Fréttablaðið - 02.09.2020, Síða 10
Um 1980, til dæmis,
þá tókum við einu
sinni rútu með karlaliðinu
heim til Reykjavíkur og þeir
fóru inn á hótel að borða
eftir leik en við biðum fyrir
utan á meðan.
Vanda
Sigurgeirsdóttir
FÓTBOLTI Vanda Sigurgeirsdóttir,
f y r r vera nd i la nd sliðsþjá l fa r i
kvenna í fótbolta og ein af frum-
kvöðlum í íslenska kvennalands-
liðinu, skrifaði forvitnilega færslu
á Twitter þar sem hún ræddi frétt
fótbolta.net um að Sara Björk Gunn-
arsdóttir og stöllur hennar í Lyon
fengju sama bónus og karlaliðið,
myndu þær vinna Meistaradeild-
ina. Tilkynningu forseta félagsins
var fagnað víða um heim og fram-
takinu klappað lof í lófa. „Núna er
ég eiginlega með tárin í augunum.
Frá baráttunni sem við þessar
„gömlu“ stóðum í – fyrir að fá að
keppa í skrúfutakkaskóm, fá bún-
inga sem pössuðu, lækni á lands-
leiki, almennilega æf ingatíma
o.s.frv., o.s.frv. – og HINGAÐ,“ skrif-
aði Vanda og fékk hundruð læka.
Vanda segir í samtali við Frétta-
blaðið að hún voni að þetta útspil
forseta Lyon, Jean-Michel Aulas,
verði til þess að bónusgreiðslur
verði jafnar. „Ég held að þetta sé
í fyrsta sinn sem svona er gert í
félagsboltanum og mér finnst þetta
vera risaskref, þess vegna komu
tárin, gæsahúðin og allt þegar ég
las þessa frétt.“
Vanda segir að hún hafi haldið
niður í höll minninganna og séð
hvað er í raun stutt síðan að raun-
veruleikinn sem hún skrifaði um í
tístinu, var raunveruleikinn.
„Það var stofnað hagsmunafélag í
kvennaboltanum þegar við fengum
ekki að keppa í skrúfutakkaskóm.
Það var fullt af mjög flottum konum
í því félagi, til að vinna gegn mjög
skrýtinni stefnu. Þetta var bara í
félagsliðum. Æfingatímar voru líka
þannig að strákarnir gengu fyrir og
við fengum ekki velli og máttum
ekki æfa á aðalvöllunum. Svo horfð-
um við á eftir strákunum labba út
á aðalgrasið. Ég var reyndar lengi
í Breiðabliki og þar voru, og eru,
gerðir góðir hlutir. En ég var líka
að þjálfa víða. Um 1980, til dæmis,
þá tókum við einu sinni rútu með
karlaliðinu heim til Reykjavíkur
og þeir fóru inn á hótel að borða
eftir leik en við biðum fyrir utan á
meðan.“
Fyrir þá sem muna ekki var
k vennalandsliðið sett á lagg-
irnar 1981, en hætt með það aðeins
þremur árum síðar á stjórnarfundi
KSÍ 31. maí 1984 og lagt alveg niður
1987. Það var ekki endurvakið fyrr
en 1993. Vanda tók við landsliðs-
þjálfarastarfinu 1997.
„Ég var búin að berjast fyrir því
að fá lækni með í landsleiki. Það
hafði aldrei verið. Við höfðum lent
í því að ein landsliðskona fékk gat á
hausinn í landsleik úti í Rússlandi
og það þurfti bara að taka hana út
af, sem hefði ekki þurft ef það hefði
verið læknir. Þá hefði verið gert
eins og í úrslitaleiknum hjá Söru,
bara smellt saman og leikmaðurinn
skokkað aftur inn á.
Fyrsti leikurinn með lækni var
viðureign við Úkraínu, þegar Ragna
Lóa Stefánsdóttir fótbrotnaði hrika-
lega illa. Ég verð að segja að ég veit
ekki hvað hefði gerst ef Sigurjón
læknir hefði ekki verið á bekknum.
Það er sagan á bak við lækninn, í
þessu tísti. Núna er þetta sjálfsagt
mál. Mér finnst gott að við gleym-
um ekki sögunni,“ segir Vanda.
Hún bætir við að einu sinni hafi
kvennalandsliðið keppt landsleik
og ein landsliðskona hafi verið
smærri en aðrar. Þegar hún hafi
girt sig þá hafi bolurinn lekið út
með fram stuttbuxunum. „Það voru
bara pantaðir búningar á strákana
sem við svo notuðum. Í dag er þetta
allt annað. Það eru komin kvenna-
snið og allt sérpantað. Þetta varpar
ágætu ljósi hvað við erum komin
langt,“ segir Vanda.
Hún segir að það sé mikilvægt að
hrósa starfinu sem hafi verið unnið.
„KSÍ hefur gert margt gott og forseti
Lyon er kominn með heiðursorðu
Vöndu,“ segir hún og hlær.
Í alvarlegri tón spyr hún hvað
gerist ef Manchesterliðin eða önnur
stórlið í Evrópu fylgja ekki fordæmi
forseta Lyon. „Hvernig ætla liðin að
fá til sín bestu leikmennina ef hin
liðin lofa þessu ekki líka? Þá enda
bara allir bestu leikmennirnir í Lyon.
Fyrir utan það að þetta er siðferðis-
lega rétt, þá er ekkert endilega gott
fyrir félögin ef þetta spyrst út, hvort
sem þau heita Chelsea eða Barcelona
eða PSG eða hvað, ef þau gera þetta
ekki líka. Þessi stóru félög eru að
leggja töluvert í boltann, eins og sést
þegar maður skoðar hvaða lið voru
að ná langt í Meistaradeildinni í ár.
Bayern, PSG, Barcelona og Lyon með
lið bæði karla- og kvennamegin.“
Skrefin hafa verið stór og ör und-
anfarin ár. Stutt er síðan KSÍ ákvað
að greiða sömu bónusa fyrir sigur-
leiki og ýmislegt annað má tína til.
„Ef ég á að vera hreinskilin þá átti
ég ekki von á þessu,“ segir Vanda.
„Auðvitað er ekkert 100 prósent
jafnrétti ef við skoðum peningana.
Aðstæður eru að breytast og hafa
breyst hratt. Núna eru aðal-, aðstoð-
ar- og markmannsþjálfari á öllum
æfingum og mér finnst við eiga fullt
af Sörum á leiðinni – ef þær hafa
hugarfarið hennar, sem er reyndar
erfitt að kenna,“ segir Vanda, sem
þjálfaði Söru fyrir margt löngu.
benediktboas@frettabladid.is
Kvennafótboltinn er búinn að
taka mörg góð og jákvæð skref
Forseti Lyon ætlar að borga Söru Björk og stöllum hennar það sama og ef karlaliðið hefði unnið Meistara-
deildina. Hann hefur fengið mikið hrós og einn reyndasti kvennaþjálfari landsins, Vanda Sigurgeirs-
dóttir, táraðist við að lesa fréttina – enda hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan hún var í baráttunni.
Æfing kvennalandsliðsins frá árinu 2007 á einhverju góðu túni langt frá Laugardalsvelli. Stelpurnar fengu þó boli í stíl. Mikið vatn hefur runnið til
sjávar á undanförnum árum og jafnar launagreiðslur Lyon fyrir sigur í Meistaradeildinni hafa fengið mikil og góð viðbrögð. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
FÓTBOLTI Guðmundur Benedikts-
son benti á það í þætti sínum Stúk-
unni á Stöð 2 Sport á mánudag að
fjórða Evrópusæti sem fellur til
íslenskra liða standi og falli með
leik KR gegn Flora frá Eistlandi. Lið
frá Wales og Makedóníu eru nálægt
því að taka sætið af Íslandi. „Ef þau
vinna leikina sína og KR vinnur
ekki þá erum við að fara að missa
Evrópusæti,“ sagði Guðmundur.
Íslensk lið hafa ekki riðið feitum
hesti frá viðureignum sínum í Evr-
ópu undanfarin ár og stór töp og
sorgleg litið dagsins ljós. Íslenska
deildin er nú í þriðja neðsta sæti á
UEFA listanum. Tómas Ingi Tómas-
son, einn af sérfræðingum þáttar-
ins, sagði að 60-80 milljónir myndu
þá hverfa úr íslenska fótboltanum
sem væri háalvarlegt mál. – bb
Fjórða sætið
veltur á KR
FÓTBOLTI RB LEipzig hefur fengið
leyfi fyrir 8.500 áhorfendum í fyrsta
leik sínum þegar þýska deildin hefst
að nýju. Í yfirlýsingu frá borginni
kemur fram að leikurinn gegn
Mainz þann 20. september fari
fram með áhorfendum, ef COVID-
19 tilfellum fari ekki fjölgandi og
fél ag ið fari eftir ströngum fyrirmæl-
um. Áhorfendur þurfa allir að vera
með andlitsgrímur og dreifðir um
leik vang inn sem tekur 42 þús und
manns í sæti. Engir áhorfend ur
verða frá Mainz.
„Við gerum okk ur grein fyrir að
baráttan gegn veir unni er langt frá
því að vera búin en undir ströngum
skilyrðum verð ur að leyfa fólki aftur
að lifa og njóta,“ sagði Burkhart
Jung, borgarstjóri Leipzig, í samtali
við Reut ers. Áhorfendur hafa ver ið
bann aðir á leikjum í þýska boltan-
um síðan í mars. Alls greindust 1.218
og fjórir létust í Þýskalandi í gær. – bb
Leipzig fær
leyfi fyrir
áhorfendum
Leipzig hefur leyft áhorfendur á
fótboltaleikjum. MYND/GETTY
FÓTBOLTI Allir leikmenn enska
landsliðsins voru með neikvætt
sýni í fyrstu COVID-skimun lands-
liðsins fyrir ferðalagið til Íslands.
Ensku leikmennirnir komu saman
til æfinga á æfingasvæði lands-
liðsins, St. Georges Park, í gær þar
sem skimað var eftir kóróna veir unni
hjá leikmönnum. Sýni var tekið úr
leikmönnum á mánudag og var ekk-
ert jákvætt sýni en þeir fara aftur í
sýnatöku við komuna til Íslands.
Tammy Abraham og Mason
Mount, leikmenn Chelsea, eru
nýkomnir úr sóttkví og eru vænt-
anlegir til landsins ásamt leik-
mönnum frá öllum stærstu liðum
Englands.
Ísland tekur á móti Englandi
í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeild
UEFA næstkomandi laugardag.
– kpt
Enginn enskur
var jákvæður
2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT