Fréttablaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 18
Sólrún hefur nýlega hafið nám á næstsíðustu önn sinni í klæðskeranámi en hún segist þó ekki alltaf hafa haft áhuga á saumaskap. „Ég fékk einhvern áhuga þegar ég var unglingur og var þá eitthvað að sauma niðri í kjallara á gömlu saumavélina hennar mömmu. Svo bilaði hún og þá gleymdi ég þessu í rauninni. Það var svo ekki fyrr en ég fór í Hússtjórnarskóla árið 2018 að ég uppgötvaði saumaskapinn aftur og ákvað eftir það að fara í klæðskerann,“ segir Sólrún. Sólrún segir að sér finnist einna skemmtilegast að sauma jakka­ fatajakka og hún segir að það gæti verið gaman í framtíðinni að stofna fyrirtæki og sauma jakkaföt. „Það er mikið minna af þannig fyrirtækjum á Íslandi. En ég hef líka mikinn áhuga á búningum, eins og til dæmis í leikhúsi. Það væri gaman að vinna við eitthvað slíkt.“ Útsaumur heillar Sólrúnu líka en hún segir að hann sé ekki kenndur í klæðskeranáminu. „Ég lærði hann í Hússtjórnar­ skólanum og þar kviknaði sá áhugi. En svo hef ég líka saumað bindi og málað á þau með hjálp systur minnar, hún er meira í að mála og þannig. Það fannst mér skemmtilegt en bindin voru gjafir til pabba.“ Í skólanum hafa nemendurnir fengið tækifæri til að sauma svo­ lítið á sjálfa sig og Sólrún segist til dæmis hafa saumað nokkur pils á sig þar. „En fötin sem við saumum Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Sólrún endur­ uppgötvaði áhugann á saumaskap þegar hún var nemi í Hús­ stjórnarskól­ anum. Þetta pils saumaði hún á sjálfa sig. Sólrún líkir því að sauma við að leysa þraut. Hún hefur saumað nokkur pils í klæðskera­ náminu. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI Þennan fall­ ega barnakjól saumaði Sólrún í skólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Þessi kjóll var afrakstur verkefnis sem fólst í að vinna saman með mismunandi efni og láta snið passa. Framhald af forsíðu ➛ Úrval af gíturum og bössum Fiðlur Heyrnartól Míkrafónar í úrvali Þráðlaus míkrafónn GÍTARINN Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S. 552 2125 • gitarinn@gitarinn.is • www.gitarinn.is Hljómborð MEDELI MC37A Trommusett Söngkerfi í úrvali Fermingargjafir Magnarar á okkur verða að vera innan ákveðinna marka. Þau mega ekki vera of flókin og þurfa að fylgja ákveðnum reglum því það er enn verið að kenna okkur aðferðirnar,“ útskýrir Sólrún. Sólrún líkir því að sauma við að leysa þraut eða hugleiðslu. „Það er svo gaman að fá hug­ mynd sem mann langar að fram­ kvæma og hefur kannski aldrei gert áður, að finna út úr því hvernig maður gerir það svo manni líki. Pilsið sem ég er í er einmitt svo­ leiðis. Ég saumaði það í valáfanga í skólanum. Ég fékk hugmynd sem ég þurfti að útskýra fyrir kennar­ anum mínum en hún sá þetta ekki fyrir sér eins og ég svo ég þurfti að finna út úr því hvernig ég ætlaði að koma hugmyndinni í framkvæmd. Ég var svo spennt yfir þessu að mig dreymdi um hvernig ég ætlaði að tækla þetta.“ COVID frestaði Skotlandsferð Ef allt hefði farið samkvæmt áætlun þá væri Sólrún núna úti í starfsnámi í Skotlandi en til að ljúka námi þarf, auk sjö anna í skólanum, að taka eins árs starfs­ nám. „Ég átti að fara út í maí og vera í eitt ár en sökum COVID þá komst ég ekki. En ég stefni á að fara í janúar ef COVID leyfir. Ég fer í starfsnám hjá fyrirtæki sem saumar skoskan veiðifatnað en þau sauma líka skotapils. Þetta er allt gert úr tvíd eða köflóttum efnum.“ Sólrún frétti af þessum mögu­ leika í gegnum stelpu sem var í starfsnámi hjá sama fyrirtæki. „Það gekk ekkert að finna starfsnám hérna á Íslandi en ég vissi af tveimur stelpum sem voru í Skotlandi og ég talaði við þær. Sú sem var í starfsnámi þarna sagði svo fallega frá staðnum sem hún var á og fyrirtækinu svo ég ákvað að senda þeim umsókn og fékk leyfi til þess að koma. Ég fæ styrk frá Erasmus til þess að fara út,“ útskýrir hún. Sólrún segist spennt fyrir að fara út og segist vel geta séð sig fyrir sér sauma veiðibúninga. „Ég er með fyrirtækið á Insta­ gram og þetta lítur rosalega vel út. Ég sé oft myndir frá þeim og hugsa, oh, þetta er svo fallegt,“ segir hún og hlær. En áður en Sólrún heldur á vit ævintýranna í Skotlandi er stefnan að klára þessa síðustu önn í náminu. Hún segist spenntust fyrir því á þessari önn að fá að prófa að sauma korselett. „Mig langar rosalega mikið að prófa að sauma korselett frá öllum áratugum. Þau eru mjög mismun­ andi eftir tímabilum. Við fáum að gera allavega eina tegund á þessari önn. En svo langar mig líka svolítið að byrja að endurvinna föt, ég hef lítið verið að hanna sjálf en ég væri til í að breyta fötum sem ég er hætt að nota og gefa þeim nýtt líf.“ Ég var svo spennt yfir þessu að mig dreymdi um hvernig ég ætlaði að tækla þetta. LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna NÝJAR HAUSTVÖRUR... ..STREYMA INN 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.