Morgunblaðið - 30.04.2020, Side 52

Morgunblaðið - 30.04.2020, Side 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 2020 Myndlistarmaðurinn Snorri Ás- mundsson mælir með list og afþrey- ingu á tímum samkomubanns. „Ég elska kvikmyndir og ég hef horft á þær margar og sumar oftar en aðrar. Stundum finnst mér eins og myndlist sé aðeins skissubók fyr- ir kvikmyndagerð. Kvikmyndin býður upp á svo mikla list bæði fyr- ir eyru og augu og svo auðvitað hjartað og önnur skynfæri. Ég var að horfa á The Stalker eftir Andrei Tarkovsky og hafði un- un af henni. Ég verð alltaf svo þakklátur fyrir snilldarverkin því, jú, það er svo mikið til af algjörlega heilalausu rusli. Ég verð að nefna uppáhalds- leikkonuna mína, Isabelle Huppert, í La Pianiste eftir Michael Haneke. Mér fannst sú mynd alveg tryllt. Ég elska flestar Haneke-myndirnar og Isabelle Huppert er líka framúr- skarandi leikkona og mér þætti vænt um að fá að leika á móti henni einn daginn. Því ef ég ætti að nefna framúrskarandi karlleikara væri það ég sjálfur; þótt ég hafi ekki fengið stór hlutverk til þessa er ég viss í eigin sök. Ég verð að hafa 8½ eftir Feder- ico Fellini á þessum lista. Ég elska allar myndirnar hans og hef horft á sumar eins og Amarcord svona tíu sinnum. En ég gæti lengi talið upp kvikmyndir og kvikmyndagerðar- menn. Lars Von Trier hef ég átt í svona ástar- og haturssambandi við því ég hef bæði hatað myndirnar hans og elskað og það er eflaust mikið afrek. Kórónuvírusvörnin gefur okkur rými til að njóta kvikmynda og skynja hvernig náttúran er að fá uppreisn æru. Ég hlakka til að sjá hvernig hlutir muni breytast og það er forvitnilegt að upplifa hvernig listin kemur út úr þessu kórónu- ævintýri.“ Mælt með í samkomubanni Í uppáhaldi Leikkonan Isabelle Huppert er uppáhaldsleikkona Snorra. Hér má sjá hana með Benoît Magimel í lostafullu atriði í La pianiste. Þakklátur fyrir snilldarverkin Kaffisopi Snorri með kaffi. Hann er mikill kvikmyndaáhugamaður. Amarcord Veggspjald kvikmyndar Fellinis sem Snorri hefur horft á að minnsta kosti tíu sinnum. Gagnrýni og umfjöllun, sem er að langmestu leyti afar lofsamleg, hefur birst í fjölda erlendra miðla um nýja plötu Víkings Heiðars Ólafssonar, Debussy Rameau, sem Deutsche Graammophon gefur út. Á plötunni flytur Víkingur Heiðar píanóverk eftir frönsku tónskáldin Jean- Philippe Rameau (1683-1764) og Claude Debussy (1862-1918), sem hann valdi og raðaði upp með sínum hætti svo eftirtekt vekur. Í gagnrýni í tímaritinu kunna The New Yorker skrifar Alex Ross að ís- lenski píanóleikarinn bjóði á plötunni upp á skjól sem sé svo fagurt að það sé sem af öðrum heimi. Í upphafi greinar sinnar lýsir Ross upphafsverki plötunnar, „La Damo- iselle Élue“ eftir Debussy, sem hann hafi oft heyrt en flutningur Víkings hafi sýnt sér alveg nýja hlið á verk- inu. Tæknin sé „undursamlega ná- kvæm og tær, næstum gegnsæ“ og í leiknum sé „mild sveifla, eins og hægur vindur þrýsti flæði tónlistar- innar áfram“. Þá segir Ross að nokkuð „enn dásamlegra“ gerist í næsta verki, „Le Rappel des Oiseaux“ eftir Ra- meau, sem sé framúrstefnulegt og hugmyndaríkt en Víkingur flytji verk Rameau með sínum hrífandi hætti inn í nútímann, af „dansandi yndisþokka“. Í lok afar lofsamlegrar greinar- innar segir Ross að glæsileikinn sem einkenni spilamennsku Víkings og hugvitssemin við val verkanna geri Debussy Rameau „eina af mest hríf- andi píanóútgáfum síðustu ára.“ Einstök litadýrð Gagnrýnandi Independent, Mich- ael Church, lofar plötu Víkings frá 2018 með verkum eftir J.S. Bach, og frábæra smekkvísina og frumleikann sem birtist á henni. Á nýju plötunni vinni Víkingur með þá frumlegu hug- mynd að tónskáldin séu sem bræður, þrátt fyrir tímann sem skilur þá að, og útkoman bjóði upp á heillandi klukkustund við hlustun. Geoff Brown skrifar í The Times og er ekki síður hrifinn, gefur líka fimm stjörnur. Hann segir að við séum að upplifa myrka tíma en þessi nýja plata hins spennandi íslenska píanóleikara búi yfir einstakri lita- dýrð. „Um leið og fingur Ólafssonar snerta píanóið spretta fram litir sem magnast upp í tónlist eftir Debussy og Rameau – risa í franskri list, sem eru venjulega geymdir sinn í hvoru hólfinu“ en verði hér eitt. Langáhugaverðasta útgáfan Fjallað hefur verið um plötuna á hinum ýmsu vefmiðlum um klassíska tónlist og gagnrýnin á þeim hefur öll verið á einn veg, mikið lof. Á vefnum The Classic Review segir Leighton Jones að það sem greini Víking Heið- ar frá öðrum píanóleikurum sé ekki aðeins frábær tækni heldur listræn sýn og hæfileiki til að skapa ferðalög um heim tónlistarinnar. Hann segir Víking flytja verk Debussy með allt öðrum hætti en aðrir sem þekktir eru á því sviði; Víkingur hafi sinn eigin tón og komi með hressandi tærleika í ómþýða og dularfulla hljóma im- pressjónismans. Og eftir að hafa lýst og lofað tækni Víkings, segir rýnir honum takast að fella þessa tvo tón- listarlegu heima tónskáldanna í einn, þar sem „frelsi og flug“ gæði tónlist- ina lífi. Að lokum segir Jones að sé þessi plata það fyrsta sem fólk heyri með Víkingi muni hún án efa gleðja; fyrir aðdáendur hans muni hún sitja keik meðal annarra framúrskarandi platna með leik hans. Norman Lebrecht sem skrifar á vefinn Ludwig-van.com skefur ekki utan af því. Hann gefur fimm stjörn- ur og segir: „Þetta er langáhuga- verðasta tónlistarútgáfa ársins til þessa.“ Og hann segir að nú sé Ísland rétti staðurinn til að hlýða á franska píanótónlist. Hann segir útkomuna af blöndun verka tónskáldanna vera „stórkostlega“ og birta óvænta þætti í sköpun beggja meistara, auk hinnar einkennandi frönsku tjáningar. Le- brecht segir að það sem Íslending- urinn hafi hér uppgötvað sé skarp- ara, meira upplýsandi og dýpra en „Titanic fullt af fastráðnum tónlistar- fræðingum og sögulega upplýstum vegan-flytendum“ gæti boðið upp á. Og hann segir: „Njótið.“ Kaldur spilastíll Aðeins kveður við annan tón í skrifum Thomas Michelsen, gagn- rýnanda Politiken, sem gefur plöt- unni þrjú hjörtu af sex mögulegum. Á sínum tíma gaf hann Bach-plötu Víkings fjögur hjörtu. Bendir Mic- helsen á að að Vladimir Ashkenazy undanskildum sé Víkingur þekktasti klassíski píanóleikari Íslands. Hrós- ar hann Víkingi fyrir góða tækni, en gagnrýnir hann samtímis fyrir kald- an spilastíl. „Hjá honum virka tónar píanósins eins og væru þeir skornir út í gler. Þó maður finni að túlkand- inn andi heitu á músíkölsku ísjakana virkar framúrskarandi stíll hans í grunninn harður og þeir sem bera ábyrgð á myndrænni framsetningu plötukápunnar eru sér meðvitaðir um það. […] Hlýðið á Víking, en hlustið í framhaldinu á aðra sem steypa músíkina ekki með sama hætti inn í ís, gler og stál.“ Morgunblaðið/Einar Falur Víkingur Heiðar Býður upp á fag- urt skjól sem er sem af öðrum heimi, segir í The New Yorker. Sögð ein mest hrífandi píanóútgáfa síðustu ára  Nær einróma lof gagnrýnenda um nýja plötu Víkings Félagarnir í tónlistarhópnum Voc- es Thules flytja miðaldamúsík að sínum hætti í beinu streymi frá Eld- borgarsal Hörpu í dag, föstudag, klukkan 11. Eggert Pálsson, Einar Jóhannesson, Eiríkur Hreinn Helgason, Eyjólfur Eyjólfsson og Sigurður Halldórsson syngja, blása í lúðra og berja á trumbur. Harpa, Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og Íslenska óperan taka höndum saman og bjóða upp á lif- andi tónlistarstreymi úr Eldborg klukkan 11 flesta morgna á meðan samkomubann varir. Hverjir tón- leikar vara í 20-30 mínútur og er streymt á facebooksíðu Hörpu, you- tuberás Hörpu og á RÚV 2. Fjölhæfir Félagarnir í tónlistarhópnum Voces Thules flytja miðaldatónlist. Tónleikar Voces Thules beint frá Hörpu SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili& hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 8. maí Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 4. maí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.