Morgunblaðið - 30.04.2020, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty
SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND ÚT APRÍL
FULL BÚÐ AF
FLOTTUM
VÖRUM
Mundu, þú gætir verið á skrá hjá okkur, þá er minna mál að panta.
CURVY RACERBACK
Bralett 9.850,-
Buxur 4.990,-
Einnig til
í svörtu
Stærðir S-XL.
XS 30-32 DD-F
S 32-34 DD-F
M 34-36 DD-F
L 36-38 F-G
XL 38-40 G-H
– hornsteinar fransks lífsstíls – lokuð
til að draga úr líkum á uppkipp veiru-
smits. „Þjóðin verður að læra að lifa
með veirunni,“ sagði Philippe og lagði
áherslu á það að landsmenn virtu
reglur um félagslega fjarlægð og
hreinlætisráðstafanir til að bæla veir-
una niður sem engin lyf bitu á enn
sem komið væri. Á sama tíma sagði
forsætisráðherrann að Frakkland
gæti ekki leyft sér að halda um aldur
og ævi í landslokunina.
Öll skólabörn með grímu
Strax þann 11. maí verða vöggu-
BAKSVIÐ
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Frakkar munu frá og með 11. maí
hefja afléttingu strangra regla sem
gripið var til í stríðinu við kórónu-
veiruna. Ætla þeir að taka eitt
„áhættusamt“ skref í einu og gefa sér
minnst fjórar vikur til að koma gang-
verki samfélagsins á ferð.
Forsætisráðherrann Edouard
Philippe segir áformin þó öll með
þeim fyrirvara, að ekki þurfi að
styrkja og reisa varnarmúra á ný
komi til annarrar bylgju veirusmita.
Sagði Philippe, er hann gerði þinginu
grein fyrir ráðstöfununum, að margir
mánuðir mynda líða – jafnvel misseri
– uns daglegt líf kæmist í eðlilegt
horf. En lífið verður þá ekki eins og
áður vegna þeirrar skyldu notenda
almenningssamgangna að þurfa að
bera andlitsgrímr öllum stundum. Þá
hvetti stjórnin fyrirtæki landsins til
að bjóða starfsfólki áfram að stunda
fjarvinnu heiman frá sér út maí hið
minnsta.
Áfram verða veitinga- og kaffihús
stofur og leikskólar opnuð eftir átta
vikna lokun og viku seinna grunnskól-
inn, þó aðeins á svæðum þar sem dreg-
ið hefur nægilega mikið úr faraldr-
inum. Að hámarki mega 15 nemendur
vera í skólastofu eða aðeins bekkj-
arhelmingur. Beðið verður fram í maí-
lok með að taka ákvarðanir um fram-
tíð menntaskólanna og hvort þeir bíði
alfarið til næsta skólaárs, í haust. Skylt
verður nemendum í þessum skólum að
bera andlitsgrímu til varnar smiti, en
vöggustofurnar verða þó und-
anskildar.
Verslanir aðrar en matvörubúðir
verpa opnaðar meira og minna 11. maí
eftir að hafa verið lokaðar frá 17. mars.
Á því tímabili hafa landsmenn nánast
verið lokaðir inni á heimilum sínum
minnst 23 stundir á sólarhring og
bannað að vera utandyra í erind-
isleysu. Til að koma í veg fyrir hópa-
myndun fólks gilda áfram strangar
reglur um svonefnda „félagslega fjar-
lægð“ milli fólks.
„Við verðum að verja íbúana en
megum ekki njörva þá það mikið niður
að samfélagið hrynji,“ sagði Philippe í
þingræðunni, en þingið samþykkti
léttingaráætlun stjórnarinnar að lok-
inni stuttri umræðu um hana.
Fín lína
Hann sagði að um línudans væri
að ræða. „Minnsta kæruleysi gæti
hleypt faraldrinum upp á ný. Að
sama skapi kynni landið að sökkva í
sæ færum við fram af of mikilli var-
færni.“ Til að halda sem lengstu bili
milli þingmanna í þágu félagslegs
aðskilnaðar voru aðeins 75 þeirra af
577 viðstaddir umræðuna, sem sjón-
varpað var beint um land allt.
Í fyrradag höfðu 23.660 dáið af
völdum kórónuveirunnar í Frakk-
landi frá 1. mars; 14.810 á sjúkra-
húsum og 8.850 á elli- og hjúkr-
unarheimilum. Nýsmiti hefur
fækkað jafnt og þétt síðustu daga og
einnig sjúklingum á gjörgæslu.
Sagði Philippe að með því að loka
landið af hefði 62.000 manns verið
forðað frá dauða á mánuði og þörfin
á vistun á gjörgæsludeild verið
minnkuð um 100.000 manns. Lok-
unin hefur þó bitnað harkalega á
efnahag Frakklands með 7,1% met-
aukningu atvinnuleysis í mars og
áætluðum átta prósenta samdrætti
þjóðarframleiðslunnar í ár. Í Evrópu
allri voru dauðsföll vegna veirunnar
komin í 129.859 manns í fyrradag,
þar af 1.520 síðasta sólarhringinn.
Opnun kaffi- og veitingahúsa bíður
fram til loka maí og einnig verða
kvikmyndahús, stór söfn, leik- og
tónlistarhús áfram lokuð. Almenn-
ingsgarðar verða opnir frá 11. maí á
svæðum sem talin verða laus við kór-
ónuveiruna. Baðstrendur verða aft-
ur á móti lokaðar til 1. júní hið
minnsta. Lágmarksþjónusta al-
menningssamgangna verður tryggð
fyrir þá sem engan kost annan hafa á
að komast milli staða. Verður ein-
ungis þeim sem bera grímu fyrir vit-
um sér heimilt að ferðast með lest-
um og strætisvögnum.
Andlitsgrímur hafa verið af skorn-
um skammti og birgðir verið teknar
frá fyrir starfsfólk í fremstu víg-
línum stríðsins gegn kórónuveir-
unni. Nú er að verða breyting þar á
og apótek, tóbaks- og tímaritabúðir
og stórmarkaðir að fyllast af grímum
fyrir almenning, alls 120 milljónir
grímna í fyrstu lotu. Þá verða grím-
ur heimsendar með póstinum.
Áfram verður boðið upp á skimun
fyrir kórónuveirunni og er ætlunin
að ná sýnum frá 700.000 manns á
viku. Þeir sem greinast jákvæðir
verða hnepptir í einangrun og með
hjálp snjallsímaapps verður leitað
uppi fólk sem viðkomandi voru í
tengslum við og það prófað einnig.
Messufall verður í Frakklandi til
2. júní hið minnsta, að sögn Phil-
ippes. Að hámarki geta 20 manns
verið viðstaddir útfarir, og hjóna-
vígslur verða áfram óheimilar. Lagt
verður að fólki að leggjast ekki í
langferðir innanlands.
Fótboltabann fram í september
Philippe forsætisráðherra sló
íþróttakeppni meira og minna út af
borðinu fram í september, þar á
meðal ókláraða keppni í franska fót-
boltanum. Engar samkomur eða há-
tíðir verða leyfðar í landinu sem
draga til sín 5.000 manns eða fleiri.
Til fyrsta september mega að há-
marki 10 manns koma saman á ein-
um og sama blettinum, hvort sem er
á opinberum svæðum eða inni á
einkaheimilum. Hópæfingar verða
bannaðar og einnig bardagaíþróttir.
Edouard Philippe höfðaði til hátt-
vísi landa sinna er hann brýndi fyrir
þeim að virða boð og bönn til að
leggja mætti veiruna að velli .
AFP
Takmarkaður aðgangur Frá þingfundinum í París. Edouard Philippe er í ræðustóli en takmarkaður aðgangur var að þingsalnum í samræmi við reglur stríðsins gegn kórónuveirunni.
Tvísýnt afturhvarf til daglegs lífs
Byrjað verður að slaka á ströngum veiruvarúðarráðstöfunum í Frakklandi eftir rúma viku