Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 Þeir sátu við rúmið hans. Tveir englar. Engill dauðans við höfðagaflinn. Engill lífsins við fótagaflinn. „Þá erum við hér,“ sagði Dauðinn. „Saman, eins og alltaf.“ „Já,“ sagði Lífið. „Ég er alltaf þar sem þú ert.“ „Og ég þar sem þú ert,“ sagði Dauðinn. „En ég er alltaf aðeins á undan. Mundu að ég er alltaf skrefi á undan.“ Já, dauðinn fór á undan. Þá reis engill lífsins á fætur og veifaði í kveðjuskyni. „Ég kveð núna, Dauði. Þú varðst á undan. Það er þitt hlutverk. Að verða á und- an. Mitt hlutverk er að halda áfram.“ Og Lífið umvafði hinn látna með vængjum sínum og opnaði tómið. Dauðinn stóð einn eftir meðan lífið hélt áfram. Magdalena Sjöholm – pistilhöfundur þýddi úr sænsku Lífið og dauðinn eru óaðskiljanleg.Þau ferðast hönd í hönd, þar semannað er, þar finnum við alltafhitt. Og það er einmitt þetta sem páskahátíðin, sem nú er nýliðin, snýst um. Á föstudaginn langa minnumst við þjáninga Krists, sem enduðu í dauða hans á kross- inum, og þar skynjum við svo sterkt þessa sammannlegu reynslu að dauðinn er veru- leiki okkar allra. En á páskadag upplifum við svo sigur lífsins, þessa sterku von um það að lífið heldur alltaf áfram, lífið sigrar alltaf dauðann þrátt fyrir allt. Það er sú von sem við kristnar manneskjur byggjum allt okkar á, sú sannfæring sem gerir okkur kleift að horfast í augu við raunveruleika dauð- ans og sjá eilífðina á bak við árin. Og sjaldan eða aldrei hefur þessi veru- leiki blasað jafn sterkt við okkur og einmitt núna á þessu vori. Við erum umlukt frá- sögnum af lífi og dauða. Vissulega er dauð- inn yfirþyrmandi og margar örlagasög- urnar sterkar og vekja sorg og samhygð. Óttinn og kvíðinn fyrir framtíðinni eru líka til staðar og gera mörgum okkar lífið enn erfiðara en ella. En lífssögurnar eru líka margar og þær gefa okkur styrk og von. Sögur af samtakamætti, umhyggju og kærleika. Sögur af því hvernig manneskjur rísa undir áskorunum og hafa áhrif á líf allra í kringum sig. Ein sú fallegasta er af hinum 100 ára gamla Tom Moore sem ákvað að safna 1.000 pundum til styrktar bresku heilbrigðisþjónust- unni með því að ganga 100 hringi í garðinum sínum. Þegar þetta er skrifað er hann búinn að safna rúmlega 29 milljónum punda, og sú upp- hæð mun örugglega hækka, því nú er hann á toppi breska vinsældalist- ans með kór heilbrigðisstarfsfólks þar sem þau syngja lagið „You ne- ver walk alone“, og mun allur ágóðinn af sölu lagsins renna í söfnunina. Saga Toms Moores, sem er einmitt 100 ára í dag, er fallegt dæmi um hverju við manneskjurnar getum áorkað þegar við tökum okkur sam- an og hjálpumst að. Þær eru margar slíkar sögurnar á þessu vori, og þær gefa okkur von og styrk. Styrk til að halda út erfiða tíma og takast á við vonbrigði, kvíða og sorg. Og von. Von um að við munum komast í gegnum þetta, von um að öllu sé ekki lokið þótt dauðinn hafi sigurinn tímabundið, von um að lífið haldi áfram og umvefji okkur vængjum sín- um. Kirkjan til fólksins AFP Söfnun Hinn 100 ára gamli Tom Moore ákvað að ganga 100 hringi í garðinum sínum og safna áheitum fyrir heilbrigðisþjónustuna. Frásagnir af lífi og dauða Hugvekja Arna Ýrr Sigurðardóttir Höfundur er prestur í Grafarvogskirkju. arna@grafarvogskirkja.is Arna Ýrr Sigurðardóttir Lífið og dauðinn eru óaðskilj- anleg. Á farsótt- artímum finn- um við margar örlagasögur um dauða og sorg, en líka lífssögur sem uppörva og gleðja. Eitt helsta viðfangs- efni meirihlutans í Reykjavík undir for- ystu Dags B. hefur verið að eyðileggja helstu verslunargötu borgarinnar um ára- tuga skeið, Laugaveg- inn. Það hefur hann gert með yfirgangi, samráðsleysi og tillits- leysi gagnvart versl- unarrekendum við Laugaveginn, flestum til áratuga. Á íslensku kall- ast svona vinnubrögð ofbeldi. Nú hefur verið ákveðið að banna alla bílaumferð um götuna, þrengt að Laugaveginum með risabyggingum í næsta nágrenni. Niðurstaðan er sú að velflestir þeirra kaupmanna sem hafa starfað þar um áratuga skeið eru farnir eða eru á leið í önnur hverfi borgarinnar eða í önnur sveit- arfélög. Það sama á sér stað á Skólavörðu- stíg neðan Bergstaðastrætis, en þeim götuhluta á einnig að loka fyrir umferð. Ekkert tillit hefur verið tekið til mótmæla margra versl- unarrekenda þar. Tillitsleysið er al- gjört. Ekkert lát hefur ver- ið á því að þrengja að- komu að miðbænum og undanfarin ár hafa einna helst komið þangað erlendir ferða- menn, mótmælahópar á Austurvelli, starfs- menn fyrirtækja og stofnana í miðborginni, borgarfulltrúar, ráð- herrar og þingmenn. Nú þegar svo ferða- mennirnir eru horfnir á braut blasir við að verslun og veitingarekstur á þessu svæði mun verða fyrir enn meiri bú- sifjum. Nú hefði verið lag fyrir borg- aryfirvöld að endurmeta stöðuna í ljósi neikvæðra efnahagslegra áhrifa covid 19-farsóttarinnar og styðja rekstraraðila á Laugavegi og Skóla- vörðustíg til að efla og bæta rekstr- arumhverfið með því að gera að- gengi að verslunum og þjónustu betra og falla frá heilsárslokun þess- ara gatna fyrir bílaumferð. Samtal borgaryfirvalda við kaup- menn og húseigendur á Laugavegi og Skólavörðustíg er nánast ekkert. Hroki borgaryfirvalda í þeirra garð er hreint út sagt ótrúlegur. Áður fyrr voru samskipti kaupmanna og borgaryfirvalda um aðgerðir á Laugaveginum mjög góð. Það sam- starf skilaði sér í glæsilegri end- urnýjum götunnar. Í dag er samráð borgaryfirvalda við hagsmuna- samtök Laugavegar í algjöru frost- marki. Því miður eru engin teikn á lofti um að borgaryfirvöld sjái að sér og munu þess í stað halda sínu striki í því að hafna öllu samráði við rekstr- araðila með þeim afleiðingum að þeir síðustu sem þar standa enn vaktina munu verða nauðbeygðir til að skella í lás og loka. Hroki og yf- irgangur borgaryfirvalda í garð kaupmanna við Laugaveg og hluta Skólavörðustígs er ekkert annað en hreint og klárt ofbeldi. Verslun við Laugaveg rústað Eftir Matthildi Skúladóttur »Hroki og yfirgangur borgaryfirvalda í garð kaupmanna við Laugaveg og hluta Skólavörðustígs er ekkert annað en hreint og klárt ofbeldi. Matthildur Skúladóttir Höfundur er íbúðaeigandi og fv. resktraraðili verslunar og gisti- heimilis við Skólavörðustíg. COVID-19- faraldurinn hefur raskað viðskiptum og starfsemi fyrirtækja um heim allan. Eitt af þeim vandamálum sem íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir þessa stundina er það hvernig þau geti hald- ið aðalfund innan þess frests sem lög kveða á um hafi hann ekki þegar farið fram. Af heilsufars- ástæðum og vegna samkomubanns sem nú er í gildi er óljóst hvenær aðalfundir íslenskra félaga geta farið fram með hefðbundnum hætti. Í lögum um hlutafélög nr. 2/1995 og lögum um einkahlutafélög nr. 138/1994 er gerð krafa um að aðal- fundir hlutafélaga og einkahluta- félaga fari fram innan átta mánaða frá lokum hvers reikningsárs, nema kveðið sé á um styttri tíma í samþykktum viðkomandi félags. Í fyrrgreindum lögum er einnig mælt fyrir um tiltekin mál sem tekin skulu fyrir á aðalfundum fé- laga og ákvarðanir sem aðalfundir skulu taka. Í ljósi framangreinds vaknar sú spurning hvernig hægt sé að takast á við þann vanda sem uppi er. Samkomubann kemur í veg fyrir mætingu á staðnum Samkomubann gæti komið í veg fyrir möguleika hluthafa til þess að mæta á aðalfund félags, sem hald- inn skal innan átta mánaða frá lok- um hvers reikningsárs. Þegar aðal- fundur félags er boðaður ætti félagið þó að gera allar ráðstafanir til að lágmarka smithættu fyrir hluthafa, starfsmenn og aðra þá sem hafa heimild til þess að sækja fundinn. Enda ættu fyrirtæki að leitast við að takmarka fjölda þátt- takenda. Fyrirtæki ættu einnig að gera frekari varúðarráðstafanir til að lágmarka smithættu á hluthafa- fundum, t.d. með því að bjóða upp á möguleika á að kjósa rafrænt eða leita annarra úrræða með tækni- legum hætti. Það fer þó eftir að- stæðum hverju sinni, einkum fjölda hluthafa og stærð viðkomandi fé- lags. Sé fjöldi hluthafa innan marka samkomubanns væri þó möguleiki á að halda hluthafafund með mætingu á staðn- um. Er hægt að fram- lengja frestinn? Möguleg lausn á þessum vanda er ein- faldlega að framlengja þann frest sem íslensk félög hafa til þess að halda aðalfund. Að mati höfundar gæti komið til greina að gerð yrði tímabundin breyting á lögum um hlutafélög og einka- hlutafélög í því skyni að fram- lengja frestinn til þess að halda að- alfundi félaga. Sambærilegar ákvarðanir hafa verið teknar í ná- grannalöndum okkar. Má í þessu sambandi benda á að finnska dómsmálaráðuneytið birti nýverið frumvarp til nýrra laga um breyt- ingu á finnsku hlutafélagalögunum sem framlengja frest til þess að halda aðalfundi fram til 30. sept- ember 2020. Einstök félög geta aftur á móti ekki framlengt frest til þess að halda aðalfund sinn með breytingu á tilgreindum fresti í samþykktum sínum. Sú lausn er ekki á valdi fé- laga enda myndi ákvæði í sam- þykktum um framlengingu umfram hinn lögboðna frest brjóta í bága við ákvæði laga um hlutafélög og einkahlutafélög. Heimild fyrir rafrænum hlut- hafafundum til staðar í 14 ár Frá árinu 2006 hefur verið heim- ild í hlutafélagalögum til þess að halda hluthafafundi rafrænt. En athygli vekur að þrátt fyrir þær miklu tækniframfarir sem hafa átt sér stað á síðustu árum þá hafa hluthafafundir hingað til oftast verið haldnir með mætingu á staðnum. Þetta lagaúrræði hefur því verið lítið notað þrátt fyrir þá staðreynd að hlutafélagalög hafa heimilað rafræna hlutafundi í rúm 14 ár. Í 2. mgr. 80. gr. a. hluthafa- félagalaga segir „hluthafafundur getur ákveðið að hluthafafundur verði aðeins haldinn rafrænt. Í ákvörðuninni skal koma fram hvernig nota á rafræna miðla í tengslum við þátttöku í hluthafa- fundinum. Ákvörðunina skal taka upp í samþykktir félagsins. Ákvæði 68. gr. gilda um ákvörðunina og breytingar á henni.“ Sambærilegt ákvæði er að finna í 2. mgr. 55. gr. a. laga um einkahlutafélög. Félagsstjórn ákveður hvaða kröfur skulu gerðar til tæknibún- aðar til nota á hluthafafundum sem haldnir eru rafrænt, að hluta eða öllu leyti. Í fundarboði til hluthafa- fundar skulu koma fram upplýs- ingar um tæknibúnað auk upplýs- inga um það hvernig hluthafar geta tilkynnt um rafræna þátttöku sína og hvar þeir geta nálgast upp- lýsingar um framkvæmd rafrænn- ar þátttöku í hluthafafundi. Skilyrði þess að haldinn verði rafrænn hluthafafundur er að fé- lagsstjórn sjái til þess að fund- urinn geti farið fram á öruggan hátt. Skulu þau tæki, sem notuð eru, vera þannig gerð að tryggt sé að uppfyllt séu lagaskilyrði sem gerð eru til hluthafafundar, þ.m.t. réttur hluthafa til að sækja hlut- hafafund, taka þar til máls og greiða atkvæði. Tæknibúnaðurinn skal jafnframt gera það kleift að staðfesta með öruggum hætti hvaða hluthafar sækja fundinn og hvaða atkvæðisrétt þeir hafa auk niðurstöðu atkvæðagreiðslna. Höfundur telur mikilvægt við val á tæknibúnaði að meta öryggi og persónuvernd þeirra gagna sem dreift er á fundinum. Þátttakendur verða að geta fylgst með um- ræðum og nýtt atkvæðisrétt sinn með tæknibúnaðinum. Af þessu sögðu telur höfundur að rafrænir hluthafafundir gætu því verið fullkomin lausn fyrir fyrirtæki, að því tilskildu að slíkur fundur sé haldinn í samræmi við hlutafélagalög og lög um einka- hlutafélög. Rafrænir hluthafafundir á tímum COVID-19 Eftir Diljá Helgadóttur » Af heilsufarsástæð- um og vegna sam- komubanns sem nú er í gildi er óljóst hvenær aðalfundir íslenskra fé- laga geta farið fram með hefðbundnum hætti. Diljá Helgadóttir Höfundur er lögfræðingur, LLM. dilja.helgadottir@duke.edu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.