Fréttablaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 32
ÞAÐ SEM ÉG SÉ ER AÐ
FRELSI MITT JÓKST,
EINS OG HJÁ ÖLLUM SEM VERÐA
MEÐ ÁRUNUM VISSARI Í SINNI
SÖK, ÞEKKJA SJÁLFAN SIG
BETUR OG VERÐA ÓHRÆDDIR
VIÐ AÐ FARA EIGIN SLÓÐ OG
LÁTA GAGNRÝNI EKKI SLÁ SIG
ÚT AF LAGINU.Sý n i ng i n Hja r t sl át t u r stendur yf ir í Nýlista-safninu en þar má sjá verk frá rúmlega fjörutíu ára myndlistarferli Ástu Ólafsdóttur. Sýningar-stjóri er Sunna Ástþórsdóttir.
Ásta er fædd í Reykjavík árið
1948. Hún stundaði myndlistar-
nám í Nýlistadeild við Myndlista-
og handíðaskóla Íslands og Jan Van
Eyck Akademíuna í Hollandi. Fyrsta
einkasýning Ástu var í Nýlistasafn-
inu á Vatnsstíg árið 1986, en hún tók
þátt í að stofna safnið og er nú heið-
ursfélagi þess. Á löngum ferli hefur
hún unnið í afar fjölbreytta miðla,
þar á meðal vídeó og hljóð og sent
frá sér bækur.
Strangur skóli
Ásta segist ekki beinlínis koma auga
á sérstaka þróun í listsköpun sinni.
„Það sem ég sé er að frelsi mitt jókst,
eins og hjá öllum sem verða með
árunum vissari í sinni sök, þekkja
sjálfan sig betur og verða óhræddir
við að fara eigin slóð og láta gagn-
rýni ekki slá sig út af laginu.
Það var strangur skóli að vera
myndlistarmaður á Íslandi frá
1980–2000. Listamenn af minni
kynslóð voru mjög metnaðargjarnir
í list sinni, við héldum vel saman og
vissum að við mættum ekki slaka
á. Við lögðum mikið á okkur til að
geta skilað okkar besta. Kollegarnir
voru iðnir við að hvetja mann. Þessi
samhugur átti sinn þátt í að reka
mann áfram.“
Karlar fengu meðbyr
Spurð hvernig hafi verið að vera
kona í myndlistarheiminum í upp-
hafi ferilsins segir Ásta: „Þegar ég
byrjaði í Myndlista- og handíða-
skólanum vissi ég ekki hversu lítið
væri af konum í myndlist. Ég hafði
ekki hugsað út í það, ekki frekar en
samfélagið. Karlarnir urðu frægir og
fengu meðbyr en ekki konurnar. Frá
1980–2000 voru það karlarnir sem
voru studdir til myndlistarnáms og
fengu úthlutað úr launasjóði í mun
meira mæli en konurnar. Þarna
ríkti sú hugsun að þeir hlytu að vera
betri listamenn en þær. Það var súrt.
Nú er þetta orðið breytt.“
Var útsjónarsöm
Ásta hefur alla tíð unnið í marga
miðla. „Sumt höfðar til mín, annað
ekki. Viður höfðar til dæmis til mín
en ekki steinsteypa og heldur ekki
stál. En það voru líka praktískar
ástæður þarna að baki. Lengi var
ég ekki með vinnustofu og vann
heima í stofu og varð að miða list-
sköpunina við stærðina þar. Gifs
er til dæmis ekki hægt að vinna í
stofunni heima. Ég hafði ekki efni á
miklu þannig að ég var útsjónarsöm
og reyndi að finna ódýr og þægileg
efni sem ég gat gert skúlptúra úr.
Þegar ég var í Jan Van Eyck Aka-
demíunni í Hollandi var skólinn
afar vel búinn að allri tækni. Þar
var myndbandsupptökustúdíó og
hljóðstúdíó. Ég notfærði mér það en
þetta komst ég ekki í á Íslandi. Svo
hef ég alltaf haft ánægju af texta
og er áráttuskrifari og hef gefið út
bækur.
Mig hefur alltaf langað til að
vinna í alla mögulega hluti. Ég hef
mjög gaman af að vaða í eitthvað
sem ég kann ekki og læra það.“
Spurð hvað hún hafi viljað sýna
í verkum sínum segir hún: „Ef
maður er forvitin manneskja sem
spekúlerar og reynir að greina allt,
þá vill maður sýna það sem er að
gerast. Maður er greinandi og með
fullt af tilfinningum sem hafa ekki
orð og maður togar þær út og gerir
þær sýnilegar. Þær taka á sig form í
skissubókinni og af því að maður
kann til verka í hinu og þessu notar
maður efnivið og form og til verður
sköpun.“
Greinandi með fullt af tilfinningum
Í Nýlistasafninu er sýning með verkum eftir Ástu Ólafsdóttur. Sýningin spannar
rúmlega fjörutíu ára feril listakonunnar. Myndlistarheimurinn var strangur skóli.
Mig hefur alltaf langað til að vinna í alla mögulega hluti, segir Ásta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Verkin í Nýlistasafninu sýna hversu fjölhæfur listamaður Ásta er.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Kennarinn sem hvarf sporlaust
Bergrún Íris Sævarsdóttir
Útgefandi: Bókabeitan
Fjöldi síðna: 160
Kennarinn sem hvarf sporlaust er
sjálfstætt framhald bókarinnar
Kennarinn sem hvarf, sem fékk
Barnabókaverð-
laun Guðrúnar
Helgadóttur árið
2019 og hlaut
góðar viðtökur
hjá lesendum. Hér
eru sömu sögu-
hetjur á ferð og
gerist sagan vetur-
inn eftir að fyrri
bók inni lýk ur.
Krakkarnir eru komnir í sjötta
bekk og bekkurinn er á leið í skíða-
ferðalag í skála í tvær nætur og eru
fararstjórar tveir, Bára, kennarinn
sem hvarf í fyrri bókinni, og Jósep,
pabbi Heklu, sem var sögumaður í
fyrri bókinni.
Allt virðist ætla að ganga að
óskum þar til fararstjórarnir hverfa
aftur sporlaust og allir símar og sam-
skiptatæki með. Þá er það krakk-
anna að leysa gátur og vísbendingar
frá dularfullum mannræningja og
fylgir sagan þekktu formi spennu-
sagna, þar sem kapphlaup við tím-
ann og snjóstorminn úti fyrir reynir
á samstöðu þeirra og úrræðafærni.
Bergrún Íris er höfundur sem
vinnur jöfnum höndum í orð og
myndir og myndskreytingarnar eru
jafnan stór hluti af sögum hennar.
Þessi bók er þar engin undantekning
og sem dæmi má nefna að tímaferli
sögunnar er rakið með mismunandi
klukkum í upphafi hvers kaf la,
aðferð sem gagnast vel við að gefa
tilfinningu fyrir spennu og tíma-
hraki sem sannarlega er viðeigandi
þegar mannshvarf í snjóstormi er til
umfjöllunar.
Í þessari bók heldur Sara um frá-
sagnartaumana en hún kom við
sögu í fyrri bókinni. Sara er fædd í
Albaníu og höfundi tekst vel að lýsa
því hvernig er að eiga rætur í tveim-
ur svo ólíkum löndum, með ólíka
siði og venjur, án þess þó að draga
upp staðalmyndir eða sökkva of
djúpt í greiningu. Einnig eru krakk-
arnir orðnir ári eldri, sem þýðir að
flóknari tilfinningar eru farnar að
skjóta upp kollinum. Sögusviðið er
einnig kjörið fyrir bók af þessum
toga, skíðaskáli í stormi þar sem
flestar bjargir eru bannaðar.
Að þessum breyttu þáttum
frátöldum er hér verið að endur-
vinna söguþráð fyrri bókarinnar
og tekst ágætlega, enda vel þekkt
úr spennusögum fyrir fullorðna
að slíkir þræðir séu endurunnir í
sífellu. Bergrún Íris hefur hins vegar
sýnt það undanfarin ár hversu ríku
ímyndunarafli og frjóum hug hún
býr yfir, svo það væri gaman að sjá
hana vinna með þessar persónur
og samskipti þeirra áfram án þess
að alltaf þurfi að koma við sögu
brottnuminn kennari.
Brynhildur Björnsdóttir
NIÐURSTAÐA: Ágætis spennusaga fyrir
börn.
Snjöll börn í stormi
Bergrún Íris rithöfundur. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
2 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING