Morgunblaðið - 29.04.2020, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Kínversk stjórnvöld sökuðu í gær
Bandaríkjamenn og aðra sem gagn-
rýnt hafa aðgerðir Kínverja gagn-
vart kórónuveirufaraldrinum um að
dreifa „hreinum lygum“.
Ásakanir Kínverja komu í kjölfar
þess að Donald Trump Bandaríkja-
forseti gaf til kynna að Bandaríkja-
stjórn myndi mögulega sækjast eftir
skaðabótum frá Kína vegna þess
skaða sem faraldurinn hefði valdið.
„Við erum óánægðir vegna þess að
við teljum að þetta hefði getað verið
kæft í fæðingu og þetta hefði ekki
þurft að fara um allan heim,“ sagði
Trump á blaðamannafundi sínum í
fyrrinótt.
Geng Shuang, talsmaður kín-
verska utanríkisráðuneytisins, sagði
að bandarískir stjórnmálamenn
hefðu ítrekað „horft framhjá sann-
leikanum“ og að markmið þeirra
væri að varpa af sér ábyrgðinni
vegna slælegrar frammistöðu sinnar
við að stýra faraldrinum heima fyrir.
Reiði Kínverja beindist einnig að
áströlskum stjórnvöldum, sem hafa
kallað eftir óháðri rannsókn á því
hvers vegna kórónuveirufaraldurinn
varð að heimsfaraldri.
Sendiherra Kínverja í Ástralíu
brást við þeirri kröfu með því að hóta
því að Kína myndi hætta að kaupa
ýmsar útflutningsvörur Ástrala í
hefndarskyni. Ráðuneytisstjóri ástr-
alska utanríkisráðuneytisins kallaði
sendiherra Kínverja á teppið til sín
til þess að útskýra ummælin.
Geng varði ummæli sendiherrans
hins vegar og sagði þau hafa beinst
að rangfærslum Ástrala sem hefðu
vakið „óánægju kínversku þjóðar-
innar“ og því valdið hættu á verri
samskiptum ríkjanna. „Og hvað er
rangt við það?“ spurði Geng, en hann
hvatti einnig ríki heims til þess að
vinna með Kínverjum í baráttunni
gegn kórónuveirunni.
Frakkar verða varkárir
Frönsk stjórnvöld tilkynntu í gær
að þau hygðust leyfa búðum og
verslunum að vera opnar frá og með
11. maí næstkomandi. Um leið verða
grunnskólar og dagvistarúrræði
opnuð í nokkrum skrefum.
Edouard Phillipe, forsætisráð-
herra Frakka, kynnti tilslakanirnar í
gær, en sagði jafnframt að Frökkum
yrði gert að vera með andlitsgrímu
ef þeir notuðu almenningssamgöng-
ur. Sagði Phillipe að stjórnvöld
myndu vera varkár þegar hömlum
væri aflétt.
Stjórnvöld á Spáni kynntu einnig
aðgerðir til þess að létta á þeim
hömlum sem settar hafa verið á
vegna kórónuveirunnar, en þær
munu hefjast 9. maí næstkomandi. Í
tilkynningu Spánverja kom fram að
aðgerðum þeirra yrði aflétt í áföng-
um, og yrði síðasti áfanginn í lok
júní. Rúmlega 232.000 tilfelli hafa
verið skráð á Spáni, sem er hið næst-
mesta í heimi.
Leyfilegt verður m.a. að opna litl-
ar búðir, hótel, veitingahús og trú-
félög 9. maí, en með vissum tak-
mörkunum þó. Grunnskólar á Spáni
verða hins vegar áfram lokaðir fram
til september.
Hápunkti ekki náð í Rússlandi
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
varaði við því í gær að faraldurinn
hefði ekki náð hápunkti sínum í
Rússlandi, en stjórnvöld þar eru að
íhuga að létta á aðgerðum sínum
gegn kórónuveirunni í nokkrum
áföngum frá og með 12. maí.
Sagði Pútín að Rússum hefði tek-
ist að hægja á útbreiðslu kórónuveir-
unnar, en að of snemmt væri að
hrósa happi. Skipaði hann embætt-
ismönnum að setja saman aðgerða-
pakka til þess að styðja við efnahag
Rússlands.
Rúmlega 93.000 tilfelli hafa nú
verið staðfest í Rússlandi, fleiri en í
Kína, upphafslandi faraldursins.
Staðfest dánartilfelli þar eru hins
enn sem komið er einungis 867.
Tæplega 3,1 milljón manns hefur
nú smitast af kórónuveirunni og
rúmlega 215.000 dáið af völdum
hennar.
Saka Bandaríkin um „hreinar lygar“
Kínversk stjórnvöld segja gagnrýni Bandaríkjamanna á aðgerðir sínar vera til að dreifa athyglinni frá
þeirra eigin mistökum Frakkar, Spánverjar og Rússar stefna að því að létta á aðgerðum sínum í maí
AFP
Veggjakrot Xi Jinping, forseti Kína, og Donald Trump Bandaríkjaforseti
stinga hér saman grímuklæddum nefjum á húsvegg í Berlínarborg.
Norska lögreglan tilkynnti í gær-
morgun að hún hefði handtekið auð-
kýfinginn Tom Hagen vegna gruns
um að hann hefði myrt eða átt aðild
að morði eiginkonu sinnar Anne--
Elisabeth og var Tom ákærður fyrir
þau brot síðar um daginn. Ekkert
hefur spurst til Anne-Elisabeth síð-
an hún hvarf sporlaust af heimili
þeirra hjóna í bænum Lorenskog
hinn 31. október 2018.
Meintir mannræningjar skildu
eftir sig lausnargjaldskröfu sem
skrifuð var á vondri norsku, þar sem
hótað var að Anne-Elisabeth myndi
hafa verra af nema þeim yrði greitt
andvirði níu milljóna evra í rafmynt
sem ekki væri hægt að rekja.
Lögreglan átti í samskiptum
nokkrum sinnum við meinta mann-
ræningja, þar sem þeir hótuðu því
meðal annars að taka Anne-Elisa-
beth af lífi og birta myndband af
upptökunni.
Fjögurra vikna gæsluvarðhald
Lögreglan komst hins vegar á þá
skoðun í júní síðasta sumar að mann-
ránið væri yfirvarp og að Anne--
Elisabeth hefði í raun verið myrt.
Verdens Gang greindi frá því í gær
eftir handtökuna að um líkt leyti
hefðu sjónir lögreglunnar beinst að
Tom Hagen sjálfum og sætti hann
leynilegri rannsókn vegna þess.
Hagen var úrskurðaður í fjögurra
vikna gæsluvarðhald í gær og hefur
lögreglan ekki útilokað að fleiri verði
handteknir vegna málsins. Sam-
kvæmt heimildum VG telur lögregl-
an miklar líkur á að fleiri séu viðriðn-
ir málið. Lögmaður Hagens, Svein
Holden, sagði hins vegar að skjól-
stæðingur sinn neitaði allri sök.
Tommy Brøske, sem stýrt hefur
rannsókn lögreglunnar, sagði í gær
að leit yrði haldið áfram að líki Anne-
Elisabeth og að allt benti til þess að
samskipti mannræningjanna við lög-
regluna hefðu verið til þess eins að
koma henni af réttu spori.
Tom Hagen er 164. ríkasti maður
Noregs og eru auðæfi hans metin á
um 1,9 milljarða norskra króna.
Ekki er enn ljóst hvaða þátt lögregl-
an telur hann hafa átt í hvarfi Anne-
Elisabeth Hagen. sgs@mbl.is
Hagen ákærður vegna hvarfsins
Anne-Elisabeth
Hagen
AFP
Rannsókn Lögreglumenn gerðu húsleit á heimili Hagen-hjónanna í gær eftir
að Tom Hagen hafði verið handtekinn fyrir aðild að morði Anne-Elisabeth.
Tom
Hagen
Norska lögreglan telur Tom Hagen hafa myrt eða átt aðild að morði eiginkonu
sinnar, Anne-Elisabeth Ekkert hefur spurst til hennar síðan í október 2018
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkj-
anna, Pentagon, hefur aflétt leynd
af þremur myndböndum, sem flug-
orustumenn bandaríska sjóhersins
tóku, þar sem sjá má svonefnda
„fljúgandi furðuhluti“ eða FFH.
Myndböndunum þremur hafði
áður verið lekið í fjölmiðla vest-
anhafs, þar á meðal New York Tim-
es, og sagði ráðuneytið að leyndinni
væri aflétt nú til að almenningur
gæti séð að um raunveruleg mynd-
bönd væri að ræða, og um leið væri
sannað að ekkert meira lægi að
baki því myndefni sem þegar hefði
verið lekið.
Í tilkynningu ráðuneytisins kom
fram að ekki hefði enn tekist að
bera kennsl á furðuhlutina sem þar
sæjust, en eitt myndbandanna er
frá árinu 2004 og hin tvö frá 2015.
Harry Reid, fyrrverandi öldunga-
deildarþingmaður í Nevadaríki,
fagnaði ákvörðun ráðuneytisins, en
sagði myndböndin einungis toppinn
á ísjakanum af því efni sem hefði
verið safnað saman til rannsókna á
þessum fyrirbærum. Árið 2017 við-
urkenndi Pentagon að það hefði
varið miklu fé til rannsókna á FFH,
en því verkefni lauk árið 2012.
Birta þrjú
myndbönd
af FFH
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma