Morgunblaðið - 29.04.2020, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.04.2020, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020 ✝ Jónatan Þór-isson fæddist 14. október 1933 á Blikalóni á Mel- rakkasléttu. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Reykjavík 15. apríl 2020. Foreldrar hans voru Þórir Þor- steinsson, verk- stjóri í Hvalveiði- stöðinni Hvalfirði, f. 20.7. 1901, d. 13.8. 1970, og Jóhanna Þórey Daníelsdóttir húsmóðir, f. 26.7. 1901, d. 23.11. 1995. Jónatan var fimmta barn foreldra sinna en systkini hans eru: Hulda Svein- björg, f. 29.12. 1924, d. 7.12. 2012; Sigurborg, f. 14.2. 1927, d. 8.1. 1968; Þorsteinn, f. 19.9. 1929, d. 6.8. 2012; Jón Skúli, f. 16.7. 1931, d. 31.9. 2018; Eyþór, f. 17.12. 1938, d. 7.3. 2019; og atan Þór er giftur Ellen Björgu Torfadóttur, f. 10.2. 1991. Þau eiga saman börnin Kristján Torfa, f. 27.8. 2017, og Ingi- björgu Elvu, f. 1.5. 2019. 2) Guð- rún Dís, f. 1.6. 1969. Hún er gift Árna Gunnarssyni, f. 8.10. 1961. Þau eiga saman börnin Emblu Vigdísi, f. 27.5. 1994, Ask Frey, f. 20.4. 1996, og Óðin Breka, f. 1.6. 2005. Embla Vigdís á einn son, Aiden Árna, f. 11.12. 2013, úr fyrra sambandi. Hún er í sambúð með Mike Lynge Stef- ansen, f. 25.11. 1995. Jónatan var menntaður bif- vélavirki og vélstjóri. Hann vann sem bifvélavirki og var vélstjóri til sjós í nokkur ár. Jón- atan hóf eigin rekstur ungur að árum en hann rak Hópferðabíla Jónatans Þórissonar ásamt Ragnhildi eiginkonu sinni í rúm fimmtíu ár. Útför Jónatans fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 29. apríl 2020, klukkan 13. Vegna sam- komubanns er útförin aðeins fyrir nánustu ættingja. Kári, f. 24.4. 1942. Jónatan giftist hinn 29.9. 1962 Ragnhildi Jóns- dóttur, f. 9.8. 1935. Dætur þeirra eru: 1) Elva Björk, f. 13.1. 1963. Hún er gift Kristjáni Hauki Kristjánssyni, f. 18.10. 1964. Þau eiga saman börnin Örnu Björk, f. 15.7. 1984, Ragnhildi Rós, f. 4.10. 1989, Jónatan Þór, f. 11.11. 1991, og Ásgeir Örn, f. 20.10. 1993. Arna Björk er gift Ian Johnson, f. 13.8. 1985. Þau eiga saman börnin Ellu Rose, f. 14.7. 2014 og Oscar Kára, f. 26.7. 2016. Ragnhildur Rós er gift Ei- ríki Garðari Einarssyni, f. 21.8. 1983. Þau eiga saman börnin Viktoríu Björk, f. 25.11. 2010 og Alexander, f. 17.3. 2012. Jón- Elsku pabbi, við minnumst þín með ríku þakklæti fyrir allt sem þú gafst okkur í veganesti út í lífið. Ekki er hægt að hugsa sér betri pabba en þig. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, traustur sem klettur, með þitt blíða fas og blik í auga. Það hafa verið forréttindi að alast upp í ástríku hjónabandi ykkar mömmu þar sem sam- heldni, virðing, traust og lífs- gleði hefur einkennt ykkar samband á lífsleiðinni. Við ylj- um okkur nú við allar góðu minningarnar; ferðalögin í litla húsvagninum okkar vítt og breitt um landið, fjölskylduboð- in þar sem ungir sem aldnir komu saman og skemmtu sér konunglega við söng, gítar- og harmonikuspil, tiltekt í garð- inum með tilheyrandi vöfflu- kaffi og rútuþrif á verkstæðinu þegar allir þurftu að taka hönd- um saman til að rúturnar kæm- ust af stað í hringferðir sum- arsins. Og ekki varstu síðri í afa- hlutverkinu, en samskipti ykk- ar mömmu við börnin okkar og barnabörnin hafa alla tíð ein- kennst af mikilli hlýju og um- hyggju fyrir þeirra velferð. Við höfum alla tíð verið af- skaplega stoltar af rútubílstjór- anum föður okkar, enda fund- um við fljótt hversu mikillar virðingar þú naust í Mosfells- bænum. Allar hlýju kveðjurnar sem þú hefur fengið í gegnum tíð- ina; frá krökkunum í Kjósinni og á Kjalarnesinu sem þú keyrðir í skólann í mörg ár, eldri borgurum sem þú bauðst í skemmtilegar haustferðir í yfir tuttugu ár þegar vel áraði í fyrirtækinu og síðast en ekki síst það góða orð sem fór af þér sem atvinnurekanda og yfir- manni enda alla tíð með traust- an og góðan mannskap. Þú varst góð fyrirmynd, alltaf kominn eldsnemma á fætur, mættur á staðinn í hvaða veðri sem var til að hita upp bílana og undirbúa daginn. Alltaf stundvís, enda sögðust Kjós- og Kjalnesingarnir geta stillt klukkuna eftir þér þegar þú sóttir skólabörnin á morgnana. Þegar tími gafst til að slaka á varstu iðinn við að grípa í harmonikuna enda mikill tón- listaraðdáandi og svo mikið er víst að lestrarlöngunina höfum við systurnar erft frá þér enda varstu alltaf með góða bók við höndina til að grípa í þegar þú gast leyft þér að taka frí. Þið mamma kunnuð svo sannarlega að njóta lífsins, fór- uð í ótal skemmtilegar ferðir, jafnt innanlands sem utan, í góðra vina hópi. Þú varst alla tíð duglegur að bjóða mömmu upp í dans enda voruð þið með eindæmum fal- legt danspar og hafið jú dansað svo ótrúlega fallega saman í gegnum lífið. Við erum endalaust þakklát- ar fyrir allar þær yndislegu samverustundir sem við og fjöl- skyldur okkar hafa átt með þér og mömmu í gegnum tíðina. Það var yndislegt að geta feng- ið að hugsa um þig og mömmu þegar veikindin fóru að síga í og við yljum okkur nú við ynd- islegu kvöldstundina okkar í mars þegar við sátum saman, spiluðum á gítar og sungum með þér eitt af uppáhaldslög- unum sem þú hefur eflaust sungið í huganum til mömmu sem þú varst eilíft ástfanginn af. Kvæðið hefst á þessum lín- um: „Ég sef ekki sumarnætur, því sál mín fær enga ró, það trufla mig fagrir fætur en feg- urst er brosið þó.“ Hvíl í friði elsku pabbi. Elva Björk og Guðrún Dís. Við vorum svo einstaklega heppin með hann afa Jónatan okkar. Hann var góður, skemmtilegur og alltaf í góðu skapi. Einna helst minnumst við yndislegu matarboðanna hjá ömmu og afa. Afi var á grillinu með eitthvert dýrmeti sem var alltaf eldað fullkom- lega. Eftir mat tók oft við söng- ur og tónlist og einna best var það ef afi tók upp harmonik- una. Hann elskaði tónlist og kenndi okkur að elska tónlist fyrir vikið. Við fengum öll að prufa að dansa á fótunum á afa og munum minnast hans í hvert skipti sem fjölskyldan kemur saman og syngur og dansar langt fram á nótt. Afi ferðaðist mikið um landið og var duglegur að taka okkur með sér. Þjórsárdalurinn var honum kær og í hjólhýsinu voru spiluð endalaus borðspil og sungið. Afi kenndi okkur að spila og tapa, hann hló mikið og sló í borðið þegar hann vann aftur og aftur. Hlátur hans var svo innilegur að það var varla hægt að vera reiður út í hann. Svo spilaði hann við okkur bad- minton langt fram á nótt og hjálpaði okkur að klifra í trján- um. Þar var lífið yndislegt. Afi var rútubílstjóri með meiru og við fengum oft að fara með honum upp á verkstæði og keyra með honum í rútunni, sem var mikið sport. Svo var ekki verra þegar amma mætti með vínarbrauð með kaffinu. Stóru hendurnar hans vernd- uðu okkur öll þessi ár og við munum sakna þeirra. Við mun- um sakna þín afi. Þú varst ein- stök fyrirmynd og við munum aldrei gleyma þér. Endalaus ást. Þín barnabörn, Arna Björk, Ragnhildur Rós, Jónatan Þór, Ásgeir Örn, Embla Vigdís, Askur Freyr og Óðinn Breki. Elskulegur föðurbróðir okk- ar er látinn. Jónatan var ein- stakur maður, einn af sex systkinum sem öll áttu það sameiginlegt að vera sérstak- lega hlý, brosmild, söngelsk og góðhjörtuð. Það var skemmti- legt að alast upp í þessari stór- fjölskyldu, mikið um veisluhöld og samveru sem skilja eftir sig góðar minningar í hjörtum okk- ar allra. Við minnumst hans við hlið Rögnu sinnar sem nú syrg- ir lífsförunaut sinn, þennan ljúfa, hlýja og hörkuduglega mann. Frændi og frænka tóku ávallt hlýlega á móti okkur á fallega heimilinu sínu þar sem við hittum dýrmætu frænkur okkar Elvu Björk og Guðrúnu Dís en þar hefur myndast ómetanlegur vinskapur. Jónatan skilur eftir sig sam- stillta fjölskyldu þar sem virð- ing og kærleikur er í hávegum höfð, þau eru góðar fyrirmynd- ir. Við sendum Rögnu, Elvu Björk, Guðrúnu Dís og fjöl- skyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Berglind, Ragnheiður og Jóhanna. Jónatan Þórisson Látinn er sveitungi eins og ég leyfi mér að kalla þá sem dvalið hafa mikið í sveitinni eystra, Bjarni Helga- son jarðvegsfræðingur, gjarnan kenndur við Hagavík í Grafningi. Löngum var Bjarni léttur á fæti við trjáplöntun og girðing- arvinnu í Hagavík þar sem hann dvaldi mikið á jörð sinni á sumr- in. Hann var ekki allra og gat ver- ið fastur fyrir í skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Bjarni var ekki hrifinn af sauðfé á svæðinu fyrr á árum, en þegar fram liðu stundir og í ljós kom að ágætt samspil í hófi gat verið á milli kinda og trjáræktar t.d. til að sporna við sinubreiðum, illgresi og fleiru, þá breyttist þetta viðhorf og jafnframt í hin ágætustu samskipti við bændur á svæðinu. Bjarni Helgason ✝ Bjarni Helgasonjarðvegsfræð- ingur fæddist 1. des- ember 1933. Hann lést 21. febrúar 2020. Útförin fór fram í kyrrþey. Við Bjarni átt- um ágæt samskipti t.d. eftir að ég fór að passa upp á að loka girðingunni í Hagavíkurrásinni þegar hún ruddi girðingunni niður í vorleysingum og einstaka kindur læddu sér í kjölfar- ið inn á svæðið. Sýnir hversu þörf samskipti geta breytt ýmsu og útskýrt hluti sem misskilnings hefur jafnvel gætt um árum sam- an. Einnig áttum við ýmis sam- skipti varðandi Þingvallavatn og fleira á svæðinu. Móðir mín bræddi Bjarna með pönnukökukaffi á Nesjavöllum eins og svo marga aðra gegnum tíðina og áttu þau oft gott spjall saman. Honum þótti gott að koma í eldhúsið hjá henni í spjall og kaffi eftir barning í misjöfnum veðrum við girðingarvinnu við Krika, Sandfell og víðar og/eða við að stugga mönnum frá veiði á svæð- inu til vatns og fjalla. Bjarni var árum saman for- maður Veiðifélag Þingvallavatns, öflugur til þarfra verka hjá félag- inu sem og varðandi vatnasvið og lífríki vatnsins, öryggi og fleiri þátta. Sem áhugamaður um svæðið umhverfis Þingvallavatn og mannlífið þar, þá vil ég helst hafa þá sem þar hafa átt svo mörg sporin til verka og framfara spor- létta á svæðinu fram á háan ald- ur. Heiðurssveitungi, Guðmundur Jóhannesson frá Króki, þá 88 ára lét það t.d. ekki aftra sér að skokka frá fjöruborði við Króks- rennslið þegar hann var þar við murtuveiðar og upp í brattar hlíðar Sandfells þegar hann sá að kindur voru að sleppa þar í fjár- leit Grafningsmanna, taldi það létt og sjálfsagt verk. Hagavík er afar landfalleg jörð og hefur Bjarni væntanlega gefið sér tíma á milli anna til að horfa með lotningu á fallegum dögum sem oftar yfir hið margbrotna og litríka svæði og norður um vatn til Þingvallafjalla og hátinda Grafningsfjalla. Fegurri verður vart íslensk náttúra á fallegum vor- og sum- arkvöldum með undirleik þrasta á birkigrein, álftasöng á tjörnum og mófugla í heiði. Það hefur gefið mér ánægju og fróðleik af svæðinu, jafnvel heim- ildir aftur í aldir að hafa átt góð samskipti fyrr og síðar við eldri íbúa sem aðra á vatnasvæðinu. Skemmtilegir samveru- og samstarfstímar eystra sem breytast því miður þegar fræknir sveitungar falla frá, en eftir lifa góðar minningarnar um víðfróða sveitunga sem höfðu skiptar skoðanir á hlutunum eins og gengur á þessu margbrotna sögusvæði. Megi Guð vernda þá og minn- ingu þeirra. Samúðarkveðja til fjölskyldu Bjarna Helgasonar í Hagavík. Ómar G. Jónsson, formaður áhugahóps til vatnsverndar og lífríkis Þingvallavatns. „Gerum ráð fyrir því versta, það góða skaðar ekki“, voru oft orð Her- geirs Kristgeirs- sonar þegar óvænt verkefni bár- ust á borð lögreglu og ekki lá í fyrstu tilkynningu hvað um væri að vera. Það var hans stíll að tjalda öllu til þegar svo bar við því alltaf var hægt að draga úr þegar betur var vitað um um- fang verkefnisins. Hergeir var fyrsti rannsókn- arlögreglumaðurinn í lögregl- unni í Árnessýslu, skipaður 1976 og sjö árum síðar var hann skip- aður lögreglufulltrúi. Í nærri áratug vann Hergeir einn að þeim málum sem úthlutað var til rannsóknar en fékk þó aðstoð góðra og reyndra samstarfs- mann í umfangsmiklum og erf- iðum málum. Hergeir lagði mik- ið upp úr því að hafa góðan búnað til tæknirannsókna sem og að hafa góða reglu á mála- skráningu. Á Selfossi voru ætíð stórir og öflugir lögreglubílar, Chevrolet Suberban, sem jafn- framt voru notaðir til sjúkra- flutninga en þeir hentuðu illa þegar þurfti að fara í heimahús í viðkvæm verkefni. Hergeir barðist fyrir því að rannsókn- ardeildin fengi til afnota ómerktan fólksbíl og það tókst honum. Keyptur var Volkswa- gen Golf sem nefndur var „Háski“ því að vegna smæðar hans þótti hættulegt að vera á honum í umferðinni. Hergeir bjó yfir miklum hæfileikum til að greina og leysa úr málum og Hergeir Kristgeirsson ✝ Hergeir Krist-geirsson fædd- ist 16. ágúst 1934. Hann lést 12. apríl 2020. Útför fór fram í kyrrþey. beitti alltaf sann- girni enda uppskar hann vel. Hann hafði ekki þolin- mæði fyrir slugsi og vann sín verk hratt og ákveðið og af trúmennsku sem virkaði sem hvatn- ing fyrir samstarfs- fólkið. Samstarf okkar hófst 1985 og stóð í vel á annan áratug og gekk alla tíð frábærlega enda eðlilegt þar sem mannkostir Hergeirs buðu ekki upp á annað. Hann var afar sanngjarn og fór vel með mann, leiðbeindi um alla þætti sem snéru að rannsóknum í öllum málaflokkum sem komu til með- ferðar hjá lögreglu. Hjá honum lærði ég til dæmis að taka ljós- myndir, framkalla og vinna úr þeim. Hergeir var húmoristi fram í fingurgóma og var fundvís á stundir til að gera því skil öllum til skemmtunar. Hann átti það til, á augabragði, að setja skemmtisögur á blað og komu þar stundum við sögu hinir ýmsu mórar. Að lokum vil ég þakka honum fyrir að hafa valið mig til samstarfs og alla þá kennslu og fróðleik sem ég naut frá honum. Einnig minnist ég ferða okkar á þær fjölmörgu námsstefnur rannsóknarlög- reglumanna sem við sóttum vítt og breitt um landið og þar af eina í London. Eftirfarandi er- indi Hávamála í þýðingu ÞE eiga, að mínu mati, vel við vin minn. Lifa mun sá maður best sem veit allt hóflega vel. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Þorgrímur Óli Sigurðsson. Elskuleg móðir okkar, ÁSA JÓNSDÓTTIR kennari, Fífuhjalla 1, Kópavogi, lést fimmtudaginn 23. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd fjölskyldunnar og aðstandenda, Jón Frosti Tómasson Jökull Tómasson Elskulegur eiginmaður minn, GÍSLI ÓLAFUR GÍSLASON frá Djúpadal, Kleppsvegi 120, síðast til heimilis að Boðaþingi 22, lést á Hrafnistu Boðaþingi mánudaginn 20. apríl. Í ljósi aðstæðna verður eingöngu nánasta fjölskylda viðstödd útförina sem fer fram miðvikudaginn 6. maí. Ingibjörg Eggertsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.