Fréttablaðið - 02.09.2020, Side 6

Fréttablaðið - 02.09.2020, Side 6
Þeir sitja stundum fyrir þeim fyrir utan leikskólana og kaffæra þau með nærveru sinni. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri Kvenna- athvarfsins Á mótmælunum kröfð- ust stúdentar afsagnar Alexanders Lúkasjenkós LÖGGJÖF Eltihrellar geta átt von á allt að fjögurra ára fangelsi, verði frumvarp Áslaugar Örnu Sigur­ björnsdóttur dómsmálaráðherra að veruleika. Til stendur að bæta við ákvæði inn í hegningarlög um umsáturseinelti. Samkvæmt skilgreiningu er elti­ hrellir hver sem endurtekið hótar, eltir, fylgist með, setur sig í samband við eða situr um, annan mann. Sé háttsemin til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða. Í langf lestum tilvikum verða konur fyrir barðinu á eltihrellum, sem gjarnan eru fyrrverandi makar eða kærastar. Um 65 konur sem leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra sögðust hafa orðið fyrir umsáturs­ einelti, eða 16 prósent af þeim sem leituðu til athvarfsins. Í einstaka tilfellum er um að ræða menn sem konurnar þekktu mjög lítið. Sigþr úðu r Guðmu ndsdótt ir framkvæmdastjóri segir eltihrella bæði nýta stafrænar og veraldlegar leiðir. Meðal annars endalausar skilaboðasendingar og tölvupósta. „Ágangur getur verið mikill á heim­ ili kvennanna og stundum vinnu­ stað þeirra,“ segir hún. „Þá reyna þeir einnig að mynda tengsl við fjölskyldumeðlimi, vinnufélaga og aðra sem tengjast þolandanum og dreifa ljótum sögum.“ Upp hafa komið tilfelli þar sem þolendur missi atvinnuna eða f lýi af heimili sínum í annað bæjarfélag eða jafnvel til útlanda. Andlega ógnin sé mikil og öryggisleysið þrúgandi. Að þurfa að lifa við það að gerandinn gæti dúkkað upp á hvaða tíma sem er og hvar sem er. Þetta álag sé einnig lagt á börnin og aðstandendur. „Þeir sitja stundum fyrir þeim fyrir utan leikskólana og kaffæra þau með nærveru sinni,“ segir Sig­ þrúður. „Það hljómar kannski sak­ laust að fá skilaboð af og til, eða sjá viðkomandi nokkrum sinnum. En þetta er gert í þeim tilgangi að skapa ógn, oft eftir ofbeldissamband. Við­ veran er áminning um það hvað hann getur gert til að halda völdum yfir huga konunnar.“ Lengi hefur verið kallað eftir ákvæðum um umsáturseinelti, því með núverandi löggjöf hefur lögreglan takmarkaða getu til að fást við mál af þessu tagi. Erfitt geti verið að fá nálgunarbann og það í sjálfu sér ekki refsing heldur þvingunaraðgerð og sé ekki endi­ lega framfylgt. „Það þarf mikið að ganga á til að nálgunarbann sé veitt, sönnunar­ byrðin er erfið og ekki tekið tillit til þess að þolandinn fái að ráða hverjir séu í lífi hans og hverjir ekki,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir ýmislegt geta valdið því að of beldið stoppi, til dæmis að gerandinn finni nýja kærustu. Stundum komi þó til þess að hann virki hana í að hrella sína fyrrverandi. kristinnhaukur@frettabladid.is Hægt verði að dæma eltihrella til fjögurra ára fangelsisvistar Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að bæta ákvæði inn í hegningarlög um umsáturs­ ein elti. Lögreglustjórar hafa lengi þrýst á um að ákvæðið verði sett því nálgunarbann sé oft gagnslítið. Framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins segir konur hafa misst atvinnuna og flúið land út af hrellum. Þolendur hafa misst atvinnuna og þurft að flýja land vegna ógnandi tilburðum eltihrella. MYND/GETTY Áfram mótmælt í Beirút Fjölmenn mótmæli fóru fram í Beirút, höfuðborg Líbanons í gær, þar sem almenningur krafðist enn á ný réttlætis fyrir fórnarlömb sprengingarinn- ar á dögunum. Fyrr í vikunni var Mustapha Adib, fyrrverandi sendiherra Líbanons í Þýskalandi, útnefndur forsætisráðherra landsins. MYND / EPA ASÍA Kínversk stjórnvöld hafa sakað indverska hermenn um að hafa með ólögmætum hætti farið inn á kín­ verskt landsvæði nærri Pangong Tso­vatni um nýliðna helgi og þar með ógnað stöðugleika á landa­ mærum ríkjanna. Indland og Kína hafa deilt um hvar landamæri ríkjanna liggja um áratuga skeið. Um er að ræða svæði sem löndin telja hernaðar­ lega mikilvæg. Landamæradeilan leiddi til þess að stríðsátök brutust út árið 1962, en síðan þá hafði ekk­ ert mannfall átt sér stað um tæplega sex áratuga skeið, þrátt fyrir mikla spennu. Það breyttist í júní síðast­ liðnum þegar að minnsta kosti 20 indverskir hermenn létu lífið í miklum bardaga á svæðinu þar sem hnefarnir voru látnir tala. Kínversk stjórnvöld hafa ekki upplýst um sitt mannfall í atburðinum. Óttast var að stríðsátök gætu brotist út í kjölfarið, enda juku bæði lönd viðbúnað sinn á svæðinu. Við­ ræður milli ríkjanna leiddu til þess að ástandið lagaðist um tíma, en nú óttast stjórnmálaskýrendur að hin meinta ögrun Indverja sé til marks um það að búið sé að tendra við­ varandi ófriðarbál á svæðinu. – bþ Indverjar sagðir ögra Kínverjum H V Í T A - R Ú S S L A N D Þ ú s u n d i r háskólastúdenta í Hvíta­Rússlandi sniðgengu fyrsta skóladaginn í háskólum landsins í gær og efndu til mótmæla á götum úti í Minsk, höfuðborg landsins. Á mótmælun­ um kröfðust stúdentarnir afsagnar Alexanders Lúkasjenkós, forseta landsins, sem var endurkjörinn í umdeildum kosningum í síðasta mánuði. Reuters greinir frá. Fjöldi stúdenta var handtekinn í mótmælunum, en bæði lögregla og öryggissveitir réðust að mótmæl­ endum. Tugþúsundir hafa mótmælt í Hvíta­Rússlandi frá því að forseta­ kosningarnar fóru þar fram 9. ágúst og hafa þúsundir verið handteknar. Talið er að kosningatölur hafi verið falsaðar. – bdj Sniðgengu fyrsta skóladaginn BELGÍA Þann 20. ágúst síðastliðinn fundu iðnaðarmenn í belgísku borginni Verviers undarlegan fjár­ sjóð. Við viðgerð á glæsilegum gos­ brunni í miðbænum fannst kistill úr sinki í holrými á bak við styttu af fyrsta borgarstjóra borgarinnar, Pierre David. Þegar innihald kistils­ ins var rannsakað nánar kom í ljós að hann innihélt hjarta borgar­ stjórans. David var afar dáður meðal borgarbúa en hann dó árið 1839 af slysförum. Í samráði við fjölskyldu hans var ákveðið að fjarlægja hjarta borgarstjórans til þess að heiðra hann síðar með einhverjum hætti. Fram fór söfnun til þess að reisa minnisvarða, en verkefninu lauk ekki fyrr en tæpri hálfri öld síðar, þegar gosbrunnurinn var vígður. Þá var kistlinum komið fyrir en síðan þá hefur tilvist hans verið eins konar goðsögn í borginni sem nú hefur komið í ljós að var sönn. Kistlinum, sem er í afar góðu ásig­ komulagi, hefur verið komið fyrir í listasafni borgarinnar þar sem hann verður til sýnis um ókomna tíð. – bþ Fundu hjarta borgarstjórans 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.