Morgunblaðið - 29.04.2020, Page 20

Morgunblaðið - 29.04.2020, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020 Fallin er frá kær mágkona mín, Kristín Guðmunds- dóttir, á áttugasta og fimmta aldurs- ári. Við Stína höfum átt samleið í nær 50 ár. Hún var stóra syst- ir hans Gumma mannsins míns og oft rifjuðu þau upp minn- ingar úr æsku og þá kom ber- lega í ljós hvað Stína bar hag yngri systkina sinna fyrir brjósti og gætti þeirra vel. Lengst af bjuggum við í ná- býli hvor við aðra og samgangur milli heimila okkar því mikill og börnin mín voru ekki há í loft- inu þegar þau gátu rölt upp brekkuna til Stínu frænku sinn- ar. Alltaf var þeim vel tekið enda þótti henni mjög vænt um þau eins og öll sín systkinabörn. Hún var líka einstaklega frænd- rækin og áhugasöm um sitt fólk. Stína var mörgum kostum búin. Á árum áður ferðuðust hún og Valli ásamt Þóru dóttur sinni mikið um landið og var aðdáunarvert hvað Stína mundi vel alla staðhætti og bæjarnöfn. Hún hafði ótrúlega gott minni. Ennfremur var hún skipulögð og allt í röð og reglu á heim- ilinu. Valli var oft langtímum fjarri heimilinu vegna starfs síns og kom það því í hlut Stínu að ann- ast heimilið og allt sem að rekstri þess kom. Stína var mik- il hannyrðakona, saumaði margt fallegt út og prjónaði og oft var eitthvert fallegt prjónles á börn- in í jólapökkunum. Undanfarin þrjú ár glímdi Stína við erfið veikindi. Það var erfitt að horfa upp á hvernig Kristín Guðmundsdóttir ✝ Kristín Guð-mundsdóttir fæddist 22. sept- ember 1935. Hún lést 13. apríl 2020. Útför Kristínar fór fram í kyrrþey. máttur hennar og færni þvarr, hún sem var alltaf svo kraftmikil og dug- leg. Það var ekki heldur auðvelt fyrir hana að þurfa að sætta sig við þetta, en alltaf var hún með áform um hvað gera skyldi heima fyrir eftir sjúkrahúslegurnar. Mér er efst í huga hlýja og þakklæti í hennar garð nú þeg- ar komið er að kveðjustund og ylja mér við margar góðar minningar. Elsku Valli, Þóra Björk, Makis, Valli og Kristín, Guð blessi ykkur góðar minningar um yndislega eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu. Megi hún hvíla í friði. Rúna. Kristín Guðmundsdóttir var næstelst fimm systkina, tveimur árum eldri en pabbi. Stína vakti eftirtekt hvar sem hún fór; há- vaxin, glæsileg, afgerandi og sterkur karakter, höfðinginn í hópnum. Hér fór mikil fjölskyldu- manneskja sem tilheyrði sterk- um og samheldnum systkina- hópi. Einhvern tíma sagði Gummi frændi mér að ekki liði sá dagur að hann talaði ekki við Stínu systur sína, jafnvel tvisv- ar á dag. Ég man fyrst eftir Stínu frænku þegar afi og amma bjuggu á Otrateig 3 og hún og Valli bjuggu í Álftamýri. Stína vann þá í Reykjavíkur Apóteki. Þau byggðu sér síðan hús í Ljárskógum sem var heimili þeirra næstu áratugina. Síðar fluttu þau í Sjálandshverfið í Garðabæ. Allt voru þetta ein- staklega falleg og hlý heimili sem einkenndust af gestrisni og væntumþykju. Það var gott að koma í heimsókn til Stínu og Valla og finna kærleikann sem streymdi frá þeim. Alltaf kom það mér á óvart hversu vel hún fylgdist með uppvexti allra barnanna í ættinni. Allt virtist leika í höndunum á Stínu. Hún var einstaklega handlagin og vandvirk. Hún var fljót að tileinka sé nýjungar og nýtti sér samfélagsmiðla eins og Facebook strax frá upphafi. Á seinni árum dvöldu þau oft lungann úr sumri í Aþenu hjá Makis og Þóru dóttur sinni og barnabörnunum tveimur. Við hittum Stínu og Valla eitt sinn á Krít þar sem þessi veraldarvana heimsdama kom akandi á bíln- um sínum til að hitta okkur á hótelinu sem við bjuggum á. Börn Gullu, Hinrik og Lára, hittu þar Stínu og Valla í fyrsta skipti og hafa verið þeim ógleymanleg síðan – slík var út- geislunin. Stína greindist með veikindi fyrir sjö árum. Einhvern veginn hélt maður, eða kannski óskaði þess, að hún hefði verið búin að yfirstíga þá erfiðleika – allavega kvartaði hún ekki og lét eins og ekkert væri. Það var því mikið áfall þegar hún var lögð inn á spítala og var svo látin stuttu síðar. Stína var elskuð af öllum sem hún umgekkst og missirinn mik- ill fyrir Valla, Þóru, Makis og barnabörnin Valstein Konstan- tín og Kristínu Krisúlu. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Ólafsson og Guðlaug Jónsdóttir. Jón Þór Ólafsson. Það verða kaflaskil í lífinu þegar einhver sem stendur manni nærri kveður. Nú þegar ég horfi til baka fléttast inn í líf mitt ótal minningar um sam- verustundir með Stínu frænku minni. Þegar ég var að alast upp bjuggu hún og Valli í næsta ná- grenni svo samgangurinn var mikill. Móttökurnar í Ljárskógunum og síðar á Strandvegi voru alltaf góðar og boðið upp á kaffi og með því, oftast hjónabandssæla eða rabarbarapæ með ís eða rjóma. Stína passaði alltaf upp á að eiga eitthvað heimabakað með kaffinu og tók vel á móti gestum enda var einstaklega gestkvæmt á heimilinu. Við krakkarnir vorum fastir gestir og þegar þau fengu sér vídeó- tæki, langt á undan öllum öðr- um, urðu Ljárskógarnir jafnvel enn vinsælli. Stína og Valli voru dugleg að ferðast, þau fóru í margar utan- landsferðir og langoftast til Grikklands til Þóru og fjöl- skyldu þar sem þau dvöldu oft í lengri tíma. Þar keyrði Stína um allt eins og ekkert væri og fór í mat- vöruverslanir og keypti í mat- inn; þó svo að allar merkingar væru á grísku lét hún það ekki stoppa sig. Stína og Valli ferð- uðust líka mikið innanlands og áttu Íslandskort þar sem þau voru búin að merkja inn alla vegi sem þau hefðu farið um. Þetta kort var stundum tekið fram og skoðað og mér fannst þau vera langt komin með að ferðast um alla vegslóða lands- ins. Stína hafði mikla skipulags- hæfileika og hafði allt í röð og reglu. Hún var nákvæm, stað- föst og stundvís. Hún var komin á fætur fyrir allar aldir og alltaf mætt snemma til vinnu. Stína hugsaði vel um samferðafólkið sitt, mundi alla afmælisdaga og sýndi fólkinu sínu mikinn áhuga. Hún prjónaði heilan hell- ing og margir nutu góðs af, þar með talin börnin mín sem fengu peysur, húfur, sokka og teppi frá Stínu frænku. Stína var ávallt með hugann hjá þeim sem stóðu henni nærri. Það er ekki sjálfgefið að lífið gefi manni svona góða frænku eins og Stína var mér og ég er þakklát fyrir þá væntumþykju sem hún fléttaði inn í líf mitt. Valla, Þóru, Makis, Valla, Kristínu og öllum sem syrgja og sakna sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Erna Guðmundsdóttir. ✝ Leifur RagnarGuðmundsson fæddist 4. apríl 1925 á bænum Star- mýri í Álftafirði í Suður-Múlasýslu. Hann lést 3. apríl 2020 á hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Eyjólfsson, f. 20. september 1889, d. 2. sept- ember 1975, og Þórunn Jóns- dóttir, f. 5. september 1888, d. 26. nóvember 1956. Þau bjuggu fyrstu hjúskaparárin á Starmýri en keyptu á Þvottá í Geithellna- hreppi í Álftafirði árið 1942 þar sem þau bjuggu eftir það og fluttist Leifur með þeim þangað. Leifur ólst upp í stórum systk- 2003, og Ingibjörg Guðmunds- dóttir, f. 30. nóvember 1926, d. 7. mars 2014. Leifur stundaði ýmis störf sem ungur maður, hann var meðal annars kokkur í vega- vinnu í Álftafirðinum og stund- aði sjómennsku. Leifur stundaði nám við Reykholtsskóla og lauk þaðan prófi, hélt síðan áfram námi og lauk prófi í trésmíði, sem hann starfaði við meirihluta starfsævinnar. Hann starfaði við uppbyggingu á Keflavíkurflug- velli fyrir Íslenska aðalverktaka og flutti til Svíþjóðar á tímabili þar sem hann vann meðal ann- ars í skipasmíðastöð. Hann starfaði sem húsvörður í Ás- mundarsal við Freyjugötu eftir að hann flutti heim frá Svíþjóð snemma á níunda áratug 20. ald- ar. Hann sat í trúnaðarmanna- ráði Trésmíðafélags Reykjavík- ur árið 1965 og var í stjórn Trésmíðafélags Reykjavíkur 1966-1968. Útför Leifs fór fram frá Foss- vogskapellu 22. apríl 2020 í kyrrþey. inahópi en hann og Sigurbjörg tvíbura- systir hans voru næstyngst í hópn- um. Systkini Leifs eru: Kristinn Guð- mundur Guð- mundsson, f. 24. janúar 1920, d. 17. mars 2009, Eggert Guðmundsson, f. 30. maí 1921, Stef- án Guðmundsson, f. 16. júní 1922, d. 16. júní 2007, Jana Val- borg Guðmundsdóttir, f. 16. júní 1922, d. 17. desember 2013, Egill Guðmundsso, f. 25. september 1923, d. 8. september 2014, Sig- urbjörg Guðmundsdóttir, f. 4. apríl 1925, d. 18. október 2017, Þorgeir Guðmundsson, f. 30. nóvember 1926, d. 23. febrúar Heimsóknir Leifs til foreldra okkar á laugardagskvöldum eru okkur systrum minnisstæðar. Þá var mikið hlegið en hlátur Leifs var innilegur, hann iðaði allur og sló sér á læri. Eins var alltaf gaman að sækja Leif heim. Hann var um tíma húsvörður í Ás- mundarsal við Freyjugötu og fyr- ir okkur stelpurnar var mikið æv- intýri að flakka um bygginguna. Mamma hélt tvær málverkasýn- ingar í Ásmundarsal á þeim tíma og þegar við sátum yfir sýning- unum var gott að vita af Leifi í sama húsi. Við systur vorum ekki gamlar á þeim tíma, sú elsta kannski 15 ára. Leifur var ókvæntur og barnlaus en var duglegur að heimsækja systkini sín og hafði gaman af því að gleðja systkinabörnin. Hann átti kvikmyndasýningarvél sem okk- ur fannst afar merkileg. Hann setti upp bíósýningar fyrir okkur systur þar sem á dagskrá voru meistaraverk Charlie Chaplin, Harold Lloyd og Laurel & Hardy. Leifur kenndi okkur að meta þessar stórfenglegu myndir fyrri tíma og þessi ást mun end- ast okkur alla ævi. Leifur var mikill steinasafnari og átti ævin- týralega mikið safn steina sem hann hafði sjálfur tínt, aðallega í landi Þvottár í Álftafirði þar sem rætur hans lágu, en einnig á fleiri stöðum á landinu. Hann átti bæði steinaskurðarvél og steinaslípun- arvél og við munum hve gaman var að sjá hvernig steinn, sem virtist ósköp hverdagslegur að ytra byrði, gat breyst í fegursta gimstein þegar hann hann var tekinn sundur og slípaður til. Við gátum gleymt okkur tímunum saman við að skoða þessa dýr- gripi sem Leifur frændi hafði svo mikið dálæti á. Eftir að pabbi dó árið 2007 heimsóttum við systur Leif á heimili hans við Óðinsgötu. Hann tók á móti okkur með kaffi og bakkelsi, dró fram myndir og sýndi okkur steinasafnið. Hann hafði gaman af því að fá gesti. Hann gekk alla tíð mikið og oft sáum við honum bregða fyrir í bæjarlífinu. Í desember 2018 var Leifur fluttur á Landakot eftir erfið veikindi og síðan á Grund. Heyrnin var orðin mjög skert en minnið gott. Það var vel hugsað um hann á Grund en hann var samt alltaf á leið heim. Síðasta heimsókn okkar til Leifs frænda var á Þorláksmessu. Hann var þá nýkominn úr klippingu og leit svo vel út, fékk sér vöfflu og var dug- legur að spjalla. Við tók lokun á Grund vegna umgangspesta og nú síðast vegna Covid-19. Hans jákvæði andi og létta lund fylgdu honum allt til enda. Hann yfirgaf þessa jarðvist snögglega, degi fyrir 95 ára afmælið sitt og hefur eflaust verið tekið á móti honum með ærlegri veislu á öðrum stað. Elsku Leifur, kæri frændi, var góður maður og hafði yndislega nærveru. Hann var hjálpfús, skemmtilegur og einnig var hann afskaplega fallegur maður. Von- andi nýtur hann nú ástar og um- hyggju á nýjum stað þar sem hann hleypur um fjöll og firnindi og leitar fagurra steina. Takk fyrir allt. Leifur verður jarðsettur í sumar að Hofi í Hofsdal í Álfta- firði þar sem foreldrar hans eru jarðaðir. Hluti af ösku jarðneskra leifa hans verður settur til hliðar og við systur stefnum að því að dreifa henni á hans ástkæra Snjótind. Matthildur Bára, Þórlaug Braga, Hrafnhildur Brynja og Arna Björk Stefánsdætur. Leifur Ragnar Guðmundsson ✝ Bragi Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 27. sept- ember 1927. Hann andaðist á Hrafn- istu í Reykjavík 21. apríl 2020. For- eldrar hans voru Halldóra Helga- dóttir, f. 14.4. 1905, d. 1.1. 1943, og Sig- urður Pétur Norð- fjörð Sigurðarson, f. 20.10. 1905, d. 24.7. 1943. Systkini Braga samfeðra voru Örn Norð- fjörð, f. 1928, d. 1980; Gunnar, f. 1928, d. 1975; Guðný Straum- berg, f. 1933, d. 2013; og Kol- brún Norðfjörð, f. 1940, d. 1954. Bragi kvæntist Jóhönnu El- ínu Erlendsdóttur, f. 1.7. 1924, d. 4.6. 2001. Börn þeirra eru: 1) Örn, f. 21.10. 1949, maki Ingibjörg Svein- björnsdóttir, f. 13.10. 1952. 2) Hall- dóra, f. 18.9. 1957, sonur hennar er Bragi Róbertsson, f. 26.8. 1973. Dóttir Jóhönnu eiginkonu Braga er Jóhanna Ellý Sigurðardóttir, f. 24.7. 1943. Hennar börn eru Erlend- ur Ásgeir Júlíusson, sem er lát- inn, Hildur Júlíusdóttir, Júlíus Þór Júlíusson og Davíð Júl- íusson. Útför Braga fer fram í kyrr- þey vegna aðstæðna í þjóðfélag- inu. Elsku pabbi, þá er komið að kveðjustundinni. Það er alltaf erfitt að kveðja foreldra sína þótt þeim auðnist að ná háum aldri, en pabbi átti rúm 92 ár að baki. Pabbi vann lengst af ævi sinnar hjá Eimskipafélaginu, fyrst sem sjómaður en síðan sem verkstjóri á höfninni. Þar leið honum vel og kynntist mörgum góðum félögum. Hann söðlaði þó um í nokkur ár og var verkstjóri hjá Hafskip á árum 1978 til 1985. Foreldrar mínir giftust árið 1951 og var það mikill missir fyrir pabba þegar mamma lést eftir stutt veikindi árið 2001. Þau höfðu ferðast mikið saman, bæði fór hún með honum í sigl- ingar þegar hann starfaði á flutningaskipum og svo síðar í ýmsar ferðir á erlendar slóðir. Pabbi hafði alla tíð einstak- lega gaman af því að ferðast og gerði mikið af því alla tíð. Síð- asta utanlandsferðin hans var farin til Kanaríeyja 2018. Þá fór hann með Braga, barnabarni sínu. Þeir voru miklir vinir enda bjuggum við Bragi hjá foreldr- um mínum þar til hann varð 16 ára. Samband Braganna var alltaf mjög náið. Síðasta eina og hálfa árið um það bil bjó pabbi á Hrafnistu í Reykjavík, þar leið honum vel. Það urðu þó töluverð viðbrigði fyrir hann þegar hann hætti að keyra bílinn en það eru líklega um tvö ár síðan. Þá var hann háður öðrum um að fara út. En hann átti góða að og nánast alla mánudaga fór hann á skrifstofu Sjómanna- félagsins og hitti þar gamla fé- laga. Alltaf var einhver þar til í að keyra hann svo það væri hægt. Einnig var það alltaf tilhlökk- unarefni að hitta gömlu vinnu- félagana einu sinni í mánuði hjá Eimskip. Það er margs að minnast en fyrst og fremst hugsa ég hvað þú reyndist alltaf mér, Braga og fjölskyldunni vel á allan hátt. Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir allt. Halldóra Bragadóttir (Dóra). Bragi Sigurðsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Minningarvefur á mbl.is Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningar og andlát

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.