Fréttablaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 14
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Hver og einn Íslendingur stendur, og mun standa, í þakkarskuld við þá ein- staklinga sem svo snöfur- mannlega brugðust við og björguðu náttúru- perlum. Meðan markmiðin eru óljós og stefnan óviss, eru engar líkur á að fólkið í landinu taki á veirunni skæðu með nægilega afgerandi hætti. Það er verulega hollt að rifja upp atburði fortíðar því yfirleitt má sitthvað læra af þeim. Eina slíka mikilvæga kennslu-stund fengu landsmenn á dögunum þegar fjölmiðlar minntust þess að í ár er hálf öld síðan bændur í Suður-Þingeyjarsýslu sprengdu upp stíflu í Laxá við Mývatn til að koma í veg fyrir virkjanaáform á svæðinu. Með gjörð sinni tókst þeim að forða eyðileggingu Laxár og Mývatns. Hver og einn Íslendingur stendur, og mun standa, í þakkarskuld við þá einstaklinga sem svo snöfur- mannlega brugðust við og björguðu náttúruperlum. Það hefði orðið eilífur skammarblettur á íslenskri þjóðarsál ef þessum miklu náttúrugersemum hefði á sínum tíma verið fórnað. Reyndar er umhugsunar- efni hvernig hvarflað gat að nokkrum manni að ákjósanlegt og viturlegt væri að virkja á þessum stað. Hugmyndin er beinlínis óhugguleg og lýsir brengl- uðu verðmætamati. Samt var mönnum sem þetta vildu gera rammasta alvara. Sjálfsagt hafa gróðasjón- armið afvegaleitt þá illilega. Slíkt er alltaf að gerast og er stundum kallað „raunsætt mat“. Samkvæmt því mati hefur undurfögur náttúra ekkert gildi í sjálfu sér, til að vera einhvers virði þarf hún að skila gróða og helst mjög miklum. Ef ekki væri fyrir bændurna hugumstóru í Þing- eyjarsýslu árið 1970 hefðu virkjanasinnarnir gráðugu komist upp með skelfileg áform sín. Kynslóðir hefðu þá furðu lostnar og daprar spurt afar eðlilegrar spurningar: „Af hverju var enginn sem kom í veg fyrir þessa eyðileggingu?“ Blessunarlega þarf ekki að spyrja, því þjóðin átti fólk sem stóð ekki þegjandi hjá. Ekki fengu bændur fálkaorðuna frá forsetanum fyrir að hafa komið í veg fyrir eyðingu ómetanlegra náttúrugersema, heldur voru margir í þeirra hópi ákærðir fyrir verknaðinn. Talið var að um svívirði- legt skemmdarverk væri að ræða, meðan raunin var sú að verið var að bjarga ómetanlegum gersemum. Vissulega var það gert á harkalegan hátt, en tilefnið kallaði beinlínis á það. Hinn ágæti umhverfisráðherra þjóðarinnar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sagði í fréttatíma á dögunum að þetta frumkvæði bændanna væri „kraftaverk í íslenskri náttúruvernd“. Þetta krafta- verk hefur reglulega verið rifjað upp og um það var gerð heimildamynd fyrir nokkrum árum og sú mynd, Hvellur, er ekki einnota, hún mun verða sýnd hvað eftir annað í framtíðinni. Engin hætta virðist á að þessi sprenging gleymist. Hún var mikilvægt viðbragð við framkvæmdum sem hefðu verið eilíf þjóðarskömm. Um allan heim hefur vakning orðið í umhverfis- málum á síðustu árum og mátti ekki seinna verða, enda er mannkynið, í óstjórnlegri græðgi sinni, komið vel á veg með að eyða náttúrunni. Þótt ekkert bendi sérstaklega til að jafn skelfileg hugmynd og sú að virkja Mývatns- og Laxársvæðið eigi eftir að skjóta upp kollinum hér á landi, þá verður þjóðin samt að halda vöku sinni. Sagan á alltaf á hættu að endurtaka sig og vondar hugmyndir ganga því miður of oft í endurnýjun lífdaga. Sprengingin Að mörgu leyti var COVID-tímabilið í vor ekki slæmt. Krakkarnir voru passlega mikið í skól-anum, sluppu úr hinni grimmu rútínu hvers- dagsins og fjarvinna er ágæt. Ekki sakaði að við tók nánast veirufrítt sumar og veðrið með skásta móti, þótt minni fjölskyldu hafi tekist að elta vonda veðrið í sumarfríinu, þótt það hafi alls ekki verið markmiðið. Ég bý við viss forréttindi. Vinn hjá opinberum aðilum, sveitarfélagi og ríkinu, og er á þeim aldri að flest er á auðum sjó. Þá er ég á neytendahlið ferðaþjónustunnar og enginn myndi greiða mér fyrir söng eða leik. Þannig er það ekki með stóran hluta þjóðarinnar. Fólk í ölduróti má ekki við miklu. Hvort sem það er í hinum harða heimi rekstrar eða lista – eða býr við félags- eða efnahagslega óvissu. Fyrirtæki lifa ekki lengi tekjulaus og flestar fjölskyldur lifa frá visa- reikningi til visa-reiknings. Önnur bylgja COVID (fell ekki í þann bjartsýnis- pytt að kalla hana seinni bylgjuna) kom flatt upp á Íslendinga. Jafnt almenning og stjórnvöld. Viðbrögð stjórnvalda voru í það minnsta fálmkennd. Landinu var lokað og strangar reglur settar með stífum sektar- ákvæðum. Frá upphafi hefur verið ljóst að veiran skæða myndi ekki fara í sumarfrí eða yfirgefa landið með farfuglunum. Í upphafi var stefnan að „fletja kúrfuna“ til að heilbrigðiskerfið réði við álagið. Þegar þetta er skrifað er einn á sjúkrahúsi, svo að ekki er það vandamálið. Hver er stefnan núna? Hvert er planið sem ríkisstjórnin og starfsmenn ráðuneyta hljóta að hafa unnið að í allt sumar? Hvert er markmiðið? Á hvaða gögnum er núverandi stefna byggð? Má maður fara að sjá Gróttu spila í haust? Verður hægt að halda fermingarveislu? Munu ferða- menn geta komið til landsins og getur GusGus spilað í Hörpu í nóvember? Og ef ekki, hvers vegna? Meðan markmiðin eru óljós og stefnan óviss eru engar líkur á að fólkið í landinu taki á veirunni skæðu með nægilega afgerandi hætti. Óvissan sem þetta skapar kemur illa við fólk, verst þó við þá sem þessa dagana kveðja vinnufélaga og horfa fram á atvinnu- leysi í vetur. Hver er stefnan? Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins á Seltjarnarnesi Grátandi Geysir Hlutfall Íslendinga sem eru jákvæðir í garð erlendra ferðamanna hefur rokið upp samkvæmt nýrri könnun. Eins og einhverjir hafa tekið eftir þá er ansi lítið af erlendum ferða- mönnum á Íslandi um þessar mundir. Lundarnir, bæði í Dyrhólaey og Laugavegi, safna ryki. Gullfoss er orðinn að lækjarsprænu. Geysir grætur sig í svefn á hverri nóttu. Er það nú orðið gleðiefni þegar það sést í vindjakka og gönguskó í miðbænum. Þá hafa garðar á landsbyggðinni aldrei verið jafn hreinir. Eins og segir í kvæðinu: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Mjólkurbikar reiðinnar Páll Magnússon þingmaður náði að kæfa næsta stórmál í fæðingu með því að játa allt á sig og biðjast ekki afsökunar. Var honum gefið að sök að hafa verið með dónaskap í stúku á leik ÍBV og Fram. Hellti hann þar úr Mjólkurbikar reiði sinnar yfir dómgæslunni. Í stað þess að bíða eftir að málið yndi upp á sig og tala í yfirlýs- ingum á samfélagsmiðlum, þá sagði Páll stoltur að hann horfi einfaldlega á leiki með meiri ástríðu en yfirvegun. Það sé í lagi að hans mati og öllum ætti að vera sama. Það gætu margir kollegar hans lært af Páli. arib@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU – MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! Íslendingar lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali.* Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050 eða sendu tölvupóst á orn@frettabladid.is. Útvegum einnig hagstæð verð í prentun. 93.000 *Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019. Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019 2 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.