Morgunblaðið - 30.04.2020, Page 16
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hús Hjálpræðishersins við Suður-
landsbraut, nýi Herkastalinn, er að
taka á sig mynd. Hann er klæddur
að utan með plötum, með fjórum
mismunandi rauðum litum og af mis-
munandi stærðum. Setur húsið
þannig svip á umhverfið.
„Framkvæmdirnar ganga ljóm-
andi vel,“ segir Ingvi Kristinn
Skjaldarson, flokksforingi í Hjálp-
ræðishernum í Reykjavík. Iðnaðar-
menn eru komnir vel á veg með að
klæða húsið að utan, byrjað er á
dúklagningu, að klæða loft og vinna í
innréttingum. Úti um allt hús eru
iðnaðarmenn að störfum.
Einhverjir smiðir þurftu að fara í
einangrun vegna kórónuveirunnar
en faraldurinn hefur þó ekki tafið
framkvæmdir að ráði. Ingvi segir þó
að aðeins lengri tíma taki að fá nauð-
synlegt efni til framkvæmdarinnar.
Á að standa í hundrað ár
Ingvi segir að lagt hafi verið upp
með að byggja vandað hús. Það eigi
að standa í hundrað ár og vísar til
þess að Herkastalinn við Kirkju-
stræti var notaður í meira en öld.
„Þetta breytir öllu fyrir okkur,“
segir Ingvi um breytinguna þegar
starfsemin kemst í nýja húsið.
Húsið er 1.500 fermetrar að stærð
og að hluta til á tveimur hæðum. Þar
verður stór samkomusalur, kirkja
trúfélagsins, og fleiri salir fyrir
margskonar hópastarf og kaffihús
fyrir gesti og gangandi. Þar verður
aðstaða til að sinna jaðarsettum hóp-
um og fata- og nytjamarkaðurinn
Hertex fær aðstöðu. Þá verða þar
skrifstofur, meðal annars aðal-
skrifstofa fyrir Ísland og Færeyjar
og Hjálpræðisherinn í Reykjavík.
Ekki verður gistirými, eins og í
gamla Herkastalanum, enda bendir
Ingvi á að nóg sé af hótelum og gisti-
húsum í Reykjavík.
Stefnt er að opnunarsamkomu
sunnudaginn 13. september en hús-
næðið á að vera tilbúið nokkru fyrr.
„Við erum byrjuð að pakka niður,“
segir Ingvi og hlakkar til að komast
úr bráðabirgðahúsnæðinu í Mjódd.
Morgunblaðið/Eggert
Nýi Herkastalinn Fjölbreytt starfsemi Hjálpræðishersins verður í nýja húsinu á Suðurlandsbraut 72-74.
Breytir miklu fyrir starf-
semi Hjálpræðishersins
Herkastalinn setur svip á umhverfið við Suðurlandsbraut
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. hefur
í hyggju að koma upp brennsluofni á
urðunarstaðnum á Strönd í Rangár-
þingi ytra fyrir dýrahræ og aðrar
dýraleifar frá sveitarfélögum og
einkaaðilum á Suðurlandi. Afkasta-
geta ofnsins verður allt að 4.000 tonn
á ári.
Áformin eru til kynningar hjá
Skipulagsstofnun. Í matskynningu
kemur fram að undanfarin ár hafi
dýrahræ á Suðurlandi farið til
brennslu í Kölku í Reykjanesbæ eða
til urðunar í Álfsnesi. Með ákvörðun
stjórnar Sorpu bs. um að hætta að
taka við úrgangi frá Suðurlandi til
urðunar í Álfsnesi og með breyttum
áherslum hjá Kölku sé ljóst að þess-
ar förgunarleiðir séu ekki lengur fyr-
ir hendi. Aukinheldur uppfylli urðun
dýrahræja ekki þær kröfur sem
gerðar eru í lögum og reglugerðum.
Lausn á bráðum vanda
„Fyrirhuguð uppsetning á
brennsluofni á Strönd er liður í lausn
á þeim bráða vanda sem skapast hef-
ur af þessum sökum,“ segir í mat-
skynningunni.
Brennsluofninn sem um ræðir
kemur frá framleiðandanum Incin-
er8 í Bretlandi. Sami framleiðandi
hefur selt minni brennsluofna til
sláturleyfishafa á Íslandi. Ofninn er
vottaður af stjórnvöldum í Bretlandi
til staðfestingar á því að hann upp-
fylli öll skilyrði reglugerðar Evrópu-
sambandsins um eyðingu.
Hámarksafköst brennsluofnsins
eru um 700 kg/klst. og hægt er að
hlaða í hann allt að 2.000 kg af dýra-
hræjum fyrir hverja brennslulotu.
Brennslan í ofninum á sér stað við
allt að 850°C hita og við það breytist
lífræna efnið í ösku, útblástur og
hita. Askan sem myndast er að
mestu gerð úr ólífrænum hluta úr-
gangsins og endar annaðhvort sem
harðir kögglar eða duft. Magn ösk-
unnar svarar til um 3% af heildar-
massa úrgangsins. Öskunni verður
fargað í samræmi við lög um með-
höndlun úrgangs.
Mögulegt er að nýta hitann sem
frá ofninum kemur með einum eða
öðrum hætti, m.a. til rafmagnsfram-
leiðslu. Olía er notuð til að halda uppi
hita í brennslunni og er gert ráð fyrir
að olíunotkunin nemi u.þ.b. 50 l/
klst.á þeim tímum sem brennsla er í
gangi
Tillögu að matsáætlun er að finna
á vef Skipulagsstofnunar. Allir geta
kynnt sér tillöguna og lagt fram at-
hugasemdir. Athugasemdir skulu
berast eigi síðar en 8. maí 2020.
Dýrahræ af
Suðurlandi
brennd í ofni
Ekki lengur mögulegt að senda
hræin til förgunar hjá Kölku eða Sorpu
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Álfsnes Sorpa mun framvegis ekki
taka við úrgangi frá Suðurlandi.
Ríkiseignir og Minjavernd hafa und-
irritað samstarfssamning um að
hefja fyrsta áfanga við endurgerð
Hegningarhússins við Skólavörðu-
stíg. Húsið var reist árið 1872 en síð-
ustu fangarnir yfirgáfu það í maílok
2016.
Húsið er friðað samkvæmt lögum
um menningarminjar og mikilvægt
að viðgerð hússins taki mið af upp-
runalegri gerð þess, bæði hvað efn-
isval og handverk varðar, segir í
frétt á vef Stjórnarráðsins.
Framkvæmdir munu hefjast strax
í sumar og eru þær gerðar á grund-
velli sérstaks fjárfestingarátaks á
vegum stjórnvalda til að vinna gegn
samdrætti í hagkerfinu með arðbær-
um fjárfestingum sem auka eftir-
spurn eftir vinnuafli. Samið var um
það að Minjavernd fengi 342 millj-
ónir til verksins.
Unnið verður að viðgerðum á ytra
byrði hússins og nánasta umhverfi á
grundvelli fyrirliggjandi kostnaðar-
áætlunar. Endurgerð að innan mun
jafnframt miðast við að húsið verði
opið almenningi og að starfsemi í
húsinu geti staðið undir rekstri þess
og öðrum kostnaði sem af eigninni
stafar til framtíðar.
Minjavernd hefur starfað frá 1984
og hefur staðið fyrir endurbyggingu
gamalla húsa víða. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Skólavörðustígur Hegningarhúsið var byggt 1872 og starfrækt til 2016.
Hegningarhúsið
verður endurgert
Minjavernd greiddar 342 milljónir
ESTRO Model 3042
L 164 cm Leður ct. 15 Verð 365.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,-
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði.