Morgunblaðið - 29.04.2020, Qupperneq 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020
Sú fyrirlitning og
þórðargleði sem ein-
kennir tal margra sem
tjá sig um málefni
ferðaþjónustunnar er
með öllu óskiljanleg.
Ég fullyrði að varla er
til sá Íslendingur sem
ekki hefur notið góðs
af vexti ferðaþjónust-
unnar á undanförnum
árum. Hvort sem það
er í bygging-
argreinum eða vegna aukinnar eft-
irspurnar eftir vörum og þjónustu
af beinum völdum ferðamanna eða
þeirra sem starfa í greininni, sterks
gengis krónunnar vegna gjaldeyr-
isinnstreymis sem aukið hefur
kaupmátt landsins gagnvart um-
heiminum og á án efa stærstan þátt
í því að verðbólga hefur haldist í
skefjum þrátt fyrir fádæma kaup-
hækkanir undanfarinna ára. Ég
fullyrði að þessar kauphækkanir frá
hruninu 2008 hefðu aldrei komið til
ef ekki hefði verið fyrir íslenska
ferðaþjónustu og uppbyggingu og
vöxt innan hennar.
Skarð ferðaþjónustunnar í ís-
lenskum efnahag verður ekki fyllt
með einhverju „öðru“, það er bara
þannig. Það er hægt að dæla pen-
ingum í tækniþróunarsjóð, lista-
mannalaun og senda fólk í endur-
menntun til að læra eitthvað
„annað“, hvað sem það á að vera.
Þetta eru allt ágætar aðgerðir en
þetta ástand gengur engan veginn
upp til lengdar, þar sem stór og
stækkandi hluti þjóðarinnar er á
ríkisframfæri af einhverju tagi,
hvort sem það eru þessi ágætu úr-
ræði sem ég nefndi hér að framan,
sívaxandi hópur á atvinnuleysis-
bótum eða opinberir starfsmenn og
aðrir sem treysta á ríkisframfærslu,
það eina sem mun koma okkur upp
úr þessu er að koma ferðaþjónust-
unni sem fyrst aftur í gang.
Og þá er ég ekki að tala um inn-
lendan markað. Það er fjarstæða að
halda að innlend eftirspurn muni
halda ferðaþjónustunni uppi í sum-
ar, hvað þá um lengra tímabil, til
þess er markaðurinn einfaldlega
ekki nógu stór. 300 þúsund manna
þjóðfélag í djúpri kreppu mun ekki
koma í stað rúmlega tveggja millj-
óna ferðamanna, það gefur auga-
leið. Auk þess er vandséð að Íslend-
ingar séu að fara að ráða sér
leiðsögumenn til að leiðsegja sér um
landið eða bílstjóra til að keyra með
sig. Það sér það hver heilvita maður
að þetta er rugl og firra. Það að
sinna innlendum markaði getur
plástrað takmarkaðan hluta grein-
arinnar en mun aldrei komast ná-
lægt því að halda uppi þeim fjöl-
mörgu störfum sem ferðaþjónusta
við erlenda ferðamenn hefur gert
auk þess sem það skilar engum
gjaldeyri fyrir þjóðarbúið.
Það ætti kannski ekki að koma á
óvart að viðbrögð stjórnvalda séu
ráðleysisleg enda hefur ferðaþjón-
ustan frá upphafi verið pólitískt
munaðarlaus, ólíkt öllum öðrum at-
vinnugreinum, sem er í sjálfu sér
óskiljanlegt þegar um stærstu og
mannfrekustu atvinnugrein lands-
ins er að ræða.
Það er raunar nánast alveg sama
til hvaða flokka litið er; sama tóm-
lætið eða jafnvel andúð virðist alls
staðar vera að finna. Ég man eftir
fjármálaráðherranum okkar fyrir
nokkrum árum segja „samkeppn-
isstaða íslenskrar ferðaþjónustu er
það síðasta sem maður hefur
áhyggjur af“ og oft má ráða að hag-
vöxt undanfarinna ára megi rekja
til ráðsnilli ráðamanna fremur en
uppgangs ferðaþjónustunnar. Nú í
vetur birti Reykjavíkurborg skýrslu
um hvað ferðaþjónustan kostar
borgina mikið, maður skyldi þá ætla
að þungum bagga væri létt af
rekstri borgarinnar nú þegar ferða-
þjónustunnar nýtur ekki lengur við,
sú skýrsla er náttúrlega einn skand-
all út í gegn sem er alveg efni í ann-
an pistil. Því auðvitað er það þannig
að Reykjavíkurborg,
ríkið og Íslendingar al-
mennt hafa notið góðs
af uppgangi þessarar
greinar. Ferðaþjón-
ustan hefur lagt grunn-
inn að góðum lífs-
kjörum undanfarinna
ára, það sést best á
þeim áhrifum sem það
hefur nú þegar hún er
stopp.
En á þessu virðist
enginn skilningur, ráða
má af umræðunni að
fólkið sem starfað hef-
ur við ferðaþjónustu og byggt upp
greinina eigi bara að skammast sín
og hoppa upp í eigið rassgat. Mönn-
um verður tíðrætt um græðgi og
fyrirhyggjuleysi, þetta sé bara eins
og með minkabúin, allir hafi bara
ætlað að græða og ruðst í það sama
og þess vegna sé svona komið
núna… Það má á köflum ráða af
umræðunni að kórónuveirufarald-
urinn sé íslenskri ferðaþjónustu að
kenna.
Það gefur augaleið að fyrirtæki í
þessum geira hafa þurft að fara í
fjárfestingar og uppbyggingu. Það
er ekki hægt að fara úr því að taka
á móti 300 þúsund ferðamönnum í á
þriðju milljón ferðamanna á 10 ár-
um án þess að það kalli á verulega
innviðauppbyggingu. Það hefur
ekkert með græðgi eða fyr-
irhyggjuleysi að gera, það er heil-
brigð skynsemi sem komið hefur
öllum efnahag landsins vel und-
anfarin 10 ár.
Það er algjörlega óþolandi fyrir
fólk sem starfað hefur að þessari
uppbyggingu að sitja nú undir
sleggjudómum og árásum. Fólk
sem starfað hefur í greininni hefur
margt hvert lagt allt sitt í uppbygg-
ingu hennar, allt sitt fé, ómældan
tíma árum saman, oftar en ekki
langt umfram síminnkandi vinnu-
viku almennra launþega. Við eigum
betra skilið en að vera skilin eftir í
óverðskuldaðri skömm. Það má
finna einhverja sem hafa grætt á
ferðaþjónustu, þó það nú væri, en
stærstur hluti fólks sem rekur
fyrirtæki og vinnur í greininni er
bara venjulegt fólk sem leggur líf
og sál í að veita góða þjónustu og
skapa sjálfu sér og landinu gott orð-
spor.
En af óskiljanlegum ástæðum er
ferðaþjónustan eins og óhreinu
börnin hennar Evu, ríkisstjórnin
sér ástæðu til að veita sérstaka
styrki til fyrirtækja sem hefur verið
„gert“ að loka tímabundið en ekki
ferðaþjónustufyrirtækja. Fólk sem
rekur t.d. hárgreiðslustofur og hef-
ur getað notað sér 75% hlutabóta-
leið ríkisstjórnarinnar þann rúma
mánuð sem þurfti að loka, og sér nú
fram á veruleg uppgrip þegar aftur
verður opnað fyrir bókanir, á kost á
sérstökum rekstrarstyrkjum sem er
gott og blessað en ferðaþjónustu-
fyrirtæki sem hafa nú verið defacto
lokuð í tvo mánuði og sjá ekki fram
á að geta fengið viðskiptavini til sín
vegna aðgerða stjórnvalda um ófyr-
irséðan tíma mega éta það sem úti
frýs eða í besta falli skuldsetja sig
til að borga fastan kostnað og hluta
launa.
Þetta lýsir betur en flest annað
viðhorfinu til ferðaþjónustunnar;
það er bara eins og hún sé fyrir.
Það er í mínum huga algjörlega
óhugsandi að sjá fyrir sér upprisu
íslensks efnahagslífs án þess að
ferðaþjónustan komi þar sterkt inn,
það er bara ekkert „annað“ sem
hægt er að grípa úr tóminu og mun
skapa þann fjölda starfa og þær
gjaldeyristekjur sem þarf.
Það þarf að róa að því öllum árum
að finna leiðir til að opna landið sem
fyrst með sem minnstri áhættu. Það
þarf að huga að áhættuminnkandi
leiðum, taka varfærnisleg en örugg
skref, taka til dæmis á móti lok-
uðum hópum (mögulega skimuðum)
sem eru saman allan tímann sem
þeir eru á landinu í skipulögðum
„kontróleruðum“ ferðum þar sem
fyllstu sóttvarna er gætt. Sá árang-
ur sem hér hefur náðst í að ná tök-
um á faraldrinum og ber að fagna
og þakka fyrir er góður grunnur til
að byggja á og gefur landinu for-
skot þegar kemur að því að opna
það aftur.
En þar til stjórnvöld treysta sér
til þess þarf að koma fram við
ferðaþjónustuna af sömu virðingu
og aðrar atvinnugreinar, það geng-
ur ekki að loka þá sem borið hafa
uppi nýsköpun og uppbyggingu inn-
an ferðaþjónustunnar úti í kuld-
anum.
Það er til marks um skítlegt eðli
að benda á fólk sem er að missa lífs-
viðurværi sitt og í sumum tilfellum
allt sitt vegna utanaðkomandi óvið-
ráðanlegra aðstæðna sem enginn
gat séð fyrir og hía á það og segja
að það geti kennt sér sjálft um, höf-
um það alveg á hreinu að þessi
veirufaraldur er ekki íslenskri
ferðaþjónustu að kenna.
Okkur væri hollast að horfast í
augu við það að íslenskt samfélag á
ferðaþjónustunni margt að þakka,
djúpir vasar ríkisins væru ekki
svona djúpir og tilbúnir að takast á
við faraldurinn sem hefur geisað ef
ekki hefði verið fyrir ferðaþjón-
ustuna undanfarin 10 ár. En djúpir
vasar tæmast eins og aðrir og því
fyrr sem ferðaþjónustan getur farið
að fylla þá aftur af gjaldeyristekjum
því fyrr komust við upp úr þessu og
getum haldið áfram að stytta vinnu-
vikuna, hækka laun og vonandi –
þegar allir eru búnir að koma sér
aftur værðarlega fyrir – horft hvert
framan í annað án þess að það
framkalli þörf til að smána fólk og
vanvirða.
Djúpir vasar tæmast líka
Eftir Sigrúnu Elsu
Smáradóttur » Það ætti kannski
ekki að koma á óvart
að viðbrögð stjórnvalda
séu ráðleysisleg enda
hefur ferðaþjónustan
frá upphafi verið póli-
tískt munaðarlaus, ólíkt
öllum öðrum atvinnu-
greinum.
Sigrún Elsa
Smáradóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Iceland Exclusive Travels.
Við sem erum
hlynnt inngöngu Ís-
lands í Evrópusam-
bandið, fylgjandi nið-
urfellingu tolla og
aukinni samkeppni á
matvörumarkaði höf-
um lengi þurft að sitja
undir því að óprúttnir
aðilar reyna að mála
okkur upp sem óvini
bændastéttarinnar og
landbúnaðar á Íslandi. Mér þykir sú
retórík andstæðinga Evrópusam-
bandsins orðin ákaflega þreytt, ekki
síst þar sem fátt er jafn fjarri sanni.
Evrópusambandið býr að yf-
irgripsmiklu styrkjakerfi, ekki síst á
sviði landbúnaðar, en stór hluti af
fjármagni sambandsins fer í land-
búnaðartengda styrki. Evrópusam-
bandið styrkir svokallaðan heim-
skautalandbúnað sérstaklega, en
það er allur landbúnaður á svæðum
norðan við 62° breiddargráðu, en
þess má einmitt geta að Vest-
mannaeyjar eru á 63° breidd-
argráðu og því allt Ísland á heim-
skautalandbúnaðarsvæði.
Þeir stjórnmálamenn sem eru á
móti inngöngu Íslands í Evrópu-
sambandið vilja neita íslenskum
bændum um aðgang að þessu
styrkjakerfi.
Niðurfelling tolla og aukin sam-
keppni á matvörumarkaði með
auknum innflutningi landbúnaðar-
afurða er neytendum til hagsbóta,
um það verður ekki deilt. Ég skil
hins vegar vel að sumum kunni að
finnast það hljóma fjandsamlegt
gagnvart íslenskum bændum, enda
ýmsir reynt að mála það þannig upp
vegna þess að þeir, einhverra hluta
vegna, sjá hag sinn í því að ala á
ótta við bæði frjálsa samkeppni og
Evrópusamstarf. Raunin er allt
önnur.
Gæðavörur þola sam-
keppni og íslenskar
landbúnaðarafurðir eru
þar í efsta flokki. Þrátt
fyrir það er ýmislegt
sem hægt er að bæta,
en frjáls samkeppni
hvetur framleiðendur
einmitt til þess að
leggja aukinn metnað í
sína framleiðslu og
auka gæði sinnar vöru.
Hún hvetur til nýsköp-
unar og frumkvöðla-
starfsemi, öllum til
hagsbóta. Við sem viljum frjálsan
innflutning á landbúnaðarafurðum
höfum trú á íslenskum landbúnaði,
treystum íslenskum bændum til
þess að standa af sér samkeppni og
gott betur en það.
Stjórnmálamenn sem eru á móti
frjálsum innflutningi á landbúnaðar-
afurðum og aukinni samkeppni á
matvörumarkaði afhjúpa einfaldlega
með því eigin efasemdir um gæði ís-
lenskra landbúnaðarafurða. Þeir
eru hræddir við erlenda samkeppni
vegna þess að þeir hafa ekki trú á
íslenskum landbúnaði. Þeir eru því
ekki eingöngu óvinir íslenskra neyt-
enda, þeir eru óvinir íslenskra
bænda og þeir eru óvinir íslensks
landbúnaðar.
Óvinir íslensks
landbúnaðar
Eftir Starra
Reynisson
Starri Reynisson
»Hinir raunverulegu
óvinir íslensks land-
búnaðar eru þeir sem
hafa ekki trú á sam-
keppnishæfni hans og
vilja meina bændum að-
gengi að styrkjakerfi
ESB.
Höfundur er forseti Uppreisnar, ung-
liðahreyfingar Viðreisnar.
starrir@gmail.com
Allt um sjávarútveg