Fréttablaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 10
Ég held að fæstir vilji að sjóðurinn sem þeir greiða í standi í gjaldeyriskaupum sem veikja gengið og skapa óstöðugleika og verðbólgu. Íþróttasjóður Umsóknarfrestur er 1. október H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði sem starfar samkvæmt lögum nr. 64/1998 og reglugerð nr. 803/2008. Styrkir eru veittir til eftirfarandi verkefna: l Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana l Útbreiðslu- og fræðsluverkefna, sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að jafnrétti í íþróttum l Íþróttarannsókna l Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga Vakin er athygli á því að sami umsækjandi getur aðeins sent inn eina umsókn í hverjum umsóknarflokki. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á www.rannis.is. Umsóknum skal skila á rafrænu formi fyrir kl. 16:00, 1. október 2020. Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson, andres.petursson@rannis.is, sími 699 2522. Seðlabanki Íslands skoðar til hvaða aðgerða sé hægt að grípa í því skyni að tryggja miðlun vaxta­lækkana frá bönkum til fyrirtækja. Þetta segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Fréttablaðið. Hann segir mögulegt að íslensku viðskipta­ bankarnir geti ekki byrjað að greiða út arð fyrr en 2022 og væntir þess að lífeyrissjóðirnir sýni samfélags­ lega ábyrgð með því að halda að sér höndum í erlendum fjárfestingum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greindi frá vaxtaákvörðun sinni í gær en ákveðið var að halda vöxtum óbreyttum í einu prósenti. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá eru horfur á að landsframleiðslan drag­ ist saman um 7 prósent í ár og útlit er fyrir að atvinnuleysi verði komið í um 10 prósent undir lok ársins. Samkvæmt spá bankans er gert ráð fyrir að verðbólga verði í kringum 3 prósent það sem eftir lifir árs en hjaðni á næsta ári. Va xtaálög á f y rirtæki hafa hækkað síðustu misseri í kjölfar vaxtalækkana Seðlabankans og aukinnar óvissu í fyrirtækjarekstri. Ásgeir bendir á að vaxtaálagið hafi aðeins gefið eftir samkvæmt nýj­ ustu tölum. „Samt sem áður er ég ekki sáttur við hvernig sum lán eru verðlögð. Til dæmis voru harla óhagstæð kjör á fyrsta og eina brúarláninu [sem Arion banki veitti Icelandair Hotels]. Þarna hefði bankinn mátt huga að því að ríkið er að ábyrgjast megnið af láni sem mun væntanlega minnka gjaldþrotaáhættu af öðrum útistandandi lánum og þannig að líkur á endurheimtum aukast. Ann­ ars erum við að skoða leiðir til þess að tryggja miðlun vaxtalækkana frá bönkum til fyrirtækja og mögu­ legar aðgerðir í þeim efnum.“ Bankarnir greiði ekki arð fyrr en 2022 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að bankinn sé að skoða leiðir til að lækka vaxtaálag. Mögulegt að íslensku bankarnir geti ekki greitt arð fyrr en 2022. Væntir þess að lífeyrissjóðir sýni áfram ábyrgð með gjaldeyriskaup. Í biðstöðu með peningaprentun. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ásgeir Jónsson seðlabanka- stjóri segist ekki sáttur við hvernig sum lán banka til fyrirtækja hafi verið verðlögð. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Hækkun bóta geti leitt til langvarandi atvinnuleysis Stéttarfélög og alþingismenn hafa kallað eftir hækkun at- vinnuleysisbóta til að bregðast við auknu atvinnuleysi og í nýju frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra er kveðið á um framlengingu á rétti til tekjutengdra atvinnuleysis- bóta úr þremur mánuðum í sex. Spurður hvort skynsamlegt sé að hækka atvinnuleysisbætur svarar Ásgeir að slík aðgerð geti mögulega leitt til þess að at- vinnuleysi verði langvarandi. „Hin almenna regla er sú að hækkun atvinnuleysisbóta dregur úr eftirspurn eftir störfum – miðað við hvað bætur eru nú háar bendir ekkert til annars en það gerist nú. Slík aðgerð getur mögulega leitt til að atvinnuleysi verði langvarandi,“ segir Ásgeir. „Að því sögðu geta skapast aðstæður þar sem lágar atvinnu- leysisbætur halda aftur af einka- neyslu en ég held að það eigi ekki við hér á landi,“ segir Ásgeir. Þá segist hann hafa verulegar áhyggjur af því að margt ungt fólk nái ekki að komast inn á vinnu- markaðinn og byggja upp starfs- feril vegna þess að fyrstu skrefin á vinnumarkaði skila litlum peningalegum ávinningi. Spurður hvort það komi til greina að rýmka reglur um veðlánavið­ skipti þannig að bankarnir geti átt í lánaviðskiptum við Seðlabankann með sértryggð fasteignaskuldabréf að veði, svarar Ásgeir að það sé vissulega einn möguleiki. „Það er einn möguleiki sem er fyrir hendi og það eru fordæmi fyrir honum erlendis. Við getum einnig beitt fortölum við bankana og svo má velta fyrir sér eiginfjárkröfum. Það eru ýmsar leiðir til að ná fram lægri álögum. Aftur á móti er ekki hægt að búast við því að bankarnir séu að lána út mikið til fyrirtækja þegar ástandið er eins og það er. Þeir eiga fullt í fangi með að glíma við allt það sem hefur skollið á þeim.“ Þurfa fyrst að sjá fyrir endann Fyrr á árinu beindi Seðlabankinn þeim tilmælum til bankanna að þeir frestuðu arðgreiðslum og létu af endurkaupum. Þetta var forsenda fyrir því að sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki var aflétt. „Við gerðum bönkunum grein fyrir því að lykillinn að því að fella niður sveiflujöfnunaraukann væri að þeir greiddu ekki út arð. Ég tel eðlilegt að bankarnir bíði áfram með arðgreiðslur þar til við sjáum fyrir endann á þessu ástandi og hversu mikið tap þeir þurfa að taka á sig. Mig grunar að það taki eitt eða tvö ár,“ segir Ásgeir, spurður hversu lengi þessi tilmæli munu gilda. Mögulega geti bankarnir ekki byrjað að greiða út arð fyrr en árið 2022. Sýni ábyrgð meðan sóttin varir Tilkynnt var í byrjun sumars að samkomulag Seðlabankans og líf­ eyrissjóða um hlé á gjaldeyrisvið­ skiptum til erlendra fjárfestinga hefði verið framlengt til 17. septem­ ber. Því er ætlað að stuðla að stöðug­ leika á gjaldeyrismarkaði. „Lífeyrissjóðir voru að taka við­ skiptaafang þjóðarbúsins og fjár­ festa honum erlendis. Þannig var jafnvægi tryggt á gjaldeyrismarkaði fyrir tíma COVID. Nú hefur afgang­ urinn horfið og viðbúið að ef sjóð­ irnir halda áfram að fjárfesta með sama hætti þá mun það annaðhvort koma með gengislækkun eða ganga á gjaldeyrisforða Seðlabankans. Ég ræddi þetta við þá í vor, þeir sýndu því skilning og ákváðu að halda að sér höndum,“ segir Ásgeir. Hann væntir þess að svo verði áfram. „Ég geri ráð fyrir að sjóðirnir sýni áfram samfélagslega ábyrgð í gjald­ eyriskaupum svo lengi sem farsótt­ in varir. Kannski verður ekki lögð ein lína fyrir alla sjóði en allir hljóta þeir að átta sig á því hver staðan er. Eigendur lífeyrissjóðanna eru ekki verkalýðsfélög eða atvinnurekend­ ur heldur fólkið í landinu. Ég held að fæstir vilji að sjóðurinn sem þeir greiða í standi í gjaldeyriskaupum sem veikja gengið og skapa óstöðug­ leika og verðbólgu.“ Raski ekki hagkerfinu Sala erlendra sjóðast ý r ingar­ fyrirtækja á íslenskum ríkisskulda­ bréfum í síðustu viku knúði fram umfangsmestu gjaldeyrissölu Seðla­ banka Íslands á einni viku frá fjár­ málahruninu. Greint var frá þessu í Markaðinum í gær en til þess að sporna gegn veikingu krónunnar seldi Seðlabankinn gjaldeyri fyrir 10,7 milljarða, sem nemur yfir einu prósenti af gjaldeyrisforðanum. BlueBay Asset Management, eitt stærsta sérhæfða skuldabréfastýr­ ingarfyrirtæki Evrópu, var á meðal þeirra sem seldu ríkisskuldabréf í liðinni viku. Á síðustu tveimur vikum hefur BlueBay selt ríkis­ skuldabréf fyrir 7,5 milljarða, sam­ kvæmt heimildum Markaðarins Aðspurður segist Ásgeir ekki gera sér grein fyrir því hvort sala skuldabréfaeigendanna haldist í hendur við hertar aðgerðir stjórn­ valda á landamærunum. „Þegar erlendir sjóðir voru að selja í vor veit ég að meginástæðuna var að finna í þeirra eigin heimalandi – þá vantaði lausafé – fremur en staða mála hérlendis. Ísland er alls ekki að koma verr út úr farsóttinni en aðrar þjóðir og mögulega mun betur. Við sáum svo töluvert innflæði í maí frá erlendum aðilum.“ Inngrip bankans á gjaldeyris­ markaði vöktu spurningar á meðal hagfræðinga sem töldu að þau væru mögulega á skjön við yfirlýst mark­ mið hans um inngrip á gjaldeyris­ markaði en það er að koma í veg fyrir óhóflegar skammtímasveiflur. „Af einhverjum ástæðum túlkaði fólk skammtímasveiflur aðeins sem dagssveiflur og inngripin væru ekki hugsuð í lengra samhengi. Sú stefna hefur samt verið mótuð í bankanum á síðustu árum að beita forðanum til þess að koma í veg fyrir skamm­ tímasveif lur frá eðlilegu jafnvægi – hvort sem það er upp eða niður,“ útskýrir Ásgeir. „Frá því að ég tók við sem seðla­ bankastjóri hef ég þurft að bregðast við einskiptis fjármagnsflæði sem hefði ella hreyft gjaldeyrismarkað­ inn verulega. Þetta er einnig liður í því að tryggja hnökralaust fjár­ magnsflæði til og frá landinu.“ Ásgeir segir eðlilegt að gengið lækki þegar útflutningur landsins verður fyrir áfalli. Ábatinn af sjálf­ stæðri peningastefnu felist einmitt í því að nota gengið til að mæta áföllum og tryggja jafnvægi í utan­ ríkisviðskiptum. „Mér er umhugað um að tryggja að óróleiki á gjaldeyrismarkaði valdi venjulegu fólki ekki vandræð­ um umfram það sem þjóðhagsleg nauðsyn ber til. Gjaldeyrismarkað­ urinn er lítill í samanburði við aðra eignamarkaði og þannig geta tiltölu­ lega smá viðskipti sem endurspegla ekki breytingar í undirstöðum hag­ kerfisins, haft töluverð áhrif á gengi krónunnar. En það er ekki í boði að leyfa viðskiptum upp á nokkra milljarða að ýta krónunni úr jafn­ vægi, og raska lífi fólks og starfsemi fyrirtækja. Óvissan er næg fyrir.“ Á síðustu mánuðum hefur verið gríðarmikil ásókn í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Mark­ aðshlutdeild bankanna á íbúða­ lánamarkaði hefur á sama tíma aukist hratt en ólíkt því sem áður var bjóða þeir nú í f lestum tilvikum lægri vexti en lífeyrissjóðir. Spurður hvort stóraukið vægi óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum geti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika svarar Ásgeir að hann hafi áhyggjur af því að þetta geti orðið vandamál í framtíðinni. Aftur á móti hafi Seðlabankinn náð miklum árangri í því að halda verðbólgunni í skefjum og eðlilegur fylgifiskur þess sé að vægi óverð­ tryggða vaxta aukist. „Lengi hefur verið umræða um að verðtryggingin sé rót alls ills á Íslandi og við heyrum kröfur um að hún sé afnumin. Þessum lánum geta fylgt sveif lur á höfuðstól sem hafa áhrif á eiginfjárstöðu heimilanna. En óverðtryggðum vöxtum fylgir einnig áhætta. Þá sveiflast greiðslu­ byrðin en ekki höfuðstóllinn. Ég held að fólk verði að vera mjög meðvitað um áhættuna sem það er að taka og að einhverju leyti þurfa bankar og lífeyrissjóðir að vanda ráðgjöf sem þeir veita fólki í þessum efnum,“ segir Ásgeir. Bíða með peningaprentun Í vopnabúri Seðlabankans er magn­ bundin íhlutun sem felur í sér að bankinn kaupi ríkisskuldabréf á eftirmarkaði til þess að koma í veg fyrir að aukin útgáfa ríkisbréfa þurrki upp lausafé og hækki ávöxt­ unarkröfu. „Hvað magnbundna íhlutun varðar erum við í biðstöðu og okkur liggur ekki á. Markmið þess­ arar aðgerðar var að varna því að aukið framboð á ríkisbréfum leiddi til hækkunar á langtímavöxtum – þetta aukna framboð er ekki enn komið fram,“ segir Ásgeir. „Yfirlýsingin frá því í vor að við ætluðum að hefja skuldabréfakaup hafði strax áhrif þegar hún var birt og vaxtarófið hliðraðist niður og hefur haldist þar síðan. Þá er nægt lausafé enn sem komið er. Magn­ bundin íhlutun felur í sér að við erum að fara að prenta peninga og það er ágætt að eiga það inni fyrir veturinn.“ MARKAÐURINN 2 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.