Morgunblaðið - 30.04.2020, Qupperneq 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020
SJÓNMÆLINGAR
hefjast að nýju 4. maí
Tímapantanir í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Norðausturhorn landsins er afar
gjöfult svæði á margan hátt og
þegar litið er til landbúnaðar, út-
gerðar og ekki síst til ferðaþjón-
ustu eru sóknarfæri og tækifæri til
nýsköpunar umtalsverð. Engu að
síður hefur byggðarþróun á
Bakkafirði, Raufarhöfn og Öxar-
fjarðarhéraði verið neikvæð á síð-
astliðnum 10-15 árum og hafa orð-
ið talsverðar breytingar á
atvinnuháttum frá því sem áður
var.
Þrátt fyrir að byggðarlögin séu
ólík eiga þau það sameiginlegt að
störfum hefur fækkað, búskapur
hefur víða lagst af og dregið hefur
úr þjónusta við íbúa. Þessi byggð-
arlög hafa því öll verið skilgreind
sem „Brothættar byggðir“ og fóru
eftirfarandi byggðaeflingarverkefni
af stað í kjölfarið: Raufarhöfn og
framtíðin 2012, Öxarfjörður í sókn
á árinu 2016 og nú síðast Betri
Bakkafjörður á árinu 2019. Verk-
efnið Brothættar byggðir er ein af
þeim aðgerðum Byggðaáætlunar
sem er ætlað að aðstoða byggð-
arlög í erfiðri stöðu. Í verkefninu
hafa tekið þátt tólf byggðarlög eða
byggðarkjarnar, sem eiga það
sameiginlegt að hafa lent í áföllum
samhliða breytingum á atvinnu-
háttum. Verkefnið hefur haft já-
kvæð áhrif á samfélögin og í mörg-
um tilfellum orðið til þess að ný
störf hafa orðið til og byggðirnar
fengið ákveðna endurnýjun. Þá
hefur þetta einnig orðið til þess að
efla og styðja við nýsköpunar- og
frumkvöðlastarf í þessum byggð-
arlögum. Þegar á heildina er litið
eru fjölmörg verkefni sem styrkt
eru eða hafa verið styrkt af Brot-
hættum byggðum. Það eitt og sér
að íbúar séu að sækja um styrki
og nýta allt það fjármagn sem er
til ráðstöfunar segir heilmikið, íbú-
ar sjá tækifærin, hugsa í lausnum
og sækja fram á við þrátt fyrir að
talsverðar hindranir séu til staðar.
Því er afar mikilvægt að haldið sé
áfram að styðja við þessi byggð-
arlög með þessum hætti og meira
til.
Fá landsvæði eru eins vel til
þess fallin frá náttúrunnar hendi
að stundaður sé blómlegur land-
búnaður, öflug ferðaþjónusta og
ræktun af ýmsum toga, auk þess
að skammt er á gjöful fiskimið.
Það þarf því ekki að koma á óvart
að svæðið í heild er þekkt fyrir há-
gæða matvælaframleiðslu og segja
má að það sé ákveðið matarbúr. Þó
að talsvert sé um smábátaútgerð,
fiskvinnslu og fiskeldi, sláturhús,
heimavinnslur og grænmet-
isræktun af ýmsum toga eru ansi
margar auðlindir og vannýtt tæki-
færi til staðar. Mikilvægi þess að
efla og bæta innlenda framleiðslu
er farið að vega þungt, sérstaklega
þegar horft er til kolefnis- og vist-
spora.
Þessi byggðarlög eru einnig afar
vel til þess fallin að „hýsa“ störf
án staðsetningar/fjarvinnslu. Á síð-
ustu árum hafa orðið miklar fram-
farir í tækni og þá ekki síst að-
gangur að ljósleiðara og ljósneti.
Lagðir hafa verið ljósleiðarar um
landið þvert og endilangt, sem ger-
ir það að verkum að auðvelt er að
vinna ákveðin störf í hinum dreifðu
byggðum. Á norðausturhorninu er
húsnæði til staðar í flestum þétt-
býliskjörnum sem býður upp á
góða vinnuaðstöðu fyrir starfs-
menn í fjarvinnslu. Þá hlýtur
reynsla okkar af COVID-19 að
verða til þess að stjórnvöld skoði
það af alvöru hvort endurskoða
beri þá stefnu að flestar stofnanir
ríkisins séu á einum stað, þ.e.a.s. á
höfuðborgarsvæðinu.
Ferðaþjónustan hefur vaxið mik-
ið og til hafa orðið ný störf sem
styrkt hafa byggðina. Unnið hefur
verið skipulega í markaðssetningu
svæðisins með aðkomu stofnana á
svæðinu og hins opinbera. Nýlega
var kynntur nýr ferðamáti, svo-
kölluð Norðurstrandarleið (Arctic
Coast Way). Markmiðið með leið-
inni er að skapa farveg og sér-
stöðu fyrir þá sem vilja halda sig
utan alfaraleiðar og það hefur opn-
að á ýmsa möguleika þegar kemur
að afþreyingu fyrir ferðamenn. Í
því sambandi má nefna að þegar
þetta er ritað hefur Fram-
kvæmdasjóður ferðamannastaða
úthlutað aukaframlagi til uppbygg-
ingar innviða og komu tveir stórir
styrkir í hlut verkefna á Rauf-
arhöfn og Bakkafirði. Þetta er afar
mikilvægt innlegg í þá viðleitni
sem er til staðar í þessum byggð-
arlögum og á svæðinu öllu. Sama
má segja um aukaúthlutun fjár-
muna til frumkvæðisverkefna í
Brothættum byggðum á árinu 2020
sem boðuð var fyrir fáum dögum
og nýtist Öxarfjarðarhéraði og
byggðinni við Bakkaflóa.
Þá ber að nefna að samhliða því
að Bakkafjörður var tekinn inn í
verkefnið Brothættar byggðir var
gert samkomulag við stjórnvöld
um að byggja upp veginn milli
Bakkafjarðar og Þórshafnar. Um
er að ræða 27 km malarveg. Með
því að klára veginn er komið bund-
ið slitlag á veg nr. 85 frá Húsavík
til Vopnafjarðar. Þá mun nýr
Dettifossvegur einnig verða mikil
samgöngubót og styrkja ferðaþjón-
ustu svæðisins í heild á árs-
grundvelli.
Fyrir þá sem hafa áhuga á
frumkvöðlastarfi eða nýsköpun er
norðausturhornið afar spennandi
kostur þar sem tækifærin leynast
viða.
Tækifæri á norðausturhorninu
og verkefnið Brothættar byggðir
Eftir Charlottu Englund,
Nönnu Steinu Höskuldsdóttur
og Ólaf Áka Ragnarsson
» Fá landsvæði eru
eins vel til þess
fallin að stundaður
sé landbúnaður, ferða-
þjónusta og ræktun
af ýmsum toga, auk
þess að skammt er
á gjöful fiskimið.
Charlotta
Englund
Höfundar eru verkefnisstjórar.
lotta@ssne.is
Nanna Steina
Höskuldsdóttir
Ólafur Áki
Ragnarsson
Atvinna