Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020
✝ Álfur Ketilssonfæddist á Ytra-
Fjalli í Aðaldal 7.
október 1939. Hann
lést á Dvalarheimili
aldraðra Sauðár-
króki 20. apríl
2020. Foreldrar
hans voru Jóhanna
Hólmfríður Björns-
dóttir, f. 20.1. 1899.
d. 18.12. 1998, og
Ketill Indriðason, f.
12.2. 1896, d. 22.9. 1971, búend-
ur þar. Systkini: Indriði, f. 4.4.
1934, bóndi á Ytra-Fjalli, Ása, f.
6.11. 1935, húsfreyja og bóndi á
Laugalandi í Skjaldfannardal,
Birna, f. 11.2. 1938, húsfreyja á
Akureyri, Ívar, f. 28.9. 1941. d.
27.2. 1942, og Ívar, f. 5.7. 1943,
bóndi á Ytra-Fjalli.
Eftir lögboðið barnaskóla-
nám, sem á þeim árum var fjór-
um sinnum þrír mánuðir í sveit-
ánssonar, f. 14.10. 1908, d. 1.8.
2004, búenda í Brennigerði í
Borgarsveit. Bróðir hennar
Bragi, f. 18.9. 1936, d. 6.4. 1937.
Margrét og Álfur gengu í hjóna-
band 9.10. 1971 og hefur heimili
þeirra lengst af verið í Brenni-
gerði síðan. Börn þeirra eru: 1)
Stefán, f. 30.5. 1975, maki Guð-
rún Jacqueline Hannesdóttir, f.
13.6. 1982. Börn Stefáns eru:
Stefán, f. 22.7. 2004, Álfgeir, f.
23.7. 2008, Kristinn, f. 23.7.
2008, Sebastían Snær, f. 8.9.
2016, og Baltasar Bragi, f. 29.5.
2019. Stjúpsonur: Sigurður Páll
Pálsson, f. 24.3. 1992. 2) Herdís,
f. 26.1. 1977, maki Guðmundur
Marinó Ásgrímsson, f. 16.1.
1974, börn Herdísar eru: Mar-
grét Ólöf Soka, f. 1.11. 2007, og
Elísabet Rut Soka, f. 18.6. 2009.
Stjúpbörn: Marín Ósk, f. 10.11.
1998, Júlía Heiður, f. 23.9. 2003,
og Ásgrímur, f. 18.3. 2010.
Á síðari árum gerðust Álfur
og Margrét skógarbændur í
Brennigerði.
Útförin fer fram í kyrrþey.
um, fór hann í
Héraðsskólann á
Laugum og lauk
þaðan gagnfræða-
prófi. Síðan fór
hann í Samvinnu-
skólann á Bifröst
og að því námi
loknu bauðst hon-
um starfsþjálfun
hjá SÍS og vann á
þess vegum við
kaupfélög á Ak-
ureyri, Ólafsvík, Hellissandi,
Tálknafirði og Sauðárkróki. Þar
ílentist hann svo hjá Kaupfélagi
Skagfirðinga og vann þar til
loka starfsaldurs, lengst af sem
skrifstofustjóri.
Á Sauðárkróki kynntist hann
konuefni sínu, Margréti Stefáns-
dóttur í Brennigerði. Hún fædd-
ist 25.1. 1942, dóttir Herdísar
Ólafsdóttur, f. 10.2. 1911, d.
29.3. 2008, og Stefáns Stef-
Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag,
megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi
þig Guð í hendi sér.
(Írsk bæn)
Elsku pabbi, ég kveð þig með
djúpum söknuði. Margs er að
minnast þegar ég lít yfir farinn
veg og er þakklæti mér efst í
huga.
Pabbi var afar vel gerður mað-
ur með ríka eðliskosti. Hann var
sérstaklega orðvar, prúðmenni,
víðlesinn og fróður. Hann var úti-
vistar- og ræktunarmaður af lífi
og sál. Í Brennigerði hóf hann að
gróðursetja, sá fræjum og setti
sinn fagurkerasvip á landið og átti
ég yndislegan tíma með honum
við þessa iðju. Á þessum kyrrð-
arstundum í náttúrunni gátum við
rætt ýmsa hluti. Hann var góður
hlustandi og opinn fyrir sjónar-
miðum og afar fær að leiðbeina og
koma með góð innlegg. Nærvera
hans var kærleiksrík og gaf mik-
inn frið.
Hálendið, fjallgöngur og að
tjalda úti í náttúrunni var í miklu
uppáhaldi hjá honum. Á ferðum
okkar um landið var hann óþreyt-
andi að fræða okkur um stað-
hætti, gróður, fuglalíf og allt sem
fyrir augu bar. Þetta eru minn-
ingar sem lifa innra með mér.
Eitt af áhugamálum pabba var
laxveiði. Á hverju sumri var farið
á hans heimaslóðir austur í Að-
aldal þar sem hann gat sameinað
veiðina og í leiðinni ræktað fjöl-
skylduböndin sem voru honum
mikils virði.
Pabbi var skipulagður og störf-
um hlaðinn en gaf sér samt alltaf
tíma fyrir okkur systkinin. Hann
var skemmtilegur og mikill félagi,
kenndi okkur marga leiki, tefldi,
fór með okkur í gönguferðir og las
í bókum fyrir okkur á kvöldin í
barnæsku.
Í veikindum pabba var já-
kvæðni, æðruleysi og innri ró
hans aðalsmerki. Nú er hann
kominn í dýrðarríki Guðs og líður
vel. Mig langar að lokum að þakka
öllu starfsfólki á Dvalarheimili
aldraðra, deild 5 fyrir frábæra
umönnun, kærleika og hlýju og að
taka á móti öllum símtölunum frá
mér. Á þessum sérstöku tímum er
ég full þakklætis fyrir það að hafa
fengið að vera hjá honum þegar
hann kvaddi.
Minning þín er ljós í lífi mínu,
þín elskandi dóttir,
Herdís Álfsdóttir.
Álfur Ketilsson góðmenni er
farinn í ferðalagið mikla. Það er
honum frelsun og mun hann fá
höfðinglegar móttökur í fullu
samræmi við hvernig hann lifði á
fallegan og óeigingjarnan hátt.
„Stórfljótin falla neðanjarðar“
(orðtak Leonardos da Vinci).
Eftir sit ég ævinlega þakklátur
fyrir allt það sem hann gaf mér, á
þeim lista er ekkert sem telja má
óvandað að neinu leyti. Það var
blessun að vera settur í hendurn-
ar á pabba og fjölskyldunni á
Brennigerði.
Hugurinn reikar og litið er yfir
farinn veg, mér er ljóst að und-
irliggjandi stefið í lífi pabba er eft-
irfarandi þótt sjálfur hefði hann
ekki orð á því:
Skildu betur við en þú tókst við.
Skipti þá engu hvort um menn
eða málleysingja væri að ræða,
landið okkar eða hver þau verk-
efni sem pabbi tók að sér.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar
var speki sem pabbi virti til hins
ýtrasta, aðgát var höfð í orðum
þótt viðkomandi sál væri hvergi
nærri. Slegið var í kringum hreið-
ur á túnum og ráðvilltum fýlum
bjargað af vegum og svo mætti
lengi telja.
Þolinmæði, vinnu- og um-
hyggjusemi eru góðir kostir fyrir
skógræktarmann. Komandi kyn-
slóðir munu njóta óeigingjarnra
verka pabba á því sviði. Pabbi var
mikið náttúrubarn, hann kunni að
njóta en hann vildi líka að aðrir
nytu, rusl var iðulega tekið upp,
hlúð að gróðri og passað hvar stig-
ið var niður. Vandvirkni var ávallt
viðhöfð og bar allt umhverfi
pabba þess merki. Já, ástkær fað-
ir minn skildi betur við hlutina en
hann kom að þeim.
Fróðleik og visku var miðlað á
kíminn og skemmtilegan hátt en á
sama tíma fylgdi pabbi þeirri lífs-
speki að hann hefði tvö eyru (sem
voru skemmtilega stór og útstæð)
en bara einn munn.
Pabbi var fullur af kærleik,
sem barn man ég eftir að finna
fyrir þéttofnum þráðum ástar,
virðingar og kærleiks gagnvart
mömmu og okkur systkinunum.
Þræðirnir teygðu sig þó talsvert
lengra og brúuðu kynslóðabilið og
gengu til foreldra, eigin jafnt sem
tengdra, bræðra og systra, listinn
heldur áfram þótt minni upptaln-
ingu ljúki. Ég votta systkinum
pabba mína innilegustu samúð,
sterk tenging var þeirra á milli.
Það er gott að alast upp klædd-
ur ósýnilegum fötum ofnum úr
ofangreindu, þau bæði hlýja
manni og snerta. Pabbi kenndi
með því að gera og vera.
Ég finn til vanmáttar við þessi
skrif, mér finnst ég ekki eiga réttu
orðin til að draga lífi pabba nógu
fallega mynd. Hvatning mín og
útgangspunktur er sú að barna-
börnin sem hann elskaði innilega
munu hafa aðgang að þessum
texta til áminningar um það vega-
nesti sem afi þeirra hefði gefið
þeim í ennþá ríkulegri mæli hefði
hann fengið rýmri tíma ásamt
betri heilsu síðustu árinn.
Hafðu fararheill var kveðja
sem Stefán afi notaði gjarnan,
þessa kveðju notaði pabbi til að
kveðja Dísu ömmu. Hafðu farar-
heill elsku pabbi minn, þú ljós af
manni.
Stefán Álfsson.
Margt hafði ég heyrt um þenn-
an góða mann hann Álf, því miður
kynntist ég honum alltof seint
þótt máltækið „betra seint en
aldrei“ hafi sjaldan átt betur við.
Ég man vel eftir stressinu þeg-
ar við fórum fyrst að heimsækja
hann og Margréti í Brennigerði
um páskana 2017. Það var fljótt að
fara því móttökurnar voru meiri
en höfðinglegar. Til að sýna þeim
að ég væri til einhvers nýtur
bauðst ég til að sjá um að elda og
var það ágætis hugmynd því Álfur
og Margrét sáu fljótt að best væri
að hafa mig bak við eldavélina.
Í byrjun var ekki létt fyrir mig
að hafa bein samskipti við Álf því
þær mæðgur voru fljótar að svara
fyrir hann. En þegar við höfðum
tíma saman sá ég fljótt hvaða
mann hann hafði að geyma.
Það sem skipti mestu máli var
hvernig þau hjónin tóku á móti
börnunum mínum, sem fundu
strax að þau væru hluti af Brenni-
gerðisfjölskyldunni.
Ferð sem ég mun seint gleyma
er þegar við tókum hann í bíltúr til
Hóla, það sem hann vissi um fjöll
og firnindi. Það var eins og ég færi
30-40 ár aftur í tímann að hlusta á
pabba minn reyna að viska mann
til (ekki leiðum að líkjast, þótt ég
væri meðtækilegri á seinni árum).
Alla þessa ferð hafði Álfur orð-
ið og hann nýtti það svo vel að við
Herdís, Margrét og Elísabet
munum seint gleyma því hvað
hann kenndi okkur um staðhætti
og söguna allt um kring.
Þessa dagana voru hans ferða-
lög að mestu að fara á milli
Brennigerðis og dvalarheimilisins
svo hann naut sín í botn. Þegar
komið var að vegamótunum og
valið stóð á milli Sauðárkróks og
Hofsóss var hann ekki lengi að
velja að Hofsós væri betri kostur.
Þegar hann var ekki að hugsa
um fjölskyldu og vinnu var gróð-
ursetning hans áhugamál. Herdís
mín tók sig til einn daginn og
labbaði á fjallið og tíndi sveppi
eins og enginn væri morgundag-
urinn. Þegar kom svo að því að
matreiða afraksturinn þá sátum
við Álfur með henni við eldhús-
borðið. Hafði ég orð á því hvort
hún vissi hvaða sveppir væru ætir
eður ei. Þá tók Álfur sig til og stóð
upp óstuddur og náði í bók sem
sagði allt um sveppi og rétti mér.
Eftir það voru mín afskipti af
gæðum sveppa lítil sem engin.
Þetta lýsir vel hvernig þessi
maður var byggður af vilja og viti.
En það sem lýsti honum einna
best var áhugi hans á umhverfinu,
og sér í lagi skógrækt. Hann vildi
að börnin hans hefðu að leiðar-
ljósi: „Maður á að skila hlutum
betur frá sér en maður kemur að
þeim.“
Minningin lifir, elsku Margrét,
Stefán og Herdís.
Takk fyrir okkur.
Guðmundur Marinó
Ásgrímsson.
Hér kom engum óvænt kallið,
allir falla nú vegir greiðir.
Sá, sem áður fór yfir fjallið
farinn er nú á hærri leiðir
yfir dimma dauðahallið,
dagsbrún sér – og aftur heiðir.
Létt var honum því lúðurgjallið
leikvangur nýr, þar sem úr sér breiðir.
(Ketill Indriðason)
Álfur bróðir minn hefur nú
kvatt þennan heim eftir áralanga
baráttu við sjúkdóm sem rændi
hann smám saman allri orku og
líkamskröftum, en sú var líkn með
þraut að hann fékk haldið hugsun
sinni og ljúfu lund til loka.
Það er margs að minnast og allt
að þakka frá samvistum okkar
fyrr og síðar, en þær spanna 80 ár.
Við systkinin ólumst upp við
mikið ástríki og umhyggju for-
eldra okkar, sem höfðu mikla trú
á gildi bæna og góðra hugsana.
Móðir okkar kenndi okkur bænir
og las með okkur fyrstu árin og
hún kenndi okkur líka að lesa,
skrifa og reikna og lagði grunn að
öllu frekara námi. Hún bað ekki
um hamingju, en að ég yrði góður
maður bað hún oft og eflaust hafa
systkini mín fengið sömu bænir
og er það ekki lykillinn að ham-
ingjunni? Og svo að læra að fyr-
irgefa – og biðja um fyrirgefn-
ingu. Pabbi las oft fyrir okkur öll
og fræddi um margt. Við systkin
lærðum margt af ljóðum og lausa-
vísum af foreldrum okkar og af
lestri og var það einn leikur okk-
ar, að kveðast á. Var þá ýmist
mælt af munni fram, kveðið eða
raulað. Þetta var hægt við ýmis
störf, t.d. heyskap eða tóvinnu,
sem var enn ofurlítil í uppvexti
okkar, vefnaður en einkum spuni
á vél og var Álfur orðinn liðtækur
spunamaður um fermingu og
sömuleiðis sláttumaður góður.
Mest af skólakostnaði greiddi Álf-
ur með sumarvinnu sinni og vann
meðal annars eitt sumar hjá
Skógrækt ríkisins á Vöglum og
glæddist þar skógræktaráhugi,
sem hann hafði að heiman. Hann
var óþreytandi að liðsinna foreldr-
um og systkinum á allan hátt og
var svo ætíð.
Áhugamál Álfs voru mörg,
nefni útivist, óbyggðaferðir, fjall-
göngur, laxveiði; áttu þeir
Tryggvi Eymundsson vinur hans
margar stundir saman við Blöndu
og Laxá í Aðaldal. Kærust var
honum líklega skógræktin.
Skömmu eftir að hann flutti í
Brennigerði fékk hann þar grýtt
móhorn, girti og hóf trjárækt og
er þar orðinn fallegur lundur. Ól
upp plöntur og gerði tilraunir.
Eftir að búfjárhaldi lauk í Brenni-
gerði gerðust þau Margrét skóg-
arbændur. Fóru á námskeið og í
námsferðir, friðuðu fjallshlíð ofan
bæjar og meira land þó og
plöntuðu tugþúsundum trjáa af
mörgu tagi, sem nú eru að vaxa
upp og bera þeim gott vitni með
meiru.
Fyrir nokkrum árum hitti ég
aldraðan Skagfirðing. Er hann
vissi að ég væri bróðir Álfs sagði
hann: „Þar átt þú góðan bróður.“
Þetta þurfti ekki að segja mér en
vænt þótti mér um vitnisburðinn.
Ástvinir Álfs hafa mikils misst og
við Valgerður mín vottum Mar-
gréti, börnum þeirra, tengda-
börnum og barnabörnum innilega
hluttekningu. Megi minning Álfs
lifa með okkur öllum.
Indriði Ketilsson.
Bláir eru dalir þínir
byggð mín í norðrinu
heiður er þinn vorhiminn
hljóðar eru nætur þínar
létt falla öldurnar
að innskerjum
hvít eru tröf þeirra.
(Hannes Pétursson)
Vorkoman er öllum kær. Tákn
hennar eru margbreytileg; bjartir
dagar, skemmri nætur, þröstur í
runna, stelkur í mýri, lóa í túni, öll
með lofsöng til lífsins og vorsins.
Skógarhríslur brjótast upp úr hel-
fjötrum vetrargaddsins, blessuð
björkin bognar en brotnar ekki og
syngjandi lækir og vötn fagna
frelsi.
Þöglar eru heiðar þínar
byggð mín í norðrinu.
Huldur býr í fossgljúfri
saumar sólargull
í silfurfestar vatnsdropanna.
(HP)
Hjartkær bróðir minn Álfur
Ketilsson var barn vorsins og gró-
andans. Það var ekki auður í búi á
bernskuheimili okkar en þeim
mun meira af ástúð og umhyggju
og það var gott að alast upp við
nið framanvatnanna og finna ilm-
inn úr birkihlíðinni í Fjallshnjúk.
Álfur unni og hlúði að gróðri alla
ævi eins og svo glögg merki sjást í
landi Brennigerðis í Skagafirði
þar sem hann bjó meðan kraftar
leyfðu ásamt konu sinni Margréti
Stefánsdóttur.
Við vorum fimm systkinin sem
ólumst upp á Fjalli. Einn bróðir
dó í frumbernsku. Álfur var næst-
yngstur af þeim sem lifðu. Hann
var ljúfur og glaðlyndur drengur
sem þroskaði með sér einstakt
jafnlyndi og prúðmennsku og
mælti aldrei æðruorð í veikindum
sínum. Honum var gefið mikið
sálarþrek. Æskuminningarnar
eru allar á einn veg. Þar bar aldrei
skugga á. Ástríkur sonur og bróð-
ir og með hans aðstoð átti ég þess
kost til margra ára að ferðast
landshornanna á milli til að kom-
ast á æskustöðvarnar með börnin
mín og treysta ættarböndin. Því
var mér svo mikils virði að hafa
möguleika á því seinustu árin þeg-
ar parkinsonssjúkdómurinn
þrengdi kosti hans jafnt og þétt að
dvelja hjá þeim Möggu í Brenni-
gerði og rifja upp gamlar gleði-
stundir.
Seinast kom ég til hans í haust
á afmælinu hans og ætlaði að
koma í vetur en þá skullu yfir allar
breytingarnar í þjóðfélaginu.
Bróðir og vinur! Við systkini
þín og fjölskyldur okkar óskum
þér góðrar ferðar í fegri heima og
þökkum óendanlega gæsku og
góðsemi. Vottum Möggu þinni
sem stóð með þér til æviloka,
Stefáni og Herdísi, börnunum
ykkar, okkar dýpstu samúð.
Sæl verður gleymskan
undir grasi þínu
byggð mín í norðrinu
því sælt er að gleyma
í fangi þess
maður elskar.
(HP)
Guð geymi þig.
Ása Ketilsdóttir.
Það var að byrja að vora á
Norðurlandi þegar Álfur Ketils-
son kvaddi þetta jarðlíf 20. apríl
sl. Brumið byrjað að sjást á trjám
og runnum og vottaði fyrir græn-
um stráum í varpa. Álfur, sem alla
tíð var maður gróðurs og rækt-
unar, var kvaddur til þess að
„meira að starfa Guðs um geim“ á
þeim tíma árs, sem hann unni
meira en öðrum; í vori og gró-
anda. Honum fylgja óskir um far-
arheill og þakkir fyrir líf hans allt
og starf.
Þegar við samnemendur hans á
Bifröst komum þangað haustið
1960 fór ekki hjá því að þessi
svarthærði og sviphreini piltur úr
Þingeyjarsýslu vekti strax athygli
okkar skólasystkina og fljótlega
kom í ljós að honum hafði verið
meira andlegu atgervi úthlutað af
forsjóninni en meðalmanni. Bæði
skólasystkinum og kennurum
varð fljótt ljóst að ekki hafði hann
einungis hlotið bæði góðar gáfur
og námshæfileika í vöggugjöf,
heldur bjó hann yfir meiri fé-
lagsþroska en algengt var með
tvítugt fólk á þessum tíma. Vafa-
laust hefur þar bæði verið upplagi
og kynfestu að þakka, en einnig
sérlega góðu uppeldi og rómaðri
heimilismenningu suðurþing-
eyskra sveita.
Það kom því eiginlega af sjálfu
sér að Álfur varð sjálfkjörinn og
sjálfsagður foringi okkar árgangs
og seinna allra nemenda skólans.
Hefur sú staða mála haldist síðan.
Síðar lágu leiðir okkar Álfs
saman í starfi hjá Kaupfélagi
Skagfirðinga, þar sem hann hóf
störf sem daglegur endurskoð-
andi haustið 1964. Yfirmenn fyrir-
tækisins kunnu vel að meta vand-
virkni hans, rökhyggju og
iðjusemi og fljótlega tók hann við
sem skrifstofustjóri. Varð þetta
starfsvettvangur Álfs þar til hann
fór á eftirlaun 67 ára gamall. Tók
þá við nýr kafli í lífi hans, en þau
hjón höfðu árum saman undirbúið
að koma á fót skógræktarbúi á
föðurleifð Margrétar, eiginkonu
Álfs. En svo fór þó, að sá tími sem
þeim gafst til að vinna saman að
þessu verkefni varð skemmri en
flestir hugðu. Var þetta því sorg-
legra, sem allir sem til þekktu
höfðu vænst þess að hann fengi
mörg og góð elliár til að sinna
hugðarefnum sínum, því hann var
alla tíð mjög vel á sig kominn lík-
amlega; grannholda, léttur í spori
og mikill göngu- og þrekmaður til
allra athafna sem hreyfingar
kröfðust. Þess utan var hann mik-
ill reglumaður, neytti hvorki
áfengis né tóbaks og hófsmaður í
öllu sínu lífi.
Svo sem nærri má geta var Álf-
ur oft kvaddur til ábyrgðarstarfa í
hinum ýmsu félagsmálum og varð
þar í hvívetna hinn gagnsamasti
sínu samfélagi. Enda þótti mörg-
um að hann væri til þess fallinn að
takast einnig á hendur meiri
ábyrgðarstörf á sviði síns fyrir-
tækis, en hann fékkst þó ekki til
þess. Mun þó mjög hafa verið að
honum lagt af bæði félagsstjórn
KS og einnig samstarfsfólki að
taka að sér stjórn félagsins þegar
kaupfélagsstjórinn þáverandi,
Helgi R. Traustason, varð bráð-
kvaddur í árslok 1981.
Að leiðarlokum er Álfi þakkað-
ur félagsskapur og vinátta síðast-
liðin sextíu ár. Þar hefur ekki
skugga á borið. Eiginkonu hans,
börnum og þeirra fjölskyldum er
vottuð innileg samúð.
Guðbrandur Þ.
Guðbrandsson.
Úti í þessum undrageim
æðri máttur dulinn er.
Einhver hefur einhvers staðar
allt í hendi sér.
(Birgir Marinósson)
Vinur okkar Álfur Ketilsson
kvaddi þetta jarðlíf 20. apríl sl.
Erfiðum veikindum lauk rétt áður
en vorið og gróandinn flæddi um
jörðina sem hann unni og hafði
unnið fyrir. Við kynntumst í Sam-
vinnuskólanum á Bifröst og sung-
um þar samvinnusönginn um sáð-
manninn, við sungum líka „Vertu
Álfur Ketilsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig
er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjónarmenn
minningargreina vita.
Minningargreinar