Morgunblaðið - 30.04.2020, Side 2

Morgunblaðið - 30.04.2020, Side 2
Morgunblaðið/Hari 1. maí 2019 Engar kröfugöngur verða gengnar á morgun. Útlit er fyrir hægan vind um allt land á morgun, að sögn Veðurstofu Íslands. Búast má við fremur skýjuðu veðri í öllum landshlutum og éljum fyrir norðan og austan. Um morguninn verða slydduél sunnan- og suðvestanlands en skúrir um miðjan daginn. Hitastigið verður allt að átta stigum á suðvesturhorninu þegar best lætur, en um frostmark norðan- og austantil á landinu. Engar kröfugöngur verða á verkalýðsdaginn 1. maí. Það verður í fyrsta skipti frá árinu 1923 sem ís- lenskt launafólk getur ekki safnast saman þennan dag. Þess í stað verð- ur samkoma í Hörpu um kvöldið og hún sýnd í sjónvarpi. Þar skemmta margir listamenn. Að samkomunni standa ASÍ, BHM, BSRB og KÍ. gudni@mbl.is Él, slydda og skúrir þann 1. maí 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. 00000 www.veidikortid.is Gleðilegt veiðisumar! Fæst hjá N1 - OLÍS og veiðiverslunum Sólfarið, eftir Jón Gunnar Árnason, vekur mikla athygli þar sem það stendur við Sæbraut í Reykjavík. Fjöldi ferðamanna var þar daglega við að taka myndir af verkinu og sjálfum sér, áð- ur en tók fyrir ferðamannastrauminn. Vinna er hafin við að laga listaverkið. Fyrsta skrefið er að laga frostskemmdir. Því næst verð- ur verkið sýruþvegið, fægt og bónað. Áætlað er að vinna við lagfæringarnar standi til 1. júní. Morgunblaðið/Eggert Sólfarið við Sæbraut verður sýrubaðað, fægt og bónað Guðni Einarsson Alexander Kristjánsson Erla María Markúsdóttir Þórunn Kristjánsdóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Fréttir af hópuppsögnum hjá mörg- um fyrirtækjum í ferðaþjónustu hafa hrannast inn. Arctic Adventures hefur sagt öllu sínu starfsfólki upp, alls 152 manns, og taka uppsagnirnar gildi um mán- aðamótin. Flestir starfsmenn voru þegar komnir í 25 prósenta starfs- hlutfall á hlutabótum. Arctic Advent- ures á m.a. Into the Glacier sem hef- ur boðið upp á ferðir á Langjökul. Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnar- innar, dótturfélags Isavia, var sagt upp. Þá verður rúmlega 100 starfs- mönnum boðin áframhaldandi vinna en í lægra starfshlutfalli. Fyrir upp- sagnir störfuðu 169 hjá Fríhöfninni. Hótel Saga sagði upp öllum starfs- mönnum sínum í gær. Fyrir síðustu mánaðamót störfuðu þar um 110 manns. Tæplega helmingi þeirra var sagt upp fyrir 1. apríl. Þeim 60 sem eftir voru var svo sagt upp í gær. Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri vonast til þess að geta ráðið hluta starfsfólksins aftur áður en þriggja mánaða uppsagnarfrestur er liðinn. Gray Line hefur sagt upp 93% alls starfsfólks. Hundrað og sjö var sagt upp í hópuppsögn í gær, en áður störfuðu 116 hjá fyrirtækinu. „Okkur þykir mjög leitt að sjá á eftir öllu þessu starfsfólki, sem hefur unnið með okkur lengi og allt upp í 30 ár. Þetta er bara blákaldur veru- leikinn en vonandi rís sólin aftur og við getum ráðið eitthvað af þessu fólki fljótt aftur,“ sagði Þórir Garð- arsson, stjórnarformaður Gray Line. Þá var 150 starfsmönnum hjá Kynnisferðum sagt upp, eða um 40% starfsmanna. Greint var frá upp- sögnunum í fyrradag. Þær ná til ferðaskrifstofu Kynnisferða og allra á söluskrifstofu, í þjónustuveri, af- greiðslu og skrifstofuveri. Öllum hjá bílaleigu Kynnisferða var sagt upp, 50 hjá almenningsvögnum Kynnis- ferða og 20 sem starfa hjá hópbif- reiðum fyrirtækisins. Um 90% starfsmanna Arcanum Fjallaleiðsögumanna hefur verið eða verður sagt upp. Til samanburðar störfuðu um 160 manns hjá fyrir- tækinu í apríl í fyrra. Eftir uppsagn- ir munu um 10-20 manns starfa hjá fyrirtækinu, að sögn Arnars Bjarna- sonar, forstjóra fyrirtækisins. „Við getum vonandi ráðið hluta starfsmanna aftur til okkar síðsum- ars eða í haust,“ sagði Arnar. Hann segist vongóður um að hlutirnir eigi eftir að breytast í júní og júlí. Segja upp flestum eða öllum  Hópuppsagnir hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hrannast inn  Hótel, ferðaskipuleggjendur og hópbifreiðafyrirtæki fækka starfsmönnum  Vonast til að geta endurráðið fólk þegar aftur birtir til Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn Kórónuveirufaraldurinn hefur stöðvað ferðalög fólks. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hjúkrunarfræðingar felldu nýjan kjarasamning við ríkið. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn var að já sögðu 45,98% en nei sögðu 53,02%. 1,01% tók ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 2.859 og tóku 2.288 þátt í atkvæðagreiðslunni eða 80,03%. Kjarasamningurinn var undirritaður 10. apríl og atkvæðagreiðslan hófst á hádegi 20. apríl og lauk á hádegi í gær. Sverrir Jónsson, formaður samn- inganefndar ríkisins (SNR), sagði að ríkissáttasemjari myndi boða deilu- aðila til fundar fljótlega. Í gærkvöldi barst svo tilkynning frá sáttasemjara þar sem deilendur eru boðaðir til sáttafundar kl. 10 í dag. Sverrir segir að á fundinum verði farið yfir stöðuna og næstu skref rædd. Hann sagði að SNR vildi gjarnan heyra greiningu fulltrúa Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga (Fíh) á stöðu mála. „Við vit- um að þetta voru umfangsmiklar breytingar. Markmiðið er áfram að bæta starfsaðstæður og kjör hjúkr- unarfræðinga.“ Ekki náðist í tals- mann Fíh við vinnslu fréttarinnar. Flugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna Icelandair sátu samningafund í gærmorgun hjá rík- issáttasemjara. Næsti fundur verður væntanlega boðaður um eða eftir næstu helgi, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. Þá hittust Landssamband lögreglu- manna og SNR á samningafundi síð- degis í gær. Samningafundur Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga er boðaður í dag. Hjúkrunarfræðingar felldu nýgerðan kjarasamning  53,02% höfnuðu kjarasamningnum Morgunblaðið/Eggert Aftur að borðinu Hjúkrunarfræð- ingar og ríkið þurfa aftur að hittast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.