Morgunblaðið - 29.04.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Æsa Guðbjörg Guðmundsdóttir er
100 ára í dag. Hún fæddist á Egils-
stöðum í Villingaholtshreppi 29.
apríl 1920 og ólst þar upp á hefð-
bundnu sveitaheimili, sú þriðja
yngsta í hópi tíu systkina sem öll
eru nú látin. Úr þessum systkina-
hópi er Æsa önnur til að ná hundr-
að ára aldri. Foreldrar hennar
voru Guðmundur Ágúst Eiríksson
bóndi og Kristín Gísladóttir hús-
freyja.
„Eins og þess tíma var háttur
sótti Æsa Guðbjörg farskóla að
Forsæti, Kolsholti og Villingaholti í
sömu sveit fram að fermingu, en
um aðra menntun var ekki að
ræða,“ segir Kristín Gunnarsdóttir,
bróðurdóttir afmælisbarnsins.
Ógift og barnlaus
Æsa flutti með fjölskyldu sinni á
Selfoss 1954, er foreldrar hennar
brugðu búi á Egilsstöðum, og hef-
ur síðan búið á Selfossi. Þar hélt
hún heimili með foreldrum sínum,
en lengst af með Guðjóni, bróður
sínum, en hann lést 2001. Þau Guð-
jón bjuggu um árabil í sambýli
með Kristínu og hennar fjölskyldu.
Síðan 2009 hefur Æsa búið á
hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á
Selfossi.
Æsa er ógift og barnlaus og hef-
ur aldrei starfað utan heimilis, að
undanskildu því að hafa verið
vinnukona á einkaheimilum í
Reykjavík nokkra vetur á stríðs-
árunum. Kristín segir að áhugamál
Æsu hafi að mestu snúist um
prjónaskap. „Hún var afkastamikil
prjónakona og seldi meðal annars
lopapeysur um langt árabil. Eiga
margir ættingjar og vinir eftir
hana prjónles og prjónaða ullar-
sokka.“
Að sögn Kristínar hefur Æsa
fram til þessa tíma verið við sæmi-
lega heilsu, þótt sjón og heyrn hafi
nú nokkuð hrakað. „Hún hefur
ávallt verið hæglát í fasi og lengst
af stálminnug á liðna tíma, nöfn og
afmælisdaga ættingja, vina og
samferðamanna sem nú eru flestir
horfnir á braut.“
Stálminnug prjónakona frá
hefðbundnu sveitaheimili
Æsa Guðbjörg Guðmundsdóttir á Selfossi 100 ára
Tímamót Æsa Guðbjörg Guðmundsdóttir á Selfossi er 100 ára í dag.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Til stendur í sumar að bæta og breyta
byggingu sem er yfir bæjarrústunum
á Stöng í Þjórsárdal. Bærinn þar er
talinn hafa farið
undir ösku í
Heklugosi árið
1104 en var graf-
inn upp af forn-
leifafræðingum
árið 1939. Skáli yf-
ir rústirnar var
reistur sumarið
1957; lágreist
bygging með
bárujárnsþaki og
timburveggjum
sem nú eru farnir að láta verulega á
sjá. Burðarvirkið sjálft þarf svo að
endurnýja að hluta.
Sjáist frá fleiri vinklum
„Markmiðið er að vernda minjarnar
á Stöng betur gegn veðri og vindum
og stuðla að því að fólk geti skoðað
þetta frá fleiri vinklum en verið hefur.
Þá stendur til að gera ýmsar endur-
bætur í nágrenninu, svo sem á göngu-
stígum,“ segir Kristín Huld Sigurð-
ardóttir, forstjóri Minjastofnunar, í
samtali við Morgunblaðið.
Framkvæmdir sumarsins verða að
setja glært báruplast á burðarvirkið.
Jafnframt á að lengja skálann um þrjá
metra til austurs, meðal annars til að
koma í veg fyrir að vatn flæði þar inn
og valdi skemmdum. Þar verður hægt
að ganga inn í skálann á útsýnispalli
og horfa yfir rústirnar. Mun sólarljóss
þar njóta í gegnum glæra þakklæðn-
inguna. Lokað verður hins vegar fyrir
aðgang inn í rústirnar sjálfar til að
forða þeim frá átroðningi og skemmd-
um, sem nokkuð hefur borið á.
Við vesturhlið skálans verður settur
upp annar útsýnispallur þar sem einn-
ig verður hægt að horfa yfir rústir
bæjarins í gegnum stóra glugga – auk
þess að njóta útsýnis yfir Þjórsár-
dalinn sjálfan.
Ódýrari leið
Fyrir nokkrum árum var efnt til
samkeppni meðal arkitekta um nýja
byggingu yfir Stangarbæinn og voru
þá miklar hugmyndir uppi. Kostnaðar
vegna meðal annars reyndust þær
bollaleggingar ekki alls kostar raun-
hæfar. Var því ákveðið að leita nýrra
og ódýrari leiða eins og nú liggja fyrir.
Unnið er að ítarlegri verklýsingu og er
gert ráð fyrir að aflað verði tilboða í
verkið á næstu vikum.
„Sú uppbygging og endurbætur
sem nú eru fram undan á Stöng í
Þjórsárdal eru mjög spennandi,“ segir
Kristófer Arnfjörð Tómasson, sveit-
arstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
„Byggingin sem nú stendur til að reisa
yfir rústirnar mun falla vel inn í lands-
lagið á þessum slóðum samkvæmt
þeim teikningum sem fyrir liggja og
sveitarstjórn hefur samþykkt. Í raun
er þetta bara breyting á núverandi
húsi.“
Dalur í deiglu
Uppbygging og efling í Þjórsárdal
hefur lengi verið í deiglunni og hefur
fjöldi erinda þar að lútandi komið á
borð sveitarstjórnar á undanförnum
misserum. Áform eru til dæmis uppi
um byggingu baðstaðar og hótels und-
ir svonefndum Rauðukömbum og til
stóð að hefjast þar handa á næstu
mánuðum. Þá hefur verið unnið að
ýmsum endurbótum í Gjánni skammt
fyrir innan Stöng, grónum og djúpum
hraundal sem fallegir fossar og lækir
falla um. Gjáin var friðlýst í janúar síð-
astliðnum sem og þrír fossar í Þjórs-
árdal; Hjálparfoss, Háifoss og Granni.
Fylgir friðlýsingunni að landvarsla
verður á svæðinu og framkvæmdir
sem miða að því að gera staðinn að-
gengilegan.
Endurbyggja á Stangarskálann
Skissa Glært plastþak verður sett á burðarvirkið yfir bænum á Stöng og ut-
an við hann verða settir upp útsýnispallar þar sem fólk horfir yfir rústirnar.
Kristín Huld
Sigurðardóttir
Framkvæmdir á Stöng í Þjórsárdal í sumar Útsýnispallar og sólarljóss mun njóta Vernd fyrir
veðri og vindum Lokað inn í bæinn sjálfan Gjáin og fossarnir í dalnum nú friðlýst svæði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stöng Rústirnar voru grafnar úr Hekluvikri árið 1939. Löngu síðar var
reistur hinn svipsterki skáli, sem nýtist að hluta við endurbæturnar.
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum
nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2020 Ford F-350 Lariat TREMOR
Litur: Svartur/ Svartur að innan. Einnig í boði
í Star White, Magnetic grey og Blue Jeans.
Lariat með Sportpakka, Ultimatepakka og
TREMOR-pakka. Innifalið í TREMOR-pakkanum
er læst framdríf, 2” upphækkun að framan, 35”
dekk, Drive mode stillingar, TREMOR demparar,
minni svunta undir framstuðara, spes hækkað
loftinntak og öndun á hásingum (framan
og aftan) og millikassa. Sem sagt original
stórkostlegur OFF ROAD bíll! Og svo auðvitað
2020 breytingin; nýr framendi, 475 hö, 1050
pund tog og 10 gíra sjálfskipting.
2019 RAM Limited 3500 35”
Litur: Pearl red/ Svartur að innan. 6,7L
Cumm-ins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000
pund. Einn með öllu: RAM box, Aisin sjálfskipt-
ing, dual alternators 440 amps, lofpúðafjöðr-
un, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri,
sóllúga, nýr towing technology pakki.
VERÐ
11.980.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Onyx black/ Dark walnut að innan. 2020
GMC Denali, magnaðar breytingar t.d. 10 gíra
skipting, auto track millikassi, multipro opnun
á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á
markaðnum ásamt mörgu fleira.
VERÐ
12.490.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
2020 GMC Denali Ultimate
Litur: Dark Sky Metallic/ Dark walnut að
innan. 2020 GMC Denali , magnaðar breyt-
ingar t.d. 10 gíra skipting, auto track milli-
kassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum ásamt
mörgu fleira.
VERÐ
12.490.000 m.vsk
ATH. ekki „verð frá“
Nánar upplýsingar gefur Ingimar
í síma 664 8080 eða email ingimar@ib.is.