Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.09.2020, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 02.09.2020, Qupperneq 16
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is 33 viðbótarstuðningslán hefur Arion banki veitt fyrir sam­ tals 597 milljónir króna. 25 milljarðar króna er bókfært eigið fé Hvals. 52 milljarðar króna er verðmat Jakobsson Capital á Ice land­ air Group. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Landsbankinn hefur veitt eitt viðbótarstuðningslán frá því að viðskiptabankarnir byrj­ uðu að taka við umsóknum um mitt sumar. Á sama tíma hefur Íslands­ banki veitt sex viðbótarstuðnings­ lán fyrir alls 126 milljónir og Arion banki 33 fyrir 597 milljónir. Stuðningslán eru ætluð litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem glíma við erfiðleika vegna sam­ dráttar í rekstri vegna kórónaveiru­ faraldursins. Ríkissjóður ábyrgist að fullu stuðningslán upp að 10 milljónum króna og 85 prósent viðbótarstuðningsláns sem getur numið allt að 30 milljónum króna til viðbótar. Úrræðið grundvallast á samningi Seðlabanka Íslands við viðskiptabankana og var opnað fyrir umsóknir 9. júlí. Alls hefur Landsbankinn sam­ þykkt að veita 154 stuðningslán fyrir um 1.129 milljónir króna en nú þegar hafa 1.050 milljónir verið útgreiddar. Þar af er eitt viðbótar­ stuðningslán. Íslandsbanki hefur á sama tíma veitt 170 stuðningslán fyrir samtals 1.140 milljónir króna og sex viðbótarstuðningslán fyrir samtals 126 milljónir. Heildarupp­ hæð Íslandsbanka nemur því 1.266 milljónum króna. Arion banki sker sig nokkuð úr hópnum. Bankinn hefur veitt 144 stuðningslán fyrir 958 milljónir króna og 33 viðbótarstuðningslán fyrir 597 milljónir. Alls hefur bank­ inn því lánað út 1.555 milljónir. Lilja Björk Einarsdóttir, banka­ stjóri Landsbankans, sagði í viðtali við Viðskiptamoggann 19. ágúst að bankinn hefði fengið 38 umsóknir um lán yfir 10 milljónum króna. Bankinn væri að vinna í þessum umsóknum. Landsbankinn aðeins veitt eitt viðbótarstuðningslán Niðurstaða greiningar Jak­obsson Capital á Icelandair Group er sú að verðmats­ gengi f lugfélagsins sé 2,1. Það er nokkru hærra en útboðsgengið 1, sem verður miðað við í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair Group og núverandi markaðsgengi sem er 1,15. Í verðmati greiningarfyrirtækis­ ins, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er virði Icelandair Group metið á 378 milljónir dala, jafnvirði 52 milljarða króna, og er þá gert ráð fyrir að rekstraráætlun flugfélags­ ins til næstu ára gangi eftir að mestu leyti. Síðasta verðmat Jakobsson Capital á Icelandair Group frá því í maí var 301 milljón dala og hækkar það því um 26 prósent. Greinandinn bendir á að venjan sé að gefa afslátt af útboðsgengi, sem liggur jafnan á bilinu 15 til 25 prósent. „Ljóst er að miklu máli skiptir fyrir framtíðarrekstur Icelandair að það takist að safna þeim 20 ma. króna sem að er stefnt. Hlutafjárútboðið er mjög stórt á íslenskan mælikvarða. Það kemur því ekki á óvart að mikill afsláttur sé gefinn,“ segir í verðmatinu. Rekstraráætlun greinandans og Icelandair er nærri sú sama árin 2020 og 2021, en hins vegar segist greinandinn eiga erfitt með að átta sig á því hvað gerist í rekstrinum á milli áranna 2021 og 2022 í rekstr­ aráætlun Icelandair, þar sem gert er ráð fyrir að afkoman taki stökk. Icelandair áætlar að rekstrarbatinn verði rúmlega 120 milljónir dala milli ára og tekjur aukist um 400 milljónir dala. „Ljóst er að miðað við uppbygg­ ingu innviða, f lugf lota, fastan kostnað og svo framvegis, mun Icelandair fara yfir ákveðinn skurð­ punkt í tekjum sem veldur auknu rekstrarhagræði árið 2022,“ segir í verðmatinu. „Greinandi Jakobsson Capital á þó erfitt með að kyngja þessu mikla stökki. Í það minnsta er það „óhefðbundið“ og passar ekki inn í kassalagaðan haus greinanda,“ bætir greinandinn við. Hann telur að útskýra megi þetta stökk betur, fyrir hlutafjárútboðið. – þfh Verðmatsgengi Icelandair 2,1 Hópur hluthafa í Hval, einu stönd­ug a st a f já r fe st­ingafélagi landsins, freistar þess nú að selja samtals lið­ lega 15 prósenta hlut í félaginu. Það er ráðgjafarfyrirtækið Spakur Finance sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hluthafana, sem eru um tíu talsins, og hefur meðal annars leitað til lífeyrissjóða um mögulegan áhuga þeirra á að kaupa bréfin í Hval, samkvæmt heimildum Markaðarins. Bókfært eigið fé Hvals stóð í 25 milljörðum króna í lok september í fyrra, samkvæmt síðasta birta ársreikningi félagsins, og því ljóst að virði þess hlutar sem er verið að bjóða til sölu hleypur á mörgum milljörðum króna. Eignir Hvals samanstanda einkum af ríkis­ bréfum og hlutdeildarskírteinum í innlendum og erlendum verð­ bréfasjóðum – samtals um 11,6 milljörðum – en þá er félagið einnig stór hluthafi í Hampiðjunni, Origo, Arion banka og Marel. Á meðal þeirra hluthafa sem freista þess að selja bréfin í Hval, sem yrði þá ávallt á einhverjum afslætti miðað við bókfært eigið fé, eru systkinin Ragnhildur, Margrét H. og Guðmundur Björn Þórarins­ börn, en samanlagt fara þau með yfir fjögurra prósenta hlut í félaginu. Þau eru erfingjar Ragnhildar Halldórs­ dóttur Skeoch, sem lést árið 2015, en hún var áður einn stærsti hluthafi Hvals með um tíu prósenta hlut. Kristján Loftsson, framkvæmda­ stjóri Hvals, er sem kunnugt er langsamlega stærsti einstaki hlut­ hafi Hvals með samtals um 46 pró­ senta hlut, bæði í eigin nafni og eins í gegnum Fiskveiðahlutafélagið Venus sem hann á til helminga á móti systur sinni, Birnu Loftsdóttur. Stjórn Hvals hefur fyrir hönd félagsins forgangsrétt að öllum bréfum sem ganga kaupum og sölum í Hval. Á síðasta fjárhagsári keypti félagið á þeim grundvelli eigin hluti að nafnvirði tæplega 15 milljóna króna og nam kaupverðið um 1.420 milljónum króna. Meðal­ gengið í viðskiptunum var um 95 krónur á hlut, eða sem nemur rúm­ lega 60 prósentum af bókfærðu eigin fé Hvals. Hagnaður Hvals í fyrra nam um 287 milljónum króna. Stjórn félags­ ins samþykkti að greiða arð til hlut­ hafa á þessu ári að fjárhæð samtals 1.500 milljónir króna. Greint var frá því í Markaðinum fyrr á þessu ári að þrír hluthafar Hvals, sem ráða yfir rúmlega 5,3 prósenta hlut, hefðu höfðað mál gegn félaginu og krafist þess að hlutir þeirra yrðu innleystir gegn greiðslu að fjárhæð samtals um 1.563 milljóna auk dráttarvaxta. Saka hluthafarnir, sem eru félög í eigu feðganna Einars Sveinssonar og Benedikts Einarssonar og Ingi­ mundar Sveinssonar, bróður Einars, framkvæmdastjóra Hvals, um að með kaupum hans á hlutum í félag­ inu á „verulegu undirverði“ og frá­ falli stjórnar á forkaupsrétti sínum að þeim, hafi það „aflað [Kristjáni] ótilhlýðilegra hagsmuna“, á kostnað annarra hluthafa. Einar er jafnframt stjórnarformaður Hvals. Með þessu hafi framkvæmda­ stjóri Hvals gerst brotlegur við ákvæði laga um hlutafélög, að mati hluthafanna þriggja, og telja þeir að þær aðgerðir veiti rétt til innlausnar, samkvæmt ákvæði í 26. grein lag­ anna. Miðað við gengið sem hluthaf­ arnir leggja til grundvallar kröfum sínum – um 170 til 180 krónur á hlut – telja þeir að upplausnarvirði Hvals sé um 30 milljarðar. Kristján hefur sagt kröfurnar fela í reynd í sér að félagið verði leyst upp. „Ég tel hins vegar að vilji meginþorra hluthafa Hvals standi ekki til þess,“ sagði Kristján í samtali við Markaðinn í júlí síðastliðnum. Gengið í kaupum Kristjáns á bréfum í Hval, sem fóru fram á fjár­ hagsárinu 2017 til 2018 og hluthaf­ arnir þrír segja að hafi verið á „veru­ legu undirverði“, nam 85 krónum á hlut, eða um 60 prósentum af bók­ færðu eigin fé félagsins á þeim tíma. Áætlað er að aðalmeðferð í mál­ inu muni hefjast í héraðsdómi Vesturlands síðar í þessum mánuði. Freista þess að selja 15 prósenta hlut í Hval Hópur hluthafa í einu stærsta fjárfestingafélagi landsins hefur fengið ráðgjafar- fyrirtæki til að annast sölu á mögulega allt að 15 prósenta hlut í Hval. Félagið er með forkaupsrétt og hefur keypt eigin bréf á miklum afslætti miðað við eigið fé. Kristján Loftsson er stærsti einstaki hluthafi Hvals. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans „Fyrir lán umfram 10 millj­ ónir verðum við að leggja mat á umsóknina með handvirkum hætti til viðbótar við sjálfvirka athugun. Það hefur lent inn í sumarfrístíma hjá okkur en það eru kannski ekki nema tvær til þrjár vikur síðan umsóknir fóru að berast, það er að fyrirtæki fóru að skila inn gögnum. Við sjáum fyrir okkur að greiða út töluvert af þeim lánum á næstunni,“ var haft eftir Lilju Björk. Stuðningslán og viðbótarstuðn­ ingslán eru ætluð fyrirtækjum með ársveltu á bilinu 9 til 1.200 milljónir króna. Fyrirtækin þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, til dæmis það að hafa orðið fyrir verulegu og ófyrirséðu tekjutapi sem þarf að lágmarki að nema 40 prósentum. Stuðningslánin eru veitt á megin­ vöxtum Seðlabankans sem eru eitt prósent og eru afgreidd með sjálf­ virkum hætti. Viðbótarstuðnings­ lán eru hins vegar á bankavöxtum og velta því á handvirkri greiningu banka á viðkomandi fyrirtæki. – þfh 2 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.