Morgunblaðið - 29.04.2020, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020
www.flugger.is*Tilboðið gildir frá 6.-30. apríl 2020 á meðan birgðir endast á öllum
stærðum og gljástigum af áðurnefndum vörum í tilboðinu
Langar þig að lakka
glugga, húsgögn eða
innréttingar?
Flügger Interior Fix Primer og Interior
High Finish leysir það verkefni með þér. 30%
afsláttur
út apríl*
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hópuppsögn Icelandair er sú
stærsta á öldinni á Íslandi og að lík-
indum frá upphafi, segir Karl Sig-
urðsson, sérfræðingur hjá Vinnu-
málastofnun.
Um 2 þúsund manns var sagt upp
hjá Icelandair í gær.
Karl tók saman, að beiðni
Morgunblaðsins, lista yfir fjölmenn-
ustu hópuppsagnir á Íslandi frá
haustinu 2008. Féllu þá bankarnir og
stór hluti hagkerfisins með og kom
það ekki síst illa við mannvirkjagerð
á þeim tíma.
Sagði upp um 900 manns
Ístak sagði upp um 900 manns í
þremur uppsögnum 2008 og 2009.
Að sögn Karls var samtals 2.088
manns sagt upp í mannvirkjagerð
haustið 2008 og 749 til viðbótar á
árinu 2009, hjá samtals um 50 fyrir-
tækjum. Alls 2.840 manns.
Þá var sagt upp samtals á sjötta
hundrað manns í tveimur hópupp-
sögnum hjá Airport Associates 2018
og 2019. Fyrirtækið þjónustar flug-
félög á Keflavíkurflugvelli og varð
fyrir þungu höggi við fall WOW air.
Þá sagði Kaupás upp um 300
manns í tveimur uppsögnum 2008.
Uppsagnir hjá bönkunum
Sama ár var álíka mörgum sagt
upp hjá Landsbankanum.
Alls var um 640 manns sagt upp
hjá Landsbankanum, Kaupþingi og
Glitni árið 2008. Þá var um 170
manns sagt upp hjá SPRON 2009.
Af þessari upptalningu má sjá
hversu stór hópuppsögn Icelandair í
gær telst vera í íslensku samhengi.
Til samanburðar misstu 300-400
manns vinnuna þegar stjórnendur
WOW air endurskipulögðu rekstur-
inn í desember 2018 en við það fækk-
aði líka störfum hjá þjónustuaðilum,
á borð við Airport Associates. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Vinnumála-
stofnun var þar af um 110 starfs-
mönnum sagt upp hjá flugfélaginu.
Þá misstu um þúsund manns vinn-
una við gjaldþrot WOW air 28. mars
í fyrra en það telst ekki hópuppsögn.
Um 800 manns sóttu þá um atvinnu-
leysisbætur, að sögn Karls. Fall fé-
lagsins hafði víðtæk áhrif.
Aldrei fleirum verið sagt upp
Hópuppsagnir á Íslandi frá 2008*
2008
Fyrirtæki Fjöldi
Húsasmiðjan 144
Ísl. aðalverktakar 151
Kaupþing 158
Kaupás
240
68
Landsbanki 298
Icelandair 207
Byggingarfélag
Gylfa og Gunnars
164
26
Pósthúsið
129
58
Glitnir
85
100
Klæðning 109
Ístak
300
300
2009
Fyrirtæki Fjöldi
Spron 167
Ístak 275
2011
Fyrirtæki Fjöldi
Ísl. aðalverktakar
129
40
2016
Fyrirtæki Fjöldi
Actavis 105
2017
Fyrirtæki Fjöldi
Actavis 80
2018
Fyrirtæki Fjöldi
Kornið 120
WOW air 111
Airport Associates 213
2019
Fyrirtæki Fjöldi
Arion banki 102
Airport Associates 315
2020
Fyrirtæki Fjöldi
Icelandair 2.000
Heimild: Vinnumálastofnun
*Stærstu hópuppsagnir frá 2008, þar sem 100 eða fleiri er sagt upp
Hópuppsögn Icelandair nær til fleiri en misstu vinnuna hjá bönkum í hruninu
Tífalt fleiri missa nú vinnuna hjá félaginu en vegna niðurskurðar árið 2008
„Það er stórt skarð höggvið í starfs-
mannahópinn en við vonum að þetta
vari stutt og við fáum allt fólkið okkar
aftur inn,“ segir Vala Ólöf Kristins-
dóttir, varaformaður Staff, félags
starfsmanna hjá Icelandair.
Félagið tilkynnti í gær um upp-
sagnir yfir tvö þúsund starfsmanna
og segir Vala Ólöf að fólki innan Ice-
landair-samstæðunnar sé sorg í
hjarta. „Við höfum aldrei gengið í
gegnum svona tíma en þetta er auð-
vitað fyrst og fremst sorglegt. Það fer
alveg gígantísk þekking út úr grúpp-
unni við þetta. Þekking sem starfs-
fólk hafði öðlast á löngum tíma, sumir
á nokkrum áratugum,“ segir hún.
Mikil
þekking
tapast
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Icelandair Yfir 2.000 var sagt upp.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Búið er að aflétta heilmikilli óvissu.
Nú geta menn farið að skipuleggja
sig miðað við þetta,“ segir Kristófer
Oliversson, forstjóri Center hótela
og formaður FHG - Fyrirtækja í hót-
el- og gistiþjónustu, þegar leitað var
álits hans á þriðja aðgerðapakka rík-
isstjórnarinnar vegna afleiðinga kór-
ónuveirunnar.
Segir Kristófer að fyrirtækin hafi
ekki getað gripið til neinna ráða
vegna þess að ekki hafi verið vitað
hvað væri framundan. „Nú getum
við brugðist við og farið í nauðsyn-
legar aðgerðir og unnið að því að
koma fyrirtækjunum í dvala þar til
úr rætist.“ Einnig eru hótelmenn
ánægðir með fyrirhugaða einföldun
reglna um fjárhagslega endurskipu-
lagningu fyrirtækja enda sé það al-
ger forsenda þess að fyrirtækin
komist í skjól.
Davíð Torfi Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Íslandshótela, segir
að aðgerðirnar hjálpi stjórnendum
að taka þær ákvarðanir sem þeir
verði að taka. „Maður sér nú aðeins í
gegnum skaflinn. Auðvitað er óviss-
an ennþá mikil en aðgerðirnar munu
nýtast okkur vel til að tryggja
rekstrargrundvöll fyrirtækisins.“
Styrmir Þór Bragason, fram-
kvæmdastjóri Arctic Adventures,
segir að með aðgerðunum fái ferða-
þjónustan viðurkenningu. „Þetta
sýnir að menn ætla að mæta þörfum
atvinnugreinarinnar og reyna eftir
fremsta megni að hjálpa fyrirtækj-
unum sem eiga síðan að hjálpa sér
sjálf,“ segir Styrmir Þór.
Miðað við hljóðið í stjórnendum
ferðaþjónustufyrirtækja er ljóst að
miklar uppsagnir verða um þessi
mánaðamót og þau næstu. Þær
hlaupa á þúsundum, eða ná jafnvel
öðrum tugi þúsunda. Líta má til þess
að 35 þúsund starfsmenn eru á hluta-
starfaleið ríkisstjórnarinnar, þar af
14 þúsund í ferðatengdum greinum.
Tilboð til Íslendinga
Íslandshótel reka 17 hótel sem
flest eru lokuð. Davíð segir stefnt að
því að halda Grand hótel við Sigtún
opnu í sumar og 6-7 hótelum á lands-
byggðinni. Reiknar hann með að
nauðsynlegt verði að segja upp 230
af 570 starfsmönnum. Íslandshótel
eru að undirbúa góð tilboð til Íslend-
inga um gistingu á hótelum í öllum
landshlutum í sumar.
Center hótel eru með 300 starfs-
menn, alla hjá sjö hótelum á höfuð-
borgarsvæðinu. Nú er aðeins Hótel
Miðgarður við Hlemm opið, þótt
ekkert sé að gera, og verður það eina
hótelið sem fyrirtækið ætlar að
halda opnu í sumar. Kristófer segir
það því miður augljóst að einhverj-
um verði sagt upp, en það verði verk-
efni miðvikudags og fimmtudags að
meta það.
Styrmir Þór segir að verið sé að
meta stöðuna út frá aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar. Nú starfa 150 manns
hjá fyrirtækinu og hefur þeim fækk-
að um helming í vetur, bæði í haust
og síðan eftir áramót vegna afleið-
inga kórónuveirufaraldursins.
Útlit fyrir mikl-
ar uppsagnir
Morgunblaðið/Ómar
Gullfoss Fjöldi manns var alla daga í fyrra við helstu áningarstaði landsins,
Stjórnendur fyrirtækja fagna aðgerðum
Formaður Félags íslenskra atvinnu-
flugmanna (FÍA) segir að Icelandair
hafi gengið heldur lengra í uppsögn-
um en hann hélt fyrir fram, að
minnsta kosti miðað við fyrirséða
flugáætlun. Hann segir að um var-
úðarráðstöfun sé að ræða, skorið sé
inn að beini og síðan ætli menn að
draga uppsagnir til baka. „Ég get
sagt það sem svo að starfsmennirnir
eru ekki látnir njóta vafans,“ segir
Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA.
Meðal þeirra rúmlega 2.000
starfsmanna sem Icelandair segir
upp nú um mánaðamótin eru tæp-
lega 900 flugfreyjur og flugþjónar.
Var það upplýst á rafrænum starfs-
mannafundi í gær. Fyrirtækið segir
upp 421 flugmanni og og 10 til við-
bótar missa flugstjórastöðu og fær-
ast í sæti aðstoðarflugmanns. Þá
verður 13 flugmönnum hjá Air Ice-
land Connect sagt upp störfum.
Mikið áfall fyrir stéttina
„Þetta er gríðarlegt áfall fyrir
stéttina. Við áttum von á uppsögnum
en ég held að fæstir hafi átt von á
þessum fjölda. Eftir standa 35 stöðu-
gildi,“ segir Guðlaug Líney Jóhanns-
dóttir, formaður Flugfreyjufélags
Íslands. Hún segir að félagið muni
reyna að styðja við félagsmenn sína.
Það sé erfitt á tímum samkomu-
banns. Hún segir að margar spurn-
ingar brenni á fólki.
Í kjarasmningum flugliða eru
ákvæði um að fara skuli eftir starfs-
aldri í hópuppsögnum. Þeir flug-
menn og flugfreyjur sem hæstan
starfsaldur hafa verða því áfram við
störf. Forystumenn stéttarfélag-
anna vonast til að Icelandair muni
þurfa á þeim mannskap að halda síð-
ar, sem sagt er upp nú. freyr@mbl.is
Skorið er inn að beini
Icelandair sagði upp fleira starfsfólki en formenn stétt-
arfélaganna áttu von á 900 flugfreyjum sagt upp
Fjöldauppsagnir hjá Icelandair