Morgunblaðið - 29.04.2020, Side 24

Morgunblaðið - 29.04.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 2020 50 ára Vilborg er Sel- fyssingur en býr í Garðabæ. Hún er stúd- ent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og er við- skiptastjóri hjá heild- versluninni Ásbjörn Ólafsson ehf. Maki: Ásmundur Sveinsson, f. 1961, matreiðslumeistari í Landsbankanum. Börn: Kristín Björt Sævarsdóttir, f. 1994, og Benedikt Óli Sævarsson, f. 1996. Barnabörnin eru orðin þrjú. Foreldrar: Aðalheiður Jónasdóttir, f. 1945, d. 2012, framhaldsskólakennari á Selfossi, og Benedikt Jóhannsson, f. 1943, blikksmiður. Hann er búsettur í Reykjavík. Vilborg Benediktsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Forðastu rifrildi um peninga. Þú veist að þér eru allir vegir færir, þú þarft bara að byrja á að taka eitt skref … Þú færð góðar fréttir af vini þínum. 20. apríl - 20. maí  Naut Ástvinir þarfnast þess að þú hlustir vel. Ekki ana út í framkvæmdir án þess að hafa hugsað þær til enda. Þú færð undarleg skila- boð. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Að vera upptekinn er ekki það sama og að vera afkastamikill. Teldu upp að tíu í dag áður en þú lætur álit þitt í ljós. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hlustaðu á það sem aðrir hafa að segja og reyndu að skilja sjónarmið þeirra. Hamingjan felst í litlu hlutunum í lífinu, göngu- túr, að lesa góða bók eða elda góðan mat. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert óánægður með að fá ekki til baka það sem þú hefur lánað. Fólkið sem þú vinnur með er ekki á sama máli og þú og því verður þú að kynna mál þitt betur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ást við fyrstu sýn er möguleiki og þú nýtur þess að daðra við einhvern ókunnugan. Þér finnst erfitt að eiga við neikvætt fólk sem nóg er af í kringum þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Kynntu þér vandlega alla málavexti áður en þú kveður upp skoðun þína. Að lesa og hlusta á hvetjandi fólk gefur þér mikið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu hrokann ekki ná yfir- höndinni í samskiptum þínum við aðra. Þú hugsar hraðar en margir aðrir, nýttu þér það forskot. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Flas er ekki til fagnaðar og það á svo sannarlega við um þá aðstöðu sem þú ert í núna. Nú er kominn tími til að þú breytir til á heimilinu, aðstæður krefjast þess. 22. des. - 19. janúar Steingeit Taktu höndum saman við þá sem deila framtíðarsýn þinni. Vertu opin/n fyrir nýjum tækifærum. Þú munt hitta gamlan vin í dag. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hæfileikar þínir eru ótvíræðir og vekja aðdáun annarra og stundum öfund. Reyndu að sjá það góða í fólki, það breytir svo miklu. 19. feb. - 20. mars FiskarBúðu þig undir auknar vinsældir á næstu vikum. Sýndu aðhald í peningamálum. Þú verður beðin/n að taka að þér verkefni sem þú brennur fyrir. „Áhugamál mín eru númer eitt fjölskyldan. Líkamsrækt á og hefur átt stóran sess hjá mér undanfarin ár. Ég og vinkona mín, Þórunn Þór- hallsdóttir, tókum okkur til í sept- ember 1993 og fórum út í göngu kl. 6 að morgni þrisvar í viku og höfum gert það síðan með fáum undan- tekningum fram til þessa skrýtna ástands sem er þessa dagana. Þá hef ég stundað jóga í 15 ár og hefur eiginmaður minn komið með undan- farin ár bæði í gönguna og jóga. Okkur þykir gaman að ferðast og höfum gert mikið af því og höfum gengið West Highland Way og að hætta vegna aldurs. Sigríður var í hópi fólks sem stofnaði Klúbbinn Strók á Suðurlandi sem ætlaður er fyrir fólk sem á eða hefur átt við geðræn vandamál að stríða og var hún fyrsti formaður hans og gegndi því starfi í fjölda ára. Erfiðasta verkefnið sem hún segist hafa tek- ist á við er að elsti sonur þeirra hjóna, sem var bráðvel gefinn og gekk vel í námi og íþróttum, ánetj- aðist fíkniefnum og sú barátta tók á alla fjölskylduna, ömmu hans og afa og alla í kringum þau. Hann lést svo í bruna ásamt vinkonu sinni í október 2018. S igríður Ingibjörg Jens- dóttir fæddist í Hnífsdal 29. apríl 1950 og ólst þar upp á Ísafjarðarvegi 4. Eftir grunnskóla fór hún í Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði og svo einn vetur í Verslunarskóla Íslands. Eftir það gekk hún í Hús- mæðraskólann Ósk á Ísafirði og út- skrifaðist hún þaðan vorið 1969. Sama ár eignaðist hún sitt fyrsta barn og ekki varð úr frekara námi en hugurinn hafði stefnt á hjúkr- unarnám. Sigríður giftist Bárði Guðmundssyni 27.12. 1970. Hann stundaði nám við Tækniskóla Ís- lands frá 1969-1974 og þann tíma starfaði Sigríður við ýmis störf en lengst af sem dagmóðir, einkum þó á veturna, en fór flest sumur til Ísafjarðar og vann í fiski í hrað- frystihúsinu í Hnífsdal. Árið 1978 flytja þau hjón í Hveragerði og á Selfoss 1982 og hafa búið þar síðan. Árið 1981 hóf Sigríður störf sem læknaritari ásamt fleiri störfum hjá SÁÁ að Sogni í Ölfusi og var þar í sjö ár. Árið 1986 ákvað Kvennalistinn á Selfossi að bjóða fram lista í bæjar- stjórnarkosningum og var Sigríður þar í efsta sæti og fékk Kvennalist- inn einn mann kjörinn. Sigríður var svo kjörin forseti bæjarstjórnar fyrsta árið hennar í bæjarstjórn og svo formaður bæjarráðs árið eftir og var hún í þessum embættum sitt hvert árið þau 12 ár sem hún var í bæjarstjórn. Hún kom að því að stofna Héraðsnefnd Árnesinga árið 1988 og var kjörin oddviti og for- maður héraðsráðs á fyrsta fundi Héraðsnefndarinnar og gegndi þeim embættum þar til hún hætti sem bæjarfulltrúi fyrir kosning- arnar 1998. Sigríður tók þátt í hinum ýmsu nefndum og ráðum og var meðal annars í fulltrúaráði Brunabóta- félags Íslands, eini kvenmaðurinn þá. Árið 1989 var hún fengin til að koma til starfa hjá Brunabótafélagi Íslands sem þá var búið að ákveða að sameinaðist Samvinnutrygg- ingum Íslands og til varð Vátrygg- ingafélag Íslands, hún starfaði þar svo í rúm 28 ár eða þar til í október 2017 þegar hún var 67 ára og varð Great Glen Way í Skotlandi. Ekki má gleyma mínum heilögu stundum á laugardagsmorgnum þegar ég fæ sunnudagskrossgátu Morgunblaðs- ins, þær stundir er ég búin að eiga í fjölda ára. Í dag, 70 ára, er ég heil- brigð, í jafnvægi og mér líður vel. Ég gæti ekki fengið betri afmæl- isgjöf.“ Fjölskylda Eiginmaður Sigríðar er Bárður Guðmundsson, f. 27.10. 1950, fv. byggingar- og skipulagsfulltrúi Ár- borgar, en hann hætti störfum 1.4. sl. eftir 35 ára starf. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Bárðarson, f. 9.2. 2018, d. 27.6. 1977, vélstjóri og ökukennari, og Margrét Ingi- björg Bjarnadóttir, f. 8.8. 1915, d. 3.3. 1963, vefnaðarkennari. Börn Sigríðar og Bárðar eru 1) Guðmundur, f. 29.11. 1969, d. 31.10. 2018; 2) Kristjana Hrund, f. 16.11. 1972, enskukennari við Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Eiginmaður: Guðjón Öfjörð Einarsson. Börn þeirra eru a) Jóhann Bragi, sam- býliskona: Rakel Sunna Péturs- dóttir; b) Anna Sigríður, sambýlis- maður: Marinó Marinósson; c) Bárður Ingi og d) Jenný Arna; 3) Jens Hjörleifur, f. 20.8. 1979, dr. í eðlisfræði, prófessor við Kon- unglega tækniháskólann í Stokk- Sigríður Jensdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar á Selfossi – 70 ára Með barnabörnunum Sigríður og Bárður ásamt átta af barnabörnunum tíu árið 2015, en þá voru þau tvö yngstu ekki fædd. Besta afmælisgjöfin að vera heilbrigð Börnin Helgi, Kristjana, Guðmundur, Jens og Hlynur árið 2010. Í pontu Sigríður stýrir fundi hjá Brunabótafélaginu 1987. 30 ára Hildur Karen ólst upp í Grafarvogi en býr í Kópavogi. Hún er hárgreiðslu- meistari að mennt en er í fæðingar- orlofi. Maki: Vignir Jóhann- esson, f. 1990, framkvæmdastjóri RMK heildverslunar. Börn: Elísa Ósk Vignisdóttir, f. 2016, og Aron Freyr Vignisson, f. 2019. Foreldrar: Guðrún Bryndís Hafsteins- dóttir, f. 1969, sérfræðingur hjá Hug- verkastofunni, og Einar Finnur Brynj- ólfsson, f. 1966, húsgagnasmiður og vinnur hjá Trésmíði GKS. Þau eru bú- sett í Norðlingaholti í Reykjavík. Hildur Karen Einarsdóttir Til hamingju með daginn Kópavogur Aron Freyr Vignisson fæddist 21. ágúst 2019 kl. 15.25 á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Hann vó 4.570 o g var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Hildur Karen Einarsdóttir og Vignir Jóhannesson. Nýr borgari HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.