Morgunblaðið - 29.04.2020, Page 32
Boðið verður upp á innlit í listaverkageymslu Gerðar-
safns í dag, miðvikudag, kl. 13 í streymisviðburðinum
sem nefnist Kúltúr klukkan 13. Um er að ræða vef-
útsendingu frá Menningarhúsunum í Kópavogi sem að-
gengileg er á facebooksíðu þeirra sem og á stundin.is. Í
dag verður sent út frá Gerðarsafni þar sem Halla
Oddný Magnúsdóttir lítur í listaverkageymslu Gerðar-
safns í fylgd Brynju Sveinsdóttur sýningarstjóra. Rætt
verður um valin verk eftir Gerði Helgadóttur, Barböru
Árnason og Valgerði Briem.
Úr listaverkageymslu Gerðarsafns
„Ég er spurð hvernig tilfinningin sé að skora mark og
svara því að það sé auðvitað yndislegt. En ég upplifi
svipaðar tilfinningar og adrenalínflæði á skurðstof-
unni,“ segir danska landsliðskonan Nadia Nadim, ein
besta knattspyrnukona heims. Í umfjöllun um Nadim í
blaðinu í dag kemur fram að samhliða því að leika með
París St. Germain í Frakklandi stundar Nadia nám í
skurðlækningum. Er hún komin vel á veg með undir-
búning á nýjum starfsferli þegar hún leggur fótbolta-
skóna á hilluna. »27
Upplifir svipaðar tilfinningar og
adrenalínflæði á skurðstofunni
og með þessum bókaskrifum björg-
uðust mikilvægar upplýsingar,“ seg-
ir hann.
„Knattspyrnan er að miklu leyti
ímynd Skagans og saga knattspyrn-
unnar á Akranesi er samofin þróun
knattspyrnunnar á landinu öllu svo
skírskotunin nær vel út fyrir Akra-
nes,“ heldur Björn Þór áfram. Hann
bætir við að mikilvægt sé að vinna
skipulega úr heimildum um þessa
sögu. „Með framtíðina í huga er
mikilvægt að pakka og matreiða
þessa sögu í metnaðarfullt sagn-
fræðirit.“
Björn Þór sendi bæjarráði Akra-
neskaupstaðar erindi vegna málsins
með von um stuðning en í afgreiðslu
þess kemur fram að það geti ekki
orðið við erindinu. Hann segir það
vonbrigði en ætlar ekki að leggja ár-
ar í bát. „Stjórnarformaður Knatt-
spyrnufélags ÍA hefur tekið mjög
vel í hugmyndina en félagið getur
ekki fjármagnað svona útgáfu og ég
verð að leita annarra leiða. Ég finn
fyrir miklum áhuga á þessu verki og
ætla að finna leið til að bókin verði
að veruleika með einum eða öðrum
hætti.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Boltinn heldur áfram að rúlla þrátt
fyrir kórónuveiru og eftir rúmlega
tvö ár eða 26. maí 2022 verður ald-
arafmæli knattspyrnunnar á Akra-
nesi. Af því tilefni vill Björn Þór
Björnsson sagnfræðingur að sagan
verði skráð og út komi metnaðarfullt
sagnfræðirit á afmælisdaginn.
Ársæll Ottó Valdimarsson, afi
Björns Þórs, var í stjórn knatt-
spyrnudeildar ÍA á árum áður og
lengi formaður Kára. Sjálfur æfði
Björn Þór fótbolta í yngri flokkum
ÍA, hefur verið öflugur stuðnings-
maður félagsins og er í hópi þeirra,
sem hafa haldið úti sjónvarps-
útsendingum frá leikjum undanfarin
þrjú ár.
Merkileg saga
Upphaf knattspyrnunnar á Akra-
nesi hefur verið miðað við stofnun
Knattspyrnufélagsins Kára, en
vissulega voru menn byrjaðir að
sparka bolta fyrr á Skaganum og
sagt hefur verið að Hallgrímur Jóns-
son hafi verið fyrsti fótboltamað-
urinn. Björn Þór bendir á að mikið
hafi verið tekið saman um söguna og
miklar heimildir séu til en mikilvægt
sé að þær séu aðgengilegar í einu
sagnfræðiriti. „Ég hef hug á að
rekja þessa merkilegu sögu með því
að safna saman heimildum, hvort
sem þær eru í skjalasöfnum, endur-
minningum eða fjölmiðlum, kafa of-
an í þær og varpa ljósi á gang mála.“
Jón Gunnlaugsson hefur safnað
saman tölfræðiupplýsingum um
Skagamenn undanfarna áratugi og
eru þær aðgengilegar á heimasíðu
félagsins. Haraldur Sturlaugsson
hefur skráð sögu á bak við fjölda
mynda úr starfseminni og verður
vinna hans brátt aðgengileg á var-
anlegri sýningu í Akraneshöllinni.
Björn Þór segir vinnu þeirra ómet-
anlega auk þess sem bækurnar
Skagamenn skoruðu mörkin eftir
Jón, Sigtrygg Sigtryggsson og Sig-
urð Sverrisson séu skemmtilegar og
áhugaverðar. „Í þeim eru ómetanleg
viðtöl við menn sem eru fallnir frá
Skagamenn í fót-
bolta í hundrað ár
Vill skrifa metnaðarfullt sagnfræðirit um merkilega sögu
Knattspyrnusaga Björn Þór Björnsson sagnfræðingur er í viðbragðsstöðu.
Heilabrot og skefflfflti/egar
Prautir
KOMIN i NA:STU
VERSLUNOG
A EDDA.IS
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 120. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
ÍÞRÓTTIR MENNING