Morgunblaðið - 28.04.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 2020
með söng á dvalarheimilinu á Sauð-
árkróki. Ég kem eftir hádegi á
þriðjudögum og við syngjum saman
gömlu lögin í eina klukkustund.“
Þess má geta að lokum að á morg-
un, 29. apríl, eiga Gylfi og Solveig
Lára silfurbrúðkaupsafmæli.
Fjölskylda
Eiginkona Gylfa er Solveig Lára
Guðmundsdóttir, f. 13.11. 1956, Hóla-
biskup. Foreldrar hennar: Guð-
mundur Benediktsson, f. 13.8. 1924,
d. 20.8. 2005, ráðuneytisstjóri, og
kona hans, Kristín Anna Claessen, f.
1.10. 1926, fyrrverandi hjúkrunarrit-
ari. Hún er búsett á Seltjarnarnesi.
Fyrri eiginkona Gylfa var Þorgerður
Sigurðardóttir, f. 28.11. 1945. d.
14.10. 2003, kennari og myndlistar-
maður.
Sonur Gylfa og Þorgerðar er Jón
Gunnar, f. 30.3. 1973, kvikmynda-
gerðarmaður og ljósmyndari í New
Orleans. Maki: Jennie Badley dýra-
hjúkrunarfræðingur. Börn Solveigar
Láru eru: 1) Benedikt Hermann
Hermannson, f. 31.1. 1980, tónlistar-
maður í Reykjavík, kvæntur Auði
Jörundsdóttur, forstöðumanni kynn-
ingarmiðstöðvar íslenskrar mynd-
listar. Þau eiga tvo syni, Guðmund
Ara og Þorlák; 2) Kristín Anna Her-
mannsdóttir, f. 7.7. 1988, þjóðfræð-
ingur. Sonur hennar er Huldar
Kristínarson Cederborg; 3) Vigdís
María Hermannsdóttir, f. 13.7. 1990,
stjórnandi hjá Grassroot Campaigns,
sem er fjáröflunarfyrirtæki fyrir
hjálparsamtök.
Foreldrar Gylfa voru Jón Helga-
son, f. 11.9. 1910, d. 20.9. 2000, skó-
smiður og verkstjóri hjá Iðunni skó-
gerð á Akureyri og kona hans,
Petrónella Pétursdóttir, f. 9.8. 1911,
d. 22.6. 1987, húsmóðir á Akureyri.
Gylfi Jónsson
Guðrún Hallgrímsdóttir
húsfreyja f. í Möðruvallaklausturssókn
Jón Einarsson
bóndi og hreppstjóri á
Laugalandi á Þelamörk
Kristín Jónsdóttir
húsfreyja á Sigtúnum
Pétur Gunnarsson
bóndi á Sigtúnum í
Eyjafirði
Petrónella Pétursdóttir
húsmóðir á Akureyri
Petrónella Pétursdóttir
húsfreyja frá Ánastöðum í
Hjaltastaðaþinghá
Gunnar Pálsson
bóndi á Rútsstöðum í Eyjafirði
Þuríður Ólafsdóttir
húsfreyja f. í Síðumúlasókn
Jón Jónsson
bóndi á Hömrum í Þverárhlíð
Ólöf Jónsdóttir
húsfreyja í Hnausakoti
Helgi Jónsson
bóndi i Hnausakoti í Miðfirði
Ólöf Helgadóttir
húsfreyja frá Prestbakkasókn
í Hrútafirði
Jón Jónsson
bóndi í Huppahlíð í Miðfirði
Úr frændgarði Gylfa Jónssonar
Jón Helgason
skósmiður og verkstjóri
á Akureyri
„LÁTIÐ BARA EINS OG ÉG SÉ EKKI HÉR
– OG ÉG SKAL LÁTA EINS OG ÞIÐ SÉUÐ
HÉR.”
„HANN VAR STJÓRNLAUS OG TVEGGJA
METRA HÁR ÞEGAR VIÐ GIFTUM OKKUR.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fá girnilegasta
morgunmatinn.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ VERA MEÐ
SAMVISKUBIT YFIR ÞVÍ AÐ SKILJA
GÆLUDÝRIN EFTIR EIN HEIMA
ÉG SÉ ALLTAF FYRIR MÉR
SORGMÆDDU LITLU ANDLITIN
ÉG GET
EKKI HÆTT
Ó, GRETTIR, ÉG
ER SVODDAN LÚÐI
BÚIN!
MAMMA ER KROSSGÁTU-
SNILLINGUR!
ÉG ER EKKI
HISSA Á ÞVÍ!
HENNI ER ALDREI
ORÐA VANT!
Sigurlín Hermannsdóttir segirfrá því á Boðnarmiði, að „sólin
skein glatt í Borgarfirði en norðan-
áttin var fjári köld. Ég gerði þó
mitt besta að fanga ylinn“:
Víst er margt sem geð mitt gleður
guðdómlegast sólbaðsveður
– ef ég er í skjóli,
því norðan blæs nú nepjan, ísköld
næstum því mér hótar ísöld
þótt sunnan húss mig sóli.
Benedikt Jóhannsson er hér með
orðaleik:
Víða nýjan veruleika
verður fólkið nú að meika,
á móti það streittist
er mest allt hér breyttist
og varð að skrítnum veiruleika.
Það er nú það, - Magnús Hall-
dórsson yrkir:
Til stórræða virtist ei valinn,
en var ekki beinlínis galinn.
Gert fyrir rest,
gat hann þó flest.
En svolítið Trumpaður talinn.
Indriði Aðalsteinsson á Skjald-
fönn yrkir um „Trumpískar lækn-
ingar“:
Löngum var ég læknir minn,
listfengur í þeirri grein.
Frakkur drakk ég frostlöginn,
fljótt hann læknar sérhvert mein.
Ingólfur Ómar Ármannsson yrk-
ir:
Gott er að eiga góða dvöl
í grænum lund að vonum.
Betra er þó að bergja öl
en best að gagnast konum.
Jón Atli Játvarðarson segir: „Það
þurfa ekki allar vísur að hafa bein-
an tilgang, eða er það?“:
Blakkur á hlaðinu bryður sín mél,
bókarinn skrifar í möppu.
Ef ég nú losna við öndunarvél
elda ég kartöflustöppu.
Anton Helgi Jónsson er á öðrum
og léttari nótum og yrkir limru
dagsins, - „Léttir í leikskólanum“:
Nú birtist það blessaða vorið
og burt fer úr nebbanum horið.
Þá hljóðnar allt pex
en hláturinn vex
og hleypt verður fjöri í sporið.
Á Leir yrkir Pétur Stefánsson
um vorblíðuna:
Léttur, undur ljúfur blær,
landsins grundir strýkur.
Blómgast lundir, grasið grær,
glóa sund og víkur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af norðanátt og
skrítnum veiruleika