Fréttablaðið - 02.09.2020, Page 4

Fréttablaðið - 02.09.2020, Page 4
Í fjárhæðunum felst heildarviðbótarframlag til stofnana að meðtöldum launatengdum gjöldum. Útvarpsstjóri skipar formann siðarnefndar. Vísindamenn álykta út frá gögnum að 0,9 prósent Íslendinga hafi smitast af veirunni og 91,9 prósent smitaðra hafi myndað mótefni. HEILBRIGÐISMÁL „Sumarið er búið að vera þungt, það eru skerðingar á þjónustu víðs vegar í kerfinu og við leggjum áherslu á að halda okkar þjónustu óskertri,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, verkefna­ stjóri Frú Ragnheiðar, skaða­ minnkunarúrræðis Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. „Kuldinn er á næsta leiti. Við erum að búa okkur undir þungan vetur og erum að safna hlýjum fötum sem við gefum áfram til þeirra sem eru mikið úti. Við erum svo að hafa sam­ band við flesta okkar skjólstæðinga til að taka stöðuna.“ Flestir skjólstæðinga Frú Ragn­ heiðar eru heimilislausir, en Elísa­ bet segir faraldurinn hafa haft ein­ hver jákvæð áhrif. „Umræðan um húsnæðismálin hefur batnað mikið. Áður fyrr var mjög edrúmiðuð stefna, fólk fékk ekki þjónustu nema að vera án vímuefna, og því urðu ákveðnir hópar útsettir fyrir því að vera án heimilis.“ Í dag eru að verða ákveðin kafla­ skil í umræðunni. „Það er erfitt að ætlast til betrunar og að einstakl­ ingar treysti sér til þess að vinna í sjálfum sér, séu þeir heimilislausir. Undanfarið hafa komið upp ýmis úrræði sem hafa reynst vel fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda, þar á Reykjavíkurborg mikið hrós skilið. Þá hafa heimilislausir ein­ staklingar sem nota vímuefni um æð stigið fram og lýst sinni reynslu, sem hefur áður ekki tíðkast. Það er ótrúlega mikilvægt að samfélagið heyri og hlusti á rödd þeirra.“ Sjálf boðaliðum hefur tekist að halda uppi starfi Frú Ragnheiðar í gegnum sumarið. Fjármögnun verk­ efnisins kemur eingöngu í gegnum styrki, í haust verður safnað fyrir nýjum bíl. „Bíllinn okkar er keyrður rúmlega 380 þúsund kílómetra og er að verða dálítið úr sér genginn, við höfum í gegnum tíðina notið mikillar velvildar í samfélaginu en verkefnið tók högg fjárhagslega eftir COVID og staðan er ekki eins góð í dag,“ segir Elísabet. Líkt og greint var frá í síðustu viku hefur framboð sterkra vímu­ efna minnkað frá því faraldurinn hófst. Þá hafa verðkannanir SÁÁ bent til að verð fari hækkandi. „Staðan hjá okkar fólki er mjög erfið og slæm. Við upplifðum það mikið í upphafi faraldursins þegar það var minna framboð af vímu­ efnum á ólöglega markaðnum en eftirspurnin hélst sú sama, að það varð meiri harka fyrir okkar skjól­ stæðinga,“ segir Elísabet. „Minna framboð þýðir ekki minni eftir­ spurn, það þýðir í raun að jaðar­ settustu einstaklingarnir þurfa að harka meira og það varð meira of beldi.“ Starfsmenn Frú Ragnheiðar eru stöðugt í virku notendasamráði. „Á þessu ári höfum við verið að heyra í auknum mæli af því að heróín sé komið í umferð hér á landi og því fylgir aukin hætta. Hingað til hefur það ekki fundist hér á landi, en með minna framboði af öðrum efnum virðist sala á heróíni hafa komist af stað. Heróín er ópíóíði og styrkleik­ inn oft óræður og því meiri hætta á ofskömmtun og dauðsföllum. Það sem við í Frú Ragnheiði gerum er að undirbúa okkur fyrir það, ef við sjáum meiri neyslu á heróíni þróum fræðsluefni hjá okkur í samráði við notendur sem við miðlum til skjól­ stæðinga okkar til að draga úr skað­ anum og halda fólki á lífi.“ Þórdís Jóhannsdóttir Wathne, framkvæmdastjóri meðferðarheim­ ilisins Krýsuvíkur, segir að þar finni þau fyrir því að fólk komi inn í verra ásamkomlagi en fyrir faraldurinn. „Biðlistinn hjá okkur er í meira lagi, hann er yfirleitt langur en ástandið nú er töluvert verra,“ segir Þórdís og bætir við að mikilvægt sé að halda þjónustunni óskertri. arib@frettabladid.is Búa sig undir þungan vetur Staða fíkla og heimilislausra er grafalvarleg. Minna framboð á vímuefnum hefur orðið til þess að ofbeldi hefur aukist. Starfsmenn skaðaminnkunarúrræðisins Frú Ragnheiðar búa sig undir afar þungan vetur. Sjálfboðaliðum hefur tekist að halda uppi starfi Frú Ragnheiðar í gegnum heimsfaraldurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Minna framboð þýðir ekki minni eftirspurn, það þýðir í raun að jaðarsettustu einstakling- arnir þurfa að harka meira og það varð meira ofbeldi. Elísabet Brynjars- dóttir, verkefna- stjóri Frú Ragn- heiðar COVI D -19 Niðu rstöðu r ra nn­ sóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagrein ingar og samstarfsfólks þeirra, benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði eftir SARS­CoV2 smit á fyrstu fjórum mán uð um eftir sýkingu. Niðurstöð ur rannsóknarinnar birt­ ust í vísindaritinu The New England Journal of Medicine. Vísindamennirnir álykta út frá gögn um að 0,9% Íslendinga hafi smitast af veirunni og 91,1 prósent smitaðra hafi myndað mótefni, Þá hafi 44 prósent þeirra sem smit uð­ ust ekki fengið greiningu en dánar­ tíðni sé 0,3 prósent. Alls var skimað fyrir mótefnum í blóði 30.576 Íslendinga. Prófuð voru 2,102 sýni úr 1.237 Íslend ingum sem höfðu sýkst af SARS­CoV­2, tekin allt að fjórum mán uð um eftir greiningu. Þá voru mæld mótefni hjá 4.222 einstakling­ um sem höfðu farið í sóttkví og öðr­ um sem ekki höfðu komist í tæri við veiruna svo vitað væri. 2,3 prósent þeirra sem höfðu farið í sóttkví voru með mótefni og 0,3% fólks sem ekki var vitað að hefði smitast eða umgengist smitaða einstaklinga. Mun fleiri greindust með mótefni sem voru í sóttkví en þeir sem voru það ekki. Þá sýnir rannsóknin enn frem ur tengsl milli alvarleika veik­ inda og magns mótefna. Þeir sem veiktust lítið, eða sýndu engin ein­ kenni, höfðu því meiri tilhneigingu til að mynda lítið af mótefnum eða engin. Af þeim 8,9% sem greinst höfðu með nef­ og hálssýni og mynduðu ekki fullt mótefnasvar, myndaði tæp ur helmingur, 4,0% af heildinni, engin mælanleg mótefni. Upp hafleg greining þessara einstaklinga var annaðhvort fölsk, eða líkami þeirra losnaði við veirusýkinguna með öðrum ráðum en myndun mótefna. K á r i St ef á n s son, for st jór i Íslenskrar erfðagreiningar, segir gott að geta lagt að baki áhyggjur af því að mótefni kunni að fjara út á einhverjum vikum eftir sýkingu. Núna sé fyrirtækið að rannsaka frumubundið ónæmi gegn veirunni hjá þeim sem ekki mynduðu mót­ efni. – bþ Mótefni minnkar ekki á fyrstu fjórum mánuðunum eftir COVID-19 sýkingu STJÓRNSÝSLA Ríkisútvarpið hefur óskað eftir tilnefningum í siðanefnd Ríkisútvarpsins í ljósi þess að kæra hafi borist. Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur kært ellefu starfsmenn Rík­ isútvarpsins til siðanefndarinnar vegna færslna þeirra á samfélags­ miðlum. Í svari Ríkisútvarpsins segir að endurskoðun siðareglna RÚV hafi staðið yfir frá síðasta ári og því hafi ekki verið endurskipað í nefndina. Siðanefnd Ríkisútvarpsins var skipuð haustið 2016 til þriggja ára í samræmi við siðareglur, rann skip­ unartíminn því út síðasta haust. Útvarpsstjóri skipar formann siða­ nefndar, skal formaðurinn uppfylla starfsgengisskilyrði héraðsdómara. Starfsmannasamtök Ríkisútvarps­ ins skipa einn nefndarmann og Sið­ fræðistofnun Háskóla Íslands einn. Vilhjálmur Árnason, stjórnarfor­ maður Siðfræðistofnunar, segir að eftir að skipunartími Guðmundar Heiðars Frímannssonar rann út hafi Siðfræðistofnun lagt til að Páll Rafnar Þorsteinsson yrði aðal­ maður í siðanefndinni. Páll Rafnar staðfesti að hann hefði verið tilnefndur, dró það svo til baka og vísaði öllum spurning­ um til Ríkisútvarpsins. Á starfstíma siðanefndarinnar á árunum 2016 til 2019 bárust tvær kvartanir, árin 2017 og 2019. Báðum kvörtunum var vísað frá. – ab Óska eftir tilnefningum í siðanefnd RÚV Tvær kvartanir hafa borist siða- nefnd, báðum var vísað frá. K JARAMÁL Gerðardómur hefur úrskurðað að ríkið skuli veita Landspítalanum 900 milljónir króna á ári frá og með deginum í gær til loka gildistíma kjarasamn­ ings hjúkrunarfræðinga, til að bæta kjör þeirra. Aðrar heilbrigðisstofn­ anir fá 200 milljónir króna í hlut­ falli við meðalfjölda stöðugilda hjúkrunarfræðinga sem þar voru við störf fyrir lok árs 2019. Í fjárhæðunum felst heildarvið­ bótarframlag til stofnana að með­ töldum launatengdum gjöldum, en fjármagninu skal ráðstafað á grundvelli stofnanasamninga, en endanleg útfærsla á úrskurðarorð­ um gerðardóms liggur ekki fyrir. Vinna við endurskoðun stofnana­ samninga hefst strax og skal lokið eigi síðar en í lok árs 2020 og munu breyttir stofnanasamningar gilda frá 1. september 2020. Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrr í sumar samþykktu hjúkrun­ arfræðingar miðlunartillögu ríkis­ sátta semjara í lok júní og var þar með verkfalli hjúkrunarfræðinga, sem átti að hefjast þann 22. júní, af­ stýrt. Hjúkrunarfræðingar höfðu verið með lausa kjarasamninga frá 31. mars á síðasta ári. Tillagan sem lögð var fram inni­ hélt öll atriði sem náðst hafði sam­ komu lag um milli samningsaðila, en ágreiningsatriði um launalið var vísað til sérstaks gerðardóms. Gerðardómurinn metur það svo að hjúkrunarfræðingar séu vanmet­ in kvennastétt, hvað varð ar laun með tilliti til ábyrgðar, og því telji hann rétt að skapa for send ur til leið­ réttingar á launa kjör um almennra hjúkrunarfræðinga. – fbl Rúmur milljarður í bætt kjör hjúkrunar fræðinga 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.