Morgunblaðið - 30.04.2020, Síða 50

Morgunblaðið - 30.04.2020, Síða 50
AF KVIKMYNDUM Brynja Hjálmsdóttir hjalmsdottir@gmail.com Ávídeóleigunni í hverfinu mínumátti alltaf taka tvær myndirfyrir fimmhundruðkall. Ekki eina nýja og eina gamla eins og tíðk- aðist á flestum leigum, það mátti taka hvaða tvær myndir sem var. Í gegn- um þessa vídeóleigu átti ég fyrstu kynni mín af leikaranum og bardaga- listamanninum Jackie Chan. Eftir að ég kynntist honum varð það svo að reglu að þegar ég tók mínar tvær myndir á leigunni valdi ég eina mynd sem ég hafði ekki séð og eina mynd með Jackie Chan. Það skipti ekki endilega máli hvort myndin var góð eða slæm, ef hann var í henni gat ég horft á hana mörgum sinnum. Nafn Jackies er flestum kunnugt en hversu vel þekkjum við hann í raun og veru? Nú er líkast til eins góður tími og hver annar til að fara í saumana á þessari stórkostlegu mannveru. Stjarna fæðist Jackie Chan er bardagalistamað- ur, leikari, leikstjóri, framleiðandi, áhættuleikari og söngvari, fæddur í Hong Kong árið 1954. Honum gekk illa í skóla framan af, þar til foreldrar hans sendu hann í leiklistarskóla þar sem lögð var áhersla á kínverska óp- eru. Meðan á náminu stóð byrjaði hann einnig að leggja stund á bar- dagalistir og æfði af miklum móð. Jackie byrjaði barnungur að leika í kvikmyndum og lék aukahlutverk í nokkrum myndum af ýmsu tagi. Þeg- ar hann var sautján ára byrjaði hann að vinna sem áhættuleikari og starf- aði meðal annars í Bruce Lee- myndunum Enter the Dragon og Fists of Fury. Hann vakti mikla at- hygli fyrir færni sína í bardagalistum og fékk sitt fyrsta aðalhlutverk í myndinni New Fists of Fury eftir leikstjórann Lo Wei. Lo Wei vildi að Jackie yrði næsti Bruce Lee og hvatti hann til að líkja eftir honum í lengstu lög, sem skilaði ekki tilætluðum ár- angri því Jackie átti bágt með að til- einka sér þann leik- og bardagastíl sem Bruce var þekktur fyrir. Myndin sem kom Jackie á kortið fyrir alvöru var Snake in the Eagle’s Shadow sem kom út árið 1978 og varð afar vinsæl. Síðar sama ár kom The Drunken Master út, þar sem Jackie leikur náunga sem lærir undarlegan baradagastíl sem krefst þess að hann sé ölvaður á meðan hann leikur listir sínar. Báðar þessar myndir voru kung fu-gamanmyndir, sem varð sú kvikmyndagrein sem Jackie skaraði fram úr í og má segja að hann sé eins konar samnefnari fyrir þá gerð bíó- mynda. Á meðan Bruce Lee var ímynd hins alvarlega og agaða bar- dagamanns varð Jackie Chan ímynd hins léttúðuga og kærulausa sveim- huga, sem vill svo til að er frábær bardagamaður. Vegurinn til Hollywood Jackie átti gríðarlegum vinsældum að fagna í Asíu gervallri en umboðs- maður Jackies var sannfærður um að okkar maður gæti meikað það í Am- eríkunni líka. Fyrsta hlutverk Jac- kies í Hollywood var í Big Brawl, sem kom út árið 1980 og í kjölfarið lék hann aukahlutverk í nokkrum mynd- um. Hann sló þó ekki í gegn í Holly- wood fyrr en árið 1995 í költ- slagaranum Rumble in the Bronx og svo árið 1998 þegar Rush Hour kom út varð hann stórstjarna. Á fyrsta áratug 21. aldarinnar lék hann í fjöl- mörgum Hollywood-myndum sem voru margar hverjar mjög furðu- legar. Það er líkt og að á þessum ár- um hafi engin hugmynd verið of skrítin. Hann lék til dæmis á móti Owen Wilson í myndinni Shanghai Noon, sem er kung fu-vestra- grínmynd í buddy-cop-stíl, sem sagt: bræðingur ótal kvikmyndagreina. Framhaldsmyndin Shanghai Knights heldur áfram þessari undarlegu sögu af kung fu-kúrekunum nema í þeirri mynd fara þeir til London af öllum stöðum og eru slegnir til riddara. Skrítnasta myndin af þeim öllum er e.t.v. Tuxedo frá árinu 2002. Í henni leikur okkar maður sígildan Jackie- karakter, værukæran og einfeldn- ingslegan náunga með enga merkj- anlega hæfileika. Fyrir tilviljun rambar hann fram á hávísindalegan smóking sem gerir þeim sem honum klæðist kleift að leika ótrúlegustu listir, eins og að iðka kung fu líkt og fagmaður eða dansa eins og há- menntaður dansari. Íklæddur þess- um töfragalla þarf hann svo að vinna bug á vonda karlinum, sem hefur þá grimmúðlegu og stórfurðulegu áætl- un að eitra vatnsbirgðir heimsbyggð- arinnar, þannig að vatnið slökkvi ekki lengur þorsta eins og venjulega held- ur þurrki mann til dauða. Þúsundþjalasmiður Jackie hefur átt mikilli velgengni að fagna vestanhafs en hans heimili er eftir sem áður Asíumarkaðurinn, þar sem hann hefur gert flestar sínar myndir. Vissulega má halda því fram að þær myndir séu betri, þótt þær séu auðvitað jafn misjafnar og þær eru margar en Jackie hefur leikið í hvorki meira né minna en 150 mynd- um um ævina. Þótt andlit Jackies sé afar þekkt vestanhafs er ekki víst að vestrænir áhorfendur geri sér grein fyrir því hvað hann er mikil risa- stjarna í Hong Kong og víðar í Asíu. Hann er bókstaflega alls staðar. Hann kemur fram á ýmsum við- burðum, hvort sem það tengist bíó- myndum eða öðru og er oft fenginn sem talsmaður ýmiss konar herferða, eins og t.d. forvarnarfræðslu gegn eiturlyfjaneyslu. Þá kemur hann fram í auglýsingum fyrir allan fjand- ann, hann auglýsir allt frá pakk- anúðlum til sjampós gegn hárlosi. Sá sem leggur leið sína í kínverska stór- borg mun ekki komast hjá því að rek- ast á brosandi andlit hans á einhverju auglýsingaskilti. Hann er líka mörgum öðrum hæfi- leikum gæddur en að lemja og grín- ast í bíómyndunum. Líkt og fram hef- ur komið lærði í Jackie í óperuskóla þar sem hann lagði stund á klass- ískan söng. Hann hefur gefið út 20 hljómplötur, flestar í canto- og mandopop-stíl, en það eru tónlistar- stefnur kenndar við kínversku tungu- málin kantónsku og mandarín. Þá semur hann oftast lögin fyrir sínar eigin bíómyndir. Jackie er þar að auki mikill mann- vinur og er á topp tíu-lista Forbes yf- ir þær stjörnur sem gefið hafa mest til góðgerðarmála. Ein ný og ein gömul Af þessu má vera ljóst að Jackie Chan er margt til lista lagt. Ég bendi lesendum á að horfa má á nokkrar af myndum hans á vídeóleigum nú- tímans eins og Netflix. Þar má t.d. finna eina af hans fyrstu myndum, Young Tiger, en einnig nýrri myndir eins og New Police Story, þar sem okkar maður skiptir um gír og reynir við glæpadramað og leikur drykk- felldan lögreglumann sem hefur misst allt. Þá má auðvitað líka benda á að all- ar hljómplötur hans eru á Spotify, þótt undirrituð verði að játa að hún hefur ekki þraukað gegnum heila slíka plötu og telji hæfileika Jackies fyrst og fremst liggja á öðrum svið- um. Ungi tígurinn Snákaleikfimi Úr kvikmyndinni Snake in the Eagle’s Shadow, Snákur í skugga arnarins, sem kom Jackie Chan á kortið í kvikmyndaheiminum. Hársápa Jackie Chan er gríðarvinsæll í Hong Kong og víðar í Asíu og hefur auglýst eitt og annað, til dæmis þessa hársápu sem viðheldur dökkum lit. » Sá sem leggur leiðsína í kínverska stór- borg mun ekki komast hjá því að rekast á bros- andi andlit hans á ein- hverju auglýsingaskilti. 50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 Bandaríska kvikmyndaakademían hefur breytt skilyrðum sínum fyrir því hvaða kvikmyndir geti talist gjaldgengar til Óskarsverðlaunanna vegna Covid-19-faraldursins. Kvik- myndir sem eru frumsýndar á streymisveitum verða nú líka gjald- gengar og því ekki nauðsynlegt að þær hafi verið sýndar í kvikmynda- húsum í Los Angeles í að minnsta kosti viku, eins og reglur kveða á um. Breytingin er þó ekki varanleg og mun aðeins eiga við um kvik- myndir frumsýndar á þessu ári. Þetta er ekki eina breytingin því tveir verðlaunaflokkar hafa nú verið sameinaðir í einn, þeir sem snúa að hljóðvinnslu. Einnig hefur akademí- an bannað sýningareintök af kvik- myndum á mynddiskum og er sú ákvörðun tekin til að vernda um- hverfið. Eiga sýningareintök á slík- um diskum að heyra sögunni til árið 2022. Breyting Kvikmyndir veitna á borð við Netflix verða gjaldgengar til Ósk- arsverðlauna á næsta ári án þess að hafa verið sýndar í bíóhúsum. Breyttar reglur vegna faraldurs Indverski kvikmyndaleikarinn Irrf- an Khan er látinn, 53 ára að aldri. Khan var ein skærasta kvikmynda- stjarna Indlands og lék einnig í vestrænum kvikmyndum, m.a. ósk- arsverðlaunamyndinni Slumdog Millionaire. Khan lést af völdum krabbameins. Khan hóf ferilinn í sápuóperum í heimalandi sínu og var heldur ósáttur við það hlutskipti sitt. Fyrsta bitastæða hlutverkið í kvik- mynd hlaut hann í Warrior eftir breska leikstjórann Asif Kapadia árið 2002 en myndin var tekin upp á Indlandi. Myndin hlaut Bafta- verðlaun og í kjölfarið fékk Khan hlutverk í indverskum kvikmynd- um og lék oftar en ekki lög- reglumenn eða glæpamenn. Af öðrum vest- rænum kvik- myndum sem Khan lék í má nefna A Mighty Heart, Jurassic World og Life of Pi. Khan sagði í viðtali við dagblaðið Guardian fyrir sjö árum að hann væri ósáttur við heitið Bollywood þar sem indverski kvikmyndageir- inn fylgdi eigin reglum og væri alls ekki að líkja eftir Hollywood. Irrfan Khan Leikarinn Irrfan Khan látinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.