Fréttablaðið - 27.08.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 8 6 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 7 . Á G Ú S T 2 0 2 0
ALVÖRU MATUR
Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM
Hópur fjallahjólafólks er nú í leiðangri yfir hálendi Íslands, frá austri til vesturs. Lagt var upp frá Dalatanga og
er ætlunin að ljúka leiðangrinum við Látrabjarg. Þegar náðist til hópsins í gær var hann norðan við Langjökul.
Eins og sjá má hafa aðstæður verið nokkuð breytilegar. Hér er fjallið Herðubreið í baksýn. MYND/BURKARD/ROSEN
COVID-19 Hjartaþræðingum á Land-
spítalanum fækkaði um 11,9 pró-
sent á tímabilinu frá janúar til júní
á þessu ári miðað við sama tímabil
í fyrra. Kransæðavíkkunum fækk-
aði um 14,3 prósent á sama tímabili.
Karl Konráð Andersen, yfirlæknir á
Hjartagátt Landspítala, segir skýr-
inguna meðal annars felast í því
að sjúklingar veigri sér við að leita
á bráðamóttöku vegna einkenna
sinna.
„Á COVID-tímanum í vor varð
vart við umtalsverða fækkun í
komum á bráðamóttöku vegna
hjartaáfalla um allan heim, allt að
40 prósentum. Það er talið að þetta
stafi ekki af raunverulegri fækkun
tilfella,“ segir hann.
„Þegar frá líður hafa þessir sjúkl-
ingar verið að greinast og vísbend-
ingar eru um að þeir komi seint til
læknis,“ segir Karl og bætir við að
tilfelli á Íslandi séu hins vegar allt
of fá til að hægt sé að fullyrða um
að slíkt eigi við hér.
„Hins vegar er almenna viðhorfið
og tilmæli alþjóðlegra hjartalækna-
samtaka að þó að við þurfum að
viðhafa „social distancing“ eigi það
alls ekki að leiða til „medical dist-
ancing“. Með öðrum orðum, sjúkl-
ingar með einkenni um hjartaáföll
eiga að leita sér aðstoðar á bráða-
móttöku þegar grunur er um bráð
hjartavandamál,“ segir Karl.
Komum á göngudeildir Land-
spítalans fækkaði almennt um
15-20 prósent á fyrstu sjö mánuðum
ársins sé miðað við sama tímabil í
fyrra. Á móti kemur aukning í
öðrum samskiptum við sjúklinga,
svo sem samskiptum í gegnum
meðferðarsímtöl og tölvusam-
skipti. Komum á bráðadeild í Foss-
vogi fækkaði um 15 prósent á sama
tímabili.
Jón Magnús Kristjánsson, yfir-
læknir bráðalækninga á Bráðamót-
töku Landspítala, segir fækkunina
sem hefur orðið á heildarfjölda
koma á bráðadeild í Fossvogi megi
einkum rekja til færri koma á tíma-
bilinu mars til maí vegna kóróna-
veirufaraldursins. Komufjöldi í
júlí hafi verið nánast sá sami í ár og
í fyrra.
„Mesta fækkunin var í komum
vegna minni háttar slysa og veik-
inda en nánast sami fjöldi ein-
staklinga hefur lagst inn á spítalann
eftir komu á bráðadeild fyrstu sjö
mánuði 2020 eins og á sama tíma-
bili í fyrra,“ segir Jón Magnús. – bdj
Færri leitað
á sjúkrahús í
faraldrinum
Hjartaþræðingum hefur fækkað um tæp tólf pró-
sent og kransæðavíkkunum um rúm 14 prósent
það sem af er þessu ári. Sjúklingar veigra sér við að
leita á bráðamóttöku vegna einkenna hjartaáfalla.
Þegar frá líður hafa
þessir sjúklingar
verið að greinast og vísbend-
ingar eru um að þeir komi
seint til læknis.
Karl Konráð
Andersen, yfir-
læknir á Hjarta-
gátt Landspítala
VIÐSKIPTI Ásgeir Jónsson seðla-
bankastjóri segir hækkun atvinnu-
leysisbóta draga úr eftirspurn eftir
störfum og geti leitt til þess að
atvinnuleysi verði langvarandi.
„Hin almenna regla er sú að hækk-
un atvinnuleysisbóta dregur úr eftir-
spurn eftir störfum – miðað við hvað
bætur eru nú háar bendir ekkert til
annars en það gerist nú. Slík aðgerð
getur mögulega leitt til að atvinnu-
leysi verði langvarandi,“ segir Ásgeir.
Stéttarfélög og þingmenn hafa
kallað eftir hækkun bóta til að
bregðast við auknu atvinnuleysi og
í nýju frumvarpi á að lengja rétt til
tekjutengdra atvinnuleysisbóta.
Þá segist hann hafa verulegar
áhyggjur af því að margt ungt fólk
nái ekki að komast inn á vinnu-
markaðinn og byggja upp starfs-
feril vegna þess að fyrstu skrefin á
vinnumarkaði skila litlum peninga-
legum ávinningi. – hae / sjá síðu 10
Hækkun bóta dragi úr
eftirspurn eftir störfum