Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.04.2020, Blaðsíða 56
af öllum sumarvörum og 20% af öllum Til 4. maí ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Mánudaga - Sunnudaga 12-18 Frí heimsending Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU FYRIR ÞÁ SEM VERSLA FYRIR 5.000 EÐA MEIRA WWW.ILVA.IS GILDIR Í VEFVERSLUN Í APRÍL OG MAÍ 25%Sparadu- Cerri CERRI sófaborð. Ø60 cm. 16.900 kr. Nú 12.675 kr. Ø45 cm. 12.900 kr. Nú 9.675 kr. Portio PORTIO sumarstóll. Ýmsir litir. 11.900 kr. Nú 8.925 kr. Alþjóðlegur dagur djassins er haldinn hátíðlegur í dag, en UNESCO útnefndi 30. apríl op- inberan dag djassins árið 2011. Í tilefni dagsins standa Jazz- hátíð Reykjavíkur, Jazzklúbb- urinn Múlinn og Jazzdeild FÍH fyrir fernum tónleikum í beinu streymi. Klukkan 16 verður út- varpað á Rás 1 og streymt á ruv.is frá tónleikum Kristjönu Stefánsdóttur og kvartetts í Hörpu. Klukkan 18 leikur GH Gypsy Tríó lög úr ýmsum áttum á Facebook-síðu Borg- arbókasafnsins. Klukkan 20 verður fjölbreytt djass- dagskrá í umsjón Sigmars Þór Matthíassonar á Face- book-síðu Hannesarholts. Klukkan 21 verða Daníel Friðrik Böðvarsson, Eiríkur Orri Ólafsson og Matthías Hemstock í beinu streymi á Facebook-síðu Mengis. All- ar nánari upplýsingar og hlekki á viðburðina má nálg- ast á Facebook-viðburði sem nefnist „Alþjóðlegi Jazz- dagurinn 2020“. Alþjóðlegum degi djassins fagnað FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 121. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Ég get alveg viðurkennt það fúslega að það tekur virkilega á hausinn á manni að hvetja sig áfram þegar maður veit í raun ekkert hvenær maður er að fara að æfa eða spila með félögunum. Ég er hins vegar búinn að vera mjög duglegur þótt ég segi sjálfur frá og ég læt börnin hjóla mikið á meðan ég hleyp með,“ segir Ari Freyr Skúlason sem er í sjálfskipaðri sóttkví með fjöl- skyldunni í Belgíu. »46-47 Lætur börnin hjóla mikið og hleypur með þeim ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Samferða góðgerðarsamtök hafa safnað um 40 milljónum króna og styrkt um 400 fjölskyldur undanfarin fjögur ár. Fyrir jólin fjögur árin þar á undan safnaði Örvar Þór Guðmunds- son einn og sér um 10 milljónum og styrkti um 100 fjölskyldur. Markmið Örvars og samstarfsfólks í Samferða er að styrkja um 300 fjölskyldur í ár. Upphæð styrkjanna fer eftir að- stæðum hverju sinni, en þeir hafa ver- ið um 20.000 til 150.000 krónur. Kórónuveirufaraldurinn hefur bitnað illa á mörgum. „Við styrktum 26 fjölskyldur í apríl en 23 fjölskyldur fengu styrki frá okkur fyrstu þrjá mánuði árs- ins,“ segir Örvar, sem var kjörinn Hafnfirðingur ársins árið 2017 fyrir góðgerðar- störfin. Upphæð styrkjanna fer eftir aðstæðum hverju sinni, en þeir hafa verið um 20.000 til 150.000 krónur. Enginn kostnaður Tilgangurinn með stofnun Sam- ferða fyrir um fjórum árum var ein- faldlega að láta gott af sér leiða án kostnaðar. Í fyrstu voru Rútur Snorrason, Örvar Þór Guðmundsson, Hermann Hreiðarsson, Brynja Guð- mundsdóttir og Sigurlaug Ragnars- dóttir í stjórn. Helgi Magnússon kom inn fyrir Brynju fyrir um tveimur ár- um og í vikunni bættist Ragnheiður Davíðsdóttir í hópinn, en hún hefur verið framkvæmda- og verkefnastjóri hjá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur þess undan- farin ár. Deloitte á Íslandi fer yfir bókhaldið án þess að taka greiðslu fyrir og Sigurður Gísli Pálmason er verndari samtakanna. Örvar segir að áhersla sé lögð á að styrkja fólk sem glími við lífsógnandi sjúkdóma. „Undanfarna 14 mánuði hafa því miður ellefu einstaklingar, sem við höfum styrkt, látist úr krabbameini, en við reynum að styrkja fjölskyldur sem eru í bráðri neyð.“ Fyrir jólin 2012 hóf Örvar söfnun fyrir krabbameinssjúka og langveik börn á Facebook-síðu sinni. „Söfn- unin gekk vonum framar, en það var erfitt að standa í þessu einn og eftir fjögur ár hætti ég. Þá kom Rútur Snorrason til mín með hugmynd um að stofna samtök af sama meiði og við létum á það reyna með fyrrgreindum árangri.“ Að fenginni reynslu segist Örvar hafa sett það skilyrði fyrir aðkomu sinni að stjórnin kæmi saman í hverj- um mánuði til að úthluta styrkjum, allt söfnunarfé færi óskert í styrki og kæmi til kostnaðar yrðu stjórnar- menn að greiða hann. „Þetta hefur gengið eftir og margir hafa notið góðs af,“ áréttar hann og bætir við að eins og ástandið sé nú í samfélaginu þyrftu þau helst að funda þrisvar í mánuði. „Við tökum á móti ábendingum alla daga og höfum leyst þetta þannig að ég hef farið yfir umsóknir og afgreitt veigaminni málin en síðan höfum við tekið sameiginlega á stóru málunum.“ Allt vinnuframlag er unnið í sjálf- boðavinnu. „Mikill tími fór í íþrótt- irnar hjá okkur á sínum tíma og mikill tími losnar þegar maður hættir að leika sér,“ segir Örvar. „Þetta eru okkar íþróttir.“ Söfnunin fer fram á Facebook og senda má ábendingar þangað eða á netfang samtakanna (godgerðar- samtokin@gmail.com) auk þess sem tekið er við frjálsum framlögum (kt. 651116-2870 og banki 0327-26-114). Samferða léttir lífið Samferða góðgerðarsamtök Sigurlaug Ragnarsdóttir, Örvar Þór Guð- mundsson og Rútur Snorrason fara yfir umsóknir um styrki.  Góðgerðarsamtökin hafa styrkt um 400 fjölskyldur á fjórum árum Á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti boðaði stjórnarmennina Örvar Þór og Rút á sinn fund til að fræðast um samtökin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.