Fréttablaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 8
Sparaðu
fullt fullt fullt!
Vertu með AlltSaman hjá Nova. Slepptu öllum
óþarfa og sparaðu allt að 204.000 kr. á ári!
Nova.is/AlltSaman
Samanburður á heimapökkum með 5 farsímum með 100 GB
netnotkun og AlltSaman hjá Nova – ótakmarkað net í allt!
Farsíminn fylgir og þú sparar
HEILBRIGÐISMÁL „Ekkert okkar er
óhult fyrr en við erum öll óhult,“
segir Frederik Kristensen, aðstoðar-
forstjóri CEPI, í viðtali við Frétta-
blaðið.
Þetta er megináhersla COVAX,
samstarfsverkefnis Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar (WHO),
CEPI og Gavi, sem í grunninn snýst
um að tryggja bóluefni fyrir alla.
Ísland er meðal 80 þjóða sem
styðja við verkefnið en íslensk
stjórnvöld hafa lofað að leggja fram
hálfan milljarð króna í fjárframlagi
til COVAX-verkefnisins. Þá fara 250
milljónir beint til CEPI, sem sam-
svarar 1,9 milljónum dala.
„COVAX er brautryðjandi verk-
efnisins og mun hafa áhrif á hvernig
við tökumst á við næsta heimsfar-
aldur,“ segir Frederik.
Vegna smithættunnar í kóróna-
veirufaraldrinum sé það í hag allra
þjóða að vinna saman, í stað þess að
einblína einungis á eigið land.
Pólitísk átök við Bandaríkin
Miserfitt hefur verið að fá alla til
að taka þátt, en WHO hefur dregist
inn í pólitísk átök eftir að Donald
Trump Bandaríkjaforseti hótaði að
stöðva varanlega allar fjárveitingar
til stofnunarinnar. Útganga Banda-
ríkjanna á að taka gildi þann 6. júlí
árið 2021 og gæti því ný ríkisstjórn
snúið ákvörðun Donalds Trump
við. Fjármagn frá Bandaríkjunum
gæti gert gæfumuninn á lokasprett-
inum.
„Ég myndi segja að það væri í
hag Bandaríkjanna að taka þátt í
COVAX-verkefninu. Bæði eykur það
líkur á að þau fái aðgang að bóluefni
og gefur þeim færi á að ná stjórn á
faraldrinum alls staðar. Þannig geta
þau snúið efnahagskerfi sínu aftur á
rétta braut. Sama hver er við stjórn-
völinn þá myndi ég fagna aðkomu
Bandaríkjanna,“ segir Frederik.
„Það er ákveðin tilhneiging meðal
þjóðarleiðtoga í svona aðstæðum að
leggja áherslu á frumskyldu sína,
sem er að hugsa um sitt fólk og sína
kjósendur,“ segir hann og áréttar
að málið sé ekki svo einfalt. Alltaf
sé hætta á að veiran komi aftur inn
í landið, sé ekki búið að uppræta
hana í öllum löndum.
Einnig sé þetta í hag efnahagslífs-
ins; tannhjól hagkerfisins geta ekki
farið að snúast af alvöru fyrr en búið
er að stöðva faraldurinn.
Rannsóknir Oxford lofi góðu
Fyrsti hluti verkefnisins er að þróa
bóluefni. CEPI styður við og fjár-
magnar rannsóknir við níu stofn-
anir og háskóla í þróun bóluefna og
eru sjö af þeim nú þegar í klínískum
prófunum.
Aðspurður segir Frederik of
snemmt að segja til um hvaða bólu-
efni muni standa uppi sem sigur-
vegari, en að rannsóknaniðurstöður
hjá háskólanum í Oxford lofi góðu.
„Þróun bóluefna er ákveðin
áhættufjárfesting. Þó að efni sé á
þriðja stigi klínískrar prófunar er
enn mikil hætta á að það beri engan
árangur,“ segir hann. Því sé nauð-
synlegt að fá inn meira fjármagn til
að gefa vísindasamfélaginu rými til
að mistakast og prófa aftur.
CEPI þarf að tryggja 2,1 milljarð
dala í rannsóknir og þróun á bólu-
efni og hefur hingað til safnað 1,4
milljörðum.
Heilbrigðisstarfsfólk í forgangi
Þegar bóluefni fyrir COVID-19 er
tilbúið verða næstu skref fjölda-
framleiðsla og dreifing. Þau lönd
sem taka þátt í verkefninu munu
fá bóluefni fyrir fimmtung þjóðar-
innar til að byrja með.
En hverjir verða í forgangi?
„Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unin hefur ráðlagt þjóðum að setja
heilbrigðisstarfsfólk í forgang,
ásamt þeim sem eru í áhættuhópi.
En þegar allt kemur til alls þarf
hvert og eitt land að taka þessa
ákvörðun. Enginn er að fara að
ákveða fyrir hönd Íslands hvernig
bóluefninu verður útdeilt. Íslenska
ríkisstjórnin þarf að taka þessa-
ákvörðun, en almennt fara f lestar
þjóðir eftir ráðleggingum Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar,“
segir Frederik.
Hluti af COVAX-verkefninu er að
tryggja að þróunarlönd fái bóluefni
og að koma í veg fyrir snarhækkun
verðs á bóluefni á uppboðsmarkaði
milli þjóða. Bólusetningabanda-
lagið Gavi, samstarfsaðili CEPI og
WHO í COVAX-verkefninu, hefur
samþykkt að veita 92 lágtekjulönd-
um aðstoð og tryggja þeim aðgang
að bóluefni.
En hvað með þær þjóðir sem neita
að taka þátt í verkefninu? Fá þær
líka ykkar bóluefni?
„Einfalda svarið er nei. Þannig
getur það ekki virkað. Þjóðirnar
verða að taka þátt og fjármagna
verkefnið til þess að eiga rétt á
bóluefni. Það er bara ekki hægt að
f ljóta með, neita að taka þátt og
njóta svo ágóðans. Það væri ósann-
gjarnt gagnvart öðrum þjóðum. Við
þurfum öll að standa saman.“
ingunnlara@frettabladid.is
Enginn óhultur nema allir séu það
Aðstoðarforstjóri CEPI segist þakklátur fyrir fjárveitingu Íslands sem styðji beint við rannsóknir og þróun bóluefnis gegn CO-
VID-19. Árangur COVAX-verkefnisins veltur á þátttöku þjóða og enn er þörf á frekara fjármagni. Niðurstöður Oxford lofa góðu.
Þróun bóluefna er
ákveðin áhættufjár-
festing. Þó að efni sé á þriðja
stigi klínískrar prófunar er
enn mikil hætta á að það
beri engan árangur.
Frederik Kristensen,
aðstoðarforstjóri
CEPI
Háskólinn í Queensland í Ástralíu er ein þeirra stofnana sem vinna að nýju bóluefni. MYND/QUEENSLAND-HÁSKÓLI
CEPI og COVAX
CEPI (Coalition for Epidemic
Preparedness Innovations),
var stofnað í Davos í Sviss árið
2017 af ríkisstjórnum Noregs
og Indlands, góðgerðafélagi Bill
og Melindu Gates, góðgerða-
sjóðnum The Wellcome Trust
og Alþjóðaefnahagsráðinu (e.
World Economic Forum).
COVAX er samstarfsverkefni
milli CEPI, Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunarinnar (WHO) og
bólu setn ing abanda lags ins Gavi,
sem hefur það að markmiði
að hraða þróun bóluefna gegn
COVID-19 og að tryggja aðgang
allra að bóluefni.
Meira á frettabladid.is
BÓLUEFNI
2 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð