Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Hari 1. maí 2019 Engar kröfugöngur verða gengnar á morgun. Útlit er fyrir hægan vind um allt land á morgun, að sögn Veðurstofu Íslands. Búast má við fremur skýjuðu veðri í öllum landshlutum og éljum fyrir norðan og austan. Um morguninn verða slydduél sunnan- og suðvestanlands en skúrir um miðjan daginn. Hitastigið verður allt að átta stigum á suðvesturhorninu þegar best lætur, en um frostmark norðan- og austantil á landinu. Engar kröfugöngur verða á verkalýðsdaginn 1. maí. Það verður í fyrsta skipti frá árinu 1923 sem ís- lenskt launafólk getur ekki safnast saman þennan dag. Þess í stað verð- ur samkoma í Hörpu um kvöldið og hún sýnd í sjónvarpi. Þar skemmta margir listamenn. Að samkomunni standa ASÍ, BHM, BSRB og KÍ. gudni@mbl.is Él, slydda og skúrir þann 1. maí 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. 00000 www.veidikortid.is Gleðilegt veiðisumar! Fæst hjá N1 - OLÍS og veiðiverslunum Sólfarið, eftir Jón Gunnar Árnason, vekur mikla athygli þar sem það stendur við Sæbraut í Reykjavík. Fjöldi ferðamanna var þar daglega við að taka myndir af verkinu og sjálfum sér, áð- ur en tók fyrir ferðamannastrauminn. Vinna er hafin við að laga listaverkið. Fyrsta skrefið er að laga frostskemmdir. Því næst verð- ur verkið sýruþvegið, fægt og bónað. Áætlað er að vinna við lagfæringarnar standi til 1. júní. Morgunblaðið/Eggert Sólfarið við Sæbraut verður sýrubaðað, fægt og bónað Guðni Einarsson Alexander Kristjánsson Erla María Markúsdóttir Þórunn Kristjánsdóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Fréttir af hópuppsögnum hjá mörg- um fyrirtækjum í ferðaþjónustu hafa hrannast inn. Arctic Adventures hefur sagt öllu sínu starfsfólki upp, alls 152 manns, og taka uppsagnirnar gildi um mán- aðamótin. Flestir starfsmenn voru þegar komnir í 25 prósenta starfs- hlutfall á hlutabótum. Arctic Advent- ures á m.a. Into the Glacier sem hef- ur boðið upp á ferðir á Langjökul. Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnar- innar, dótturfélags Isavia, var sagt upp. Þá verður rúmlega 100 starfs- mönnum boðin áframhaldandi vinna en í lægra starfshlutfalli. Fyrir upp- sagnir störfuðu 169 hjá Fríhöfninni. Hótel Saga sagði upp öllum starfs- mönnum sínum í gær. Fyrir síðustu mánaðamót störfuðu þar um 110 manns. Tæplega helmingi þeirra var sagt upp fyrir 1. apríl. Þeim 60 sem eftir voru var svo sagt upp í gær. Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri vonast til þess að geta ráðið hluta starfsfólksins aftur áður en þriggja mánaða uppsagnarfrestur er liðinn. Gray Line hefur sagt upp 93% alls starfsfólks. Hundrað og sjö var sagt upp í hópuppsögn í gær, en áður störfuðu 116 hjá fyrirtækinu. „Okkur þykir mjög leitt að sjá á eftir öllu þessu starfsfólki, sem hefur unnið með okkur lengi og allt upp í 30 ár. Þetta er bara blákaldur veru- leikinn en vonandi rís sólin aftur og við getum ráðið eitthvað af þessu fólki fljótt aftur,“ sagði Þórir Garð- arsson, stjórnarformaður Gray Line. Þá var 150 starfsmönnum hjá Kynnisferðum sagt upp, eða um 40% starfsmanna. Greint var frá upp- sögnunum í fyrradag. Þær ná til ferðaskrifstofu Kynnisferða og allra á söluskrifstofu, í þjónustuveri, af- greiðslu og skrifstofuveri. Öllum hjá bílaleigu Kynnisferða var sagt upp, 50 hjá almenningsvögnum Kynnis- ferða og 20 sem starfa hjá hópbif- reiðum fyrirtækisins. Um 90% starfsmanna Arcanum Fjallaleiðsögumanna hefur verið eða verður sagt upp. Til samanburðar störfuðu um 160 manns hjá fyrir- tækinu í apríl í fyrra. Eftir uppsagn- ir munu um 10-20 manns starfa hjá fyrirtækinu, að sögn Arnars Bjarna- sonar, forstjóra fyrirtækisins. „Við getum vonandi ráðið hluta starfsmanna aftur til okkar síðsum- ars eða í haust,“ sagði Arnar. Hann segist vongóður um að hlutirnir eigi eftir að breytast í júní og júlí. Segja upp flestum eða öllum  Hópuppsagnir hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hrannast inn  Hótel, ferðaskipuleggjendur og hópbifreiðafyrirtæki fækka starfsmönnum  Vonast til að geta endurráðið fólk þegar aftur birtir til Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn Kórónuveirufaraldurinn hefur stöðvað ferðalög fólks. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hjúkrunarfræðingar felldu nýjan kjarasamning við ríkið. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn var að já sögðu 45,98% en nei sögðu 53,02%. 1,01% tók ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 2.859 og tóku 2.288 þátt í atkvæðagreiðslunni eða 80,03%. Kjarasamningurinn var undirritaður 10. apríl og atkvæðagreiðslan hófst á hádegi 20. apríl og lauk á hádegi í gær. Sverrir Jónsson, formaður samn- inganefndar ríkisins (SNR), sagði að ríkissáttasemjari myndi boða deilu- aðila til fundar fljótlega. Í gærkvöldi barst svo tilkynning frá sáttasemjara þar sem deilendur eru boðaðir til sáttafundar kl. 10 í dag. Sverrir segir að á fundinum verði farið yfir stöðuna og næstu skref rædd. Hann sagði að SNR vildi gjarnan heyra greiningu fulltrúa Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga (Fíh) á stöðu mála. „Við vit- um að þetta voru umfangsmiklar breytingar. Markmiðið er áfram að bæta starfsaðstæður og kjör hjúkr- unarfræðinga.“ Ekki náðist í tals- mann Fíh við vinnslu fréttarinnar. Flugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins vegna Icelandair sátu samningafund í gærmorgun hjá rík- issáttasemjara. Næsti fundur verður væntanlega boðaður um eða eftir næstu helgi, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. Þá hittust Landssamband lögreglu- manna og SNR á samningafundi síð- degis í gær. Samningafundur Eflingar og samninganefndar sveitarfélaga er boðaður í dag. Hjúkrunarfræðingar felldu nýgerðan kjarasamning  53,02% höfnuðu kjarasamningnum Morgunblaðið/Eggert Aftur að borðinu Hjúkrunarfræð- ingar og ríkið þurfa aftur að hittast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.