Fréttablaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 40
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Thomasar Möller BAKÞANKAR Þegar ég var fyrir utan Krist-jánsbakarí á Akureyri í blíðviðri í ágúst, tók ég eftir því að af átta bílum fyrir utan bakaríið voru fjórir skildir eftir í gangi, þar af einn mannlaus. Þá rifjuðust upp fyrir mér ummæli þýsks vinar sem sagðist aldrei hafa séð eins marga bíla í lausa- gangi fyrir utan verslanir eins og hér. Í Þýskalandi er um 300 evru sekt við slíku og heyrir það til algjörra undantekninga að bílar séu skildir eftir í gangi. Reglur um lausagang bifreiða á Íslandi er reyndar að finna í reglugerð nr. 788/1999, en þar kemur fram að óheimilt er að skilja ökutæki eftir í gangi þegar þau eru yfirgefin. Jafnframt er óheimilt að láta vélar kyrr- stæðra ökutækja ganga lengur en í örstutta stund nema sérstak- lega standi á. Nýlegar rann- sóknir í Bandaríkjunum sýna að meðalbíll notar um 40 lítra af eldsneyti í lausagangi á ári. Yfirfært á Ísland þýðir það að um 330 þúsund ökutæki nota um 13 milljón lítra á ári í lausagangi sem samsvarar um 30 milljón kílóum af kolefnisspori … í lausagangi! Að auki menga bílar mest í lausa- gangi og vélarnar slitna mest þá. Oft er fjallað um það hvað við getum gert til að minnka kol- efnisspor okkar sjálfra. Þetta er líklega það auðveldasta sem við getum gert … bara drepa á vélinni þegar bíllinn er kyrrstæður! Nýlegar mælingar sýndu að mesta loftmengun í London er fyrir utan leikskóla þar sem foreldrar eru með bílana í gangi meðan börnin fara í og úr skól- anum. Kæri lesandi, næst þegar þú gengur framhjá slíkum bíl skaltu bara biðja viðkomandi að drepa á vélinni … bara fyrir börnin! Bara fyrir börnin! GRILL- MATURINN ELSKAR Go með öllu! þú færð gas hjá okkur Fyrir svanga ferðalanga HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050 eða sendu tölvupóst orn@frettabladid.is. *Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019. Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.