Morgunblaðið - 30.04.2020, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRViðskipti |Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti.
Nánar á dyrabaer.is
HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ
Fasteignafélagið Eik skilaði 235 millj-
óna króna tapi á fyrsta fjórðungi árs-
ins. Er það verulegur viðsnúningur
frá sama tímabili í fyrra þegar hagn-
aðurinn nam 560 milljónum króna.
Það sem litar uppgjörið mjög eru
matsbreytingar fjárfestingaeigna
sem færðar eru niður um 883 millj-
ónir. Á fyrsta fjórðungi síðasta árs
voru þær jákvæðar um 323 milljónir.
Við matið er m.a. stuðst við núvirt
framtíðarsjóðstreymi einstakra eigna
og byggist aðferðafræðin á al-
þjóðlega reikningsskilastaðlinum
IFRS.
Rekstrartekjur á fjórðungnum
námu 2.135 milljónum og hækkuðu
um ríflega 150 milljónir milli ára.
Rekstrarkostnaður jókst hins vegar
um 28 milljónir og stóð í 809 millj-
ónum. Þá drógust hrein fjármagns-
gjöld saman og voru 714 milljónir,
samanborið við 927 milljónir yfir
sama tíma í fyrra.
Fjárfestingareignir félagsins eru
nú metnar á 95,6 milljarða en voru
þrjú hundruð milljónum hærri í bók-
unum um áramót. Handbært fé nem-
ur 1.853 milljónum og stendur í stað
frá upphafi árs.
Líkt og áður hefur komið fram hef-
ur afkomuspá fyrir árið 2020 verið
felld úr gildi vegna ófyrirséðra áhrifa
af kórónuveirufaraldrinum. Í tilkynn-
ingu í tengslum við uppgjörið segir
hins vegar að afkoma ársins muni
fyrst og fremst taka mið af því hvern-
ig leigutakar félagsins koma undan
faraldrinum og hveru fljótt daglegt líf
muni komast í eðlilegt horf.
Eik segist hafa unnið með leigu-
tökum sínum í þessu ástandi, m.a.
kostað markaðsefni fyrir fyrirtæki í
hótel- og veitingarekstri þar sem fólk
er hvatt til að nýta þjónustu þeirra.
Þá hafa ekki verið gefnir út leigu-
reikningar vegna veltuleigu í apríl.
800 milljóna
viðsnúning-
ur hjá Eik
Matsbreytingar
lita uppgjörið mjög
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Ný könnun sem Alþjóðasamtök
flugfélaga (IATA) hefur gert meðal
fjármálastjóra aðildarfélaga sinna
og yfirmanna fraktflutninga dregur
upp mjög dökka mynd af horfunum
á alþjóðlegum flugmarkaði á kom-
andi mánuðum. Í könnuninni var
m.a. spurt út í afkomu flugfélaga á
fyrsta fjórðungi þessa árs. 83%
svarenda sögðu að hagnaðurinn
hefði dregist saman á fjórðungnum
og hafa svarendur í könnuninni
hlutfallslega ekki verið jafn nei-
kvæðir varðandi nýliðinn fjórðung
síðan sambærileg könnun var gerð í
október 2009. Þegar svarendur eru
hins vegar spurðir út í horfurnar
framundan kemur fram að 90%
þeirra telja að afkoman muni
versna á komandi tólf mánuðum. Þá
telja 7% svarenda að staðan verði
óbreytt en aðeins 3% að hún muni
batna. Aldrei fyrr í könnunum
IATA hefur útlitið, litið 12 mánuði
fram í tímann, verið eins dökkt.
Hægur bati í farþegafjölda
Með svipuðum hætti eru svörin
þegar spurt er út í ætlaða þróun í
fjölgun farþega. 84% svarenda
fundu fyrir fækkun á fyrsta fjórð-
ungi ársins og 83% þeirra telja að
staðan muni versna enn á næstu 12
mánuðum. 13% svarenda telja að
staðan muni skána yfir fyrrnefnt
tímabil.
Nálgunarreglur reyna á
Fjármálastjórar þeirra flugfélaga
sem tóku þátt í könnuninni telja í
langflestum tilvikum að farmiða-
verð muni lækka á næstu 12 mán-
uðum og rímar það við yfirlýsingar
manna á borð við Michael O’Leary,
forstjóra Ryanair, sem spáir blóð-
ugu verðstríði á flugmarkaði þegar
opnað verður fyrir fólksflutninga
milli landa að nýju. Þá telja þeir
einnig að verðlagningin muni lengi
haldast lág og að erfitt verði fyrir
flugfélög að hækka verð. Það verði
einfaldlega nauðsynlegt að bjóða
mjög lágt farmiðaverð til að örva
markaðinn og hvetja fólk til þess að
ferðast að nýju. Hins vegar benda
svarendur á að erfitt geti reynst
fyrir flugfélög að bjóða nægilega
lágt verð, ef áfram verði miðað við
fjarlægðarreglur milli fólks. Slíkt
geti krafist þess að miðjusæti í vél-
um verði ekki seld og þá fellur
nýtingarhlutfall í hverri flugferð
verulega niður.
Langhlaup framundan
Í könnun IATA er einnig spurt
út í bein áhrif kórónuveirunnar og
hversu lengi svarendur telja að
markaðurinn muni verða að jafna
sig. Aðeins 14% þeirra segja að það
muni gerast á næstu 3-6 mánuðum
en 57% telja að það muni gerast á
næstu 6-12 mánuðum. 18% svar-
enda telja að það muni taka eitt til
tvö ár og 7% telja að það muni taka
lengri tíma. 4% svarenda sögðust
vera í algjöru myrkri um það
hvernig mál myndu þróast.
Ekki hefur komið fram opinber-
lega hvað áætlanir Icelandair
Group gera ráð fyrir að langan
tíma taki að endurreisa flugþjón-
ustu til og frá landinu. Stór flug-
félög sem beint hafa vélum sínum
inn á markaðinn hér hafa hins veg-
ar dregið skýra línu í sandinn. Þeg-
ar SAS sagði upp 5.000 starfsmönn-
um í vikunni kom fram hjá
stjórnendum félagsins að það
myndi „taka einhver ár“ að ná fyrri
tíðni. Svipaða sögu er að segja af
Norwegian Air Shuttle sem hefur
aðeins sjö vélar af nærri 170 í virkri
þjónustu. Samkvæmt upplýsingum
frá félaginu byggist grunnspá fé-
lagsins á því að flotastýringin verði
með óbreyttu sniði fram til apríl-
mánaðar 2021.
Telja tólf mánaða eyði-
merkurgöngu í kortunum
AFP
Flugflotinn Langflestar farþegaþotur heimsins standa verkefnalausar á flugvöllum vítt og breitt. Alls óvíst er hve-
nær þörf verður fyrir þessar vélar að nýju en sennilega mun taka nokkurn tíma að ræsa hreyfla þeirra á nýjan leik.
Flugrekendur og flugvélaframleiðendur lítt bjartsýnir á komandi mánuði
Sala Krónunnar jókst um 13% á
fyrsta fjórðungi ársins miðað við
sama tímabil í fyrra. Svipaða sögu
má segja af umsvifum Elko þar sem
söluaukningin nam 12,8%. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá Festi,
móðurfélagi verslananna. Þar kemur
einnig fram að N1 hafi orðið fyrir
þungu höggi vegna útbreiðslu kór-
ónuveirunnar, ferðaþjónusta hafi
lagst af, samkomubann hafi haft
veruleg áhrif og þá hafi lækkandi ol-
íuverð einnig leikið félagið grátt.
Þrátt fyrir hinar miklu sviptingar
nam hagnaður Festar 52,7 milljón-
um króna og jókst um eina milljón
frá sama tímabili í fyrra. Framlegð
af vörusölu nam 4,3 milljörðum sam-
anborið við 4,2 milljarða í fyrra.
Reksturinn kostar meira
Rekstrarkostnaður nam hins veg-
ar 3,3 milljörðum og jókst um nærri
fjögur hundruð milljónir milli ára.
Munar þar mest um rekstrarkostnað
fasteigna sem jókst um tæpar 53
milljónir, sölu- og markaðskostnað
sem jókst um ríflega 51 milljón og
það sem skilgreint er sem sam-
skiptakostnaður (e. communication
expenses) sem hækkaði um 43 millj-
ónir miðað við sama tímabil í fyrra. Í
lok fjórðungsins námu heildareignir
Festar 80,7 milljörðum króna og
höfðu lækkað um 540 milljónir frá
áramótum og hefur gengið nokkuð á
lausafé fyrirtækisins á tímabilinu.
Skuldir Festar námu 52,4 milljörð-
um í lok fjórðungsins og höfðu lækk-
að um 150 milljónir frá áramótum.
Eigið fé stóð því í 28,3 milljörðum og
hafði lækkað um 394 milljónir á síð-
ustu þremur mánuðum.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
N1 Eldsneytismarkaðurinn hefur
ekki farið varhluta af ástandinu.
Hagnaður Festar
52,7 milljónir
N1 verður fyrir
mestum áhrifum af
kórónuveirunni