Morgunblaðið - 30.04.2020, Page 22

Morgunblaðið - 30.04.2020, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 ALVÖRU VERKFÆRI 145 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Greinilegur munur á kynjunum kom fram í nýrri rannsókn sem dr. Her- mundur Sigmundsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík og við NTNU, Norska tækni- og vísinda- háskólann í Þrándheimi, gerði á 146 íslenskum háskólastúdentum á aldr- inum 22-23 ára. Niðurstöðurnar hafa vakið talsverða athygli. „Samspil sterks áhuga eða ástríðu og þraut- seigju er gríðar- lega sterkt hjá strákunum en ekki eins hjá stelpunum. Þær eru miklu jafnari og svipað sterkar hvað varðar ástríðu, þraut- seigju og hugar- far grósku,“ sagði Hermundur. Hann segir að sterkur áhugi virðist hafa afgerandi áhrif á það hvort karlar yngri en 55 ára ná árangri á tilteknu sviði. Áhuginn knýi þá áfram. Galdurinn við að ná árangri Hermundur hefur rannsakað í um aldarfjórðung hvernig við „verðum góð“, það er náum miklum árangri á tilteknu sviði. „Það er mikil og sér- hæfð þjálfun á bak við mikinn árang- ur,“ sagði Hermundur. Nokkrar breytur eru mikilvægar í því sam- bandi. Ein er hugarfar grósku, það að einsetja sér að vaxa. Önnur er þrautseigja, það er að gefast ekki upp, og sú þriðja er sterk ástríða eða áhugi á að ná árangri. Hermundur þróaði í fyrra próf til að mæla áhuga fólks á því að ná ár- angri (Passion Scale for Achieve- ment). Hann samþætti það við próf sem voru til og mældu hugarfar og þrautseigju fólks. Alls felst prófið í 24 spurningum og tekur skamma stund að svara því. „Þá fæst niðurstaða sem er blanda af áhuga, ásetningi og per- sónuleika próftakans. Við sáum að það var töluverð fylgni á milli ástríðu og þrautseigju hjá venjuleg- um háskólanemum á Íslandi. Þá bættum við könnun á hugarfari grósku við og þá kom í ljós mjög sterkur munur á kynjunum,“ sagði Hermundur. Búið er að prófa yfir eitt þúsund manns í annarri rannsókn í Noregi og eru þátttakendur á aldrinum 14 til 77 ára. Hún hefur leitt í ljós að þessi munur á kynjunum helst alveg til 55 ára aldurs. Sambærileg niður- staða fékkst varðandi þátttakendur á aldrinum 14-20 ára og hjá íslensku stúdentunum. Niðurstöður þessarar rannsóknar bíða birtingar. Munurinn skiptir máli Lesskilningi íslenskra drengja hefur hrakað og standa þeir nú að baki norskum og dönskum nýbúum á sama aldri hvað lesskilning varðar, að sögn Hermundar. Hann sagði að röng stefna kæmi okkur ekki á rétta leið. „Við erum að mæla leshraða hjá 40 þúsund nemendum frá sex ára aldri þrisvar á ári þegar við vitum að 30% þeirra kunna ekki að lesa eftir fyrsta skólaárið,“ sagði Hermundur. Hann segir að ef áskorunin er of mikil samanborið við færni ein- staklingsins sé afleiðingin kvíði og minni áhugi á að lesa. Hermundur telur að skólakerfið verði að taka til- lit til þess að kynin eru ekki eins til þess að bæði strákar og stelpur nái góðum árangri í skólanum. „Skólakerfið er gert fyrir dugleg- ar stelpur. Þær standa sig best bæði í skólum á Íslandi og í Noregi,“ sagði Hermundur. Hann segir að kven- stúdentar séu nú í meirihluta nem- enda í mjög krefjandi námsgreinum í háskólum vegna betri einkunna. Einnig skortir á eftirfylgni með nemendum á fyrstu skólastigum, að mati Hermundar. Ástæða þess að Norðmenn koma betur út úr PISA- könnunum en Íslendingar er að það er meiri eftirfylgni með nemendum í norskum skólum. „Ég sé þetta á mínum börnum eftir að hafa kynnst íslenska skólakerfinu. Okkur vantar að fylgja nemendum eftir. Einnig vantar að leggja meiri áherslu á grunnleggjandi færni í byrjun áður en nemendur eiga að fara að beita þekkingunni. Við byrjum of fljótt á því,“ sagði Hermundur. Skipulagning skóladagsins Hann smíðaði líkan, byggt á rann- sóknum, að því hvernig skipuleggja á skóladaginn til að kveikja áhuga nemenda og hjálpa þeim að ná ár- angri. Í því sambandi er mikilvægt að brjóta skóladaginn upp. „Ef við segjum að lestur, stærð- fræði og náttúrufræði séu mikilvæg- ustu fögin þá tökum við þau fyrir há- degi í 40 mínútur hvert, ekki lengur. Svo tökum við líka hreyfingu fyrir hádegið. Hún eflir einbeitingu og vellíðan. Eftir hádegismat höfum við einn 40 mínútna þjálfunartíma eða heimanámshjálp í lestri og stærð- fræði fyrir nemendur sem fá ekki hjálp heima. Með því er hægt að tryggja að 95% nemenda verði orðin vel læs eftir annan bekk. Svo sam- einast þessir nemendur hinum og þá er hægt að taka tvær 40 mínútna kennslustundir í samfélagsfræði eða erlendum tungumálum. Einn tími fyrir alla nemendur gæti verið ástríðutími. Þá væri val um t.d. að fara í skák, tónlist, forritun, leiklist eða myndlist,“ sagði Hermundur. Hann bendir á að enn sé allt of stór hópur 15 ára drengja sem ekki hafa náð tökum á lestri eftir tíu ára skóla- vist. Þess vegna sé mikil þörf á lestrarþjálfun. Auka þurfi markvissa þjálfun með réttum áskorunum og efla áhuga með áhugaverðum bók- um. Einnig þarf að huga meira að ein- staklingsbundnu námi og áhugasvið- um nemenda. „Það á að biðja krakk- ana að nefna þrennt sem þeir hafa gaman af að gera eða vilja gera og nýta það til að kveikja áhuga á námi,“ sagði Hermundur. Strákar og stelpur alls ekki eins  Áhuginn drífur karla áfram  Ástríða, þrautseigja og hugarfar grósku í meira jafnvægi hjá konum  Nokkrar forsendur þess að ná árangri  Skólakerfið þarf að taka tillit til kynjamunar Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Skólaganga Hugarfar grósku, þrautseigja og sterk ástríða eru mikilvægar forsendur góðs árangurs. Hermundur Sigmundsson „Ég hef fengið afskaplega góð viðbrögð við tónleikunum og ég er innilega þakklátur fyrir það. Maður fyllist auðmýkt,“ segir Helgi Björnsson tónlistarmaður. Tónleikadagskráin Heima með Helga hefur slegið í gegn í Sjón- varpi Símans og á mbl.is og K100. Helgi og félagar hafa skemmt þjóðinni síðustu sex helgar og næsta laugardagskvöld klukkan 20 verða síðustu tónleikarnir. Um síðustu helgi komu Björg- vin Halldórsson og Sigríður Thorlacius í heimsókn til Helga og Vilborgar konu hans og óhætt er að segja að þau hafi farið á kostum. Gaman verður að sjá hverjir líta inn nú um helgina. Öruggt má telja að talið verði í lagið „Það bera sig allir vel“ sem sumir eru farnir að kalla baráttusöng þjóð- arinnar í kórónuveirufaraldrinum. Ljósmynd/Mummi Lú Vinsæll Helgi Björns hefur farið á kostum í stofunni heima. Hann kveður á laugardag. Síðasta heimboð Helga á laugardag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.