Morgunblaðið - 30.04.2020, Síða 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
Gelísprautun
Greiddu fyrir meðferð í dag og nýttu þér tilboðið hjá okkur.
Bókaðu og nýttu meðferðina þegar hentar þér best!
Náttúruleg fylling í varir,
kinnbein, höku og línur
APRÍL
TILBOÐ
30%
afsláttur
D-salur Listasafns Reykja-víkur hefur síðan 2007 ver-ið helgaður list ungra lista-manna sem sýningar-
stjórar safnsins telja að hafi mótandi
áhrif á íslenska myndlistarsenu hverju
sinni. Endurnýjun er mikilvæg í list-
inni eins og öðru og í salnum er lista-
mönnum boðið snemma á ferli sínum
að halda sína fyrstu einkasýningu í
safni. D-sals sýningaröðin hefur
heppnast mjög vel og er mikilvægur
þáttur í orðspori Listasafns Reykja-
víkur sem fremsta samtímalistasafns
landsins. Sýningarnar eru oft með því
ferskasta sem er í gangi og er núver-
andi sýning svissneska listamannsins
Andreas Brunner engin undantekning
þar á. Andreas útskrifaðist nýlega
með MA-gráðu úr myndlist frá
Listasháskóla Íslands og val á lista-
manninum varpar ljósi á áhugavert
starf innan deildarinnar en þar er lögð
áhersla á myndlistarsköpun sem
rannsóknartæki og að vera vett-
vangur alþjóðlegrar samræðu með
fjölda nemenda úr listaskólum erlend-
is frá.
Í björtu hylki
Í innsetningu Andreasar hefur hvít-
málaður salurinn með þremur suður-
gluggum og tveim átthyrndum
burðarsúlum fengið að njóta sín eins
og hann er. Verkin eru dreifð um sal-
inn sem verður að einskonar björtu
hylki lýstu upp af endurskini sólar-
innar. Vörpun skugga í ofurhvítu rým-
inu verður hluti af sýningar-
upplifuninni en allt þetta er að
sjálfsögðu háð tilviljun þess tíma dags
sem áhorfandinn sækir sýninguna
heim. Skuggaspilið verður einkum
áberandi í sambandi við ósamsíða
trapísulagaða flata trégrind sem ligg-
ur fyrir miðju salarins, aðeins þó til
hliðar, og hvílir á átthyrndu grindar-
verki á þrem upplásnum glærum
plastboltum í þeirri stærð sem hægt
er að hossa sér á. Allir eu þeir merktir
’Gymni Opti-ball’ og eru framleiddir í
Osoppo á Ítalíu. Annað tilvilj-
unarkennt atriði sem kalla á óvæntar
hugrenningar en að þessu sinni vegna
ófyrirsjáanlegs tímasamhengis sýn-
ingarinnar. Ofan á grindinni eru svo
sex gifsafsteypur af sprungnum bolt-
um, slittislegar grálitaðar afsteypur í
andstöðu við þanda spennu útblásnu
boltanna og bjartan viðarlitinn.
reyna að segja? Letrið er skáletrað
og virðulegt. Treflarnir minna
gangrýnanda Morgunblaðsins frek-
ar á evrópska herratrefla fyrri alda
frekar en til dæmis fótboltatrefla
nútímans en kannski er hann að
reyna að finna samstæða frásögn og
samtal við málmskúlptúrana úr for-
tíðinni. Sýningarstjórinn Markús
Þór varar einmitt sérstaklega við
því í sýningartexta að rýna í inntak,
efni eða form einstakra verka í leit
að einhverju til að styðja sig við.
Fram og til baka
Tvö kvikmyndaverk eru í salnum.
Annað er á litlum 21 tommu skjá
niðri við gólf á norðurveggnum, alveg
við innganginn. Það sýnir ljósgráa
engisprettu á trjábol með grænlit-
aðar barrtrésgreinar í bakgrunni.
Engisprettan ruggar sér fram og til
baka og barrtrégreinarnar að því er
virðist í takt. Fram og til baka. Öðru
hvoru frýs myndin alveg en heldur
svo áfram í endalausri endurtekn-
ingu. Til að sjá myndina vel verður
áhorfandi annaðhvort að krjúpa nið-
ur eða láta sér nægja að horfa ofan
frá eins og hann myndi gera ef hann
horfði á engisprettu í náttúrunni.
Hitt verkið er fyrir enda salarins.
Það er sýnt á 40 tommu skjá sem
stendur lóðréttur á svartri sérsmíð-
aðri járngrind. Í verkinu birtist önn-
ur hönd sýningarinnar. Að þessu
sinni lifandi hönd sem heldur á eld-
flaugafrostpinna, bleikum að neðan
en hvítum að ofan með súkkulaði-
topp. Höndin kreistir frostpinnann,
og líkt og gerist þegar granítepli er
kreist, þá lekur vökvinn úr frost-
pinnanum út um alla hönd þannig að
hún er öll orðin klístruð og útötuð
litlum súkkulaðibitum sem hefðu get-
að verið graníteplisfræ. Bara eru það
ekki. Samhljómurinn rjátlar í gegn á
hátt sem erfitt er að festa hönd á.
Allt stefnir þetta í óefni. Líklegast
brotlendingu.
Framkvæmd D-sýningaraðar-
innar hefur verið með ýmsu móti en
undanfarið hefur áhugasömum verið
boði að senda inn umsóknir og
nokkrir hafa verið valdir. Það hefur
ekki oft gerst að listamenn upprunir í
öðrum löndum hafa verið valdnir til
að sýna. Röðin hefur haft það orð-
spor að vera frátekin fyrir þá sem
eiga sér langar rætur aftur í kyn-
slóðir á Íslandi. Árið 2009 var undan-
tekning en þá sýndu Ítalinn Jeanette
Castioni, sem útskrifaðst hafði úr
BA-námi við Listaháskóla Íslands
nokkrum árum áður, og Bandaríkja-
maðurinn Ryan Parteka sem hafði þá
búið og starfað á Íslandi í nokkur ár.
Síðan þá hefur enginn með innflytj-
endabakgrunn sýnt í röðinni. Lista-
menn hafa allir verið hvítir, karl eða
kona og ef til vill ófatlaðir og gagn-
kynhneigðir. Myndlistargagnrýn-
andi Morgunblaðsins veltir fyrir sér
hvort það geti verið að fjölbreytileiki
sé útilokaður á einhvern hátt hjá
upprennandi myndlistarfólki eða
hvort einsleitnin sýni ákveðna blindu
hjá valnefnd safnsins. Eins og með
upplifun af verki Andreasar er erfitt
að gera sér grein fyrir hvort er og
kannski er það flóknari en það.
Haldreipi ósamstæðunnar
Ljósmyndir/Pétur Thomsen
Ekki brotlent Tilviljunarkennd atriði á sýningu Andreas Brunner kalla á óvæntar hugrenningar, segir rýnirinn.
Listasafn Reykjavíkur
- Hafnarhúsi. D-salur
Ekki brotlent enn – Andreas Brunner
bbbnn
Einkasýning. Sýningarstjóri: Markús
Þór Andrésson . Safnið verður opnað að
nýju 4. maí. Opið alla daga 10-17,
fimmtudaga til 22.
HULDA RÓS
GUÐNADÓTTIR
MYNDLIST
Treflar „Hvað er listamaðurinn að
reyna að segja? “ spyr rýnir sig.
Kvenhönd Hanskaklædd vísun í aldagamla evrópska menningu.
Ósamstæða og vísun í allar áttir
Þegar gengið er inn um aðal-
innganginn að salnum blasir við á
hægri hönd lítill dökkur málm-
skúlptúr af útréttri kvenhönd sem
sýnir okkur í lófa sínum forboðna
ávöxtinn granítepli. Ófyrirsjáanleg
atburðarás hefur aftur áhrif á lestur
verksins en allt í einu verður mikil-
vægara atriði að höndin sé hanska-
klædd heldur en vísun í aldagamla
evrópska menningu þar sem siður
er að slík táknmynd gyðjunnar
Persefónu sé notuð sem hurðabank-
ari. Á austurvegg eru þrír smágerð-
ir hankar af sömu málmgerð og lík-
lega einnig fundnir hlutir. Allir sýna
þeir eins brjóstmynd af konu í kjól
sem minnir á borgaralegan klæðnað
hinnar gömlu Evrópu. Á hönkunum
hanga bleiklitaðir treflar úr mjúku
sílikonefni sem er kunnuglegri efn-
isnotkun listamanns af kynslóð
Andreasar. Sami upphleypti textinn
er greyptur í alla treflana en
ómögulegt er að lesa hvað stendur á
þeim. Ósamstæð efnisnotkun vísar í
allar áttir. Hvað er listamaðurinn að
Tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands með Daníel Bjarnasyni og
Sæunni Þorsteinsdóttur frá 21.
febrúar í fyrra verður sjónvarpað á
RÚV 2 og á vef hljómsveitarinnar,
www.sinfonia.is, í kvöld kl. 19.30
og verða þeir einnig endursýndir á
RÚV á sunnudaginn, 3. maí, kl.
15:05.
Á tónleikunum flutti hljómsveitin
Vorblót Stravinskíjs, eitt dáðasta
hljómsveitarverk 20. aldar og eitt
hið áhrifamesta, eins og segir á
facebooksíðu viðburðarins. „Í verk-
inu er lýst fornri helgiathöfn þar
sem valin er ein úr hópi ungra
meyja til að dansa sig til dauða – og
tryggir þannig komu vorsins,“ seg-
ir þar. Einnig er flutt verkið Bow to
String eftir Daníel Bjarnason sem
stjórnar tónleikunum en hann
gegnir stöðu aðalgestastjórnanda
hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Hann samdi verkið fyrir Sæunni
Þorsteinsdóttur sellóleikara. Upp-
taktur að tónleikunum er Fratres
eftir Arvo Pärt sem þykir með hans
fegurstu tónsmíðum. Völdum tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands er sjónvarpað á vef hljóm-
sveitarinnar á fimmtudagskvöldum
meðan á samkomubanni stendur og
tónleikarnir endursýndir á RÚV á
sunnudögum. Yfirskrift þessarar
viðburðaraðar er Heimsending
Sinfó á RÚV.
Vorblótið í Heimsendingu Sinfó á RÚV
Morgunblaðið/Valli
Stjórnandi Daníel Bjarnason.