Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020
✝ SigurborgSkjaldberg
fæddist í Hafn-
arfirði 15. sept-
ember 1941. Hún
andaðist á Land-
spítalanum 16.
apríl 2020. For-
eldrar Sigurborg-
ar voru þau Ólöf
Haraldsdóttir, hús-
móðir og sauma-
kona, f. 10.1. 1923,
d. 13.5. 2019, og Nói Skjald-
berg Jónsson bílstjóri, f. 7.1.
1920, d. 19.9. 1963. Fósturfaðir
Sigurborgar var Magnús
Bjarnason járnsmiður, f. 17.7.
1928, d. 9.1. 2019. Albróðir
hennar er Garðar Olgeirsson, f.
25.3. 1944. Hann var ætt-
leiddur. Sammæðra eru Júlía
Magnúsdóttir, f. 27.11. 1946,
Guðmunda Sæunn Magn-
úsdóttir, f. 11.6. 1948, og
Bjarni Magnússon, f. 23.10.
1949. Samfeðra eru Kolbrún
Skjaldberg, f. 26.5. 1951, og
vinnslu í Íshúsi Hafnarfjarðar.
Síðar starfaði hún við ræstingu
á leikskóla, verslunarstörf hjá
Hagkaupum og sem stuðnings-
fulltrúi í Heyrnleysingjaskól-
anum og fyrir aldraðra heyrn-
leysingja.
Hún hafði alla tíð mikinn
áhuga á málefnum heyrn-
arlausra á Íslandi og tungumáli
þeirra, táknmálinu. Hún sat í
táknmálsnefnd Félags heyrn-
arlausra og hefur alla tíð hald-
ið til haga allri þeirri umfjöllun
um málefni heyrnarlausra og
heyrnarskertra sem birtist í
dagblöðum og tímaritum hér á
landi. Sigurborg var handa-
vinnukona, saumaði föt, hekl-
aði og prjónaði mikið á efri ár-
um.
Sigurborg verður kistulögð
og kvödd í dag, 30. apríl 2020,
en vegna aðstæðna í þjóðfélag-
inu verða aðeins nánustu að-
standendur viðstaddir. Minn-
ingarathöfn um Sigurborgu
verður haldin síðar.
Þór Skjaldberg, f.
20.3. 1957.
Eiginmaður Sig-
urborgar er Bald-
ur Snæhólm Ein-
arsson, f. 5.7. 1940.
Börn þeirra hjóna
eru: 1) Katrín Snæ-
hólm, f. 13.6. 1963,
maki Ólafur Krist-
jánsson. Börn:
Karen Lind, Sunn-
eva Sirrý, Nói
Snæhólm og Theodóra Hugrún.
2) Ólöf Snæhólm, f. 5.11. 1964.
Börn: Baldur Abraham, Aþena
Björg, Askur Ari og Alba Ind-
íana. 3) Davíð Snæhólm, f. 30.3.
1984, maki Stella Ingibjörg
Gunnarsdóttir. Börn: Natalía
Björt Snæhólm og Kristófer
Logi Snæhólm.
Sigurborg bjó alla tíð í Hafn-
arfirði. Hún stundaði nám í
Heyrnleysingjaskólanum og í
Húsmæðraskólanum á Varma-
landi. Hún vann á saumastofu á
sínum yngri árum og í fisk-
Minningar um mömmu.
Nú er elsku mamma horfin á
braut úr þessu jarðlífi. Kannski
heyrir hún vel núna og skilur allt
sem sagt er. Mamma fékk heila-
himnubólgu þegar hún var ung-
barn sem olli því að hún missti
heyrnina að mestu og var því í
Málleysingjaskólanum, síðar
Heyrnleysingjaskólinn, alla sína
skólagöngu. Þar kynntist hún
pabba og þau urðu par 1959 og
hafa þau gengið saman götuna í
nær 61 ár.
Mamma var sérstök kona og
átti sér stóra drauma. Hana
langaði mest að verða flugfreyja
og söngkona en þeir draumar
urðu aldrei hennar veruleiki. Það
er skrítið að sitja hér og kalla
fram allar minningarnar núna
þegar hún er farin, dáin. Dauð-
inn kom og sótti hana okkur öll-
um að óvörum, mætti snemma
morguns, sveipaði hana huliðs-
skikkju og djúpum svefni og um
kvöldið kvaddi hún þetta líf.
Það var eins og hún hafði allt-
af óskað sér; að hún fengi að
kveðja þetta líf í svefni án lang-
dreginna þjáninga. Og í hjörtum
okkar gleðjumst við með henni
og þökkum fyrir að hún fékk þá
ósk uppfyllta svona fallega og
friðsamlega. Eftir situr þó tóm-
leikinn og sorgin.
Það er sárt til þess að hugsa
að síðustu vikurnar var hún á
spítalanum og enginn gat heim-
sótt hana. Við trúum því að hún
hafi ekki verið ein þessar síðustu
stundir, að amma og afi sem
kvöddu þennan heim á síðasta
ári hafi verið þarna með henni og
tekið á móti henni inn í ljósið.
Mamma var einstök, sérstök
og dugleg. Stolt. Vildi fá að gera
allt sjálf og fara allt sjálf. Og hún
var hugrökk. Sagði stundum
þegar hún stóð frammi fyrir
áskorunum sem voru stórar: „Ég
alveg köld, ég bara gera það!“
Hún var líka forvitin og lær-
dómsfús. Orðaforði hennar var
ekki mikill en hún elskaði að
skrifa upp orðalista og fá okkur
systkinin til að útskýra hvað orð
þýddu og hvernig ætti að nota
þau.
Táknmálið var hennar móður-
mál og hún brann fyrir þróun
þess og var stöðugt að velta fyrir
sér hvernig væri hægt að segja
þetta eða hitt á táknmáli og gera
tillögur að nýjum táknum.
Það hrannast upp minning-
arnar um hana mömmu og það
væri hægt að skrifa um hana
heila bók, reyna að koma í orð
þessum einstaka karakter sem
hún var og hvernig hún sá lífið á
sinn eigin hátt.
Um hvernig hún studdi okkur
í gegnum allt sem lífið bauð upp
á með ráðum og dáð, hreinskiln-
um skoðunum og endalausri ást.
Hvernig hún umvafði okkur,
barnabörnin og barnabarna-
börnin sín endalausri hlýju og
velvilja og vildi alltaf allt fyrir
þau gera. Prjónaði fallegar lopa-
peysur á okkur öll, ullarsokka og
vettlinga fyrir litlar hendur og
fætur, málaði á postulín og gerði
keramik og var alltaf með litlar
gjafir sem hún gaf endalaust og
af mikilli umhyggju. Bakaði
pönnukökur, skúffukökur og
steikti kótelettur, það mátti eng-
inn fara frá henni svangur eða
kaldur.
Elsku mamma, þú varst klett-
ur í lífi okkar allra og þín er sárt
saknað.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höfundur ók.)
Katrín Snæhólm Baldursdóttir,
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir,
Davíð Snæhólm Baldursson.
Margar af okkar bestu minn-
ingum eru tengdar ömmu og afa
og heimilinu þeirra. Þar var
væntumþykja og umhyggja alls-
ráðandi og það fylgdi því ákveðið
öryggi að hafa þau með sér í líf-
inu, ávallt tilbúin að aðstoða eftir
bestu getu. Þegar við systkinin
fórum á táknmálsnámskeið átt-
uðum við okkur á því hvernig
hljóðin sem fylgja táknmálinu
veita okkur hlýju og innri ró og
fannst okkur það til marks um
hversu vel okkur leið á heimilinu
þeirra.
Við vorum alltaf velkomin,
hvort sem var til að fara í mat
eða bara ræða málin. Og þótt
amma ætti stundum svolítið erf-
itt með að skilja okkur og við
hana skipti það ekki máli því svo
greinilega mátti finna undirliggj-
andi umhyggjuna frá henni í
gegnum allt. Ef eitthvað bjátaði
á eða aðstoðar var þörf mátti
alltaf leita til þeirra, orðið nei
var ekki til í orðaforðanum þegar
kom að okkur barnabörnunum.
Amma var amma í tíunda
veldi, hún hugsaði fyrir öllu og
rúmlega það. Hún lagði sig t.d.
fram við að velja afmælis- og
jólagjafir og hitti alltaf naglann á
höfuðið með þær. Hún átti það til
að faðma okkur innilega stuttu
fyrir afmælisdag eða jól og í leið-
inni laumast til að lesa á fatamið-
ann í hálsmálinu til að vera viss
um að kaupa rétta stærð.
Fráfall ömmu skilur eftir sig
stórt skarð og tómarúm í lífi
okkar en minning hennar mun
alltaf lifa með okkur.
Orð geta ekki lýst því hversu
mikil áhrif þú hafðir á okkur,
elsku amma. Hvíldu í friði. Þín
barnabörn
Abraham, Aþena,
Askur og Alba.
Við fráfall Sigurborgar
Skjaldberg, ömmu Sirrýjar, rifj-
ast upp ótal fagrar minningar.
Við erum þakklát fyrir tímann
sem Guð gaf okkur með ömmu
Sirrý og dýrmætar minningar
um samverustundir, bæði í æsku
og á fullorðinsárum, sem hlýja
og umvefja sorgina. Minnisstæð
er ferðin sem við fórum hringinn
í kringum landið og utanlands-
ferðir sem við nutum saman.
Einnig óteljandi kaffibollar
sem fólu í sér samræður og sam-
skipti sem eru dýrmætari en gull
á þessum tíma. Lífsafstaða
ömmu einkenndist af gleði sem
frá henni streymdi. Það vita allir
sem ömmu þekktu að dagarnir
hennar voru svo sannarlega ekki
alltaf einfaldir eða auðveldir.
Fólkinu í kringum sig sýndi hún
þó alltaf ást, umhyggju og kær-
leika og lagði sig fram um að
vera mildandi og græðandi hönd
í aðstæðum hvers og eins. Hún
stóð með fólkinu sínu og sama
hvað einhver af hennar fólki átti
að hafa gert rangt þá trúði hún
því aldrei. Henni mátti alltaf
treysta.
Amma og afi báru þann kross
allt sitt líf að geta einungis tekið
þátt í samfélaginu að hluta til
vegna heyrnarskerðingar þeirra.
Það fallega við ömmu Sirrý var
að hún lét það ekki aftra sér á
nokkurn hátt. Amma Sirrý var
óþrjótandi brunnur af einlægni,
og kærleikur hennar til fólksins
síns og þeirra sem á vegi hennar
urðu var einstakur. Hún var
áhugasöm um fólk og naut þess
að fá upplýsingar um hvað dagar
síns fólks báru í skauti sér.
Hún gleymdi aldrei afmælis-
dögum eða merkisdögum í lífi
fólksins síns. Það skipti hana
máli að fólkið í kringum hana
vissi að hún væri að hugsa til
þeirra.
Amma Sirrý barðist fyrir
sínu. Hún var gædd sterkri rétt-
lætiskennd en var hógvær gagn-
vart sjálfri sér. Hún setti sjálfa
sig aldrei í fyrsta sæti. Þrátt fyr-
ir það fengu samferðamenn að
njóta hennar og upplifa þannig
kærleika hennar og umhyggju.
Það var gaman að tala við ömmu.
Hún sá alltaf spaugilegu hliðarn-
ar á lífinu, tilverunni og aðstæð-
um og húmor hafði hún mikinn.
Brosmild, hugmyndarík og stutt
í hlátur. Kenndi að prjóna og
sama hversu flækjan var mikil
þá var afraksturinn í hennar
huga alltaf fullkominn enda ein-
faldlega lagaði hún það sem
þurfti í prjónaskapnum.
Alveg sama hvað á bjátaði þá
var hún til staðar, hvar og hve-
nær sem var, í hverjum þeim
kringumstæðum sem við stóðum
frammi fyrir. Ómetanlegt var að
geta leitað til hennar. Þannig
verða kaffibollarnir og kexið í
mjólkinni að græðandi minning-
um þegar við stöndum frammi
fyrir kveðjustund.
Amma var hógvær baráttu-
kona. Lét ekki segjast svo glatt
en tók rökum. Hún var skemmti-
legur og litríkur persónuleiki
sem enginn gleymir sem honum
fékk að kynnast. Hún hafði gam-
an af hjátrúarvangaveltum. T.d.
var ekki æskilegt að borða gul-
rætur á meðgöngu og að rúlla
sér niður brekku var ávísun á
garnaflækju.
Guð geymi elsku ömmu Sirrý
og varðveiti í fullkomnu frelsi
himinsins. Sömuleiðis biðjum við
Guð að varðveita minningarnar
og styrkja okkur hvert og eitt.
Karen Lind og
Páll Ágúst.
Sigurborg Skjaldberg
✝ Kristín Rún-arsdóttir fædd-
ist 18. apríl 1966 á
Landspítalanum í
Reykjavík. Hún
varð bráðkvödd á
heimili sínu í
Hveragerði 15.
apríl 2020.
Foreldrar Krist-
ínar eru Ólöf Páls-
dóttir, f. 14. apríl
1937, og Rúnar
Hannesson, f. 9. desember 1940.
Kristín átti fimm alsystkini.
Þar má fyrst telja tvíburabróð-
ur hennar, óskírðan, d. 19. apríl
1966, þá komu tvíburasysturnar
Anna og Heiða, f. 30. maí 1967,
Páll, f. 26. september 1968, og
að síðustu Hannes, f. 23. ágúst
1971. Hálfsystkini Kristínar,
samfeðra, eru þrjú: Svanhildur
Kristín, f. 4. febrúar 1960,
Kristinn, f. 23. júlí 1961, d. 20.
febrúar 1962, og Birgir Þór, f.
23. janúar 1966.
Börn Kristínar eru: 1) Daníel
holtsvegi. Hún gerðist síðan
landshornaflakkari og flutti
suður á Kjalarnes árið 2003.
Eftir tveggja ára veru þar
færði hún sig um set yfir í
blómabæinn Hveragerði. Hún
eignaðist tvö yngri börnin sín
þar.
Í fyrstu einkenndust störf
hennar af aðstoð við heim-
ilishald og barnagæslu. Hún var
tvö sumur í sveit á Syðri-
Völlum í Vestur-Húnavatns-
sýslu og eitt sumar á Halldórs-
stöðum II í Bárðardal, Suður-
Þingeyjarsýslu og eitt ár á Sól-
vallagötu í hjarta Reykjavíkur.
Kristín starfaði um tíma á
sjúkrahúsi Húsavíkur. Hún
vann nokkur ár við færiband
rækjuvinnslunnar á Húsavík.
Kristín vann mestan hluta ævi
sinnar við verslunarstörf. Hún
vann í Nýja kökuhúsinu, Staldr-
inu, Nesvali og Hagkaupum í
Reykjavík, Shell-sjoppunni og
Kaupfélaginu á Húsavík. Í
Hveragerði vann hún á N1. Hún
tók iðulega að sér skúringar og
önnur tilfallandi störf með
fullri vinnu. Síðustu árin voru
henni erfið þar sem heilsan fór
að gefa eftir.
Útför hennar fer fram í dag,
30. apríl 2020.
Freyr, rafiðnaðar-
nemi, f. 26. nóvem-
ber 1990. Hann er í
sambúð með Bryn-
dísi Evu Sigurðar-
dóttur leikskóla-
liða, f. 16.
september 1987. 2)
Óskar Steinn, f. 27.
nóvember 2006. 3)
Ólöf Rún, f. 23.
nóvember 2008.
Fyrstu fimm árin
ólst Kristín, eða Stína, upp í
Reykjavík en fjölskyldan flutti
til Hafnarfjarðar árið 1971 og
síðan til Húsavíkur árið 1978.
Kristín bjó mestan hluta ævi
sinnar á Húsavík. Hún hleypti
heimdraganum og fór tvítug
suður. Eftir þriggja ára dvöl
þar kom hún aftur í heimahag-
ana. Kristín flutti úr foreldra-
húsum í blokk í Grundagarði
með son á öðru ári. Hún drýgði
tekjurnar með því að leigja út
herbergi og náði smám saman
að safna sér fyrir íbúð á Vall-
Elsku Kristín okkar var að
upplagi sterk og þrautseig. Hún
þurfti að berjast fyrir lífi sínu
frá fyrsta andardrætti. Hún var
fædd þremur mánuðum fyrir
tímann ásamt tvíburabróður
sem við þurftum að kveðja
nokkrum tímum eftir fæðingu. Í
nokkrar vikur var tvísýnt um líf
hennar en litli anginn, varla
nema 4-5 merkur, hafði betur
og kom loks heim til okkar eftir
þrjá mánuði á spítala. Kristín
þráði ætíð að hafa tvíburabróð-
ur sinn sér við hlið. Það jók á
sársauka hennar að eignast tví-
burasystur sem nutu athyglinn-
ar af því að vera tvær á meðan
hún var ein. Þroski Kristínar
fyrstu árin var aðeins á eftir
jafnöldrum en hún svaf alltaf
vel og var orkumikil. Fyrstu
skrefin tók hún ríflega tveggja
ára gömul en hún var fljót að
myndast við að tala. Kristín var
fjörmikil og ljúf og steig æv-
inlega varlega til jarðar.
Þegar Kristín byrjaði í skóla
var hún í 28 barna bekk og lét
lítið fara fyrir sér. Í skólanum
lærði hún hljóðlestur en heima
fyrir nýtti móðir hennar stafa-
aðferðina við lestrarþjálfun.
Kristín náði fljótt góðum tökum
á lestrinum og gekk almennt vel
að læra. Hún var listræn og
hafði mikla hæfileika í myndlist.
Hún kláraði grunnskólapróf en
var ekki tilbúin í frekara nám.
Hún hafði þó hug á að leggja
fyrir sig nám í myndlist en
hvarf frá því.
Kristín var harðdugleg í
vinnu og skynsöm að leggja fyr-
ir og safna sér fyrir hinu og
þessu. Þegar hún var 24 ára
eignaðist hún son sem hún ól
fyrst upp hjá okkur í foreldra-
húsum á Húsavík en keypti sér
síðan fljótlega fasteign. Hún var
alltaf í góðum tengslum við okk-
ur foreldrana á meðan hún bjó
fyrir norðan og við tókum þátt í
uppeldinu með henni. Hún flutti
síðan suður, þá misstum við
meira sambandið við hana, enda
langt á milli og mikið að gera
hjá henni og langlínusamtöl því
oft látin duga. Fljótlega eftir að
hún flutti suður, þá um fertugt,
varð Kristín móðir í annað sinn
og bætti þriðja barninu við
tveimur árum síðar. Því fylgdi
mikið álag og fljótlega fór að
bera á veikindum hjá henni.
Hún var heppin að búa í litlu
sveitarfélagi, Hveragerðisbæ,
sem studdi hana í gegnum erf-
iða tíma og erum við þakklát
fyrir stuðninginn henni til
handa. Vonir okkar um að
Kristín væri að ná heilsu á ný
voru að glæðast þegar hún var í
skyndi kölluð á annað tilveru-
stig.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hjartans kveðjur,
mamma og pabbi.
Kristín systir okkar er fallin
frá langt fyrir aldur fram. Það
er skrítin tilfinning að eiga eftir
að venjast tilhugsuninni um að
hún muni ekki aftur taka á móti
okkur systrum með sínu ljúfa
brosi og kveðja okkur síðan með
tár á hvarmi. Já, Kristín var eitt
stórt samanrekið tilfinninga-
búnt. Á unglingsárunum lifði
hún og hrærðist í sagnaheimi
ásta og átaka. Hún gleypti í sig
Rauðu ástarsögurnar, Sögurnar
um Ísfólkið og fleiri bækur þar
sem heitar tilfinningar, ástir og
svik voru í forgrunni. Við syst-
urnar nutum góðs af bókhneigð
hennar og gátum gengið í him-
inháa bókastaflana. Því miður
átti líf systur okkar eftir að líkj-
ast fléttum eins og í mörgum af
þessum ástarsögum án þess þó
að eiga hamingjuríkan endi.
Kristín trúði á og treysti fólki
til að koma fram af heilindum
en varð því miður leiksoppur í
eigin lífi sem bar skarðan hlut
frá borði. Kristín var heppin að
búa í litlu samfélagi þegar hún
þurfti á sem mestri hjálp að
halda. Það var vel haldið utan
um hana og börnin í Hvera-
gerðisbæ. Hún náði þó ekki að
rífa sig upp úr sársauka sem
hafði hreiðrað um sig og hjarta
hennar brast að lokum. Við biðj-
um fyrir styrk handa börnunum
hennar til að ganga í gegnum
móðurmissinn og óskum inni-
lega eftir því að umhyggja
þeirra sem standa þeim næst
eigi eftir að fleyta þeim áfram
til hamingjuríkra daga.
Góða ferð elsku Kristín okk-
ar, þínar systur
Anna og Heiða.
Kristín
Rúnarsdóttir
GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR,
fyrrum húsmóðir
í Reynihlíð,
andaðist þriðjudaginn 28. apríl.
Snæbjörn Pétursson
Ástkær systir mín og frænka okkar,
JÚLÍANA SIGURÐARDÓTTIR,
áður Norðurbrún 1,
lést á Mánateigi, hjúkrunarheimili Hrafnistu,
Laugarási sunnudaginn 26. apríl.
Útförin fer fram í kyrrþey vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingunn Sigurðardóttir