Fréttablaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 22
Tom Ford sótti næturklúbbinn Studio 54 grimmt á diskóárunum og má sjá áhrif glamúrs sem aldrei fyrr í hönnun hans. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is TRAUST Í 80 ÁR Fylgdu okkur á Facebo ok S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Útsöluvörur 60%-70% KLASSÍSKUR BASIC FATNAÐUR ALLTAF SVO FLOTTUR OG ÞÚ ERT TILBÚIN FYRIR HAUSTIÐ - VINUNA OG FÉLAGSKAPINN 20% AFSLÁTTUR TIL 10. SEPTEMBER Tom fæddist í borginni Austin í Texas þann 27. ágúst árið 1961. Strax á sjötta árinu var hann farinn að endurraða húsgögn- um heima hjá sér og gefa móður sinni ábendingar um hárgreiðslur og skó. Tom flutti ungur til New York til að læra listasögu við New York-háskóla þar sem hann hitti Ian Falconer, sem fór með hann í næturklúbbinn Studio 54 í fyrsta sinn. Fljótlega gaf Tom námið upp á bátinn en einbeitti sér að leik í sjónvarpsauglýsingum. Seinna hóf hann nám í innanhússhönnun við Parsons-listaháskólann í New York en stundaði áfram næturlífið grimmt á Studio 54 þar sem hann uppgötvaði eigin samkynhneigð, en fyrsti elskhuginn var einmitt rithöfundurinn Ian Falconer, sem skrifaði barnabækurnar um grísastelpuna Ólivíu sem margir kannast við af skjánum. Ford er nú giftur Richard Buckley, blaðamanni og fyrrver- andi ritstjóra Vogue Hommes International, og eiga þeir soninn Alexander John „Jack“, sem þeir eignuðust með hjálp staðgöngu- móður árið 2012. Tom tók hlé frá náminu í Par- sons til að gerast lærlingur hjá Chloé í París í hálft annað ár og þar kolféll hann fyrir hátískunni. Síð- asta árið við Parsons fór því í tísku- hönnun þótt Tom hafi útskrifast með háskólagráðu í arkitektúr. Tom Ford var lengi vel listrænn stjórnandi hjá Yves Saint Laurent og Gucci áður en hann stofnaði sitt eigið lúxusmerki, Tom Ford. Að sögn hans sjálfs er merkið fyrir sanna heimsborgara sem og sterkar, klárar konur sem þekkja eigin stíl. Margt frægðarfólkið hefur skartað fötum frá Tom Ford, svo sem Michelle Obama, Beyoncé, Jennifer Lopez, Gwyneth Paltrow, Tom Hanks, Johnny Depp, Ryan Gosling og Daniel Craig. Seinni tíma hönnun Toms Ford hefur oftar en ekki verið innblásin af glamúr diskóáranna á Studio 54. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að nota naktar konur í auglýsinga- herferðum og sumir hafa talað um kvenfyrirlitningu og hlutgervingu kvenlíkamans. Ein auglýsing sýndi kviknakta konu með ilmvatns- flösku á milli fóta sér, í annarri var nakin kona að strauja karl- mannsbuxur á meðan karlinn las dagblað. Ford hefur vísað þessari gagnrýni á bug og sagt að hann myndi glaður gera það sama við karllíkamann en að vestræn menning leyfi það ekki á sama hátt og konur. Gaf mömmu sinni bjútíráð sex ára Bandaríski tískuhönnuðurinn og leikstjórinn Tom Ford er 59 ára í dag. Hann er í miklum metum fyrir íðilfagran klæðnað í tískuheiminum en líka umdeildur fyrir að hlutgera kvenlíkamann. Tískuhönnuðurinn Tom Ford mælir 59 ár af ævinni í dag. MYNDIR/GETTY Kendall Jenner fyrir Tom Ford 2020. Gigi Hadid í Tom Ford-blúndum. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.