Fréttablaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 16
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ég held að göngugatan höfði frekar til yngra fólks og ég skil vel sjónarmið eldra fólks sem er vant því að vera á bíl og geta lagt fyrir utan búðina sem það ætlar í. Elskuleg stjúpmóðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Inger Gréta Stefánsdóttir Kirkjubraut 36, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 23. ágúst. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu mun útförin fara fram í kyrrþey. Fjölskylda hinnar látnu. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma, systir, mágkona og frænka, Ágústína Hlíf Traustadóttir nuddari og fótaaðgerðafræðingur Ranavaði 5, Egilsstöðum, lést 20. ágúst sl. á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram í Fossvogskirkju kl. 13.00 þann 28. ágúst næstkomandi. Í ljósi aðstæðna er athöfnin einungis fyrir nánustu fjölskyldu og vini. F.h. aðstandenda, Ester K. Vigil Erick L. Vigil David Már Hafsteinsson Maria Leon Kristofer Bow Ethan Vigil Chloe Vigil Leo Mar Hafsteinsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Skafti Hannesson McClure Hraunholti 4, Akureyri, lést á heimili sínu mánudaginn 24. ágúst. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Elín Antonsdóttir Hanna María Skaftadóttir McClure Baldvin Birgisson Sigurlaug Skaftadóttir McClure Ármann Þór Sigurvinsson Hannes Jarl Skaftason McClure Aldís Einarsdóttir Lovísa Björk Skaftadóttir McClure Sigþór Samúelsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, Sveinn Stefánsson húsasmiður, Brekkuhvammi 8, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans 17. ágúst. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, þriðjudaginn 1. september kl. 13. Hugheilar þakkir viljum við færa starfsfólki HERU og Líknardeildar LSH fyrir hlýju og ómetanlegan stuðning. Hulda Kristinsdóttir Bylgja Sveinsdóttir Birkir Sveinsson Bjartey Sveinsdóttir Kristján Andrésson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður og afa, Guðmundar Jónssonar skipstjóra, Skipalóni 26, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Líknardeildarinnar í Kópavogi fyrir umhyggju og hlýju við umönnun hans. Ruth Árnadóttir Jón Örn Guðmundsson Bríet Jónsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Guðmundur Árni Guðrúnarson Daniel Guðmundur Nicholl Svanhildur Lísa Leifsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Laufey Guðrún Lárusdóttir lést 26. júní sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingunn Anna Helgadóttir Óli Harðarson Lárus Helgason Hunter Guðrún Pétursdóttir Pétur Helgason Rósa Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þó fátt sé um ferðamenn núna er framtíð Laugavegsins björt, í mínum huga. Þegar komið verður bóluefni við kórónaveirunni þá verður mikill þorsti í að ferðast aftur og Ísland verður alltaf ákjósanleg- ur staður, vegna þess sem það hefur upp á að bjóða,“ segir Ingimar Þórhallsson, kaupmaður og ljósmyndari í Nomad á horni Laugavegs og Frakkastígs. Hann verslar með smávarning sem hefur heillað bæði ferðamenn og heimafólk og við val á honum kveðst hann sækja innblástur bæði í náttúruna og list- námið sem hann stundaði í London. „Nomad er vísun í manninn sem elskar að ferðast í náttúrunni og velur hluti sem hann getur tekið með sér hvert sem er. Hér finna Íslendingar líka hentugar gjafir við öll tækifæri eins og afmæli, útskriftir og fleiri. „Janúar var frábær, mikil vetrarferða- mennska í gangi, svo fór COVID-19 að stinga sér niður í Evrópu og um miðjan mars stoppaði allt. Það var hávetur, dimmt og Íslendingar fóru heim að baka en voru voða lítið á ferðinni,“ segir Ingimar þegar hann spólar í huganum yfir árið 2020. Hann kveðst hafa verið sendur í sóttkví og notað tímann til að fullgera og opna vefverslun, sem hann hafði verið með í smíðum. „Svo fór salan að aukast aftur í miðbænum í lok júní og júlí var ansi fínn og sömuleiðis ágúst framan af.“ En hvernig komu fréttir um hertar reglur við landamærin við Ingimar og miðbæinn? „Þetta var bara eitthvað sem þurfti að gera. Heilsa þjóðarinnar er í fyrirrúmi. Allt annað er aukaatriði. Maður treystir þríeykinu til að taka rétt- ar ákvarðanir. Það hefur staðið sig með mikilli prýði til þessa. Auðvitað verður þetta erfitt fyrir marga og haustið verð- ur ábyggilega rólegt.“ Hann kveðst þó vona að það lifni yfir Laugaveginum fyrir jólin. Hvað finnst honum um lokun bílaumferðar um hluta hans? „Ég held að göngugatan höfði frekar til yngra fólks og ég skil vel sjónarmið eldra fólks sem er vant því að vera á bíl og geta lagt fyrir utan búðina sem það ætlar í. Það getur líka verið kalt í miðbænum í norðanáttinni, en kannski er þetta spurning um að læra betur á bílastæðahúsin.“ Ingimar kveðst stíla vöruúrvalið í Nomad upp á heimafólk meðan fáir koma gegnum landamærin. „Ferða- fólkið kemur aftur þegar það er tilbúið, kannski verður það færra en var á síð- ustu árum en mér skilst á ferðaþjónustu- aðilum að margir gestir hafi fært sínar bókanir til 2021, þannig að við sjáum hvað gerist.“ gun@frettabladid.is Lítur björtum augum til framtíðar Laugavegs Margt hefur breyst við Laugaveginn í Reykjavík síðustu misseri. Búðir hafa flutt burtu í ódýrara húsnæði og hluti götunnar er orðinn að göngugötu. En Ingimar Þórhallsson, ljósmyndari og kaupmaður í Nomad, á horni Laugavegs og Frakkastígs, ber sig vel. „Ferðafólkið kemur aftur þegar það er tilbúið,“ segir Ingimar Þórhallsson kaupmaður bjartsýnn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Merkisatburðir 1867 Eldgos hefst í Vatnajökli nálægt Grímsvötnum. 1929 Sjö sauðnautskálfar eru fluttir til landsins í tilrauna- skyni frá Grænlandi. 1946 Fyrsti bíllinn kemur til Siglufjarðar eftir að unnið hefur verið að vegagerð um Siglufjarðarskarð í ellefu ár. 1994 Bíódagar, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, hlýtur Amanda-kvikmyndaverðlaunin. 2 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.