Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Við erum 4ja ára og bjóðum því Leyndarmál Matarkjallarans, 6 réttir að hætti kokksins, á 6.990 kr. Gildir 1. til 17. maí AFMÆLISTILBOÐ Mótmæli hafa skekið allar helstu borgir Líbanons und- anfarna daga og hefur lögreglan neyðst til þess að beita táragasi til þess að stöðva þau. Rót óeirðanna er að finna í verstu efnahagskreppu landsins frá því að borgarastríðinu þar lauk árið 1990, sem kórónuveiru- faraldurinn hefur magnað upp. Riad Salameh, seðlabankastjóri landsins, kenndi í gær stjórnvöldum um ástandið og sagði þau ekki hafa staðið fyrir nauðsynlegum umbótum á hagkerfinu. Einn lést í óeirðunum á mánudaginn og vakti andlát hans mikla reiði mótmælenda í garð stjórnvalda. Má gera ráð fyrir að mótmælin haldi áfram næstu daga. Stöðvuðu óeirðir með táragasi AFP Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Alþjóðavinnumálastofnunin varaði við því í gær að um 1,6 milljarðar manna, eða sem nemur um helmingi þeirra sem nú eru á vinnumarkaði um heim allan, gætu misst lífsviður- væri sitt vegna kórónuveirukrepp- unnar. Nokkur ríki Evrópu stefna að því að létta á aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar, en óvíst er hvort það dugi til að takmarka þann skaða sem kórónuveiran hefur valdið. Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í gær að framleiðsla þar hefði hrunið um 4,8% á fyrsta fjórðungi þessa árs, en það er mesta lækkunin frá fjár- málahruninu haustið 2008. Faraldur- inn hefur leikið Bandaríkin verst allra ríkja það sem af er ári, en í fyrrinótt var staðfest að meira en ein milljón Bandaríkjamanna hefði smit- ast af veirunni. Þá höfðu rúmlega 58.500 manns dáið af völdum veir- unnar vestanhafs, eða fleiri en þeir Bandaríkjamenn sem féllu í Víet- namstríðinu á sínum tíma. Nokkur togstreita hefur verið inn- an sumra ríkja Bandaríkjanna milli ríkisstjóra og borgarstjóra helstu borga um það hvenær sé rétt að létta á þeim hömlum sem settar hafa verið vegna kórónuveirunnar. Veitinga- staðir í Georgíuríki voru opnaðir á mánudaginn, þrátt fyrir að varað hefði verið við því að ríkið væri hvorki búið að ná hápunkti farald- ursins né væri nógu vel statt í skim- unum fyrir veirunni til þess að hægt væri að létta á takmörkunum. Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, tilkynnti í gær að skimað yrði mun meira fyrir veirunni, en hann hefur mátt sæta nokkurri gagnrýni, meðal annars frá Donald Trump Banda- ríkjaforseta, fyrir að hafa létt á hömlum of snemma. Þá hefur Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri Atl- anta, stærstu borgar ríkisins, hvatt verslunareigendur og almenning í borginni til þess að fara sér að engu óðslega í þessum efnum og setja heilsuna ofar efnahagnum. Binda vonir við næsta ár Peter Altmaier, efnahagsráðherra Þýskalands, varaði við því að gær að Þjóðverjar myndu ganga í gegnum verstu kreppu í sögu sambandsrík- isins þýska, en það var stofnað 1949. Gert er ráð fyrir samdrætti í þjóðar- framleiðslu Þýskalands á þessu ári upp á um 6,3%, og um leið sagði Altmaier ljóst að tíu ára samfellt hagvaxtarskeið væri á enda. Þýsk stjórnvöld spá því hins vegar að hagkerfið muni ná sér aftur á strik á næsta ári, og gera hagvaxtar- spár nú ráð fyrir um 5,2% hagvexti árið 2021. Þýsk stjórnvöld eru þegar farin að létta á sóttvarnaraðgerðum sínum í áföngum og samþykktu yfirvöld í Berlín í gær að skylda almenning að setja á sig grímu áður en farið er í verslanir, en nú þegar ber fólki í borginni að hylja vit sín þegar það notar almenningssamgöngur. Rúmlega milljón tilfelli vestanhafs  Stefnir í mjög djúpa kreppu í Bandaríkjunum og Þýskalandi  Fleiri Bandaríkjamenn hafa látist af völdum kórónuveirunnar en féllu í Víetnamstríðinu  Versta kreppa í sögu þýska sambandsríkisins Kórónuveirufaraldurinn » Samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskólans voru 3.157.459 staðfest tilfelli kór- ónuveirunnar í gær. 219.611 hafa látist af völdum hennar. » Þar af voru 1.023.304 tilfelli í Bandaríkjunum, eða um 32% allra tilfella. 58.965 dauðsföll hafa verið tilkynnt í Banda- ríkjunum, eða um 26,8%. AFP Belgía Starfsfólk Bois de l’Abbaye-sjúkrahússins í Seraing í Belgíu klappar fyrir hinni hundrað ára gömlu Juliu Dewilde, en hún var útskrifuð þaðan í gær eftir hafa haft betur í hetjulegri baráttu sinni við kórónuveiruna. Norski auðkýfingurinn Tom Hagen var í gær leiddur fyrir dómara í Hér- aðsdómi Neðra-Raumaríkis og úr- skurðaður í fjög- urra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að hann bæri ábyrgð á morði eiginkonu sinnar, Anne-Elisabeth Hagen, sem hvarf sporlaust af heim- ili þeirra hjóna í október 2018. Þinghald í gæsluvarðhaldsmálinu stóð yfir mun lengur en vaninn er í málum sem þessum og var ekki greint frá niðurstöðu dómarans fyrr en um kvöldmatarleytið að norskum tíma í gær. Það tafði meðal annars málflutning að Hagen þurfti að yfir- gefa dómsalinn um stund meðan sak- sóknari kynnti nokkur af þeim sönn- unargögnum sem lögreglan vildi leggja fram, þar sem talin var hætta á að Hagen gæti breytt framburði sínum við yfirheyrslur ef hann vissi hver þau væru. Um leið féllst dóm- arinn á kröfu ákæruvaldsins um að þinghaldið yrði lokað fjölmiðlum. Í frétt Morgunblaðsins í gær var ranglega greint frá því að Hagen hefði verið ákærður, en hið rétta er að lögreglan lét skjalfesta fyrir hér- aðsdómi grun sinn í garð Hagen með því sem kallast „siktelse“ í norsku réttarfari, en það er forsenda þess að hægt sé að gefa út ákæru í málinu. Svein Holden, verjandi Hagens, sagði við norska fjölmiðla í gær að skjólstæðingur sinn hefði verið mjög hissa á því að hann lægi undir grun. Sagði Holden að hann sjálfur væri undrandi á málatilbúnaði ákæru- valdsins sem væri „magur“ að sínu mati, og taldi ekki að hægt væri að draga þá ályktun af þeim gögnum sem lögð hefðu verið fram að Anne- Elisabeth hefði ekki verið rænt. Hagen settur í gæsluvarðhald  Verjandi segir málatilbúnað veikan Tom Hagen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.