Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á nokkrum stöðum í borgarlandinu er að finna möstur sem fólk veltir ekki fyrir sér dags daglega hvort hafi eitthvert hlutverk. En möstrin hafa vissulega hlutverk því þau vísa sjó- farendum leiðina til hafnar. Þau eru kölluð innsiglingamerki. Tvö slík möstur hafa verið um ára- tuga skeið við Hamrahverfi á Gufu- neshöfða, en vegna breyttra að- stæðna í Sundahöfn þarf að gera breytingar og því stendur nú yfir svokölluð grenndarkynning á breyttu deiliskipulagi fyrir höfðann. Er hús- eigendum við Leiðhamra og Kross- hamra gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna. Deiliskipulagið vegna innsiglinga- merkisins er á vegum Faxaflóahafna. Nýtt merki verður staðsett á Gufu- neshöfða og kemur í stað tveggja eldri merkja. Færa þarf merkið vegna nýs Sundabakka þar sem sigl- ingaleiðin hefur færst utar sem hin- um nýja bakka nemur, upplýsir Hild- ur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna. Áætlað er að hefja framkvæmdir um leið og skipulags- ferlinu lýkur og tilskilin leyfi fást. Hildur segir að kostnaður sé óveru- legur. Faxaflóahafnir eigi mastrið og Vegagerðin leggi til ljósabúnað. Kostnaðurinn felist í að steypa sökk- ul, leggja rafmagn og uppsetningu. Í greinargerð Kanon arkitekta með tillögunni er gerð nánari grein fyrir nýja merkinu. „Vegna hliðrunar innsiglingalínu fyrir Sundahöfn stendur til að fjarlægja innsiglinga- merki (tvö möstur), sem nú standa við Gufuneshöfða, vestast í íbúða- byggð Hamrahverfis við Hesthamra. Þess í stað verður sett upp nýtt inn- siglingamerki (eitt mastur) fyrir nýja innsiglingalínu, um 105 metra til norðausturs, vestan Leiðhamra/ Krosshamra. Breytingin felst í því að leyfileg hæð mastursins verði um 15 metrar í stað 10 metra í gildandi deiliskipulagi. Einnig verður akfær aðkomuslóði varanlegur en ekki tímabundinn.“ Gott bil frá skipi til bryggju Merkin leiðbeini skipum fyrir inn- siglingu að Sundahöfn og siglinga- línan, sem merkin taka til, nær frá norðurenda Engeyjar um allt Viðeyj- arsund, Skarfagarð og að Kleppsvík. Ný siglingalína er til komin vegna nýs hafnarbakka utan Klepps, en færa þurfi siglingaleiðina fjær bakk- anum, þannig að öruggt bil verði á milli skips á siglingu og skips í við- legu við bakkann. „Ný gerð siglingamerkja hefur rutt sér til rúms. Í stað þeirra tveggja mastra sem fjarlægð verða er einungis þörf á einu mastri, með nýrri gerð ljósbúnaðar, stefnuvirk- andi ljósi fyrir siglingalínuna.“ Með tillögu að deiliskipulagsbreyt- ingu er gert ráð fyrir nýjum bygg- ingarreit fyrir nýtt mastur og sigl- ingamerki. Reiturinn er 100 m² að stærð. Á sjálfu mastrinu verður net- girðing sem tryggir að ekki sé unnt að klifra í því fyrir óviðkomandi. Ekki er þörf á girðingu eða annarri afmörkun reitsins. En eru innsiglingamerkin ekki tímaskekkja nú þegar siglingatækni er orðin afar fullkomin? Því svarar Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögu- maður Faxaflóahafna.: „Innsiglingamerki eru klárlega nauðsynleg, tæki geta bilað og ná- kvæmni staðsetninga riðlast. Því er mikið öryggi að hafa merki í landi til að styðjast við og ekki síst þegar skyggni er lélegt og aðstæður krefj- andi. Einnig má segja að þegar skip- stjóri fer út á brúarvæng til að stjórna skipi upp að eða frá bryggju er hann oft ekki með siglingatækin þar og því gott að hafa merki í landi.“ Í þessu sambandi er rétt að rifja upp að í fyrra var tekinn í notkun nýr innsiglingaviti við Sæbraut. Hann var sömuleiðis talinn nauðsynlegur þrátt fyrir alla nútímatækni. Kynning á nýju deiliskipulagi stendur yfir á www.reykjavik.is. At- hugasemdafrestur er til og með 25. maí næstkomandi. Morgunblaðið/sisi Gufuneshöfði Annað tveggja siglingamerkja sem munu hverfa þegar nýja merkinu hefur verið komið fyrir á höfðanum. Siglingamerkin leiðbeina skipum sem koma siglandi inn Viðeyjarsund. Siglingamerki eru ekki úrelt  Vegna nýja hafnarbakkans neðan Klepps hefur siglingaleiðin um Viðeyjarsund verið færð utar  Kallar á nýtt innsiglingarmerki á Gufuneshöfða  Ekki er hægt að treysta eingöngu á nýja tækni Búið er að gera við skemmdir sem urðu á Austurbakka Straumsvíkur- hafnar í ofviðri sem gekk yfir um miðjan desember sl. Kostnaður við viðgerðina var 5-6 milljónir króna og var hann bættur af tyggingum að hluta, að sögn Lúðvíks Geirssonar hafnarstjóra. Talið er að allt að 350 rúmmetrar að fyllingarefni og stórgrýti hafi sópast burt og náði sjór að éta sig langt inn undir þekjuna við sunn- anverða bryggjuna. Í sama veðri varð tjón á hinum stóra bakkanum, Súrálsbakkanum. Gat kom á lokun milli steinkera og losaði út efni svo að þekja seig á kafla. Viðgerð hefst á næstu vikum en talsverð köfunarvinna verður henni samfara. Vissara þótti af þeim sökum að viðgerðir færu fram yfir hásumarið. Þegar starfsmenn Hafnarfjarðar- hafnar skoðuðu vegsummerki í kjöl- far óveðursins var ljóst að gríðarleg átök hafa verið í sjógangi þarna en samkvæmt vindmælingum sló upp í 35 metra vindhraða þegar mest gekk á. Stöðugt álag var á hafnarsvæðið við Austurbakka í ríflega hálfan sól- arhring af NNV en það er versta átt- in sem við er að eiga í Straumsvík. sisi@mbl.is Straumsvík Miklar skemmdir urðu á Austurbakkanum í óveðrinu í fyrra. Gert við skemmdir í Straumsvíkurhöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.