Morgunblaðið - 30.04.2020, Side 10

Morgunblaðið - 30.04.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 STEYPUBLANDA afsláttur 25% Steypa í poka Fæst í múrverslun BMVallá, Breiðhöfða 3 og hjá helstu endursöluaðilum. Stöndum vörð um íslenska framleiðslu. Þarf bara að bæta við vatni Ný steypublandameðmöl í sem auðveldar alla verkframkvæmd. VELJUM ÍSLENSKT Steypublanda hentar fyrir ýmis smærri verk: • Til að steypa í hólka • Til að steypameðfram hellum • Til viðgerða á veggjum, köntum, þrepum, stéttum o.fl. • Fyrir undirstöður undir palla • Má nota í mót fyrir kanta, smáveggi og slíkt • Ogmargt fleira Steypublandan kemur í rykfríum pokum og steypustyrkur er C-30. Við seljum einnig blikkhólka í verslun okkar á góðu verði. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Að meðaltali dóu 46 Íslendingar á viku fyrstu fimmtán vikur áranna 2017 til 2019 samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Fyrstu fimm- tán vikur ársins 2020 dóu aðeins færri eða 44 að meðaltali á hverri viku. Kórónuveirufaraldurinn hefur því ekki fjölgað dauðsföllum hér á landi eins og gerst hefur í fjölmörg- um öðrum löndum. Að jafnaði dóu flestir í aldursflokknum 85 ára og eldri á tímabilinu 2017 til 2019. Það var einnig algengasti aldursflokkur þeirra sem dóu fyrstu fimmtán vikur ársins 2020. Tíðasti aldur látinna fyrstu fimmtán vikur 2020 var 83 ár en 87 ár fyrir sömu vikur áranna 2017 til 2019. Ekki náðist í Ölmu Möller land- lækni í gær til að bera undir hana þessar tölur um fjölda dauðsfalla. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á blaðamannafundi almanna- varna í gær að heildartölur andláta þyrfti að skoða mjög vel. Engar sterkar vísbendingar væru um það núna að umframdauði væri í sam- félaginu af völdum COVID-19-sjúk- dómsins. Hann tók fram að miklar sveiflur væru á milli ára. Flestir deyja úr blóðrásarsjúkdómum Hagstofan hefur einnig birt nýjar tölur um dánarmein Íslendinga yfir tíu ára tímabil frá 2008 til 2017. Flestir dóu úr blóðrásarsjúkdómum eða 7.065. Það svarar til rúmlega þriðjungs allra látinna (34%). Þar á eftir lést 6.031 úr æxlum eða 29% allra látinna. Alls létust 1.083 úr sjúkdómum í taugakerfi (9,5%) og 1.812 úr sjúkdómum í öndunarfær- um (8,7%). Fæstir dóu vegna svo- kallaðra ytri orsaka (slys o.þ.h.) eða 1.331 sem svarar til 6% af heildar- fjölda látinna yfir tímabilið 2008- 2017. Tölur um dánarmein byggjast á dánarvottorðum allra sem létust á tímabilinu og áttu lögheimili á Ís- landi við andlát. Önnur mein hjá yngra fólki Í umfjöllun um upplýsingarnar á vef Hagstofunnar segir að þegar rýnt sé í dánarmein hjá yngri ald- ursflokkum komi í ljós að þau skiptast þar með öðrum hætti en þegar horft er til dánarmeina allra. Fram að 34 ára deyja til að mynda flestir úr ytri orsökum eða 54%. Töluverður munur er einnig á kynjunum en 61% karla deyr af ytri orsökum á móti 38% kvenna. Í ald- ursflokknum 35-64 ára deyja flestir úr æxlum eða 46%. Þar er einnig mikill munur á kynjunum þar sem mun fleiri konur (59%) deyja úr æxl- um á þessu aldursskeiði en karlar (37%). Þó ber að hafa í huga í þessu samhengi að hlutfallslega færri deyja yngri en 65 ára eða einungis tæp 17% allra látinna yfir tímabilið 2008 til 2017. Í aldursflokknum 65- 79 ára eru æxli enn algengust með 43% hlutdeild á móti 28% vegna blóðrásarsjúkdóma en röðun ann- arra dánarorsaka er sama og fyrir heildarfjölda látinna. Fram kemur að heildarfjöldi dauðsfalla og hlutfall einstakra dán- arorsaka er breytilegt eftir aldurs- samsetningu mannfjöldans. Sjúk- dómar í taugakerfi og skynfærum jukust mest á tímabilinu, fóru úr 51 af hverjum 100.000 íbúum árið 1998 í tæp 100 árið 2017. Hækkunin skýr- ist af 11% hlutfallslegri fjölgun lát- inna á aldrinum 85 ára og eldri en sjúkdómar í taugakerfum, svo sem alzheimers og parkinson, eru lík- legri til að hrjá eldra fólk. Aldurs- stöðluð dánartíðni vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi minnkaði aftur á móti um 44% (fór úr 478 í 268 af hverjum 100.000 íbúum) á tímabilinu 1998 til 2017. Lækkun vegna illkynja æxla Þá segir að dánartíðni vegna ill- kynja æxla hafi þróast á svipaðan hátt en hún hefur lækkað um 27% á undanförnum 20 árum. Um fjórðung allra dánarmeina vegna æxla má rekja til illkynja æxlis í barka, berkju og lunga. Aldursstöðluð dán- artíðni vegna illkynja æxlis í barka, berkju og lunga hefur lækkað nokk- uð hjá báðum kynjum, sérstaklega síðustu ár og er nú svo komið að dánartíðni kynjanna er nálægt því jöfn síðustu ár. Þetta er talsvert önnur þróun en í öðrum ríkjum Evrópu þar sem ill- kynja æxli í lunga er rúmlega tvisv- ar sinnum algengari dánarorsök hjá körlum en konum. Færri dauðsföll en síðustu þrjú ár  Miðað við fyrri ár hefur látnum á Íslandi ekki fjölgað vegna kórónuveirufaraldursins  Flestir sem deyja eru 85 ára og eldri  Tölur um dánarmein sýna að þriðjungur fólks deyr úr blóðrásarsjúkdómum Vikuleg dánartíðni og algeng dánarmein Fjöldi látinna í viku 1 til 15 árin 2017 til 2020 Algengustu dánarmein eftir kyni, meðaltal 2008 til 2017 50 49 48 47 46 45 44 43 42 41 40 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 2.000 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Karlar Konur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15Vika: Blóðrásarkerfi Æxli Taugakerfi og skynfæri Öndunarfæri Ytri orsakir Önnur dánarmein Heimild: Hagstofan Heimild: Hagstofan Fjöldi smita Fjöldi kórónu- veirusmita 2020 Látnir, 10 vikna hlaupandi meðaltal 32,735 27,830 11,1 7,9 107,4 4,6 8,2 13,811,6 33,8% 28,9% 9,5% 8,7% 6,4% 12,7% 2020 2017 2019 2018 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn hjá hestafólki hér og er- lendis. Öllum mótum og viðburðum sem Feif, alþjóðasamtök um íslenska hestinn, höfðu skipulagt í sumar hef- ur verið aflýst. Bann við samkomum hefur sums staðar verið svo strangt að hestamenn hafa ekki einu sinni mátt ríða út. „Eins og hjá mörgum öðrum hefur þetta haft mikil áhrif á starf með ís- lenska hestinn. Víða á meginlandinu má fólk ekki einu sinni ríða út vegna samkomubanns og þeir einir hafa að- gang að hesthúsum sem annast dag- lega hirðingu hestanna,“ segir Gunn- ar Sturluson, forseti Feif. Ástandið hefur einnig haft áhrif á hestamenn hér á landi. Þótt þeir hafi getað riðið út hefur lokun reiðhalla sett strik í reikninginn við þjálfun hesta. Norðurlandamóti aflýst „Við ákváðum strax og þetta kom upp að fara frekar með löndum. Slóg- um af stóra dómararáðstefnu sem átti að vera á Íslandi í vetur en hún var til þess að endurmennta dómara og prófa nýja. Við höfum á móti ákveðið að enginn missi réttindi sín vegna þess að hann getur ekki tekið þátt í námskeiði sem ekki er hægt að halda,“ segir Gunnar um skipulagn- inguna hjá Feif. Á hverju sumri er haldinn fjöldi móta fyrir íslenska hestinn í Evrópu. Eins og komið hefur fram var lands- mót hestamanna sem halda átti á Hellu fellt niður. Sömu sögu er að segja af Norðurlandamótinu sem halda átti í Svíþjóð um mánaðamótin júlí og ágúst og svokallað Mið- Evrópumót ásamt ungmennabúðum Feif og fleiri viðburðum. Ekki er hægt að fresta þessum mótum um ár því á næsta ári verða Heimsleikar ís- lenska hestsins haldnir í Herning í Danmörku og hætt við að allt sem gert er á því ári falli í skugga leik- anna. Vegna frestunar Ólympíu- leikanna í Tókýó verða þeir á sama tíma og Heimsleikarnir og óttast hestamenn áhrif þess á viðburðinn. Lokamót meistaradeildarinnar í hestaíþróttum hér á landi verður haldið í Samskipahöllinni í Kópavogi 7. maí. Engir áhorfendur verða í höll- inni enda samkomubann í gildi en sýnt verður frá mótinu í sjónvarpi. Öllum mótum íslenskra hesta í Evrópu aflýst  Lokamót meistara án áhorfenda Morgunblaðið/Árni Sæberg Meistaradeild Hægt verður að ljúka keppni á mótinu, en án gesta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.