Fréttablaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 15
Íslendingar eru ein þróað-
asta fiskveiðiþjóð í heimi. Á
síðustu þremur árum hafa
stjórnvöld lækkað veiði-
gjöld þannig að þau eru nú
lægri en í þróunarríkinu
Namibíu.
Sjávarútvegsráðherra hefur, eftir beiðni þingmanna Við-reisnar, birt Alþingi skýrslu
Hagfræðistofnunar um samanburð
á greiðslum Samherja fyrir veiði-
rétt í Namibíu og á Íslandi. Hún
er hvort tveggja athyglisverð og
umræðuverð.
1 Fram kemur að í tíð núverandi
ríkisstjórnar hafa gjöld fyrir
veiðirétt lækkað hér. Á sama
tíma hafa þau hækkað í Namibíu
og eru nú hærri en á Íslandi.
2 Stór hluti kostnaðarins við að
tryggja veiðiréttinn í Namibíu er
ekki með í samanburðinum.
3 Í reynd er mismunurinn meiri en
fram kemur þar sem endurgjald
fyrir ótímabundinn veiðirétt er
borið saman við rétt í takmark-
aðan tíma.
Aðeins hluti kostnaðarins
talinn með
Hagfræðistofnun tekur ekki allar
greiðslur Samherja í Namibíu með
í útreikningum sínum. Ástæðan er
sú að hluti þeirra er til rannsóknar
hjá ákæruvaldinu.
Skiljanlega vill stofnunin ekki
fella dóm um hugsanlegt, saknæmt
athæfi. Það er ekki tilefni gagnrýni.
En hér er þó á tvennt að líta:
Annað er að stjórnendur Sam-
herja hafa sagt að hér sé um að
ræða lögmætar greiðslur fyrir
veiðirétt. Ástæðulaust er að
véfengja það. Hitt er að jafnvel þótt
þær yrðu síðar taldar saknæmar
eru þær eftir sem áður kostnaður
við rétt til veiða.
Til þess að finna út hvað fyrir-
tækið sjálft taldi eðlilegt að greiða
fyrir veiðirétt í Namibíu þarf því að
taka mið af öllum greiðslunum.
Munurinn á þróuðu landi og
þróunarríki
Namibía er þróunarríki. Á síðustu
þremur árum hafa stjórnvöld þar
hækkað veiðigjöld umtalsvert. Þau
eru nú hærri en á Íslandi.
Sérhagsmunir eða slæm hagstjórn?
Þorsteinn
Pálsson
AF KÖGUNARHÓLI
Á að hafa það notalegt og
horfa á eitthvað gott í kvöld?
Þú færð allt naslið og drykkina
á næstu Kvikk-stöð Orkunnar.
Gerðu
viðeigandi
ráðstafanir
Íslendingar eru ein þróaðasta
fiskveiðiþjóð í heimi. Á síðustu
þremur árum hafa stjórnvöld hér
lækkað veiðigjöld þannig að þau
eru nú lægri en í þróunarríkinu.
Í fljótu bragði hefði mátt ætla að í
háþróuðu fiskveiðistjórnkerfi gæti
atvinnugreinin greitt hlutfallslega
meira í sameiginlegan sjóð eigenda
auðlindarinnar en í þróunarríki.
En svo er ekki í þessu tilviki.
Tveir skýringarkostir blasa við:
Annar er sá að hér sé um að ræða
sérhagsmunagæslu. Hinn er sá
að hagstjórnin hafi leitt til þess
að samkeppnisstaða Íslands hafi
versnað svo mjög í tíð núverandi
stjórnar að hún nái ekki saman-
burði við Namibíu.
Úr vöndu er að ráða fyrir
ríkisstjórnina. Spurning er hvorn
skýringarkostinn hún telur betri til
að bera á borð fyrir kjósendur.
Einföldu hagfræðilögmáli
snúið á hvolf
Í skýrslu Hagfræðistofnunar
kemur fram að greiðslur fyrir veiði-
rétt í Namibíu eru fyrir tiltekinn,
afmarkaðan tíma. Á Íslandi eru
engin tímamörk. Formaður
atvinnuveganefndar Alþingis sagði
í vor sem leið að veiðirétturinn hér
erfðist um alla eilífð.
Eftir venjulegum lögmálum ætti
veiðiréttur til langs tíma að vera
mun verðmeiri en skammtíma
réttur. Í Namibíusamanburðinum
kemur í ljós að íslensk stjórnvöld
snúa þessu á hvolf.
Margt mælir með því að veiði-
réttur sé lengri en í Namibíu.
Útgerðir jafnt sem eigendur auð-
lindarinnar eiga að hagnast á því.
En ríkisstjórnin þarf að skýra út
fyrir kjósendum hvers vegna hún
viðurkennir ekki þetta einfalda
lögmál hagfræðinnar.
Eins og hjartað slái ekki
með fólkinu í landinu
Tuttugu ár eru frá því að allir
flokkar samþykktu tillögu auð-
lindanefndar, undir forystu
Jóhannesar Nordal, fyrrverandi
seðlabankastjóra, um að skrifa í
stjórnarskrá þjóðareignarákvæði
um að endurgjald skyldi koma
fyrir tímabundinn veiðirétt.
Svipuð tillaga kom síðar frá
stjórnlagaráði.
Fyrir þremur árum hafði Sjálf-
stæðisflokkurinn einn horfið frá
sáttinni í auðlindanefnd. Nú hafa
allir þrír stjórnarflokkarnir gert
það. Enginn þeirra hefur þó reynt
að hrekja röksemdir Jóhannesar
Nordal og meðnefndarmanna
hans.
Forsætisráðherra hefur nú tví-
vegis á þessu kjörtímabili skyldað
stjórnarþingmenn til að fella
tillögur um að tímabinda veiðirétt-
inn í fiskveiðistjórnarlögum. Og nú
hótar hún að ljúka kjörtímabilinu
með því að afgreiða í ágreiningi
þjóðareignarákvæði í stjórnarskrá
án skilyrða um tímabindingu.
Engu er líkara en hjartað slái
ekki með fólkinu í landinu.
Á dögunum horfði ég á áhuga-verða mynd í RÚV um einn vinsælasta bloggara Sví-
þjóðar, hana Dagnýju Carlsson.
Það telst svo sem ekki til tíðinda
að fólk sé duglegt að tjá skoðanir
sínar á vefnum, það gerum við f lest
með einum eða öðrum hætti. Hins
vegar þykir saga til næsta bæjar að
Dagný sé 108 ára gömul og bæði
virk á samfélagsmiðlum og öðrum
vígstöðvum í lífinu. Hún er lifandi
sönnun þess að lífaldur fólks fer
hækkandi nánast hvar sem er á
byggðu bóli.
Nú er svo komið að meðalaldur
íslenskra kvenna er 84 ár og karla
80 ár. Karlar hafa bætt 8 árum við
meðalaldur sinn á síðustu 30 árum
sem er einstök þróun. Með öðrum
Dagný hin sænska, lífaldur
og lífeyrisskuldbindingar
Guðrún
Hafsteinsdóttir
formaður
Landssamtaka
lífeyrissjóða
orðum, ævi okkar lengist og lengist.
Við hljótum að gleðjast yfir því
að við lifum lengur og búum við
meiri lífsgæði á efri árum en áður
þekktist. Hækkandi lífaldur kallar
hins vegar á meiri útgjöld fyrir líf-
eyrissjóðina okkar sem þýðir ein-
faldlega að við á vinnumarkaði
stöndum frammi fyrir því að verða
að vinna lengur, greiða meira til líf-
eyriskerfisins eða reyna að ávaxta
enn betur eignir lífeyrissjóða.
Ef ég leiði hugann að Dagnýju
hinni sænsku liggur í hlutarins eðli
að hún er búin að sprengja alla skala
hvað varðar útreikninga á lífeyri
fyrir hennar kynslóð. Dagný Carls-
son hefur væntanlega farið á lífeyri
67 ára að aldri eða þar um bil. Alveg
er ljóst að hún hefur fengið greiddan
lífeyri mun lengur en miðað er við
í sænska lífeyriskerfinu og í því
íslenska líka ef út í það er farið.
Þetta tilvik er auðvitað sérstakt
en við vitum að það verða margar
sprækar Dagnýjar á hennar aldri í
framtíðinni í Svíþjóð og á Íslandi.
Það segir okkur að fólk verði lengur
á lífeyri en núverandi forsendur og
spár gera ráð fyrir.
Því er spáð að rúmlega helmingur
þeirra sem fæðast nú verði 105 ára.
Þetta er ótrúlegt ef haft er í huga
að fyrir rúmum hundrað árum var
meðalaldur Íslendinga um 55 ár.
Þegar hlutirnir eru settir í slíkt sam-
hengi er merkilegt að við skulum
ekki endurskoða lífeyristökualdur-
inn því fólk hlýtur að verða lengur
á vinnumarkaði þegar það verður
eldra í árum talið og jafnframt heil-
brigðara og hressara á efri árum en
áður var.
Við viljum að fólk sé virkt á
vinnumarkaði eins lengi og heilsan
leyfir. Fyrir tveimur árum var
framlag í lífeyrissjóði á almennum
vinnumarkaði hækkað í 15,5% (þar
af er val um tilgreinda séreign 3,5%),
annars vegar til að samræma iðgjöld
við opinbera vinnumarkaðinn en
hins vegar til að mæta hækkandi
lífaldri þjóðarinnar. Betur má samt
ef duga skal.
Við stöndum frammi fyrir því
að aðlaga lífeyrissjóðakerfið enn
frekar vegna hækkandi lífaldurs. Í
það verkefni þarf að ráðast strax svo
lífeyriskerfið sé rétt stillt gagnvart
skuldbindingum sínum.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15F I M M T U D A G U R 2 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0