Morgunblaðið - 28.04.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.04.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Einn þekktasti rithöfundur Norður- landa, Per Olov Enquist, er látinn 85 ára að aldri. Eftirlifandi eigin- kona hans, Gunilla Thorgren, segir hann hafa sofn- að svefninum langa á laugar- dagskvöld eftir langvinn veik- indi. Enquist fæddist í Hjoggböle í N- Svíþjóð 1934 og ólst upp hjá einstæðri móð- ur. Á æskuár- um þótti hann efnilegur hástökkv- ari, en hæst stökk hann 1,97 m. Hann nam bókmenntasögu við Háskólann í Uppsölum. Að námi loknu starfaði hann sem blaðamað- ur og sendi árið 1961 frá sér frum- raun sína Kristallögat, sem fór ekki hátt. Enquist sló ekki í gegn fyrr en með þriðju skáldsögu sinni, Magn- etisörens femte vinter, sem út kom 1964 og þýdd hefur verið á 26 tungumál. Sögulega skáldsagan Legionärerna: En roman om balt- utlämningen kom honum síðan á heimskortið en fyrir hana hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs 1969, aðeins 35 ára að aldri. Eftir Enquist liggja á fjórða tug verka; leikrit, kvikmynda- handrit og skáldsögur sem komið hafa út í um 40 löndum. Hann skrif- aði handritið að Óskarsverð- launamyndinni Palla sigurvegara (1987) í samvinnu við Bjarne Reuter og leikstjórann Bille August. Enquist hlaut mörg virt verðlaun á ferlinum, þeirra á meðal sænsku bókmenntaverðlaunin, August- prisad, tvisvar. Í fyrra skiptið 1999 fyrir Livläkarens besök, sem fjallar um Johann Friedrich Struensee, og seinna skiptið 2008 fyrir skáldævi- söguna Ett annat liv þar sem hann fjallar um baráttu sína við Bakkus. Meðal þeirra verka Enquists sem þýdd hafa verið á íslensku eru skáldsagan Líflæknirinn og leik- ritið Síðasta stund gaupunnar. Í andlátsfréttum norrænu miðlanna er á það bent að Enquist hafi verið meistari undirtextans. „Með ein- stökum gáfum sínum gat hann greint samfélagið, en ávallt á skáld- legan hátt,“ skrifar bókmennta- gagnrýnandinn Thomas Bredsdorff í Politiken. Bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Enquist hafa verið veitt frá því hann varð sjötug- ur. Jón Kalman Stefánsson hlaut þau 2011 fyrir skáldsöguna Himna- ríki og helvíti. Enquist látinn  Meistari undirtextans  Hlaut Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs 35 ára Það er erfitt að láta tilfinningarnar ekki taka yfir við að syngja þetta,“ sagði Isobel Leonard eftir að hafa flutt „Somewhere“ eftir Leonard Bernstein án undirleiks í beinni að heiman frá sér í fjögurra klukkustunda langri tónlistarveislu Metropolitan- óperunnar á laugardaginn var. Í textanum er vís- að til nýs og fagurs lífs í framtíðinni og vitaskuld átti Leopnard við líf án kórónuveirufaraldursins sem varð þess valdandi að blásið var til þessarar áhrifamiklu tónlistarveislu í beinni útsendingu á netinu. Milljónir tónlistarunnenda fylgdust um helgina (hægt var að horfa á streymið til sunnu- dagskvölds) með Yannick Nézet-Séguin stjórna hljómsveit og kór óperuhússins í forleikjum og kórverkum þar sem hver og einn lék og söng heima hjá sér. Þeir hlutar útsendingarinnar voru ekki í beinni útsendingu, heldur settir saman áð- ur, svo afar vel tókst til. Hins vegar sungu helstu stjörnur hússins, yfir fjörutíu söngvarar, í beinni víða að, frá heimilum sínum úti um löndin. Metropolitan-óperunni var lokað vegna farald- ursins snemma í mars og enn er óljóst hvenær starfsemi getur hafist að nýju. Stjórnendur húss- ins segja ljóst að tapið nemi tugum milljóna dala og gátu áhorfendur styrkt starfsemina með frjáls- um framlögum meðan horft var en allir sem komu fram gáfu vinnu sína, þrátt fyrir að laun allra hafi verið lækkuð eða samningum sagt upp – hins veg- ar mun húsið halda áfram að greiða fulla sjúkra- tryggingu starfsmanna. Stemningin í útsendingunni var afslöppuð. Ólíkt því sem þekkist á hefðbundnum gala- tónleikum óperuhússins, þar sem listamenn sem gestir eru prúðbúnir, sungu sumir á gallabuxum og bol, einhverjir í eldhúsinu heima hjá sér, og nokkur hjón sem syngja bæði tóku gamansama dúetta. Líka var stutt í sorgina og einn af há- punktum útsendingarinnar var fagur flutningur víólusveitar óperunnar og söngkonunnar Joyce DiDonato á „Ombra mai fù“ eftir Händel í minn- ingu eins víóluleikara hljómsveitarinnar, Vincents Liontis, sem lést á dögunum af völdum covid-19. Sumir söngvaranna völdu að flytja vinsælar arí- ur, aðrir minna þekkt sönglög. Einhverjir höfðu undirleikara með í stofunni eða æfingasalnum, aðrir léku sjálfir á píanó með söngnum, eða sungu eins og Leonard án undirleiks. Sent var út gegn- um síma eða spjaldtölvur og útkoman yfirleitt furðu góð og hnökralítil. efi@mbl.is Hjón Sópransöngkonan Aleksandra Kurzak og tenórinn Roberto Alagna fluttu hluta Ástardrykkjar Donizettis í stofunni heima hjá sér í Frakklandi. Baritónsöngvarinn Jonas Kaufmann söng listavel aríuna „Rachel, quand du Seigneur“ eftir Fromental Halévy úr óperunni La Juive.  Yfir 40 söngvarar, kór og hljómsveit komu fram í streymi Met-óperunnar Gaman Diana Damrau og Nicolas Testé sungu dúett úr Don Giovanni í eldhúsinu heima hjá sér. Óperustjörnurnar sungu heima Tregaljóð Víólusveit óperunnar og Joyce DiDonato fluttu verk eftir Händel í minningu látins félaga. Stjórnendur dönsku bókaversl- ananna Arnold Busck sendu í gær út tilkynningu þar sem þeir sögðu að öllum 29 verslunum keðjunnar yrði lokað og færi fyrirtækið í gjaldþrotameðferð. Í tilkynning- unni segir að fé verslananna sé uppurið og lokanir undanfarinna vikna af völdum covid-19- faraldursins hafi orðið þess valdandi að ekki hafi lengur verið gerlegt að halda fyrirtækinu gang- andi. „Við höfum gert allt sem við höf- um getað til að halda fyrirtækinu á floti en því miður hefur það ekki reynst gerlegt,“ segir í tilkynning- unni. Verslanir Arnolds Buscks hafa um langt árabil verið fastur við- komustaður fjölmargra Íslendinga, enda úrval bóka afar gott og þjón- ustan góð. Til að mynda hefur verslunin við Sívalaturn notið mik- illa vinsælda en þar hefur til dæmis verið lögð mikil áhersla á alþjóð- legar bækur um myndlist, hönnun og kvikmyndir, auk skáldskapar. Verslanir Arnolds Buscks í Dan- mörku hafa verið alveg lokaðar eða að hluta í rúman mánuð og starfs- menn hafa á meðan verið heima. Í tilkynningunni segir að stjórn- endur bókakeðjunnar hafi sótt um stuðning frá hinu opinbera til að aðstoða við að standa skil á launum og öðrum gjöldum meðan á til- skyldum lokunum hefur staðið, en mjög langan tíma hafi tekið að fá umsóknina afgreidda. Nú hefur verið leyft að opna verslanir aftur en stjórnendurnir segja það of seint, staðan sé það slæm. Það sé með sorg í hjarta sem þeir neyðist því til að setja bókaverslanakeðj- una í gjaldþrotameðferð. Lokað Hin þekkta verslun Arnold Busck- keðjunnar við Købmagergade í Kaup- mannahöfn, við hliðina á Gamla-Garði. Bókaverslunum Arnolds Buscks í Danmörku lokað Per Olov Enquist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.