Fréttablaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 28
BÍLAR
Hyundai hefur sent frá sér myndir
af andlitslyftingu Hyundai Kona
fyrir næsta ár, en breytingin er í
stíl við endurhönnun á línu fyrir-
tækisins. Talsverðar breytingar
eru á bílnum að framanverðu og er
búið að skipta út sexhyrningslaga
grillinu fyrir breiðara og mjórra
grill. Einnig er ný hönnun á dag-
ljósum ásamt stuðara og bíllinn
er sagður breiðari en áður, hvort
sem það þýðir aðeins breiðleitari
eða með meiri breidd milli hjóla.
Ásamt andlitslyftingunni mun
koma ný N-lína sem er sportlegri
með stærri loftinntökum og þess
háttar. Er sá bíll hugsaður sem
kynning á væntanlegri Kona N
sem kynntur verður síðar á árinu
og verður með yfir 200 hestafla,
1,6 lítra bensínvél með forþjöppu.
Kona fær andlitslyftingu
Stutt er í að fyrstu eintök nýrrar
kynslóðar Kia Sorento verði
kynnt hérlendis og er dísilbíll-
inn væntanlegur í október.
Kia hefur nú einnig kynnt til
sögunnar tengiltvinnútgáfu af
hinum sjö sæta Sorento. Verður
hann búinn 1,6 lítra, 178 hestafla
bensínvél ásamt 90 hestafla raf-
mótor. Samtals munu mótorarnir
skila 261 hestafli og 350 Newton-
metra togi. Rafhlaðan í bílnum er
13,8 kWst og þó að engar WLTP
tölur um drægi hennar hafi verið
gefnar út enn þá ætti hún að duga
til um 50 km aksturs. Þrátt fyrir að
þurft hafi að koma fyrir rafhlöðu,
kemur það ekki niður á notagildi
bílsins að ráði. Hann verður áfram
boðinn sjö sæta og verður með 175
lítra farangursrými með öll sætin
í notkun. Með öftustu sætaröðina
niðri er farangursrýmið 809 lítrar
sem er aðeins 12 lítrum minna en í
dísilbílnum.
Bíllinn kemur í tengiltvinn-
útgáfu á markað snemma á næsta
ári. Að sögn Þorgeirs S. Pálssonar,
sölustjóra Kia á Íslandi, verður
Kia Sorento í tengiltvinnútgáfu
kynntur snemma á næsta ári
hérlendis einnig. „Nýr Sorento
er væntanlegur í október en þá
kemur hann í dísilútgáfu og svo
kemur tvinnútgáfa í desember,“
sagði Þorgeir.
Sorento einnig í tengiltvinnútgáfu
Jeep ætlar að endurvekja Wago-
neer nafnið með nýjum bíl, þann
þriðja september næstkomandi.
Útliti bílsins hefur verið haldið
vandlega leyndu en þó var birt
stutt auglýsing í vikunni sem sýnir
útlínur hans. Nýr Wagoneer er
væntanlegur á markað snemma á
næsta ári en hann mun nota sama
undirvagn og Ram 1500, og þá
einnig sömu vélar. Er Grand Wago-
neer ætlað að keppa við lúxus-
jeppa eins og Cadillac Escalade og
Lincoln Navigator. Ásamt þessum
bíl verður tengiltvinnútgáfa Jeep
Wrangler kynnt í mánuðinum
svo það er nóg að gerast í septem-
ber hjá þessum ameríska fram-
leiðanda.
Wagoneer kynntur í byrjun september
Grand Wagoneer
verður byggður á
sama undirvagni og Ram
1500 pallbíllinn.
Kia Sorento PHEV
verður búinn 1,6
lítra bensínvél og raf-
mótor sem samtals skila
261 hestafli og 350
Newtonmetra togi.
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
Tengiltvinnútgáfa nýs Sorento er væntanleg hingað til lands snemma á næsta ári.
Kona fær meiri breidd og hákarlslegt útlit segir í fréttatilkynningu Hyundai.
Aðeins má sjá útlínur framenda nýs
Wagoneer í auglýsingunni.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
mánudaga - sunnudaga 12-18
20-50%
Sparadu-
af borðstofu-
húsgögnum
20. ágúst - 7. september
20-25%
Sparadu-
af öllum borðbúnaði
ZAMORA SKENKUR Svartur málmur
og gler. L 167 x D37 x H80 cm. 129.900 kr.
Nú 89.900 kr.
FAME BEKKUR Mustard gult velúr.
Svartir fætur. Einnig til grár. 79.900 kr. Nú 63.900 kr.
SPAraðu 16.000
Nú63.900
SPAraðu 40.000
Nú89.900
ARIANA BORÐSTOFUSTÓLL
Grár eða grænn, svartir fætur.
14.900 kr. Nú 11.900 kr.
PRATO BORÐSTOFUSTÓLL
Svart textílleður, krómfætur.
Áður 29.900 kr. NÚ 14.950 kr.
SPAraðu 14.950
Nú14.950
2 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð