Morgunblaðið - 29.04.2020, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020
Þvottur Nú er rétti tíminn til að þvo burt rykið á stígum og götum borgar og bæja. Sumir betur græjaðir en aðrir.
Eggert
Við Íslendingar telj-
um okkur búa í rétt-
arríki. Útverðir þess í
okkar skipulagi eru
stofnanir sem við höf-
um komið upp og eiga
að tryggja að þetta
orð hafi efnislegt inni-
hald þegar á það reyn-
ir. Þetta eru dóm-
stólar. Í refsimálum er
það meginhlutverk
þeirra að tryggja rétt-
aröryggi þeirra borgara sem sök-
um eru bornir. Þetta er göfugt
hlutverk, þó að stundum kunni það
að verða vanþakklátt. Ástæða þess
er þá oft sú að margir aðrir borg-
arar verða svo uppteknir af hug-
lægum persónulegum skoðunum
sínum á sakborningnum og brotinu,
sem hann var sakaður um, að þeir
skeyta ekki um hvernig sakfelling
horfi við reglum réttarríkisins.
Því miður hefur það gerst að
starfandi dómarar virðast líka hafa
misst sjónar á framangreindu meg-
inhlutverki sínu og þá látið undan
meintum vilja úr umhverfinu, sem
skeytir ekki um meginreglurnar.
Þess vegna vil ég nú reyna að telja
upp þýðingarmestu reglurnar sem
dómarar þurfa að beita í störfum
sínum í sakamálum. Vil ég gerast
svo djarfur að beina því til allra
þeirra sem fara með dómsvald í
landinu og samsinna mér að prenta
þessar reglur út og hafa þær við
höndina í störfum sínum. Þeir ættu
svo að strengja þess heit að sak-
fella ekki þá sem fyrir sökum eru
hafðir nema hafa áður getað hakað
við öll atriðin á listanum.
1. Lagaheimild til refsingar þarf að
vera í settum lögum. Efni hennar
þarf að vera skýrt og ber að
túlka vafa sakborningi í hag.
2. Ekki má dæma sakborning fyrir
aðra háttsemi en þá
sem í ákæru greinir.
3. Heimfæra þarf
háttsemi til laga-
ákvæðis af ná-
kvæmni. Dómendur
hafa ekki heimild til
að breyta efn-
isþáttum í laga-
ákvæðum sakborn-
ingum í óhag.
4. Sanna þarf sök.
Sönnunarbyrði hvíl-
ir á handhafa
ákæruvalds.
5. Við meðferð máls á áfrýjunar-
stigi þarf að gæta þess að dæma
sama mál og dæmt var á neðra
dómstigi. Til endurskoðunar eru
úrlausnir áfrýjaðs dóms; ekki
annað.
6. Sakborningar eiga rétt á að fá
óheftan aðgang að gögnum sem
aflað hefur verið við rannsókn og
meðferð máls.
7. Sakborningar eiga að fá sann-
gjarnt tækifæri til að færa fram
varnir sínar.
8. Dómarar, sem dæma, verða að
hafa hlutlausa stöðu gagnvart
sakborningum.
Ef dómendur gæta þess að hafa
þessar reglur ávallt í heiðri geta
þeir verið stoltir af starfi sínu og
því verkefni sem þeir þannig sinna
af kostgæfni.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
» Þeir ættu svo að
strengja þess heit
að sakfella ekki þá sem
fyrir sökum eru hafðir
nema hafa áður getað
hakað við öll atriðin
á listanum.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er fyrrverandi
dómari við Hæstarétt Íslands.
Við höndina
Góðar og gleðilegar
fréttir eru yfirleitt
ekki í forgangi hjá fjöl-
miðlum. Hið af-
brigðilega og neikvæða
vekur meiri athygli,
ekki aðeins fjölmiðla
heldur okkar allra.
Slys, náttúruhamfarir,
svik, morð og aðrir
glæpir eru efniviður í
góða fyrirsögn og
snarpa og áhrifaríka frétt í sjón-
varpi. Frásögn af ungu lífsglöðu
fólki sem skarar fram úr í námi og
starfi týnist í flóði annarra frétta.
Frétt um konu sem ver öllum sínum
frítíma og gott betur til að aðstoða
þá sem standa höllum fæti kemst
ekki í yfirlit yfir helstu fréttir eða á
forsíðu dagblaðs. Ef fréttin er á
annað borð sögð er hún líkt og til
uppfyllingar, ekki síst í gúrkutíð.
Þorbjörn Broddason, prófessor
emeritus í félagsfræði við HÍ, svar-
aði spurningunni um hvað væri frétt
á Vísindavefnum árið 2000 og sagði
meðal annars:
„Nálægir atburðir verða frekar
fréttaefni en fjarlægir; ríkar þjóðir
verða frekar fréttaefni en fátækar;
einstaklingar verða frekar fréttaefni
en málefni; neikvæðir atburðir
verða frekar fréttaefni en jákvæðir
atburðir.“
Á síðustu vikum hafa varla aðrar
fréttir komist að hjá fjölmiðlum –
ekki aðeins hér á landi heldur um
allan heim – en frásagnir af Covid--
19-faraldrinum. Fréttir um fjölda
sýktra og látinna eru stöðugt upp-
færðar. Myndin sem dregin er upp
er dökk. Víða eru sjúkrahús full,
skortur er á súrefnisvélum og gríð-
arlegt álag er á heilbrigðisstarfs-
fólki. Í flestum löndum er sam-
komubann og víða
útgöngubann.
Efnahagslegar
þrengingar
Slökkt hefur verið á
flestum vélum efna-
hagslífsins eða þær
settar í hægagang til
að verjast alvarlegri
heilbrigðisógn. Líf og
heilsa almennings hef-
ur þannig verið sett í
forgang en efnahags-
leg gæði sett til hliðar.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS)
reiknar með að samdráttur efna-
hagslífs heimsins verði um 3% á
þessu ári. Flest lönd heims þurfa að
glíma við samdrátt – sum veru-
legan. Kanada, Bandaríkin, Þýska-
land, Frakkland, Ítalía, Bretland og
Japan horfa fram á 5-10% samdrátt
á þessu ári. Hér á Íslandi er ástæða
til að óttast að samdrátturinn geti
orðið meiri. Í Kína verður hag-
vöxtur hverfandi í fyrsta skipti í
áratugi.
Ein afleiðing efnahagssamdráttar
er víðtækt atvinnuleysi líkt og við
Íslendingar höfum fengið að kynn-
ast. Aðrar þjóðir glíma við jafnvel
enn alvarlegri stöðu.
Hlutabréfamarkaðir hafa verið í
frjálsu falli. Lækkun Dow Jones- og
FTSE-hlutabréfavísitalna hefur
ekki verið meiri á fyrsta ársfjórð-
ungi árs frá 1987. Frá lokum mars
hafa hlutabréf hins vegar rétt að-
eins úr kútnum, eftir umfangs-
miklar aðgerðir þjóða heims í pen-
inga- og ríkisfjármálum. En
lækkunin á árinu er enn mikil. Þeg-
ar þetta er skrifað hefur Dow Jones
(New York) lækkað um nær 25% frá
upphafi árs, FTSE (London) um lið-
lega 18% og Nikkei (Tókýó) um
15%. Tugþúsunda milljarða verð-
mæti hafa gufað upp.
En það eru undantekningar. Verð
hlutabréfa í tæknifyrirtækinu Zoom
hefur rokið upp eftir því sem fleiri
reiða sig á fjarfundabúnað fyrir-
tækisins. Hlutabréf fyrirtækisins
hafa hækkað um 130% það sem af
er árinu. Þeir sem keyptu hlut í
Amazon geta einnig unað sáttir við
sitt. Bréfin hafa hækkað um 27%.
Hluthafar Netflix hafa notið nær
29% hækkunar. Þannig er um verð
hlutabréfa í fleiri tækni-, afþrey-
ingar- og netverslunarfyrirtækjum.
Hið sama verður ekki sagt um
fyrirtæki í ferðaþjónustu. Flugfélög
um allan heim berjast í bökkum og
sum hafa þegar siglt í þrot. Hótel
standa auð í helstu stórborgum
heims, veitingastaðir eru lokaðir eða
hálftómir. Yfir 100 lönd heims hafa
gripið til víðtækra ferðatakmarkana
í baráttunni við kórónuvírusinn.
Enginn treystir sér til að segja fyrir
um hvenær ástandið verður eðlilegt.
Þeir bjartsýnu segja síðar á árinu
en þeir svartsýnu að það taki nokk-
ur ár og að þá verði heimurinn gjör-
breyttur.
Ríkisstjórnir hafa gripið til um-
fangsmikilla aðgerða til að aðstoða
flugfélög sem berjast í bökkum. Ís-
lensk stjórnvöld standa frammi fyr-
ir mikilli áskorun við að tryggja lífs-
nauðsynlegar flugsamgöngur við
önnur lönd. Fáar þjóðir eru háðari
flugi en við Íslendingar.
Flugvélaframleiðendur eiga einn-
ig erfitt. Forstjóri Airbus-flugvéla-
framleiðendans hefur lýst því yfir
að fyrirtækið blæði – fjármunir
brenni upp í taprekstri. Hann hefur
varað við víðtækum uppsögnum.
Keppinauturinn er í svipaðri stöðu,
þótt Boeing hafi einnig lengi glímt
við alvarlega erfiðleika vegna galla í
MAX-vélum.
Eftirspurn eftir olíu hefur hrunið
samhliða lömum viðskiptahagkerf-
isins. Brent-hráolía hefur ekki verið
lægri í 18 ár. Í fyrsta skipti í sög-
unni var verð á olíu í Bandaríkj-
unum neikvætt – framleiðendur
greiddu fyrir að losna við birgðir.
Góðar fréttir
Mitt í holskeflu vondra frétta af
hættulegum faraldri og efnahags-
legum þrengingum glittir í jákvæð-
ar og hjartnæmar fréttir. Eitthvað
segir mér að eftirspurn eftir slíkum
fréttum sé að aukast – þorsti okkar
eftir hinu uppbyggilega er meiri en
áður, kannski vegna þess að hið já-
kvæða er næstum orðið afbrigðilegt.
Á morgun (30. apríl) fagnar Tom
Moore, fyrrverandi kapteinn í
breska hernum í síðari heimsstyrj-
öldinni, aldarafmæli sínu. Tom ein-
setti sér að safna eitt þúsund pund-
um til að styrkja breska heilbrigðis-
kerfið (NHS) með daglegum göngu-
túrum í garðinum sínum. Með því
vildi hann þakka heilbrigðisstarfs-
fólki fyrir sitt framlag. Með göngu-
grindina sér til stuðnings og heið-
ursmerki úr stríðinu í barminum
hefur Tom labbað hring um garðinn
sinn á hverjum degi. Á innan við sól-
arhring var hann búinn að ná tak-
marki sínu og með heillandi fram-
komu og staðföstum vilja fangaði
hann hjörtu bresku þjóðarinnar.
Þegar þetta er skrifað hefur Tom
safnað um 29 milljónum punda – um
5,2 milljörðum króna – til styrktar
heilbrigðiskerfinu. Skilaboð Toms
til allra þeirra sem eiga erfitt nú um
stundir eru einföld: „Sólin mun
skína á þig aftur þegar skýin
hverfa.“
Hér heima hefur starfsfólk heil-
brigðiskerfisins unnið þrekvirki. Og
í ljós hefur komið (þvert á stöðugar
fréttir á síðustu árum um annað) að
íslenska heilbrigðiskerfið er eitt það
besta í heiminum. Árangur gjör-
gæslumeðferðar við Covid-19 er
ekki aðeins betri en vonir stóðu til
heldur með því allra besta sem ger-
ist í heiminum. Frétt um þetta á
mbl.is virðist því miður ekki hafa
vakið mikla athygli.
Þegar ég var að alast upp var
Mogginn, líkt og nú, ómissandi hluti
tilverunnar. Baksíðan skipti þar
mestu enda lögð undir stærstu inn-
lendu fréttirnar. Forsíðan var með
erlendum fréttum. Þess vegna las ég
Moggann afturábak. Mörg ár eru
síðan erlendar fréttir einokuðu for-
síðu blaðsins. Innlendar fréttir eru í
forgangi. Baksíðan er lögð undir frá-
sagnir af fólki, skemmtilegu fólki,
ungu og gömlu, lífsglöðu fólki. Í gær
var viðtal við Sigrúnu Huldu Jóns-
dóttur, skólastjóra Heilsuleikskól-
ans Urðarhóls í Kópavogi. Þar er
verið að undirbúa komu hænsna og
rauðorma. „Við ætlum að nýta líf-
rænan úrgang hjá okkur sem fóður
fyrir hænur og orma, en skepnurnar
gefa okkur í staðinn áburð og egg.
Þannig fræðum við börnin um
hringrás og sjálfbærni náttúrunn-
ar,“ sagði Sigrún Hulda í samtali við
Moggann. Myndir af lífsglöðum leik-
skólabörnum sem greinilega nutu
veðurblíðunnar lífguðu upp á frétt-
ina og léttu lund lesandans.
Líklega er best að ég taki upp
fyrri hætti og lesi Moggann aftur á
bak.
Eftir Óla Björn
Kárason »Eitthvað segir mér
að eftirspurn eftir
jákvæðum fréttum
sé að aukast – kannski
vegna þess að hið
jákvæða er næstum
orðið afbrigðilegt.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Hvar eru góðu fréttirnar?