland, fylgir ekki sömu kúrfu og önnur lönd í Evrópu og sóttvarnalæknirinn okk- ar hann dr. Tsiodras (okkar Þór- ólfur), sem upplýsir alþjóð á hverj- um degi, er mjög ánægður með það hvað almenningur hlustar vel á og hlýðir aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Grikkland hefur einnig fengið lof frá öðrum löndum í Evrópu og frá löndum í Asíu fyrir snögga ákvarð- anatöku og hlýðni almennings í landinu. En hvernig stendur á því að þessi „óhlýðna þjóð“ sneri al- gjörlega við blaðinu í stríðinu við kórónuveiruna? Gárungar í landinu hafa gengið svo langt að segja að nú hegði Grikkir sér eins og Evr- ópumenn og Evrópumenn hegði sér eins og Grikkir. Það verður að taka fram að þegar talað er um Evrópu eru Grikkir alltaf að meina löndin fyrir norðan Frakkland. Grikkir elska að vera úti enda býður veðrið upp á það. Þeir elska að spjalla saman um lífið og til- veruna yfir kaffibolla eða ouzo enda miklir heimspekingar enn þann dag í dag. Þeir eru mikið fjölskyldufólk og stórfjölskyldan safnast oft sam- an. Þeir elska að gantast, að syngja, spila og dansa saman, alltaf saman. En núna eru fjölskyldurnar sundraðar, ömmur og afar og barnabörn fá ekki að hittast, vinir safnast ekki saman. Hinn 25. mars var þjóðhátíðardagur Grikklands og í venjulegu ári hefði fólk streymt út til að fara í kirkju og horfa á skrúð- göngur, en á þjóðhátíðinni sást ekki sála á götum úti í öllu landinu. Grikkir eru því ekki eins „óhlýðnir“ og látið er liggja að. Í grísku er orð sem er ekki auðvelt að þýða. Þetta orð er „filotimo“ og besta þýðingin á því að mínu mati er „virðing fyrir náunganum“. Í þessu orði felst virðing fyrir foreldrum, ömmum og öfum, börn- um og yfirhöfuð öllum þeim sem eru minni máttar. Grikkir eru aldir upp með „filotimo“ og það er þess vegna sem þeir hlýða núna í einu og öllu fyrirskipunum ríkisstjórn- arinnar. Þeir passa upp á sig og sína, en líka þjóðina í heild. Þeir standa saman á erfiðum tímum. Það hefur sýnt sig í sögu Grikkja að sameinaðir standa þeir en sundraðir falla þeir. Nútíminn hef- ur verið þeim erfiður, en þraut- seigja og þolinmæði hafa einkennt þá í áratugi. Það er í frásögur fær- andi og verðugt efni í annan pistil. Grikkir og kórónan Eftir Þóru Björk Valsteinsdóttur »Hér er fjallað um Grikkland nútímans og gríska þjóðarsál. Við- brögð Grikkja við kór- ónuveirunni en einnig um þau áföll sem gríska þjóðin hefur þurft að takast á við á 21. öldinni. Þóra Björk Valsteinsdóttir Höfundur er sagnfræðingur og leiðsögukona. Flest reykingafólk vill hætta að reykja og það á ekki síst við um fólk sem greinst hefur með alvarlega sjúk- dóma eins og krabba- mein, lungnasjúkdóma eða hjarta- og æða- sjúkdóma. En það get- ur verið býsna erfitt að takast á við nikótín- fíknina við slíkar að- stæður. Kvíði Það er fátt jafn kvíðvænlegt og það að greinast með krabbamein. Streita og kvíði eru helstu orsakir þess að reykingafólk byrjar aftur að reykja eftir að hafa gert tilraun til að hætta. Reykingafólk sem greinist með krabbamein er því í mjög erfiðri stöðu og margir þurfa sérhæfðan stuðning til að hætta að reykja. Aðrir sjúkdómar Þótt Krabbameinsfélagið beini stuðningi sérstaklega að þeim sem greinst hafa með krabbamein og að- standendum þeirra, þá getur úrræð- ið líka nýst fólki með aðra alvarlega sjúkdóma. Við sinnum öllum sem leita til okkar vegna stuðnings til að hætta að reykja. Stuðningur Hjá Krabbameins- félaginu búum við yfir miklum reynslusjóði varðandi stuðning til reykleysis. Það er engin ein rétt leið til að hætta að reykja. Það er verk- efni þar sem hver og einn verður að finna sína eigin leið. Við getum aðstoðað þig í því verkefni og stutt þig til að komast gegnum erfið tímabil. Við vinnum náið með öðr- um sérfræðingum í reykleysismeðferð og hjálpum þér til að finna þann stuðn- ing sem er fyrir hendi í þinni heima- byggð. Allur stuðningur sem Krabba- meinsfélagið veitir er skjólstæðingum að kostnaðarlausu. Starfsfólk Ráðgjaf- arþjónustu Krabbameinsfélagsins er í síma 800-4040. Við stöndum með þér. Eftir Ásgeir R. Helgason Ásgeir R Helgason »Reykingafólk sem greinist með krabbamein er í erfiðri stöðu og margir þurfa sérhæfðan stuðning til að hætta að reykja. Höfundur er dósent í sálfræði og sér- fræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. asgeir@krabb.is Stuðningur til reykleysis fyrir fólk með krabbamein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.